NT - 03.11.1985, Page 22
22 Sunnudagur 3. nóvember NT
Jón'Þ. Jónsson, yfirverkfræöingur hjá Pósti og síma og radíó-amatör
.. .hvað væri fengið með því að láta þennan hóp lifa af
annar.
Jóhannes Reykdal tæknistjóri:
... ég mun ekki bregðast
þeirri skyldu
Jóhannes Reykdal er tæknistjóri Dagblaðsins Vísis og
hefur starfað að björgunarstörfum í rúm tuttugu ár. Hann
er eini maðurinn í áhöfn stjórnstöðvarinnar sem ekki er
fulltrúi embættis eða félagsskapar. Hann er áhafnar
meðlimur einungis sökum þekkingar sinnar á almanna-'
vörnum.
Ég ræddi við Jóhannes á nýrri skrifstofu hans í
Þverholti og spurði hann fyrst hvernig stæði á því að hann
væri einn af fjörutíu manna hópnum.
Þaö er löng saga. Þannig var aö þegan
Ágúst Valfells varð forstjóri Almanna-
varna árið 1964 þá var ákveðið að koma
upp kjarna af mönnum sem vildu læra
sérstaklega til verka. Það byrjaði með
því að við fórum fimm til Sviþjóðar á
flokksforingjanámskeið og síðar á al-
mennt björgunarnámskeið í fjórar vikur.
Þetta var mjög stífur skóli þar sem kennt
var alla daga vikunnar frá morgni til
kvölds. Síðan þegar við komum heim þá
var búið að skifta um forstjóra hjá
Almannavörnum og Jóhann Jakobsson
efnaverkfræðingur var tekinn við. í hans
plönum var ekki gert ráð fyrir okkur svo
við bara gleymdumst í kerfinu. Þannig
að okkar lærdómur nýttist ekkert nema
þá í okkar hjálparsveitum þar sem við
störfuðum eins og áður.
Síðan gerist það i Vestmannaeyja-
gosinu að menn mundu eftir mér og ég
var kallaður til starfa og var þar í rúman
mánuð. Þá var ég settur í þann mála-
flokkk sem ég er í enn þann dag í dag.
Það er framkvæmdastjórn verkefna inn-
an stöðvarinnar. Það felst í þvi að taka
þær beiðnir sem berast og beina þeim í
réttan farveg. Þetta er póstur sem kemur
til með að hvíla mikið á ef til meiriháttar
hættu kemur.
Maður hefur oft spurt sig að því
hvernig þetta kerfi kemurtil með að virka
ef eitthvað virkilega alvarlegt kemur
fyrir. Ég hef þá trú að það muni virka.
Þetta er tiltölulega einfalt kerfi og það
fólk sem þarna vinnur er búið að öðlast
dýrmæta ryenslu og er vant að vinna
saman.
Heldur þú aö kerfld mundi virka í
kjarnorkuárás?
Maður veit það náttúrlega ekki. En að
sjálfsögðu reynir það aö sinna því sem
það mögulega getur. Það hefur engan
annan valkost.
Ég hef ekki fyrir mína parta leitt
hugann mikið að kjarnorkuvá því það er
svo margt annað sem leitar á hugann.
hvernig heldurðu að vistin yrði?
Hún yrði ekkert glæsileg. Ef sprengja
spryngi í námunda við Reykjavík þá þarf
nátturlega ekki að spyrja að leikslokum.
En ég hef þá trú að það muni ekki verða
sprenging svo nærri að ekki verði hægt
að kanna gróflega aðstæður hér í kring.
Fjarskiftaleysi ætti ekki að vara mjög
lengi því það er alltaf hægt að ná í gegn
eftir að svokallaö radioblackout er geng-
ið yfir. En það er erfitt að ímynda sér
aðstæður eftir svona hörmungar þar
sem öll mín þjálfun hefur miðast við að
menn hafi í það minnsta einhverja
starfsaðstöðu.
Ég fer þarna inn vegna þess að ég hef
tekið að mér að starfa fyrir Almanna-
varnir sem svo kallaður hjálparliði og
ákveðinn hópur þessara hjálparliða hef-
ur veriö settur til starfa í stjórnstöðinni
sem er eina kjarnorkubyrgið á íslandi
enn sem komið er.
Ég starfa í hóp radíó-amatöra sem á
sér langa sögu. Þannig er að fyrir 10-12
árum síðan tókum við okkur saman
fimm félagar úr Félagi íslenskra radíó-
amatöra og vildum koma á framfæri
þeim möguleikum sem radíó-amatörar
hafa til að sinna fjarskiftum. Það þekkist
víða um heim að radíó-amatörar sinni
neyðarfjarskiftum ef eitthvað kemurfyrir.
Þessi hreyfing innan félagsins hafði
samband við Almannavarnir og það
hefur þróast út í það að við störfum enn
þann dag í dag fyrir Almannavarnir.
Ástæðan fyrir því að þetta eru áhuga-
menn en ekki menn á fullum launum
semsinnaþessum hlutum er sú að það
kostar mikla peninga að halda svona
starfi gangandi og launa mönnum fyrir.
En þeir peningar eru ekki fyrir hendi hjá
almannavarnaráði svo þessi leið er
farin.
Það verður ekki hjá því komist að
manna þessa deild því fjarskifti eru
nánast lífæð alls hjálpar- og uppbygg-
ingarstarfs.
Fylgir því einhver tilfinning að vera
einn af fjörutíu manna hóp er hefur
möguleika á því að lifa af kjarnorkustyrj-
öld?
Ég get svarað því hreinskilningslega
að ég hef aldrei hugsað út í það. Eg hef
aldrei velt því fyrir mér hvort það skifti
einhverju máli. Það kemur sjálfsagt til af
því að maður gerir sér alls enga grein
fyrir hvaöa afleiöingar kjarnorkustyrjöld
kann að hafa.
Ef að þvílíkum hryllingi yrði þá yrðir
þú viðskila við ættingja þina og vini.
Hvaða áhrif telurþú að hann hefði á störf
þín í byrginu?
í þessu sambandi eru vissar reglurtil.
Segjum svo að hjálparliði sé kallaður til
starfa í stjórnstöðina vegna yfirvofandi
hættu og sú hætta skelli á. Þá fer í gang
ákveðið hjálparstarf og innifalið í því
starfi er að aðrir hjálparliðar taka að sér
að sjá um fjölskyldur þeirra sem eru
lokaðir niðrí byrginu. Þetta er það skipu-
lag sem á að losa menn undan áhyggj-
um af sínum nánustu. Hvort það nægi
þegar um aðrar eins hamfarir og kjarn-
orkustyrjöld er að ræða skal ég ekki
segja um.
Svo við höldum áfram að ímynda
okkur kjarnorkustyrjöld, er ekki líklegt
að þið verðið sambandslausir við um-
hverfið niðrí byrginu?
Það er hugsanlegt. Það er í rauninni
ómögulegt að hugsa útí svona hluti.
Maður gengur til starfs sem hjálparliði
með það I huga að það mesta sem gæti
gerst væri einhverskonar náttúruham-
farir. Fyrst og fremst veðurfarslegar, í
öðru lagi flugslys eða önnur ámóta slys
og að síðustu náttúruhamfarir á borð við
jarðskjálfta og eldgos er gætu valdið
skemmdum á stórum landsvæðum.
Ef um kjarnorkustyrjöld er að ræða á
ég erfitt með að gera mér í hugarlund
hvað hægt væri að gera til hjálpar, því
öll reynsla manns miðast í mesta lagi við
náttúruhamfarir. Og ef um allsherjar-
kjarnorkustyrjöld væri að ræða get ég
ekki séð hvað fengið væri með því að
láta þennan hóp lifa hana af.
En ég styð Almannavarnir í því að
fara eins langt með sitt kerfi og hægt er
með það að markmiði að standa af sér
alla hugsanlega vá. En við sem vinnum
við þetta sem hjálparliðar hugsum dags
daglega ekki um kjarnorkustyrjöld sem
hugsanlegan möguleika.
Ég held að það eina sem við getum gert
sé að byggja þetta kerfi þannig upp að
við séum tilbúnir til þess að mæta
hversdagslegri vá ef það má orða það
svo.
Nú yrði líklega i kjarnorkuárás gífur-
legt sálrænt áfall.
Alveg hrikalegt. Og það er annað sem
við verðum að gera okkur grein fyrir og
það er það aö ef það verður eitthvert
kjarnorkuáfall hér, hvort sem um verður
að ræða slys eða árás, þá er enginn
kominn til með að segja að það fólk sem
á að vera statt niðri í kjallara verði þar.
Það getur allt eins verið einhversstaðar
allt annarsstaðar.
En það mun að öllum likindum verða
einhver forsaga að kjarnorkuárás.
Ég trúi þvi að ef við hérna á islandi
eigum eftir að fást við kjarnorkuvá þá
verði það frekar vegna slyss en átaka.
Ef um meiri háttar kjarnorkuátök er að
ræða þá er það eitthvað sem enginn sér
fyrir endann á.
Og þetta kerfi Almannavarna eins og
það er í dag, vegna peningaleysis og
skammsýnis þeirra er stjórna fjárveiting-
um, hefur ekki verið miðað við neitt
annað en það sem við megum búast við
hér af landinu sjálfu.
Mín persónulega skoðun er sú að ef
um meiri hátlar kjarnorkustyrjöld verður
að ræða þá skifti engu máli hversu vel
verði unnið ofaní kjallara því það verði
nánast engu að bjarga í nágrenni
sprengjunnar, en starfinu yrði þá beint
að jaðarsvæðunum.
Ef þú yrðir kvaddur ofaní kjallara i
kjarnorkustyrjöld mundir þú hugsa þig
um áður en þú tækir ákvörðun um hvort
þú ættirað mæta?
Ég er náttúrlega búinn að undirganga
vissa skyldu með því að vera í þessu
hjálparstarfi og mun ekkert bregðast
þeirri skyldu.
Ef þið yrðuð sambandslaus við um-
hverfið og því máttvana við allt starf,
Ytri dyr
★ Jon
Anddyri
Innri dyr
Tengsl og fjarskipti
Eldhús
Svefn
skáli
W.C
★ Þuriöur Agustsdottir
★ Arnfinnur U. Jonsson
Jón Þ. Jónsson er yfirverkfræðingur hjá Pósti og síma.
Hann ásamt félögum sínum úr hópi radíó-amatöra sjá
um að manna fjarskiftatæki stjórnstöðvar Almannavarna
sem hafa þráðlaust samband.
Ég ræddi við Jón og spurði hann fyrst hvers vegna
hann væri í fjörutíu manna hópnum en ekki einhver