NT - 09.11.1985, Page 3
■ Baldur Ágústsson eigandi og stofnandi öryggisþjónustunnar Vara og John
J.'S'tinson varaforseti Ademco halda á milli sín viðurkenningarskildinum, sem
Baldri var afhentur fyrir 15 ára viðskipti við Ademco. NT-mvnd: Róbert
Vari:
15 ára viðskipti
við Ademco
kynning á fullkomnu viðvörunarkerfi
Laugardagur 9. nóvember 1985 3
Sjávarútvegsráðherra
hlynntur hugmyndinni
„Ég er hlynntur því að settur verði
á stofn sérstakur sjávarútvegsskóli,
sem myndi falla undir ráðuneytið. Ég
held það yrði til góðs,“ sagði Halldór
Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra í
samtali við NT í gær. NT hefur skýrt
frá því að Sverrir Hermannsson
menntamálaráðherra sagði í ræðu
sinni á Iðnþingi, að hann væri að
kanna möguleika á að stofna sérstaka
fagskóla og fella þá undir fagráðu-
i neytin.
„Ég hef áður sett fram slíkar hug-
myndir, og ég fagna sérstaklega yfir-
lýsingu menntamálaráðherra, enda
hefur hann af málinu reynslu úr
iðnaðarráðuneytinu og málefnum
iðnfræðslunnar. Ég tel miklu meiri
líkur til þess að tengja saman hags-
muni atvinnulífsins og menntunarinn-
ar með því að gera þetta með þessum
hætti,“ sagði Halldór.
Fiskiþing hefst klukkan 14 á mánu-
dag í húsi Fiskifélagsins við Skúla-
götu. Þar mun Halldór flytja ræðu og
er viðbúið að málefni sjávarútvegs-
skóla verði ofarlega á baugi. Ekki
hafa farið fram viðræður milli ráð-
- bíllinn bilaði á Kili
■ Björgunarsveitarmenn úr björg-
unarsveitinni Tryggva frá Selfossi
fóru í vikunni upp að Hagavatni í
grennd við Kjalveg, til þess að sækja
þangað bíl frá bílaleigu Loftleiða.
Bíllinn sem er af gerðinni Volkswag-
en Golf var skilinn eftir af þremur
Ameríkönum sem höfðu hann á
leigu. Þeir félagar voru á leið til baka
frá Hagavatnsskála þegar bíllinn bil-
aði um tvo kílómetra frá skálanum.
Þeir létu fyrirberast í skálanum um
nóttina. Daginn eftir gengu þeir
fimmtán kílómetra vegalcngd og
herranna tveggja sem málið snertir,
en líkur eru til þess að af því verði
innan skamms.
komu þá niður á Kjaiveg. Þar hittu
þeir jeppamenn sem voru á leið
norður Kjalveg. Ameríkanarnir voru
orðnir kaldir og hraktir þegar þeir
komust í bílana. Jeppamennirnir
héldu áfram ferð sinni norður, og
skildu ferðalangana eftir á Hveravöll-
um. í bakaleiðinni tóku þeir Amerík-
anana aftur og komu þeim til byggða.
Bílaleigan bað síðan Tryggva um að
ná bílnum og koma honum aftur til
byggða. Að sögn formanns Tryggva
Ólafs fshólms gekk ferðin vel og var
bíllinn í góðu ásigkomulagi þegar
þeir nálguðust hann.
Ameríkanar í hrakningum
■ Öryggisþjónustan Vari hefur nú
verið starfrækt í 15 ár og hefur frá
upphafi flutt inn og notað við sína
þjónustu viðvörunarkerfi frá banda-
ríska fyrirtækinu Ademco, en það
fyrirtæki var stofnað árið 1929 og
hefur mikla reynslu í sölu og gerð
varnarkerfa, er raunar eitt stærsta
sinnar tegundar í heiminum.
í tilefni afmælisins er staddur hér á
landi John J. Stinson varaforseti
Ademco og veitti hann Baldri Ágústs-
syni eiganda Vara, viðurkenningar-
skjöld fyrir 15 ára samstarf. í tengsl-
um við komu Stinsons hingað til lands
stendur yfir kynning á nýjungum í
viðvörunarbúnaði og þjófakerfum.
„Það sem við erum einkum að
kynna, er nýtt þráðlaust þjófavarnar-
kerfi, sem komið er fyrir í heimahús-
um eða fyrirtækjum,“ sagði Stinson í
samtali við NT. „Þetta tæki er það
fullkomnasta sem við höfum komið
með hingað til, það skynjar líkams-
hita manns í herbergi, þar sem engar
mannaferðir ættu annars að vera, og
gerir viðvart í vaktmiðstöð öryggis-
þjónustu eins og Vari er, með því að
hríngja þangað í síma.“
Að sögn Baldurs Ágústssonar er
möguleiki á því að fyrirtækið taki í
sína notkun þessa nýjung, það veltur
þó á leyfi frá Póst og símamálastofn-
un. Annars sagði Baldur að það
færðist í vöxt að fyrirtækið annaðist
öryggisgæslu fyrir einstaklinga, fyrir-
tæki og stofnanir, en einnig fylgdist
Vari með t.d. hitastigi og vatnsrennsli
í mörgum fiskeldisstövum. Starfrækt
væri fullkomin stjórnstöð sem tæki á
móti boðum frá viðvörunarkerfum,
þetta nýja tæki sem heitir á frummál-
inu Digital communicator gæti stuðl-
að að ennþá meira öryggi.
Spariskírteini ríkissjóðs:
Vaxta-
lækkun
■ Ríkissjóður hefur ákveðið að
breyta genginu á hefðbundnum spari-
skírteinum ríkissjóðs, þannig að árs-
vextir umfram verðtryggingu; miðað
við þriggja ára binditima, lækka úr
9,23% ársvöxtum í 8,09%. Ástæðan
fyrir þessari vaxtalækkun, sem kemur
til framkvæmda 11. október, er sú að
ríkissjóður stóð frammi fvrir því að
taka erlent .lán eða breyta genginu á
spariskírteinunum.
Síðan 30. október hafa spariskírt-
eini sem bera 7% vexti umfrarn verð-
tryggingu verið seld á genginu 94, en
þáð gefur 9,23% ársávöxtun, genginu
verður breytt á mánudag í 97, sem
gefur 8,09% ársvexti. Sala skírtein-
anna hefur gengið mjög vel.
Fólksbílar og Sport
Nú fáanlegir með 5 gíra kassa
Afar hagstæð greiðslukjör
Kaffiveitingar - Gosdrykkir frá Sanitas
og blöðrur fyrir börnin.
(PEPSll
Mikið úrval af notuðum bílum til sýnis og sölu
BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF.
ily 'díj SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEILD: 31236