NT - 09.11.1985, Side 4

NT - 09.11.1985, Side 4
Skipting loðnukvótans: Sama reglan ■ Enn hefur ekki verið reikn- að út hver skipting 500 þús. tonna viðbótarkvótans milli hinna einstöku skipa verður. Þó er ljóst að 2/3 hlutar heildar- kvótans munu skiptast jafnt á milli skipanna og 1/3 hluti skipt- ist niður á skipin eftir burðar- getu.Stærstu skipin fá því mest. Þetta er sama regla og gilti áður, svo það lætur nærri að hver bátur tvöfaldi sinn kvóta. Þeir sem þegar voru búnir að fá viðbótarkvóta fá minna, sem þeirri viðbót nemur. Trúlega verður eitthvað um kvótasölur þegar fram í sækir þar sem bátar eru nú búnir að veiða mjög misjafnlega mikið. Samstarf Skotvís og SVFÍ ■ Skotveiðifélag fslands og Slysavarnafélag Islands héldu fund í vikunni, þar sem rætt var um nauðsynlegan útbúnað fyrir rjúpnaskyttur. Félögin tvö hafa sent frá sér eftirfar- andi lista, þar sem talið er upp hvað nauðsynlegt sé að hafa með sér í eins dags ferð, þar sem gengið er frá bíl eða skála og komið aftur sama dag. 1. Neyðarútbúnaður sem skilyrðislaust skal taka með í fjallaferðir: Attavita, landa- kort, skyndihjálparpakka - lít- inn og léttan en þó með því nauðsynlegasta. Úr eða klukku, flautu, eldspýtur og álpoka - varmapoka. Þá er bent á tvær sjálfsagðar öryggisreglur, að skilja bíllykl- ana eftir við bílinn, og láta vita um ferðaáætlun. Útbúnaður sem æskilegt er að hafa með sér: Vasahníf, snæri, vasaljós, hitatæki, labb/ rabb-tæki, ferðaútvarp, kerti, stormglcraugu, andlitshlíf, hæðarmæli, þrúgur eða skíði, mannbroddar og loks snjó- spaði. Klæðnaður skal vera: Nær- föt - síðar buxur og langerma bolur úr alull. Milliskyrta sem loftar vel. Lopapeysa, víð og þykk. Anorakur, vindheldur síður með góðum vösum og síðast en ekki síst í áberandi lit. Buxur, helst úr ull, víðarog sterkar, svonefndargallabuxur harðna t frosti og rifna og eru því óhæfar, mælt er með gönguskíðabuxum. Sokkar eiga að vera úr ull, háir og þykkir. Trefill einnig úr ull og sömuleiðis vettlingar. Þá er mælt með leðurskóm. Fer Drangur í sólina? ■ í útvarpinu sunnudags- kvöldið þriðja nóv., var greint frá því að flóabáturinn Drangur, sem hefur verið í ferðum frá Akureyri á hafnir í nágrcnninu og til Grímseyjar, væri á förum til sólarlanda og væri þar leigður til flutninga. „Þessi útvarpsfrétt kom mér mjög á óvart,“ sagði Jón Stein- dórsson þegar NT hafði sam- band við útgerðarfélag Drangs. „Við höfum átt í erfiðleikum, verkefnaskortur er mjög mikill og báturinn að stöðvast vegna hans, þess vegna hafa farið fram þreifingar hér og þar um leigu en að báturinn sé á förum til flutninga íSuðurhöfum er alltof snemmt að segja til um,“ sagði Jón aðlokin. Þannigaðöldungis er óvíst hvort að Drangur fær að baka sig í Miðjarðarhafssólinni í vetur. Fjöldi islendinga: Tvöfaldaðist á 45 árum ■ Láta mun nærri að íslend- ingar verði tvöfalt fleiri 1. des- ember n.k. en árið 1940, þ.e. fyrir 45 árum. Árið 1940 voru landsmenn 121.474, en með sömu fólksfjölgun í ár og í fyrra ættu þeir að verða 242.730 þann 1. des. n.k. - þ.e. 99,8% fleiri en 1940. Athygli vekur að körl- um hefur á s.l. 44 árum fjölgað um 2.250 meira en konum. Fyrir 1940 höfðu konur alltaf verið mun fleiri en karlar, en undir 1950 snerist dæmið við. Mjög er það misjafnt hvar þessi helmings fjölgun hefur valið sér búsetu. T.d. eru Vest- firðingar nú um 2.500 færri en þeir voru 1940 og segja má að á Norðurlandi-vestra hafi mann- fjöldi staðið í stað þennan hálfa fimmta áratug. (Siglfirðingar eru þó um þúsund færri nú.) Raunar hafa aðeins rúmlega 20 þús. af þessum 120 þús. íslend- ingum sem við hafa bæst sest að á landsbyggðinni (úr um 74 í 95 þús.) og þar af nærri helmingur á Norðurlandi-eystra. Hin tæplega 100 þúsundin hafa tekið sér bólfestu á suð- vesturhorni landsins. í Reykja- vík sjálfri hefur fjölgað úr rúm- lega 38 þús. í tæplega 89 þús. manns. Hlutfallslega erþófjölg- unin mest á fyrrum kotum jafnt sem höfuðbólum í nágrenni borgarinnar, þ.e. sem nú telst til höfuðborgarsvæðisins, eða úr um 5.900 manns 1940 upp í rúm- lega 36 þús. manns 1984, sem er 625%. T.d. bjuggu 1940 aðeins 627 manns á þeim svæðum sem nú eru Kópavogur og Seltjarn- arnes en samtals rúmlega 18 þús. á síðasta ári. í Garðabæ hefur fjölgað úr 379 í tæplega 6 þús. Þá hefur Suðurnesjabúum á þessu tímabili fjölgað um 310% - úr um 3.500 í rösklega 14 þús. manns. Nú hefur dregið svo úr barn- eignum íslendinga að talið er að þeim muni aðeins fjölga um 34 þús. á næstu 35 árum - til 2020 - í stað 98 þús. manna fjölgunar á síðustu 35 árum. Verði sú fjölgun með svipuðum hætti og síðustu 45 árin mundi aðeins fjölga um 6 þús. manns á lands- byggðinni til ársins 2020, en hins vegar 28 þús. manns á höfuðborgarsvæðinu og Suður- nesjum, eða um álíka fjölda og nú býr í Kópavogi og Hafnar- firði samanlagt. Á sama tíma og fjöldi íbúa hefur tvöfaldast hefur íbúða- fjöldi nær fjórfaldast, úr 23 þús. íbúðum 1940 í um 83 þús. íbúðir 1985 - um helmingi færri búa því núna í hverri íbúð að meðaltali. Þá er fróðlegt að rifja upp að fyrir aðeins 45 árum var ekki bað nema í fjórðu hverri íbúð og innan við helmingur hafði vatnssalerni. Miðstöð var í 6 af hverjum 10 íbúðum og enn vantaði rennandi vatn í fjórð- ung allra íbúða árið 1940. ís- lendingar á besta aldri muna því tímanna tvenna í húsnæðismál- um, að ekki sé nú talað um þá öldruðu. VALFOÐUR■■ INNIHALDSRIKT OG FÓÐURSPARANDI l^dfóður er fljótandi dýrafóður, l^dfóður er fóðursparandi, vegna framleitt úr nýjum fiski. Við fram- ~ þess hve prótein I öðru fóðri nýtist leiðsluna er ekki notast við hita, sem vel, sé Valfóður gefið með. skaðar næringargildi hráefnisins. Walfóður er mikilvægt með öðru fóöri, vegna liffræðilegs gildis þess. V alfóður er ódýr, innlend fram- leiðsla. •eitið nánari upplýsinga. VIÐ SETJUM GEYMSLUTANK HEIM Á BÆ, ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU. P.O. BOX 269 222 HAFNARFJOROUR SÍMI: 91-651211 SÍMI í VERKSMIÐJU: 92-2273 RAFMAGNSLAUST? Tryggðu þig gegn rafmagnsleysi medMAGNATE TRAKTORSDRIFINNI RAFSTÖÐ Fyrirliggjandi í stærðum: 8 Kw 380/220 volt 3ja fasa ca. kr. 100.000.- 8 Kw 220 volt 1. fasa ca. kr. 109.000.- 16 Kw 220 volt 1 fasa ca. kr. 130.000.- Góð greiðslukjör Vélaborg Bútækni hf. Sími 686655/686680

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.