NT - 02.11.1985, Blaðsíða 4

NT - 02.11.1985, Blaðsíða 4
 Laugardagur 2. nóvember 1985 Val á pottum og pönnum ■ Þcir sem cru að byrja bú- skyp um þessar mundir og hyggjast kaupa potta til elda- mcnnskunnar ættu að gefa sér góðan tíma til að skoða úrvaliö og ekki er talið ráðlegt að kaupa marga potta sömu tcg- undar fyrr en búið er að prófa lúsrá Ostakrem ■ Ef þú átt til smáafgang af smurosti þá er tilvalið að þeyta dálítið af rjóma saman við. Bættu síðan kryddi eftir smekk og nú er komið ostakrem sem nota má sem ídýfu. Þá er cinnig gott að setja saxaðar hnetur út í kremið. Kjötsalat Ef til er kjötafgangur er ágætt að finsaxa epli og lauk saman við. Út í þetta er svo kartöflum bætt, skornum í tcn- inga, og svo söxuöum tómat. Hrærið svo majonesi eða sýrð- um rjóma þar til salatið er mátulega þykkt. Steikarpokar Þcir sem nota mikið steik- arpoka kannast víst við það vandamál að ná soðinu úr pokanum án þess að brenna sig. En við þcssu er til einfalt ráð. Kaupiö nógu stóra poka og setjið það sem á að steikja í ofnfast mót og mótið síðan inn í pokann. Nú er hægt að klippa pokann utan af þegar búið cr að stcikja og það cr auðvclt að hella soðinu af mót- inu. Smjörbollur í frystinn Það getur verið þægilegt að ciga tilbúnar smjörbollur í frystinum. Hrærið saman 250 gr. af smjörlíki og 250 gr. af hvcitiog mótið síðan aflanga rúllu. Hálffrystið síðan rúll- una. Skeriö hana svo í mátu- lcga þykkar sneiðar og frystið síðan. Rauðrófur Þegar verið cr að sjóða niður rauðrófur er mjög gott að nota sykur og flórsykur til helminga í löginn. Þá verður liturinn jafnari og jögurinn fær fallegan glans. Svo koma hér nokkur hús- ráð fyrir þau sem gaman hafa af handavinnu. Endurskinsbönd á vettlingana Þegar fer að dimma á haust- in er gott að sauma endurskins- bönd á vettlinga barnanna. Látið röndina ná frá efri kanti út á þumalinn. Þá sést vel þegar börnin eru á hjóli og rétta höndina út í bcygjum. Festið smekkinn Saumið tvö bönd í neðri kant á barnasmekkinn og bind- ið síðan aftur fyrir bak á barn- inu. Þá helst smekkurinn á sínumstaðognotagildiðeykst. Of lítið sængurver Þcgar verið er að skipta um sængur hjá börnum situr mað- ur oft uppi með allt of lítil sængurver. Þá er hægt að spretta upp tveimur sængur- verum og saurna þau síðan saman sem eitt. Þá færðu eitt hclmingi stærra sængurver og þá er hægt að nota sömu koddaverin áfram. Önnur aðferð við lengingu sængurversins er að lengja með efni sem fellur við lit og munst- ur vcrsins. Saumið þá eins koddaver cins og viðbótin er til að fá sem besta heild. Slitkantur á vösum Ef einhver í fjölskyldunni er slæmur með að slíta mjög vasa- köntum þá er til mjöggott ráð. Mjög þægilegt er að sauma skáband innan á kantinn á vasanum og vasinn þolir mikið enn. Lengið lífdaga skyrtunnar Ef uppáhaldsskyrtan er farin að trosna á ermunum er gott að kanta hana mcð skábandi sem passar vel viö litinn. Setjið einnig samskonar skáband í kragann svo viðgerðin líti bet- ur út og meiri hcild verði á skyrtunni. Sterkari sokkar Þegar verið er að prjóna sokka á börn er gott að kaupa eina dokku af fínu heklugarni sem passar viö litinn á garninu sem vcrið er að prjóna úr. Prjónið síðan heklugarnið inn í hælinn og jafnvel tána líka. Þetta styrkir talsvert. hvernig viðkomandi tegund reynist. Það cr gott að skrifa hjá sér nokkra minnispunkta áður en farið er í verslunarleiðangur t.d. þvermál hellnanna á elda- vélinni og áætlaðar stæöir og gerðir eldunarílátanna sem nota á. Alúmíníum pottar og pönn- ur hafa marga kosti. Þcir eru léttir og leiða vel hita. Alúmíní- um er til með þrenns konar húð, fráhrindandi yfirborði, emaleringu að innan og einnig að utan, og svo með silfur- steini. Yfirleitt er auðvclt að hreinsa þá, en passa verður að fara ekki með málmáhöld á þá, því þau rífa upp húðina. En almúmíníum getur verið viðkvæmt, það getur beyglast auðveldlega og passa verður að botninn sé nógu þykkur. yfirleitt er liægt aö nota alúm- míum potta og pönnur á hvaða eldavél sem er. Kopar pottar og pönnur eru yfirleitt mikið augnayndi og þcir leiða hita rnjög vel. Þcir eru mjög hentugir til að bera í beint á borðið og þykja sérlega góðir til flamberingar. En þá þarf að þrífa mikið og reglu- lega eigi þeir að halda gildi sínu, svo slíkir pottar eru tæpast til daglegrar notkunar, frekar til hátíðabrigða. Stálpottar þykja almennt mjög góðir. Þeir eru sterkir og þá er mjög auðvelt að hreinsa og þá má nota fyrir allar teg- undir potta, en þeir eru oftar dýrari í innkaupum en aðrar tegundir, en það kemur ekki að sök þar eð þeir duga lengur. Steypujárnspottar eða pott- ar og pönnur úr potti svo- kölluðum eru mjög þungir en þeir Ieiða hita bestir allra og með notkun þeirra er hægt að spara umtalsverða orku. Best er að hafa botninn á þeim rcnndan og þeir eru til með emaleringu eða án hennar. Það sem lengi á standa, skal vel til vanda og pottar og pönnur eiga að duga í drjúgan tíma. Berið því saman verð og gæði og hikið ekki við að fá upplýsingar hjá afgreiðslufólk- inu, það er upplýsingaskylt og gangið einnig úr skugga um hvort verslunin tekur ábyrgð á vörunnieðaekki. Efþiðveröið svo óheppin að fá gallaða vöru skilið henni þá sem fyrst svo hægt verði að bæta hana. I ■ Nokkurt úrval þeirra potta og panna sem er á boðstólum í versluninni BÚBÓT Nýbýlavegi 24, Kópavogi. Búbót er sérverslun með eldhús- og borðbúnað og hefur gefið út leiðbeiningabækling um vai á pottum og öðrum eldunaráhöldum. NT-mvnd Róbert 'V ' - eftir Svanfríði Hagwaag Fisk og ostbaka Gulrótarsalat Ávaxtakaka Fisk og ostbaka l laukur í sneiðum 25 gr.smjörlíki 150 gr.soðinn fiskur tómatsósa, krydd 11() gr.rifinn ostur 225 gr. kartöflustappa Steikið laukinn í smjörlíki í 3-4 mínútur. Stappið fiskinn og blandið saman við laukinn. Hrærið tómatsósu og kryddi eftir smekk út í. Smyrjið ofn- fast mót og látið blönduna út í. Hrærið um það bil helmingn- um af rifna ostinum út í kartöflustöppuna og breiðið hana yfir fiskinn og laukinn. Stráið afganginum af ostinum yfir og bakið við 230° C í 8-15 mínútur eða þangað til kakan er brúnuð. Berið fram með einföldu gulrótasalati sem samanstendur af rifnum gul- rótum, rúsínum og örlitlum sítrónusafa. Ávaxtakaka 110 gr. mjúkt smörlíki 110gr.sykur 225 gr. hveiti 1 tsk.lyftiduft 2egg 3/4 dl mjólk Hrærið saman smjörlíkið og sykurinn. Sigtið saman hveiti og lyftiduft. Hrærið eggjunum saman við og þeytið vel, síðan er hveitinu hrært saman við og rétt mátulega mikilli mjólk til að gera mjúka hræru. Látið í smurt hringform og bakið við 200°C í 10-15 mínútur eða þangað til kakan er bökuð. Takið varlega úr forminu og látið á disk. Ávaxtafylling: Leggið ávext- ina sem á að nota ofan á kökuna, hér eru notaðar soðn- ar apríkósur. Ef til er aprikósumarmelaði er alveg eins gott að nota það og þá er rað hitað aðeins og því hellt yfir kökuna. Ef niðursoðnir ávextir eru notaðir er 1 msk.af maizena soðin með 1 dl af safanum þangað til safinn )ykknar. Safanum er síðan hellt yfir ávextina á kökunni. Kostnaður Fisk og ostbaka 75 kr. Gulrótarsalat 30 kr. Ávaxtakaka 75 kr. Samtals 180 kr. eða 45 kr. á mann. Svo koma hér nokkrir góm sætir eftirréttir frá Svanfríði Hagwaag. Brúna Bettý 250 gr.epli, afhýdd í sneiðum safi úr hálfri sítrónu 3 msk.púðursykur 50 gr. brauðrasp 25 gr.smjörlíki Sjóið eplin í mjög litlu vatni. Smyrjið eldfast mót og leggið eplin þar í. Blandið saman sítrónusafanum og púðursykr- inum. Stráið raspinu yfir og setjið smjörlíkið í smábitum ofan á hingað og þangað. Bak- ið í 180° C heitum ofni í 30 mínútur eða þangað til raspið er orðið brúnt. Kostnaður við þennan eftir- rétt er um 40 krónur. Leche Frita 1/2 pk.vanillubúðingur 4 dl mjólk 1 þeytt egg 1 msk.mjólk 50 gr.rasp 50 gr.smjör 1 msk.matarolía 1 msk,sykur 1 tsk.kanell Búið til búðing eftir upp- skriftinni á pakkanum, en not- ið aðeins helminginn af pakk- anum ef hann er fyrir 1 lítra af mjólk. Minnkið mjólkur- skammtinn niður í 4 dl þannig að búðingurinn verði mjög stífur. Hellið í grunnt mót og látið stífna í ísskáp í nokkra klukkutíma. Skerið síðan búð- inginn niður í 3 cm teninga með hníf sem dýft er í heitt vatn. Þeytið saman eggin og 2 msk. af mjólk. Nú er teningnum dýft í eggjablönduna og síðan í raspið. Leggið á eldhúspappír þar til allt er tilbúið. Bræðið smjörið og olíuna saman á stórri pönnu. Notið meðalhita. Þegar feitin er orð- in heit eru tengingarnir látnir út í og brúnið á hinni hliðinni í um það bil 2 mínútur í viðbót. Leggið teningana á hitaðan disk og stráið sykri og kanel yfir. Berið fram strax. ■ Sjónvarpsáhorfandi hafði samband viö síðuna og spurð- ist fyrir um hvað hann gæti geít til að laga þverrákirnir sem koma á sjónvarpsskerminn. Hann sagðist hafa reynt alla skapaða hluti en ekkert hefði dugað. Svar um hæl Þau svör fengust í Radíó- virkjanum á Týsgötu að hugs- anleg skýring á þessu vanda- máli væri sú að kapallinn sem liggur frá sjónvarpinu í loftnet- ið væri orðinn eitthvað lélcgur. Skýringin getur verið sú að tengingarnar séu eitthvaö laus- ar eða að greiðan sé of lítil eða snúi ekki rétt. Það gæti líka hugsast að tengibox grciðunn- ar væri orðið ryðgað eða að sé vatn komið inn á liana. Starfsmaður Radíóvirkjans bcnti á að nota má útilokunar- aðferðina til að finna út hvað vcldur og ef ekkcrt gengur þá þarf tækið og búnaðurinn ein- hverrar viðgerðar við. ■ Mikill videounnandi hringdi og spurðist fyrir hvort einhver listi lægi frammi um þær myndir sem á boðstólum eru. Svar um hæl í myndbandaleigu JB -áður myndbandaleigu kvikmynda- húsanna fengust þau svör að engir síkir listar væru til en þeir hefðu verið til í eina tíð. Að sögn starfsmanns í mynd- bandaleigu JB er það í bígerð að gera slíka lista en starfsmað- urinn vissi ekki nákvæmlega hvenær það yrði. Sömu svör fengust í Video- val, en þar er ekkert í bígerð að gera slíka lista. í myndabandaleigunni Bcrgvík fengust þau svör að starfsemin væri orðin of viða- mikil til að hægt sé að vinna slíka lista. Starfsmaður þar benti á að slíkir listar gætu fyrst litið dagsins Ijós þegar búið er að tölvuvæða video- leigurnar og þá gætu komið nýir listar í hvert sinn sem nýtt efni berst. Tölvuvæðing er eitthvað að byrja í video- leigunum svo vænta má að slíkir listar verði til áður en um langt líður. Síðan var hringt í nokkrar tleiri leigur og allsstaðar feng- ust þessi sömu svör. ■ Lesandi liafði samband við neytendasíðuna og kvartaði yfir því að mjög erfitt væri að ná símasambandi við Veðdeild Landsbanka íslands og vildi vita hverju þetta sætti. Hann kvað þetta mjög bagalegt þar eð hann þyrfti að leita til stofnunarinnar vegna lánafyr- irgreiðslu ýmisskonar. Svar um hæl Jens Sörensen starfsmaður Veðdeildarinnar sagði að þar væri þjónustusími með þremur símtólum og sex símalínum. Þrjár símastúlkur vinna við að svara í símann og veita upp- lýsingar, en það getur tekið mislangan tíma að ná í þá sem veita eiga viðkomandi upplýs- ingar. Alagið er mjög misjafnt frá einum tíma til annars og Jens tók fram að Veðdeildin þjónaði öllu landinu. Hann sagði jafnframt að símalínurn- ar væru hafðar fleiri en símtól- in til að nýta hringingarnar betur, en oft þyrfti að hafa þolinmæði þegar talað væri við opinberar stofnanir.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.