NT - 02.11.1985, Blaðsíða 12

NT - 02.11.1985, Blaðsíða 12
■ Enginn dottar í Lindarbæ á sýningum Nemendaleikhússins á Hvenær kemurðu aftur rauðhærði riddari. Amerískur stormsveipur M Nemendaleikhúsið, Lindarbæ: Hvenær kemurðu aftur, rauðhærði riddari? eftir Mark Medoff. Þýðandi og leikstjóri: Stefán Baldursson. Leikmynd: Guðný B. Richards. Þetta er amerískt Ieikrit, „gerist í lok sjöunda áratugarins í veitinga- vagni í suðurhluta Nýju Mexíkó “ eins og stendur í leikskránni. Inn í- daufa tilveru fólksins þar berst gustur dag einn, maður sem með óvægileg- um aðferðum storkar umhverfinu og rífur menn upp úr sínu vanafari svo að fólkið er ekki hið sama að lokum. Þetta mætti kalla meginefni leiksins. Og best að segja strax að Rauðhærði ríddarinn er haglega samið leikrit og varð áhrifarík sýning í meðförum Nemendaleikhússins. Eins og fyrri daginn er gaman að sjá til þess unga fólks sem hér er að öðlast sína lokaþjálfun í Leiklistarskóla íslands. í leikskránni er grein um það tímaskeið sem Rauðhærði riddarinn lýsir. Það er tími unglingauppreisna, Víetnamstríðs, stúdentahreyfinga, o.s.frv. Teddy er þá líklega eins konar fulltrúi hinnar uppreisnar- gjörnu æsku, með sinn fádæma ruddaskap og ofbeldi, maður sem er fullur af hatri á öllu og öllum. Persón- ur leiksins eru skýrum dráttum dregnar: í upphafi kynnumst við Stephen og Angel, starfsfólki á veit- ingavagninum. Stephen erdæmigerð- ur kjaftfor strákur sem h'tið verður úr þegar á reynir. Hann talar sífellt um að komast burt og verða mikill maður en hangir á barnum og þusar við stúlkuna. Hann vill ekki kannast við sjálfan sig, ætlast til að hann sé nefndur Rauðhaus og er brjóstum- kennanlegur í dagdraumum sínum. Stúlkan Angel heldur sér gangandi með hnýsni um náungann, lífgar þannig hina snauðu tilveru sína. Skúli Gautason skilaði hlutverki Stephens einkar vel, setti persónuna okkur fyrir sjónir á Ijóslifandi hátt. Inga Hildur Haraldsdóttir var prýðilega tóm og tilgerðarleg í fasi í hlutverki Angel. Mest mæddi á Valdimar Erni Flyg- enring í hlutverki „stormsveipsins“ Teddys. Hann lék af miklum krafti og tókst að gæða leikinn þeirri ógn sem nauðsynleg var. Samleikur þeirra Skúla náði sér vel á strik í atriðinu þegar Stephen leikur Rauðhærða riddarann. Gestir í veitingavagninum, Richard og Clarisse, Eiríkur Guðmundsson og Bryndís Petra Bragadóttir, eru af öðru sauðahúsi en hitt fólkið, penir smáborgarar, konan ann að vísu fiðlu sinni umfram annað og hefur víst aldrei sýnt eiginmanninum álíka blíðu. Meðferð hins stríðsbrjálaða Teddys á þessu fólki öllu er nöturleg í mesta máta, og það má segja aðstandendum /sýningarinnar til marklegs lofs að samleikurinn var hnökralaus, sýningin í heild sinni minnisverð leikhúsreynsla. Þá er ónefnd Guðbjörg Þórisdóttir sem iék lagaskonu Teddys skemmlega. Tveir atvinnuleikarar taka þátt í sýningunni.Hlutverk Sigmundar Arnar Arngrímssonar, Clarks, er lítið, en þeim mun meira mæddi á Gunnari Eyjólfssyni, sem lék hinn bæklaða afgreiðslumann Lyle. Gunn- ar lék af mikilli kúnst, en það segir sína sögu um hve jafnvíg sýningin er, að Gunnar yfirskyggði ekki hina leikarana, samleikur hans og Valdi- mars var áhrifaríkur. Stefán Baldursson á lof skilið fyrir stjórn sína og þýðingu á þessu verki. Og hvetja má þá sem hafa lifandi leiklistaráhuga að bregða sér í Lind- arbæ á næstunni. Það er að minnsta kosti ekki hætta á að neinn dotti. Gunnar Stefánsson Norðurlandsbyggð framtíðarinnar ■ í tilefni af ári æskunnar gekkst Fjórðungssamband Norðlendinga fyrir að haldnir voru á Sauðárkróki Norðurlandsleikar æskunnar, íþrótta- og æskulýðsmót fyrir yngri aldurshópana. Leikir þessir þóttu tak- ast með afbrigðum vel. Nú er í ráði að halda á vegum Menningarsamtaka Norðlendinga í samráði við skólana og fræðslustjóra á Norðurlandi, tónlistarkynningu í grunnskólum Norðurlands, m.a. í tilefni af ári æskunnar. Síðasta fjórð- ungsþing Norðlendinga fól nefnd þeirri er undirbjó Norðurlandsleik- ana að gangast fyrir einskonar ráð- stefnum í skólum á framhaldsskóla- stigi, þar sem fjallað yrði um byggð- amálefni og framtíð norðlenskra byggða. Gert er ráð fyrir forgöngu skólastjóra og kennara um þetta verk- efni í samráði við undirbúningsncfnd- ina, en að nemendur sjálfir leggi til umræðuefnið og mestan málatilbún- að. Síðan sendi hver skóli fulltrúa sinn á sameiginlega ráðstefnu, sem haldin yrði síðari hluta nóvember- mánaðar, einskonar fjórðungsþing æskunnar, þarsem æska Norðurlands ræðir sín málefni um framtíð norð- lenskra byggða. Tilgangur þessarar ráðstefnu er að vekja sterka byggðarvitund þeirrar kynslóðar sme á næstu árum mun koma til áhrifa á Norðurlandi og fá hana til að taka fangbrögðum þann vanda, sem steðjar að landsbyggð- inni. Vakning sern síðar leiðir til sóknar og nýrra sigra. Undirbúningsnefndina skipa: Björn Sigurbjörnsson skólastjóri á Sauðárkróki formaður, Arnaldur Bjarnason sveitarstjóri Skútustaða- hrepps og Hermann Sigtryggsson æskulýðsfulltrúi Akureyri. Laugardagur 2. nóvember 1985 12 lyftutengda heyskera á dráttarvélar. Þessir heyskerar létta bændum stórlega störfin við losun, flutning og fóðrun úr flatgryfjum. G/obusf“ Rafmagns- heyskerinn Oleo Mac heyskerarnir hafa farið sigurförmeðal bænda og eru nú enn uppseldir. Næsta sending væntanleg í desember. Pöntunum veitt mót- taka. Tvímælalaust ódýrasti rafmagnsheysker- inn á markaðnum, fyrir vothey, þurrhey og sértaklega handhægur til að skera i sundur rúllubagga. Getum einnig boðið frá LÁGMÚLI 5, SIMI 81555

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.