NT - 03.11.1985, Page 11

NT - 03.11.1985, Page 11
NT Sunnudagur 3. nóvember 11 þessi sé eitthvað skrítinn, á hann eitthvað bágt... Vinna Vinna oh ömurlegt, ég hef alltaf verið að leika á föstu- dagskvöldum en núna næstu tvö föstudaga á ég frí, hún er miðatakari. Það er skátaball í Hagaskola ég er að pæla í að fara þangað fyrst... ég veit það ekki. Ég er í skátunum, ég er með ofnæmi fyrir skátum... hjálparsveitskáta og allt það... klikkað! Ég hef ekki tima til neins, hef bara áhuga á plötum og leikhúsi og dans og skemmta mér. U-2, Madonna ekki Duran Duran og Wham... Das Kapital, Bubbi er alveg í sérflokki, Ragga er frábær... Það eru svo sjaldan tónleikar. Það er alveg týpiskt með gömlu kerlingarnar í strætó sem standa við hliðina á manni, ég þoli það ekki já já mjög þreytt... maður er alveg jafn þreyttur... nennuru ekki að hlaupa út i búð???? Fullorðnir eru frekar leiðinlegir sérstak- lega þegar þeir byrja að tala um þetta unglingavandamál og skrifa í Velvakanda... tala um þá sem eru að reykja og drekka, gera fullorðnir það ekki líka! allir eiga að vera brjótandi rúður og svona klikkað það er kvartað yfir öllu! Það er alls ekki tekið nægilegt tillit til okkar... kannski verð ég miklu verri sjálf það er aldrei að vita. Þegar maður hættir að vera flippari er maður orðinnfullorðinn, hlæja mikiðog svona, unglingar segja ekki brandara til að hlæja þeir bara hlæja. Fullorðnir eru alltaf að sýnast eða leika, ef eitthvað annað fólk kemur, þá, farðu og taktu til í herberginu þínu... fyrirmyndar foreldrar-fyrir- myndar börn. Við erum búnar að kjafta frá okkur allt vit, hvað á að segja, bara mottoið er að vera flippari ég mæli með flippurum... as. Ur skjóðu sögunnar Manninum geðjaðist ávöxturinn og ekki var út í hana að sakast fyrir að vilja þóknast Manninum. Var hún ekki til þess borin? í hvert sinn sem hún horfði á sólina hniga til viðar fann hún til vonar um fyrir- gefningu og inngöngu í Garðinn. Tunglið var pláneta hennar, nóttin var tími hennar, því hún vissi að hún var eingöngu draumur Mannsins. Þannig bifaðist barmur hennar alsæll í myrkrinu, uns ker- úbarnir brugðu bröndum sínum í austri, einhvers staðar þar sem Garðurinn lá, og árroðinn bolaði svartnættinu burt. Þá reis Maöurinn úr svefni, marinn af merkurfoldunni, og henni skildist skapadómur sinn. Þá minntist hún reiðinnar að ofan, byljandi raddarinnar frá skýhnoðmð- um himninum, grimmilegri en öskur Ijónsins. Ogæfa hennar var aö vera sköpun ungs guðs, umburðarlauss guðs, sem mátti hvergi sjá misfellu í verki sínu. Þannig hvelfdust yfir hana í sífellu dagar og nætur, líkt og sekúndubrot sem hrannast hvert á annað, svo hún lifði í ótalin árhundruð með Manninum í útlegð, sumpart dýr, sumpart mannleg vera, en einnig brot af guðlegri veru því hún greindi milli góðs og ills. I grófmótuðum huga sínum fann hún til réttmætrar reiði gagnvart því ranglæti, sem hún hafði verið beitt. Áður en bölvaður ávöxturinn kom til sögunnar þekkti hún ekkert orð, utan eitt sem var á flökti í óljósri minningu hennar, óljóst endurvarp frá sjálfri sköpun hennar. Við Fallið hafði röddin aö ofan þrumað og tönnlast á orði, sem hún hafði aldrei heyrt fyrr og skildi ekki: Synd! Var fáfræði hennar ekki nægjanleg vörn? Hvernig átti hún að greina milli þess hvort illt var að eta ávöxtinn, ef hún skildi ekki muninn fyrr en eftir glæpinn? Að þessu misræmi hafði hún leitt hugann í fleiri skipti en hárin töldu á skinnfeldi hennar. Var hér ekki farið með einfeldninginn sem glæpamann? Maöurinn bar skömm sína í auð- mýkt; hún sá hana í hvert sinn sem hann klóraði í gróðurvana mörkina, í baráttu við bökuð, skelhörð kvik- indi um æti. Hann fann ekki til sömu reiði og hún; hann fann ekki til ranglætis. Þögull tók hann út refs- ingu sína eins og hún birtist í formi miskunnarlausrar náttúru. Hár hans rytjótt, augu hans tóm. Bölvaður sértu, rangláti guð, æpti sál hennar, hann á þetta ekki skilið. Ég á þetta ekki skilið. Aldrei hafði hún beðið þess að verða sköpuð. Rifbeinið hafði verið rifið út að þeim báðum óspurðum. Einhvers staðar í fram- tíðinni, ef til vill á hinum enda eilífðarinnar, á hinsta sólarlagi, yrði hún þá sett aftur á sinn stað meðal brjóstbeina hans, þaðan sem hún kom, þangað sem hún þráði?

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.