NT - 03.11.1985, Side 23

NT - 03.11.1985, Side 23
NT Sunnudagur 3. nóvember 23 Þuríður Ágústsdóttir, húsmóðir og starfsstúlka á „Prikinu“ .. .viðbúinn öllum stundum. Það er ekkert með það Þuríður Ágústsdóttir, húsmóðir og starfsstúlka á „Prik- inu“, er fulltrúi Húsmæðrafélags Reykjavíkur í áhöfn stjórnstöðvar Almannavarna. Þegar ég hitti hana að máli spurði ég hana fyrst að því hvernig stæði á að hún væri í þessum hópi. Paó var nú bara tílviljun að ég lenti þarna í þessum hópi. Þannig var að Almannavarnir höfðu samband við Húsmæðrafélag Reykjavíkur, þar sem ég er I stjórn, og óskuðu eftir því að við kæmum tvær úr félaginu niður í stjórnstöð. Þeir töluðu við mig svo ég fór ásamt annarri konu. Við héld- um að það ætti að kynna stöðina fyrir okkur og svo ættum við að kynna hana aftur í okkar félagsskap. En þegar við komum niður í byrgið vorum við komnar á öll plögg og allar skrár og þá var ekki aftur snúið. Sérðu eftir því? Nei, ég sé ekkert eftir þessu. Ég er búin að hafa reglulega gaman af því að vera með þessu fólki sem þarna er. Þetta er allt saman ágætis fólk og ég er búin að fræðast mikið á því að taka þátt I þessu starfi Hvert er þitt hlutverk í stöðirmi? Ég hef nú lítið gert hingað til því það er lítið sem hefur reynt á okkur til þessa, sem betur fer. En ég hef veriö í ýmsum snúningum og gert það sem þarf að gera. Sjáið þið ekki um kaffistofuna? Jú, ég hef gert það líka. Við erum tvær sem höfum séð um kaffistofuna og eigum að gera það ef eitthvað mikið reynir á. Eldið þið þá mat? Nei, við höfum ekki gert það hingað til. Við höfum bara verið með kaffi og með því. Annars hefur skrifstofustúIk- an yfirleitt verið búin að taka það til þegar við komum ofan í kjallarann svo það hefur verið lítið fyrir okkur að gera. En við höfum verið í ýmsu öðru. Áður fyrr þegar verklegar æfingar voru haldnar þá vorum við settar í allt mögulegt. Ég hef farið út á sjúkrahús- in til að skrifa skýrslur og fleira þvíumlíkt. En núna sinna hjálpar- sveitirnar öllu slíku og við erum alltaf ofan í stjórnstöðinni. En ef til kjarnorkuárásar kæmi þá yrðu þið að öllum líkindum lokuð þarna niðri svo dögum skifti? Já, við gætum orðið það. Ég hef oft hugsað út í það ef eitthvað alvarlegt kæmi fyrir. Það yrði ábyggilega strembið. Heldurþú að innilokunin yrði erfið ? Nei, ég finn ekkert fyrir henni. Þetta er allt saman ágætis fólk sem mætir þarna og það er góð samvinna svo það er engin afsökun þó svo maður sé lokaður á bak við járnhurð. En heldurþú ekkiaðþað verðierfitt að vera aðskilin frá hörmungunum ofan jarðar? Maður yrði náttúrlega aðskilinn frá þeim. Þessu er öllu stjórnað þarna frá stjórnstöðinni. Fjarskiftin eru orðin það góð hjá þeim að maður hefði sjálfsagt eitthvað samband. Maður er búinn að kynnast svo mörgu og fræðast svo margt um það sem getur gerst. Það eru haldnir reglulegir fundir þar sem við erum undirbúin undir það sem kann að gerast og frædd um breytingar á skipulaginu. Svo voru verklegu æf- ingarnar sem haldnar voru hér á árum áður afskaplega fróðlegar. En ef til kjarnorkuárásar kæmi og þú yrðir kölluð út, mundir þú þá yfirgefa fjölskyldu þína og mæta ofan í byrgið? Eg yrði að gera það. Maður gefur sig út í þetta og þá verður maður að vera viðbúinn öllum stundum. Það er ekkert með það. t-5.-1 Arnfinnur U. Jónsson, skólastjóri og félagi í Hjálparsveit skáta: ... það yrðu ansi nöturlegar mínútur sem færu í hönd Arnfinnur U. Jónsson, skólastjóri, er fulltrúi Lands- sambands Hjálparsveita skáta í áhöfn stjórnstöðvar Almannavarna. Ég hitti hann að máli á skrifstofu hans í Foldaskóla og spurði hann fyrst að því hvert hans hlutverk væri ef til kjarnorkuárásar kæmi. Almennt, ekki einungis í því tilfelli sem þú nefnir heldur hvers konar vá, þá er hlutverk hjálparsveitanna skil- greint í samstarfssamningi Almanna- varna og Landssambands Hjálpar- sveita skáta svo að sveitirnar taki að sér sjúkra- og slysaþjónustu á hættu- og neyðartímum sem fyrsta og aðal- verkefni. En sveitirnar koma líka við sögu í sambandi við björgunar- og ruðningsþjónustu og sömuleiðis löggæslu eftir því sem þörf segir til um og sl íkt er ekki mannað af öðrum. Meginverkefnin eru því fyrsta hjálp á vettvangi, sjúkraflutningar, upp- setning fyrstu hjálparstöðva og síðan aðstoð við rekstur varasjúkrahúsa ef þeirra gerist þörf. Mitt hlutverk er að hafa umsjón með þessum málaflokkum og einnig það að vera tengiliður stjórnstöðvar- innar viö björgunar- og hjálparsveitir á vegum skáta. Trúir þú að þetta kerfi sem Al- mannavarnir hafa byggt up útfrá nátt- úruhamförum virki í kjarnorku- styrjöld? Það liggur við að maður segi að maður hreinlega viti það ekki. Þetta er æði fjarlægt manni. Allar slíkar getgátur velta á því hversu umfangs- mikil árásin er, hvar sprengjur kunna að falla og síðar hvernig veðurfarið er. Persónulega get ég sagt það að ég óttast mjög að þessi stöð virki ekki ef til meiriháttar styrjaldar komi. Væri hægt að vera með öflugri varnir? Ég sé ekki ástæðu til þess. Þó svo það væri byggt öflugra byrgi og þá kannski fleiri en eitt sem stæðust svo til hvað sem er þá veit ég ekki til hvers það fólk, sem lifði styrjöldina af ofaní svona byrgjum, ætti að hverfa. Þessi stöð sem við höfum nýtist í kjarnorku- árás eða sysi upp að vissu marki og það tel ég vera nóg. Fylgir því einhver tilfinning að vera einn af fjörutíu manna hóp sem getur verið nokkuð öruggur að lifa af slíka vá? Ég hef aldrei nokkurn tímann hugs- að þetta þannig. Þetta er afskaplega fjarlægt manni og maður heldur í þá von að ekkert svona gerist. Ég hef Þ. Jónsson ★ Johannes Reykdal ★ Snæbjörn Jonasson Almannavarnaráð Framkvæmdastjorn Neyðarútgangur aldrei leitt hugann að því aö stjórn- stöðin væri skjól fyrir einhverju. Hins vegar get ég nefnt dæmi um hversu einkennilegt það er að vera þarna. Fyrir nokkrum árum gerði afspyrnuvont veður hérna á Reykja- víkursvæðinu. Það snjóaði mikið og allt varð ófært og síðan varð snjórinn að krapa. Það var mjög hvasst svo þakplötur fuku og rúður brotnuðu, rafmagnið fór og það urðu mikil vandræði. Hjálparsveitirnar voru kall- aðar út, iðnaðarmenn kallaðir til starfa og allt sett í gang. Ég var niðri á stöð alla nóttina og þar heyrðum viö ekkert í veðurhamnum uppi. Við sátum þarna við rafmagnsljós, loftræstingin var í gangi og fjarskifta- kerfið virkaði. Þó svo við heyrðum í hjálparsveitunum og fengjum óskir um aðstoð þá áttum við erfitt með að gera okkur grein fyrir hversu ástandið var í rauninni slæmt. Síðan gekk veðrið niður undir morgun og ég fór heim. Þá var enn rafmagnslaust, bærinn almyrkvaður og ekki nokkur maður á stjái. Það lá brak og allskyns drasl útum allar götur og borgin var öll eins og draugabær, bílar höfðu verið skildir eftir í sköflum og allt einsog yfirgefið. Það var mjög ein- kennileg tilfinning að hafa verið alla- nóttina í hlýju og öryggi og aka svo um bæinn auðan og illa leikinn. Hvað mundir þú gera efþað kæmi kall núna um að kjarnorkustyrjöld væri yfirvofandi og þú beðinn að mæta niður í byrgi? Ég er hræddur um að það yrðu ansi nöturlegar mínútur sem færu í hönd. Annarsvegar að reyna að meta viðbrögð manns við þessari skyldu sem að maður hefur tekið á sig og hinsvegar þessi mannlegu viðbrögð gagnvart fjölskyldu og nánustu ætt- ingjum. Ég gæti náttúrlega sagt það núna að ég mundi mæta en ég er ekki viss um að ég mundi bregðast þannig við ef þetta væri raunveruleiki. Hvernig heldur þú að vistin I byrg- inu kynni að verða? Ég er ansi hræddur um að hún yrði nöturleg og hræðileg. Sérstaklega ef ekki yrði óhætt að fara út og maður vissi um ættingja og vini úti. gse

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.