NT - 02.11.1985, Blaðsíða 22
■ Safet Susic er einn af lykilleikmönnum París St-Germain sem gengur vel um þessar mundir.
íþróttir helgarinnar:
Margt að ske
Lugi-Valur
■ Á sunnudaginn leika
í Svíþjóð Valsmenn og
Lugf í Evrópukeppni
karla í handknattleik og
er þetta fyrri viðureign
liðanna.
Eins og alþjóð er kunn-
ugt sigruðu Valsmenn
norska liðið Kolbotn í
fyrstu umferð Evrópu-
keppninnar en báðir
leikirnir fóru fram í
Noregi. Nú hyggjast
kapparnir úr Val aftur á
móti leika síðari leik sinn
hér heima, enda við erfið-
ari andstæðinga að etja.
Leikurinn á morgun fer
fram í íþróttahöllinni í
Lundi en þaðan kemur
sænska liðið. Sunnudag-
inn 10. nóvember n.k.
munu liðin hins vegar
mætast í Laugardalshöli-
inni og verður greint nán-
ar frá þeirri viðureign
síðar.
- Jón Páll tekur á trukk
■ Það verður mikið að gerast
á íþróttasviðinu um helgina.
Fyrst er að nefna viðureign
Víkings og Teka í Evrópu-
keppninni í handknattleik en sá
leikur hefst í Höllinni kl. 20.30
á sunnudagskvöldið.
Stórmót er einnig hjá júdó-
mönnum, sjálft Norðurlanda-
meistaramót karla og kvenna
undir 21 árs. í>að er haldið í
íþróttahúsi Kenaraháskólans og
hefst í dag kl. 10.00.
Handknattleikur:
Enginn leikur er í l.deild
karla. Viðureign K.A. og F.H.
sem fram átti að fara í dag hefur
verið frestað fram á þriðjudag.
Fram og Valur mætast hins
vegar í 1. deild kvenna í Laugar-
- Víkingar mæta Teka
dalshöll kl. 14.00 í dag og á eftir
leika Víkingur og Stjarnan. Er
1. deild kvenna þar með hafin.
Á morgun leika síðan Haukar
og F.H. í kvennaboltanum og
hefst sá leikur kl. 21.15 í Hafn-
arfirði. í 2. deild karla eru tvær
stórviðureignir í dag H.K. og
U.B.K. leika í Digranesi kl.
14.00 og Árman og LR. mætast
í Seljaskóla, einnig kl. 14.00.
Körfuknattleikur:
Keflavík og Í.R. eigast við í
Úrvalsdeildinni og hefst leikur-
inn kl. 14.00 í dag. Leikið er í
íþróttahúsinu í Keflavík. Á
morgun leika síðan Reykjavík-
urliðin Valur og K.R. í Selja-
skóla og hefst viðureignin kl.
20.00.
Blak:
Námskeið í íþróttum fatlaðra:
Fjölbreytnin er
- í fyrirrúmi - Möguleikar fatlaðra kynntir
■ Dagana 21.-24. nóvember
n.k. mun íþróttasamband Fatl-
aðra efna til leiðbeinenda-
námskeiðs í íþróttum fyrir fatl-
aða. Námskeið þetta verður
haldið í húsakynnum ÍSÍ í Laug-
ardal og í íþróttasal Álftamýrar-
skóla. Mun það standa yfir frá
kl. 9.00 til ca. 18.00 21.-23.
nóvember og kl 9.00-16.00 24.
nóvember.
Á námskeiðinu verður lögð.
áhersla á að kynna hinar ýmsu
tegundir fötlunar og hvaða
möguleikar eru í boði fyrir fatl-
aða til íþróttaiðkunnar.
Námskeiðið verður öllum
opið og er fólk hvatt til að
mæta. Rétt er að benda á að á
undanförnum leiðbeinenda-
námskeiðum hafa íþróttakennar-
ar fengið námskeiðin metin til
stiga og verður svo einnig vænt-
anlega nú.
Tilkynna þarf þáttöku á nám-
skeiðið fyrir 14. nóvember til
íþróttasambands Fatlaðra,
íþróttamiðstöðinni Laugardal,
104 Reykjavík.
Einnig er hægt að fá upplýs-
ingar f síma 91-686301, mánud.
þriðjud., fimmtud. og föstud.
kl. 17.00-19.00. Námskeiða-
gjald er kr. 1000.
Hagaskóli verður vettvangur
blaks á morgun. Keppni byrjar
kl 19.00 með leik Víkings og ÍS
í 1. deild kvenna og á eftir leika
sömu lið í karlaflokki. Fram og
H.K. mætast svo kl. 21.30.
Að lokum skal getið keppn-
innar „Sterkasti maður íslands“
en á morgun verður tekist á við
trukka fyrir framan gervi-
grasvöllinn íLaugardal. Keppni
hefst kl. 14.00.
Svifdrekaflug
■ Mót í svifdrekaflugi
verður haldið í dag og
verður svifið frá Úlfars-
felli í Mosfellssveitinni.
Keppnin hefst kl. 2.00 og
er boðið upp á kaffi og
veitingatjald á staðnum.
Einnig er margt annað að
ske samfara mótinu og er
fólk hvatt til að mæta.
Laugardagur 2. nóvember 1985 26
_____________íþróttlr_________________
Knattspyrna í Frakklandi:
Parísarliðið leikur
skemmtilegan bolta
- og óstöðvandi um þessar mundir - Hvað gerir liðið gegn Mónakó?
■ Þeir miklu peningar sem
aðaleigandi franska iiðsins París
St. Germain, Francis Borelli,
eyddi í kaup á nýjuni leikmönn-
um fyrir þetta keppnistímabil
virðast ætla að skila sér í frábær-
um árangri. París St-Germain
leikur snilldarlega um þessar
mundir og er langefst í 1. deild-
inni frönsku. Því gæti það farið
svo að meistaratitillinn lenti hjá
liöi frá höfuðborginni í fyrsta
sinn í fimmtíu ár.
París St-Germain leikur við
Mónakó um helgina og ef tap
verður ekki upp á teningnum
hefur liðið slegið met það er
St-Etienne, 1969-70 og Strasbo-
urg, 1978-79 eiga, en þessi lið
léku 18 leiki í röð án taps.
Höfuðborgarliðið tapaði að-
eins tveimur stigum í sínum
fyrstu 15 leikjum sem er einnig
met. Áður höfðu nágrannarnir
Racing Club París átt besta byrj-
unarárangurinn, en það félag
var einmitt síðasta Parísarliðið
sem vann meistaratitilinn.
Velgengni St-Germain kemur
best fram þegar litið er á lands-
lið Frakka. Þar eru fimm St-
Germainleikrnpnn í byrjunar-
liði þ.á m. Dominique Rochet-
eau sem skoraði þrenu gegn
Lúxemborg á dögunum.
Rocheteau er einn af fáum
leikmönnum St-Germain sem
ekki er nýkeyptur til félagsins.
Hann er nú markahæstur í 1.
deildinni frönsku ásamt Uwe
Reinders, þýska landsliðs-
manninum sem leikur með
meistujfunum Bordeaux.
Tveir aðrir leikmenn eru
þannig gamalreyndir með lið-
inu. Þeir eru Luis Fernandez,
sem leikið hefur með París St-
Germain síðan á táningsaldri og
var nýlega gerður að fyrirliða
liðsins, og boltasnillir.gurinn
júgóslavneski Safet Susic.
Þjálfari liðsins er Gerhard
Houllier sem, áður en hann
gerðist knattspyrnuþjálfari,
dundaði sér við að kenna ensku.
Houllier kom upp góðu liði hjá
Lens og þar tóku forráðamenn
St-Germain eftir honum. Eftir
MarteinnmeðFylki
■ Marteinn Geirsson,
fyrrverandi landsliðsfyrir-
liöi og þjáifari Víðis frá
Garði, mun þjálfa 3. deild-
arlið Fylkis næsta ár.
að hafa reynt að ráða Hidalgo,
áðurverandi landsliðseinvald,
komu stjórnarmenn St-
Germain sér saman um að ráð-
legast væri að fá Houllier
starfið. Þetta er annars frekar
vafasamt starf því tíu þjálfarar
hafa þegar fengið reisupassann
á þeim tólf árum sem þetta unga
félag hefur starfað.
Leikmenn sem Houllier hefur
fengið til liðs við sigeru t.d. Jocl
Bats, besti markvörður Frakka,
hollenski landsliðsmaðurinn Pi-
erre Vermeulen og miðjumað-
urinn snjalli Fabrice Poullain
sem áður lék með Nantes.
háskólans
■ Norðurlandameistaramót
kvenna og karla yngri en 21. árs
í júdó hefst í dag kl. 10.00 með
keppni í léttari þyngdarflokkum
karla. Keppt er í íþróttahúsi
Kennaraháskólans við Stakkhl-
íð og þar verður mótið formlega
sett kl. 14.30. Keppni verður
svo framhaldið kl. 15.00 síðdeg-
is. Á sunnudaginn hefst keppni
kl. 13.00 og er um sveitakeppni
karla að ræða.
íslenska landsliðið er skipað
eftirtöldum júdómönnum Eygló
Sigurðardóttur, Hrund Þór-
arinsdóttur, Margréti Þráins-
dóttur, Davíð Gunnarssyni,
Eiríki Inga Kristinssyni, Gísla
Þór Magnússyni, Guðmundi
Sævarssyni, Helga Júlíussyni,
Jóni Trausta Gylfasyni, Karel
Halldórssyni, Magnúsi Kristins-
syni, Pétri M. Jónssyni, Pétri
Þórarinssyni og Rögnvaldi
Guðmundssyni.
Flest er þetta fólk ungt að
árum og á því framtíðina fyrir
sér í íþróttinni. Margrét Þráins-
dóttir, sem sigraði á Opna
skandinavíska meistaramótinu
fyrir þremur árum, er reyndust
okkar þátttakenda ásamt Rögn-
valdi Guðmundssyni sem áður
hefur keppt á Norðurlanda-
móti.
Þó meistaratitillinn sé síður
en svo í höfn hjá París St-
Germain spilar liðið góða og
árangursríka knattspyrnu um
þessar mundir og ekkert annað
lið í frönsku deildinni kemst
nálægt þeim hvað varðar leik-
form. Houllier var þó hinn var-
kárnasti um síðustu helgi eftir
17. Icik St-Germain í röð án
taps. „Það er enn fræðilegur
möguleiki á falli en okkur hefur
gengið vel og því er óhætt að
vonast eftir góðum árangri,"
sagði þessi fyrrverandi kennari
í viðtali við frönsk blöð.
Dagskrá mótsins er sem hér
segir:
Laugardagur 2. nóvember:
kl. 10.00:
Keppni í riðlum í íþróttahúsi Kennara-
háskólans.
Á velli A: -60 og -71 kg flokkar karla
yngri en 21.
Á velli B: —65 og -78 kg flokkar karla
yngri en 21.
Kl. 11.45:
A velli A: Úrslit í -72 og +72 kg fl.
kvenna.
Kl. 11.55:
A velli A: Úrslit í -95 og +95 kg fl. karla
yngri en 21.
Kl. 14.15:
Safnast saman í íþr. húsi. KHÍ fyrir
mótssetningu.
Kl, 14.30:
Mótssetning, Davíð Oddsson, borgar-
stjóri Reykjavikur ávarpar keppendur og
gesti.
Verðlaunaafhending fyrir -72 og +72 kg
fl. kvenna og -95 og +95 kg fl. karla
yngri en 21.
Kl. 15.00:
Keppni í riðlum í íþróttahúsi Kennarahá-
skólans:
Á velli A: -86 kg fl. karla yngri en 21 og
-52 og -61 kg flokkar kvenna.
Á velli B: -48, -56 og -66 kg flokkar
kvenna.
Kl. 16.35:
Verðlaunaafhending fyrir -86 kg fl.
karla og -48, -52, -56, -61 og-66 kg
flokka kvenna.
Kl. 17.00:
Á velli A. Undanúrslit og úrslit í -60,
-65, -71 og -78 kg flokkum karla yngri
en 21. Verðlaunaafhending að loknum
hverjum flokki.
Sunnudagur 3. nóvember:
Kl. 13.00:
Sveitakeppni karla yngri en 21, íþr.húsi
Kennaraháskólans.
Norðurlandamótið í júdó:
Yngra fólkið
- spreytir sig um helgina í íþróttahúsi Kennara*
Þeir ungu í handbolta
■ Um síðustu helgi var mikið
að gera hjá yngri flokkunum í
handknattleik því þá fóru fram
mót víðsvegar um landið. Keppi
var víðast hin skemmtilegasta
og í flestum tilfellum reyttu
liðin stig hvert af öðru.
Þó voru nokkur félög sem
komu út úr mótunum með fullt
hús stiga. í 3. flokki karla A-
riðli sigruðu Haukar frá Hafnar-
firði alla sína leiki sannfærandi
og eru því með 10 stig eftir leiki
síðustu helgar. Aðrir eru
Breiðabliksmenn með 6 stig. í
B-riðlinum eru Selfyssingar og
Gróttumenn með 7 stig hvort
félag en Selfyssingar hafa betri
markatölu og tróna því á
toppnum.
Valsmenn virðast vera sterkir
í 4. flokk karla. Þeir sigruðu alla
sína leiki í A-riðlinum og eru
efstir með 10 stig og góða
markatölu, 97-46. Njarðvíking-
ar eru í öðru sæti og Selfyssingar
í því þriðja. í B-riðlinum eru
Vestmannaeyjaliðin Þór og Tyr í
tveimur efstu sætunum.
Það var einnig leikið í 3. því menn beðnir vinsamlegast
flokki kvenna og 5. flokki karla að senda úrslitin inn eins fljótt
en úrslit frá sumum síöðum og mögulegt er. Það gerir öllum
hafa enn ekki borist HSI. Eru | iauðveldara fyrir.
■ Þessir kappar höfðu nóg að gera um síöustu helgi.