NT - 03.11.1985, Síða 4

NT - 03.11.1985, Síða 4
4 Sunnudagur 3. nóvember NT Sólkerfin ganga í spíral. Gengur sagan í spíral? Fer andinn í spíral? Á þessu 15. aldar málverki eftir Butinone endurfæðingarmann, situr Kristur á spíralstöplinum þar sem hann rökræðir við fræðimenn og farísea. Af hverju spírall? Spáðu í spíralinn Hugleiðingar um íslenska menningu V. \ Einfölduð mannkynssaga fyrir byrjendur: 1. Upphaf siðmenningar 3000 f. Kr. súmeraríkið. 2. Hrun Rómaveldis 5. öld e. Kr. 3. Miðaldir. 4. Endurfæðingin 1500. 5. Upplýsingaöld. 6. Iðnbylting. 7. Örtölvubylting. Hvort sem menn aðhyllast þá einföldu lausn að sagan gangi í spíral eður ei, þá ætti að liggja Ijóst fyrir að stigmagnandi hröðun hefur orðið í þróun- inni. Þær kynslóðir sem nú eru uppi hafa lifað margfalt örari breytingar en önnur dýr sömu teg- undar sem uppi hafa verið á jörðinni. Eitthvað ætti nú að koma út úr þessu. slensk menning. Púf. Hvað er nú það? Jón Helgason talaði um ramman safa í frægu kvæði. í Frakklandi er talaö um „ísl- enska kraftaverkið“. Af hverju skyldu menn tala um ramman safa og kraftaverk? Getur Kibbi svarað því? Ég giska á að það sé vegna þess að hér hefur verið lifað ansi sérstæðu lífi í aldanna rás, en gallinn er bara sá, að alltof fáum er kunnugt um það. Og þjóð sem ekki hefur þekkingu á fortíð sinni er náttúrlega dæmd til að verða afglapi meðal annarra þjóða. Þessvegna er nú íslenskt nú- tímasamfélag á góðri leið með að verða vinsælasti trúður heims- pressunnar. Ekki er það þó með öllu illt. Þar er heimsbyggðinni viss hugarléttir að frétta af endemum fámennrar eyþjóð- ar í fögru landi meðan allt er að fara í kaidakol annarsstaðar. Meðan aör- ar þjóðir eiga við raunveruleg stór- vandamál að etja, s.s. styrjaldir, hryðjuverk, atvinnuleysi og hungur, eru íslendingar gjammandi um bjór, hunda og þrjú til fimm prósent stofn- lánasjóð alfarið í höndum lánsfjárbla- bla mætti ég gubba? Það þarf að leiðrétta þessa frönsku rómantíkera: íslenska kraftaverkið er íslensk kjaftavertíð. Sem hefur lengi staðið. Vandfundið mun það þjóðfélag i heiminum þar sem öðrum eins ókjör- um af kjaftæði er mokað yfir varnar- lausa þegnana á degi hverjum. Og sjaldan eða aldrei er spurt þeirrar spurningar sem hlýtur þó að vera fjári brýn: hver erum við? Amerísk útkjálka- byggð, eða þjóð sem er tiltölulega nýsloppin undan fargi nýlendudrottn- unar og hefur hug á að brölta á fætur. Þjóð sem trúir á heildverslun og auglýsingastofur, einsog ætla mætti af gróskunni í þessum atvinnugrein- um, er vitanlega dæmd til að missa fótanna og niðrum sig buxurnar. Og þjóðfélag sem ber á bumbur á aldar- afmæli Kjarvals, en lætur unga mál- ara lepja dauðann úr skel og þar með marga Kjarvalstalenta fara í súginn, hlýtur að teljast enn verra vitlausra hæli en það var þegar Þórbergur var að ýfa sig. Það er auðvitað púra kjaftæði og skólabókardæmi um frasadýrkun þeirra þruglutíma sem við nú þrauk- um, að menn á borð við Ragnar í Smára séu „einstakt happ“ í þjóðfé- laginu. Menn eru að éta þetta hver upp eftir öðrum af því „Laxness sagði það“, en hinn kaldhæðnislegi sann- leikur er nú sá, að það er einmitt sérlega óheppið mannfélag, eða öllu heldur lánlaust, sem ekkert lærir af fordæmi slíkra manna og fylgir ekki eftir þeirri ósíngjörnu baráttu sem Ragnar og fleiri hófu á sínum tíma. Við lifum því býsna myrka tíma í skollans þjóöarsögunni: hið marg- tuggða efnahagsástand er um það bil að brjóta niður taugakerfi lands- manna og veldi framagjarnra bullukolla í hámarki. Jarmurinn í dáðlausum drengjum á pólitíska sviðinu sem eru á góðri leið með að glata öllum raunveruleikatengslum virðist fara stigmagnandi eftir því sem sokkið er dýpra. Á sama tíma eru merkilegir hlutir að ske í umheiminum, en íslendingar hafa litil veður af þeim, því einangrun okkar er ekki aðeins landfræðileg, heldur einnig og ekki síður í hug- myndalegu tilliti. Fjölmiðlar, sem hafa það hlutverk að upplýsa okkur um atburði og gang mála í umheiminum, eru settir saman af fáliðuðum hópi fólks sem er á sífelldum harðahlaup- um og hefur því engan tíma né aðstæður til að lesa í og túlka það efni sem það hefur í höndunum. Satt að segja lifum viö nú mjög sérstæða tíma í sögu mannkynsins. Fyrir víst meira en milljón árum var þetta dýr farið að rangla tvífætt um jörðina; fyrir fimm þúsund árum kom það sér upp siðmenningu, og fyrir fjörutíu árum gjöreyðingu. Þróunin hefur gerst hratt síðustu öldina, hraðinn farið sívaxandi og sennilega ekki út í hött sú sögu- skoðun sem kennir ganginn við spíral. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma eru við í þann veginn að komast inní miðju spíralsins, og hvað gerist þá Kibbi minn góður? Sundrað, stríðs- og fjölmiðlahrjáö mannkyn stendur nú andspænis þeirri einföldu en óumflýjanlegu staðreynd að plánetan er að verða óbyggileg. Eiturefni á jörð menga jarðvegsvatn, ózonlag síþynnist, mengun kæfir skóga; lífið er alls- staðar á undanhaldi fyrir dauða, og þar með ást fyrir grimmd, gleði fyrir ótta. Sríðsógn liggur sífellt yfir, og þær alþjóðastofnanir sem settar voru á laggirnar í hugsjónavímu eftir- stríðsáranna hafa, - þó þær hafi vissulega ekki reynst alveg gagns- lausar, - brugðist meira og minna því stóra hlutverki sem þeim var ætlað og lent útí býrókratískum ógöngum. Þetta er auðvitað ekki honum Kibba að kenna. En þetta ástand hrærir við þeim sem skynja það beinlínis snerta sig, og telja það t.d. ómarksins vert að berjast fyrir því að börn þeirra fái dregið andann um næstu aldamót. Ef svo fer sem horfir verður víst enginn andardráttur hér um alda- mótin. Segja fróðir menn. Því er nú í gerjun þarna í út- löndunum ein heljar mikil hreyfing, eflaust sú mesta sem sögur fara af, og gengur þvert á öll landamæri og flokkakerfi. Hér er einfaldlega um að ræða lífsvilja sem brýtur sér leið til óhjákvæmilegs sigurs þegar staðan er orðin sú að ekki er nema um tvennt að velja: líf eða dauða. Undanfarin ár hefur tiltrú fólks í s.k. lýðræðisríkjum á þeim skörfum sem leggja fyrir sig pólitík farið sjatnandi, af augljósum ástæðum. Þau vandamál sem mannkynið á við að etja eru þess eðlis og að slíkri stærðargráðu, að þau verða ekki með nokkru móti leyst innan þeirra marka sem óheilindaleikhúsið í hin- um heföbundnu og trénuðu stofnun- um „lýðræðisins" setur. Menn sem eitthvað hafa í lausnir á vandamál- um að gera, ómaka sig ekki nú til dags inní þref og lágkúrurefskák stjórnmála, en starfa á öðrum víg- stöðvum. Heimurinn er byrjaður að breyt- ast, og Kibbi á eftir að reka sig á, ef hann fer ekki að bregðast við þeim breytingum. Þessar breytingar eru marghátt- aöar, og margt gerist í senn. Ör- tölvubyltingin veitir fólki margfaldan frítíma á við það sem áður var, samgöngurminnka heiminn sem og fjarskiptatækni, þekkingarstreymi margfaldast. O.s.frv. o.s.frv. Jörðin er í fyrsta skipti í sögunni að verða einn staður; þjóöahafið er komið á hreyfingu og kemur til með að renna saman. Þá reynir á Kibba og íslenska menningu. Þá reynir reyndar á allar menningar heimsins; þjóðir jarðar eru teknar að blanda geði og hlutskipti, og svo að úr verði ekki einhver bragðdauf úrkynjunar- menning hópsálar, þurfa allir að bera sitt besta í pottinn. í íslensku pokahorni er rammur seiðkraftur. Að auki er ísland að verða einn fárra bletta á plánetunni sem enn er tiltölulega ósnortinn af mengun. Þetta fréttist smám saman útum hinn stóra heim, og fyrr en varir getur skollið á okkur flóðbyigja, ekki bara túrista, heldur einnig fólks sem hefur áhuga á búsetu. Einangrunarstefnu er ekki hægt að halda uppi til langframa, einsog þeir vita sem þekkja til sögunnar, og því eins gott að fara að horfast í augu við stöðuna. Og raunar er sóknin besta vörnin. Þessi heimspeki kvað duga vel í fótbolta, og er eflaust enn brýnni í menningu. Nú vill svo til að franskt þjóðfélag er sérstaklega opið fyrir því sem héðan kemur, hvort sem það er fiskur eða Ijóð. Forvitni Frakka um það sem þessi þjóð hefur verið að bauka gegnum aldir og framá þennan dag, hefur aldrei verið meiri og færist í vöxt. íslensk list á nú góða möguleika í þessu landi, og nútímalistin beinlínis vaxtarmögu- leika, því þarna er það sem skortir hér og kalla má rétta viðspyrnu. Það segir e.t.v. sína sögu að Atómstöðin eftir Laxness seldist skyndilega upp í vor, eftir að hafa legið tiltölulega lítt hreyfð á lager í tæplega þrjá áratugi. Sæng okkar er nú útbreidd þarna í háborg menningarinnar, þökk sé m.a. forseta okkar, en tæplega ríkisstjórn (að undanskildum viss- um ráðherrum reyndar), og er hér með auglýst eftir áhugamönnum um framkvæmd gamallar hugmynd- ar úr draumórabanka Parísarfara frá fornri tíð: stofnun íslenskrar menningarmiðstöðvar í heimsborg- inni. Slík miðstöð gæti gegnt marg- þættu hlutverki: staðið fyrir út- breiðslu og eflingu menningar í víðasta skilningi orðsins og komið íslendingum i samband við fram- sækin öfl í listum, vísindum og lífsbaráttu þjóðanna. Ef einhverjir eruáhugasamirum slíka fyrirtekt eru þeir beðnir um að taka þátt í sagnfræðilegri getraun og svara spurningunni: Hvað gerist þegar komið er inn í miðju spírals- ins? Úrlausnir sendist til: Laukrétt! NT-Helgarblað Síðumúla 15 108 Reykjavík.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.