NT - 03.11.1985, Side 10
10 Sunnudagur 3. nóvember NT
■ Fyrirmyndarunglingur, nei,
unglingur táningur—þrettán ára
byrjar maður að vera táningur
það segir Tobbi. Það er gaman
að vera unglingur já já, en mað-
ur fær ekkert að gera fyrir for-
eldrunum sem eru svo leiðinleg-
ir, maður fær ekkert að vera úti,
komdu heim klukkan hálf tólf,
klukkan hálf eitt, þú færð ekki
að vera lengur meðan hinir
mega vera til þrjú eða eitthvað,
þú ert vakandi allar nætur segir
hún oh oh. Ég veit það ekki, það
eru partý, böll, syngja bara
eitthvað, diskótek. Oðal, það er
búið að breyta Óðali... bannað
innan sextán, það eru strákar
með okkur i skólanum „fyrir-
bæri“ þeir spila þarna.
Hagaskóli, diskotek einu sinni
í mánuði, mætti vera á föstudög-
um það er á fimmtudögum og
maður getur ekkert flippað á
eftir alltaf að læra þvi það er
skóli daginn eftir, spilakvöld það
er spiluð félagsvist, bingo og
leiklist, ég er i leiklist ekki ég,
ég nennti því ekki.
Það er einn kennari sem mér
finnst skemmtiiegur, einn af
hundrað er ömurlega leiðinleg-
ur og svo náttúrlega hann byrj-
aði að urra á okkur um daginn
urr urr.
Við erum alltaf á leikritinu
Ekkó, það eru svo æðislega
margar týpur sem er gaman að
horfa á, þeir sem leika ungling-
ana eru frábærir og tónlistin,
það er svo margt sem maður fer
að hugsa, hérna, þegar Narsi
fer að vera með hinum krökkun-
um þá viija þau ekkert við hann
tala og hann drepur næstum þvi
hana Ekkó, maður sér baugana
undir augunum, eiturlyf og
svona... einn er æðislegt boddý,
ein er voða Ijóðræn, ein gella.
Röddin í Ekkó ég trúði ekki að
það væri röddin hennar, þegar
hún syngur án mikrafóns, við
héldum að það væri Ragga
Gísla... ótrúleg rödd og tónlistin
er alveg æðisleg.
Við þekkjum einn hálfgerðan
Narsa hann er að visu ekki í
dópi... þetta eru svo ýktar týpur.
Persónurnar eru víst allar úr
goðafræði er hún ekki grísk?
Krakkar eru ferlega tregir að
fara í leikhús, já vilja heldur fara
í bió, mér finnst mikið skemmti-
legra að fara i leikhús. Mér
finnst þessar fornu sögur leiðin-
legar, Islandsklukkan og svona,
já mér finnst það ömurlegt...
Skuggasveinn það verður að
vera eitthvað fyndið, mér fannst
gaman að íslandsklukkunni og
þannig og líka svona djók.
Reykjavíkursögur Astu Sig-
urðar — ég leik í því svo ég get
ekki dæmt — mér fannst ofsa-
gaman. Mig langar til að lesa
sögurnar hennar, ég er ennþá
að lesa Önnu Frank, ég líka, er
að byrja að lesa hana aftur...
það er ógeðslega erfitt það er
svo mikið um að vera, maður
getur ekki verið að hugsa um
neitt annað þegar maður er að
lesa. Við eigum að velja ein-
hverja bók i íslenskunni... bók!
nei hvað heitir það, ha, þjóðsögu
eða ævintýri, ég er búin að þvi.
Hvað segirðu ég heyri dálítið
illa!
Mér finnst allir vera næstum
eins... ein klíka allir eins svo
skiptist það í hópa t.d. þeir sem
reykja vilja ekki vera með hinum
sem ekki reykja... þetta er fer-
lega asnalegt... stundum... ég
var einu sinni í klíku í ár en
síðan splundraðist hún, við eru
i smá klíku núna.
...Kennarinn okkar kom
hlaupandi með kúst og barði i
borðið, það kom gat, svo tók
hann krítina og grýtti henni og
henti skólatöskunni í gólfið, ég
varð svo vond, á þetta að kallast
kennari! og strunsaði burt, hann
var með krepptan hnefann...
svo sagði hann að hann hefði
ætlað að heilsa mér, hver held-
urðu að heilsi svona! Við erum
óþekk, erum í óþekkasta sjötta
bekknum, ég er komin með 19
punkta hún er með 24. Maður
fær 2 punkta fyrir að koma of
seint, 4 fyrir að skrópa. Þegar
maður er kominn með 20
punkta fer maður í straff þá þarf
maður að elta umsjónarkennar-
ann sinn, ef hann kennir t.d.
stærðfræði i niunda bekk þarf
maður að fara í þann tima. En
umsjónarkennarinn okkar
kennir engum nema okkur svo
þetta er allt i lagi.
Krakkarnir hanga oft á
Freddabar, það er svona spila-
klubbur þar eyða allir peningun-
um sínum.
Mamma segir að þar sé
gróðrastía óþverrans. Mér
finnst fáranlegt þegar foreldrar
banna börnunum sínum að vera
með einhverjum, mamma hefur
aldrei bannað mér að vera með
neinum hún hefur bara sagt að