NT - 02.11.1985, Blaðsíða 9

NT - 02.11.1985, Blaðsíða 9
Laugardagur 2. nóvember 1985 9 Sláturfélagi Suðurlands. Slátur- félag Suðurlands er stærsti slát- urleyfishafinn í landinu, með 17-20% allrar sauðfjárslátrun- ar og herfur þó enn stærra hlutfall í slátrun stórgripa. Sjaldan hafa fengist reikn- ingar frá einkaaðilum, sem slátra fé. Þó hefur það borið við á seinni árum. Þeir slátra árlega ca 9-12% sauðfjánns. Reikningar um slátrun voru lengi vel ekki í samræmdu formi. Þeir þóttu þá ekki nægj- anlega vel sundurliðaðir til að sýna sambærilega niðurstöðu og aðstaða sláturaðila var og er einnig misjöfn að ýmsu leyti sérstaklega varðandi hús- næðiskostnað. Framleiðsluráð gerði fyrir nokkrum árum samræmt form að sundurliðun bókhalds í þessu efni, sem það hefur reynt að fylgja fram svo sem kostur er á. Sú sundurliðun er ekki í 12 Vettvangur Guðmundur P. Valgeirsson: Sóðaskapurog hroki liðum, svo sem Bjarni lætur að liggja í grein sinni heldur í 31 lið. Framleiðsluráð hefur sent skýringar og leiðbeiningar með bókhaldsformi þessu til slátur- leyfishafanna. Því er fráleitt að tala um að Framleiðsluráð „sulli saman slátur- og heild- sölukostnaði". Allt á þetta að vera svo aðgreint í bókhaldinu að unnt sé að leggja mat á hvern ein- stakan kostnaðarþátt. Um þetta efni er sérstakur kafli árlega í skýrslu fram- leiðsluráðs, sem birt er í Árbók landbúnaðarins hverju sinni. Bjarni Pálsson ætti að lesa sér til og fræðast um staðreyndir áður en hann fellir sleggju- dóma, en ekki leggja trúnað á orð manna á fundum, þar sem ekki er verið að fjalla um staðreyndir heldur miklu frem- ur um frómar óskir. Flestir sláturleyfishafar hafi bæði sauðfjárslátrun og stór- gripaslátrun. Þeir hafa flestir einn afurðareikning (kjöt- reikning) í bókhaldi sínu fyrir alla þessa starfsemi. Sumir þeirra hafa kjötvinnslu og eða sláturgerð og sú starfsemi er í einstökum tilfellum færð einn- ig á sama reikning, en annars- staðar er sjálfstæður rekstrar- reikningur um þá starfsemi. Þegar um er að ræða slátur- fjárreikning fyrir sauðfé og meta þarf útgjöld við slátrun og sölu þeirra afurða sérstak- lega, ber að greina þarna á milli. Oft getur það verið vandaverk þegar sömu eignir, tæki og aðstaða er notuð fyrir allt saman og jafnvel sama fólkið vinnur samtímis við mis- munandi verkþætti og afurða- greinar. En í uppgjöri bókhaldsins er lögð áhersla á að þetta sé aðgreint svo sem aðstæður frekast leyfa. Framleiðsluráð landsbúnað- arins hefur í tvö ár haft löggilt- an endurskoðanda í starfi til að samræma uppgjör slátur- leyfishafanna og leiðbeina þeim um þessi mál. Hver er slátur og heiidsölu- kostnaðurinn nú? Samkvæmt ákvörðun Fimm- mannanefndar frá 18. sept- ember sl. er hann nú kr. 56.00 á kg kjöts. Þar er meðtaiið verðjöfnunargjald, sem inn- heimt er af öllum sláturleyfis- höfum kr. 2,60 á kg dilka- kjöts, en 1,30 á kjöt fullorðins fjár. Það er notað til að jafna kostnað aðila við að flytja kjötið á markað o.fl. Kostnað- urinn var við verðlagningu 1. . desember 1984 metinn kr. 40.00 á kg kjöts. Þessari fjár- hæð er ætlað að mæta útgjöld- um við alla vinnu við slátrun og verkun afurðanna, kostnaði af orku. vatni, umbúðum og allskonar áhöldum við slátrun, kostnað við frystingu kjötsins, söltun gæranna, verkun sláturs, geymslu, flutning allra varanna á markað, kostnaði af hverskonar skrifstofuhaldi vegna þessa rekstrar, kostnaði af heildsölu kjötsins, fjár- magnskostnaði við sláturhús og frystihús (afskriftum, vöxt- um og verðbótum fastra lána) tryggingum, sköttum og enn fleiru. Svo er að sjá af skrifum Bjarna og fleiri manna að þeir áliti að þessir kostnaðarþættir séu háðir geðþótta þeirra, sem stjórnasláturhúsunum. En slík ályktun er mikil fjarstæða. Stærstur hluti allra kostnað- arþáttanna eru vinnulaun starfsfólks. Starfsfólks við slátrun, starfsfólks á skrifstof- um, starfsfólks í frystihúsum, starfsfólks við flutninga, starfs- fólks við tryggingar og fleiri verk. Launakjör alls þessa fólks þykja knöpp. En þau eru ákveðin i samningum. Eftir þeim samningum ber öllum að fara. Afskriftarreglur eru ákveðn- araf Alþingi meðskattalögum. Lánsfjárkjör eru ákveðin af stjórnvöldum, þeim verða allir að hlíta, sem lánsfé þurfa. Kröfur til húsnæðis við slátrun eru gerðar af heilbrigðisyfir- völdum (dýralæknum) og Hollustuvernd ríkisins. Lands- lög ætlast til að þeim kröfum sé fylgt. Það eru því fáir þættir þess kostnaðar, sem eru algjör- lega í valdi eigenda húsanna eða stjórnenda þeirra. Þeir geta reynt að píska áfram starfsfólk sitt, en ekki er það ráð líklegt til vinsælda né farsældar til lengdar. Ályktanir Bjarna um þessi mál minna mig á frásagnir í ævisögu sr. Árna Þórarinsson- ar. Þar er sagt að Snæfellingar séu gjarnir á að trúa rógburði og útbreiöi hann náunganum til hnjóðs, án þess að sann- reyna réttmæti hennar og út- breiða ásakanir tillitslaust við alla aðila. Þetta kallaði séra Árni „Snæfellsku“ Það þótti ekki góður stimpill. ■ Fyrir nokkru rak á fjörur mínar slitrur úr DV frá 27. sept. s.l. Þar gat að lita ein- hvern þann sóðalegasta og ógeðslegasta samsetning, sem fyrir mín augu hefur borið í formi blaðagreinar. Og ekki vantaði að þessum óþverra væri valinn áberandi staður í blaðinu svo það færi ekki framhjá lesendum þess. Hon- um var stillt upp við hlið for- ustugreinar blaðsins undir flenrústórri fyrirsögn, svo- hljóðandi: „Kyrhalavísindi tveggja sveitamanna.“Greinin er eftir einhvern Baldur Her- mannsson. Sóðaskapurinn í rithætti, hrokinn og fyrirlitningin á þeim mönnum, sem fæddir eru utan Reykjavíkur og eru á einhvern hátt tengdir öðrum landshlutum en Reykjavík, er svo yfirþyrmandi að engu tali tekur. - Þeir Jón Helgason ráðherra og Ólafur Þórðarson alþingismaður verða persónu- lega fyrir barðinu á þessari mannpersónu. En glöggt má finna á því sem þar er sagt, að allir utan Reykjavíkur og ná- grennis hennar eigi sömu fyrir- litninguna skilið og þessir tveir tilgreindu menn. - Þeim eru valin hin grófustu og svívirði- legustu orð fyrir það að hafa breytt öðruvísi gagnvart Reyk- víkingum (þar er þjóðin) en þessum manni þóknast. Þar er í raun sagt að í Reykjavík búi það fólk eitt, sem taka þurfi tillit til. Hinir utan þess svæðis eru ekki þess verðir. Segja má að þetta sé aðeins endurómun af þeirri skoðun að menn utan Reykjavíkur séu II. fl. fólk. - Aftur og aftur er það endurtek- ið að þessir tilnefndu menn séu fáfróðir menn utan af landi og hafi gert sig svo digra að hlutast til um mál, sem Reykvíkingum komi einum við. Oftar en einu sinni er að því vikið, að Reyk- víkingar þoli ekki slíkum að- skotadýrum íhlutun um mál hinna göfugu(?) (að manni skilst) Reykvíkinga. Þeir séu þar óvelkomnir aðkomumenn sem beri að hafa hægt um sig í stað þess að sýsla með lífshætti heimamanna. Þar segir svo: „Sjóndeildarhringur þeirra markast af fjóshaugum við bæjardyr þeirra og fjöllin handan vogsins. Þeim var ekki kennt neitt um menningu nú- tímans. Lífsreynsla þeirra var öll af toga rollurassa og þorsk- hausa og þekkingu sína supu þeir þakklátir af brunnum kýr- halavísinda, sem vissulega þótti bærilegt veganesti til forna en hrekkur ekki langt í siðmenntuðu borgarsamfé- lagi.“ Og í framhaldi af þessu er sagt að þeir þekki ekki bragð af öðru „en lækjarvatni ogbeljuhlandi". Þaraf leiðandi kunni þeir ekki að meta bjór- og bjórlíkisdrykkju hinna sið- menntuðu Reykvíkinga. Ég hef hér tekið upp nokkur sýnishorn af þeim óþverra, sem þessi maður ber á borð fyrir lesendur blaðs síns, svo þeir og aðrir geti betur gert sér grein fyrir hvaða siðferðismór- all ræður hugsun þessa aumkv- unarverða manns. - Það er heldur ekki úr vegi að þeim sveitamönnum og öðrum utan Reykjavíkur, sem sýnd er slík svívirðing, en hafa þetta „menningarmálgagn" að sínu lestrarefni, sé bent á hvaða álits þeir njóta hjá þeim sem reka og standa að öðru út- breiddasta blaði landsins, og of margir þeirra eru kaupendur að Við lestur þess óþverra, sem þessi grein er, vakna hjá manni ýmsar spurningar. Hér verður fátt af þeim borið fram. - Þó kemst maður ekki hjá að spyrja: Hvar er þessi maður upp- runninn? Af hvaða menningarbrunni hefur hann drukkið? Hvert er siðgæðismat þess manns, sem lætur sér sæma að lítilsvirða þessa tilgreindu menn og þá jafnframt alla aðra, fyrir það eitt að vera utan af landi? Því verður ekki svarað af mér. Um það dæmir hver fyrir sjálfan sig. Bæ, 22.10.1985, Guðmundur P. Valgeirsson. Sóðaskapurinn í rithætti, hrokinn og fyririitningin á þeim mönnum, sem fæddir eru utan Reykjavíkur og eru á einhvern hátt tengdir öðrum landshlut* um en Reykjavík, er svo yfirþyrmandi að engu tali tekur átti að líða betur meðan enginn sá þau! Eftir stórkostnaðarsamar endurbætur var loks opnað að nýju, en sem nærri má geta hafði nú mjög reynt á hinn nauma fjárhag. Þótt áhugi gesta reyndist vera hinn sami og fyrr, dugði það ekki til að bæta fyrir það skaðræði sem nú var búið að vinna starfsem- inni. Bæjarfélögin sem mest góðs höfðu notið af henni sýndu sig enn sem fyrr áhuga- lítil. Stuðningur þeirra hefur alla tíð verið með fádæmum ómyndarlegur og tíkarlegur. Þeim virtist í aðalatriðum sama hvernig þetta veltist. Nú eru mál Sædýrasafnsins í nefnd sem fjalla á um bágan hag þessi og rnál þess öll í fullkominni óvissu. Einhverj- um hefur dottið í hug koma dýrunum þar fyrir kattarnef og fá spekúlöntum mannvirkin „ undir fiskirækt, sem nú er svo mjög í tísku. Börnin á höfuð- borgarsvæðinu hafa þá altént spilakassasalina og videohol- urnar eftir. Hart er ef svo fer að gengið verði að Sædýrasafninu dauðu, eftir allt sem á undan er farið. Það jaðraði við þjóðar- hneyksli. Safnið er mannrækt- arstofnun handa börnunum á höfuðborgarsvæðinu sem við erum síst of góð til að styðja. Atii Magnússon

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.