NT - 03.11.1985, Síða 16
16 Sunnudagur 3. nóvember NT
Hugtakið vitfirring hefur aldrei verið
skilgreint á vísindalegan hátt en al-
menningur notar það til að lýsa
afbrigðilegri hegðun en hvað telst
afbrigðileg hegðun? Um það mætti
lengi deila.
Ef eðlileg hegðun þýðir aðlögun að
viðteknum venjum og siðmenningu
samfélagsins þá er víst að erfitt
myndi að segja til um hvað telja skuli
vitfirringu og hvað ekki. Til að öðlast
frama á vissum sviðum mannlífsins
getur verið óhjákvæmilegt að koma
sér upp öðrum siðum en þeim sem
samfélagið telur góða og gilda. Um
það vitna ævir fjölmargra snillinga á
listasviðinu, margt gáfumennið hefur
verið talið vitfirrt og mörg eflaust verið
það, ástfangnir menn og skáld hafa
löngum mátt þola að vera dregnir í
dilk með brjálæðingum.
Saga trúarbragðanna og launhelg-
anna gefur til kynna að allt kukl með
hið ókunna hneigi mannskepnuna til
þess að hugsa afbrigðilega og leiði
oft til svo einkennilegrar hegðunar að
jafna má við vitfirringu. Það er næstum
því algild regla að guöir og aðrar
heilagar verur yrða aldrei á þá ófullu
þá sem sagðir eru heilir á geði.
Hinsvegar eru slíkar verur ófeimnar
við þá sem á einhvern hátt skera sig
úr fjöldanum; töframenn, kraftaverka-
menn, spámenn og aðra slíka lodd-
ara.
Skemaðurinn eða töframaðurinn
sem tilheyrir ættbálkum þeim sem
búa við heimsskautasvæði norðurs-
ins er oftlega talinn til vitfirrtra. Ske-
maðurinn fer sálförum til himna, hann
stígur niður til Heljar og hann kannar
ómælisdjúp ystu hafa, hann miðlar
boðum frá þeim látnu og hann skegg-
ræðir við anda.
En skemaðurinn er frekar óstöðug-
ur á geði, minnsta áreitni getur fengið
hann til að stökkva upp á nef sér og
ærast svo hastarlega að hann víli
ekki fyrir sér að limlesta eða jafnvel
drepa þann sem var svo óvarkár að
áreita hann.
Ef skemaðurinn fær ekki útrás fyrir
æði sitt er hann líklegurtil að engjast
sundur og saman á gólfinu og froðu-
fella, æpandi og gólandi uns hann
missir meðvitund. Þegar skemaður-
inn rankar úr rotinu er æðið af honum
runnið og hann I íkist sjálfum sér aftur.
í augum almennings er skemaður-
inn haldinn öndum og afar líklega
boðberi guðlegs vilja. Mörg ofan-
greind einkenni minna mest á floga-
veiki; menn í kasti missa meðvitund
og engjast sundur og saman, floga-
veikin enda fyrr á öldum einatt talin af
guðlegum toga og þeir sem af henni
þjáðust álitnir guði sérstaklega þókn-
anlegir.
T rúarleiðsla er annað merkilegt fyrir-
brigði. Gríska orðið „ekstasis" þýðir
eiginlega að standa utan við sjálfan
sig og var upprunalega notað um
geðveiki eða ráðleysi. Orðið spannar
frá venjulegri hrifningu til andlegrar
og líkamlegrarfullnægingaren einnig
er það notað til að lýsa hinni djúp-
stemmdu leiðslu sem dýrlingurinn og
spámaðurinn komast í á sannleiks-
stundum. Upplifun dýrlingsins í
leiðslu yfirgnæfir alla mannlega
reynslu og dýrlingurinn er ekki svo
ólíkur brjálæðingi sem er „viti sínu
fjær“.
Hofgyðja véfréttarinnar í Delfí
komst í leiðslu með því að sitja í
heilögu sæti beint yfir glufu í gólfinu
sem úr rauk áfengur eimur. Hún
sagði fram spádóma í þessu leiðslu-
ástandi og spádómarnir voru frá Ap-
olló sjálfum. Að sjálfsögðu voru orð
hennar afar ógreinileg svo ekki var
vanþörf á fjölmennri prestastétt til að
túlka orð hofgyðjunnar rétt.
Einu sinni var það almenn trú að
árar gætu búið um sig í brjóstum
manna og tekið af þeim ráðin. Púkar
þessir hvöttu menn til illverkanna og
sá ásetni breytti gjörsamlega um
hegðun og tók að mæla á aðra vegu
en honum var tamt. Djöfulæði þetta
getur orðið sem farsótt og sú farsótt
tekurgjarnan á sig trúarlegt yfirbragð,
nógar eru heimildirnar um djöfulóðar
nunnur.
Til að reka út þessa illu ára varð
prestur að særa hinn illa úr líkama
þess djöfulóða og ekki var ótítt að
hinn illi svaraði særingunum fullum
hálsi. Orðræður þessar milli prests
og púka voru oft nauða keimlíkar
þeim sem fara á milli nútíma geð-
læknis og geðklofa sjúklings hans.
Sumir kristnir meinlætamenn sem
uppi voru frá 200 e.K. til 600 e.K.
virðast hafa verið óvenjulega brjálaðir
menn. Samt vöktu þeir ótakmarkaða
hrifningu trúaðs fólks og fordæmi
þeirra varð öðrum til eftirbreytni langt
fram eftir öldum. Meinlætamenn
þessir lifðu einir, föstuðu mikið og
héldu sér vakandi og hugleiddu í
myrkri svo mánuðum skipti. Sumir
lifðu einvörðungu á grasi og grófu sér
rætur og muru, aðrir húktu í limi
trjánna og enn aðrir komu sér fyrir
uppi á háum súlum. Frægastur slíkra
súlnadýrlinga var heilagur Símon
sem uppi var á fimmtu öld e.K. Hann
reisti sér fjögurra metra háa súlu og
byggði sér pall ofan á henni. Hann
sté aldrei niður af súlunni nema til að
reisa sér aðra stærri og meiri. Þriðja
súlan sem hann reisti var hinum
stærri og meiri og ævi sína endaði
dýrlingurinn uppi á ca. tuttugu og sjö
metra hárri súlu.
Símon á súlunni var víðfrægur á
sinni tíð og lýðurinn streymdi frá
fjarlægum slóðum til þess að líta
hann augum og hljóta blessun hans.
Meinlæti er aðeins ein aðferð af
mörgum til að koma sér í annarlegt
ástand. Dans, söngur, urr, ýlfur,
flengingar, hugleiðsla, hitasótt,
bænir, brennivín, dóp eða dáleiðsla
geta komið að jafn miklu gagni ef sóst
er eftir að komast í leiðsluástand, sjá
sýnir og fyllast eldmóði.
Þýski sálfræðingurinn Wilhelm
Wundt (d. 1920) taldi drauma bara
vera „venjulegt tímabundið geðveikis-
ástand“, og til eru þeir sem draga
jafnaðarmerki á milli geðklofasýki og
spíritisma.
Flengingar, sjálfspyntingar og aðr-
ar pyntingar hafa löngum verið al-
gengar meðal heittrúaðra söfnuða.
Aður fyrr var dans einatt tengdur
trúarupplifun, stríðsdansar stríðandi
ættflokka voru af trúarlegum rótum
og í dansinum komust menn í leiðslu.
Sagði ekki Cicero að enginn dansaði
ófullur nema brjálaður væri?
Einkennilegasta dæmi um skyld-
leika dansins við brjálsemina er að
vinna í dansfári miðalda sem oft gaus
upp í Evrópu. Útbreiddast varð dans-
fárið sem byrjaði í Aix-en-Chapelle.
Þá fóru börn og fullorðnir dansandi í
halarófu um göturnar og sungu og
öskruðu og sáu sýnir á hverju götu-
horni og það var dansað meðan kraft-
ar entust.
Fári þessu fylgdi krampi, fólk froðu-
felldi og missti að síðustu ráð og
rænu. Fárið geisaði um Belgíu,
Niðurlönd og Þýskaland, í Metz
töldust á einum degi ellefu þúsundir
sem dönsuðu eftir götunum. Margt
var gert til að reyna að kveða niður
þennan ófögnuð en lítt stoðaði og að
endingu fjaraði þessi danssýki út af
sjálfu sér.
í nútímanum lifir þetta fár í heittrú-
arsöfnuðum þar sem safnaðarfólkið
kemur saman og er gripið trúaræði
og sér guðdómlegar sýnir eða talar
tungum líkt og postularnir á hvíta-
sunnu forðum.
Það hefur löngum tíðkast að greina
á milli andlegra hneigðra einstakl-
inga. Annars vegar eru þeir sem
fylgja viðteknum trúarboðum kirkj-
unnar en hins vegar eru þeir sem lifa
utan við skipulögð trúarbrögð og eru
í einkasambandi við almættið. Sem
dæmi má nefna muninn á faríseunum
og spámanninum Jermíasi sem boð-
aði heimsendi. í kirkju nútímans má
finna þessa einstaklinga í biskups-
skrúða annars vegar en hins vegar
sem „dýrlinga" á strætum fátækra-
hverfanna.
f huga almennings voru þeir sem
fylltu óæðri flokkinn taldir til heilagra,
blessaðir af guði og í Austurlöndum
voru trúarbrjálæðingar í hávegum
hafðir. Menn kunnu að hræðast þá
en þeir virtu þá engu að síður því
maðurinn var blessaður af guði og
ruglið sem af munni hans hraut álitið
æðsta speki og menn lögðu hart að
sér að skilja boðskapinn sem í ruglinu
átti að búa. Skemaðurinn og spámað-
urinn þættu klepptækir nú á dögum
en þeir nutu virðingar í sínu samfélagi
á sinni tíð, þeir voru nefnilega tengi-
liðurinn við hið liðna og sjáendur
þess ókomna.
Skynsemi manna er gjörn að inna
eftir því hvernig það sé mögulegt að
ná tengslunum við andaheiminn ef
andaheimur fyrirfinnst þá en undir
niðri trúa flestir á dulræn öfl sem
aðeins er hægt að virkja með því að
komast í leiðslu eða annað annarlegt
hugarástand. Vitfirringarog aðrirsem
varla teljast heilir á geðsmunum virð-
ast vera í nánum tengslum við ein-
VITFIRRING
VITFIRRING
VITFIRRING
VITFIRRING