NT - 27.11.1985, Qupperneq 4
Miðvikudagur 27. nóvember 1985 4
Fréttir
Aðeins einn bíður eftir
plássi á dvalarheimili
Aldraðir Borgnesingar vel settir:
Um 70% búa í 4-9 herbergja íbúðum
■ AldraðirBorgnesingarvirö-
ast á margan hátt vel settir, að
því er fram kemur í umfangs-
mikilli könnun sem þar var gerð
meðal 65 ára og eldri, alls
160-170 manns. Af þeim eru 45
á dvalarheimili aldraðra, en
rúmlega 120 búa í heimahúsum.
Rúmlega fjórðungurinn býr
einn. Sem dæmi má nefna að
aðeins 1 af þessum 120 óskar
eftir að komast á dvalarheimili
sem fyrst, en þeir sem þar eru
þegar virðast una hagsínum vel.
A.m.k. er ljóst að aldraða
Borgnesinga virðist síst af öllu
skorta rýmra húspláss. Þótt
70% aldraðra búi einir eða tveir
í heimili er álíka hátt hlutfall
sem býr í 4-9 herbergja íbúð-
um, 85-260 fermetrar að stærð.
Aðeins 8% búa í leiguhúsnæði
og aðeins 7% telja fremur
þröngt um sig. Nærri helmingur
aldraðra telur húsnæði sitt aftur
á móti of stórt eða dýrt í upphit-
un og um þriðjungur í viðbót
taldi helsta galla þess dýrt við-
hald og erfiða stiga.
Um 75% heimabúandi telja
æskilegt að byggðar verði litlar
leigu- eða söluíbúðir aldraðra.
Aðeins lítill minnihluti kvaðst
þó óska eftir leigu eða kaupum
slíkra íbúða að sinni, ef þær
stæðu til boða.
í ljós kom að aldraðir Borg-
nesingar hafa mikil samskipti
við venslafólk og aðra. T.d.
kváðust um 3 af hverjum 4 hafa
dagleg samskipti við afkomend-
ur sína, yfir helmingur fær dag-
legar heimsóknir og álíka hlut-
fall er í daglegu símasambandi
við fólk utan heimilis. Á dvalar-
heimilinu eru þessir þættir al-
gengastir um vikulega. Af þeim
sem þar búa segist hátt í helm-
ingurinn vera mikið einir, en
telja það ekki endilega ókost.
Af körlunum er rúmlega
helmingur enn í launavinnu en
aðeins 22% kvennanna. Meira
en helmingur þeirra sem eru
hættir gerðu það vegna lélegrar
heilsu, en urn 13% var sagt upp
vegna aldurs - nokkrir hættu
ekki fyrr en um 85 ára aldur.
Aðeins 9% svarenda kváðust
hlakka, eða hafa hlakkað til
verklokanna, en rúmur fjórð-
ungur hins vegar kviðið fyrir.
Flestir telja æskilegt að geta
unnið hlutastarf síðustu árin
eða hætt smátt og smátt. Um
57% allra töldu sig búa við
tiltölulega góða heilsu, en 14%
slæma. Algengustu sjúkdóm-
arnir sem hina öldruðu hrjá eru
hjarta- og æðasjúkdómar og
gikt. Hins vegar kvartaði aðeins
1 um svefnleysi.
Um helmingur þeirra heima-
búandi, sem hættir eru störfum,
telja tekjur illa hrökkva til þol-
anlegrar afkomu. Bent er á að
það er álíka hlutfall og á eigin
bíl. Af 45 á dvalarheimilinu
voru hins vegar aðeins 10 (þar
af 7 karlar) sem töldu tekjur
sínar ekki nægja, en þetta fólk
fær þó flest aðeins lága vasapen-
ingaupphæð.
■ F.v. Rafn Sigurðsson forstjóri Hrafnistu, Hrefna Jóhannsdóttir hjúkrunarforstjóri, Guðmundur Hallvarðsson form. Sjóm.fél.
Rvk., ísak Ólafsson Vélstj.fél. íslands, Ari Leifsson, Stýrim.fél. íslands, Guðlaugur Gíslason Stýrim.fél. íslands, Karl Magnússon
Skipstjog stýrim.fél.Ægi og Einar Thoroddsen Skipstj.- og stýrim.fél.Ægi við eitt þeirra rúma sem gefin voru.
Ný sjúkrarúm á Hrafnistu
■ Nýlega heimsóttu formenn Rúmin eru ætluð til notkunar starfsfólks og einnig vellíðan að endurnýja rúmin ogstefnt er
nokkurra styrktarsjóða Hrafn- á hjúkrunardeildunum og að sjúklinganna. að því að slík rúm verði á öllum
istu í Reykjavík og færðu að sögn hjúkrunarforstjóra munu Hún sagði þetta kærkomna hjúkrunardeildum Hrafnistu.
gjöf níu fullkonrin sjúkrarúm. þau bæta alla vinnuaðstöðu gjöf og smátt og smátt er verið
Bakarar mótmæla
30% vörugjaldi á brauð
■ Félagsfundur Landssam-
bands bakarameistara mótmæl-
ir þeirri hugmynd fjármálaráð-
herra að leggja 30% skatt ofan
á framleiðslukostnað brauða.
Telur sambandið að slík
skattheimta sé röng þar eða
brauð teljast til hollustuvara og
neysla brauðmetis bæti heilsufar
og sé liður í fyrirbyggj andi
heilsuverndarstarfi.
Bakarameistarar telja að
þessi hækkun sem á að taka
gildi frá og með næstu áramót-
um þýði að almenningur minnki
við sig brauðneyslu því öll brauð
munu hækka, einnig vísitölu-
brauðin svokölluðu.
Þá telja bakarameistarar að
slíkan skatt beri að leggja á allar
hollustuvörur jafnt en ekki taka
eina þeirra, brauð, út úr ef á
annað borð þarf að skattleggja
þær sérstaklega.
■ „Heimsfriður er ekki aðeins mögulegur, heldur óhjákvæmileg-
ur. Það er bara spurning um tíma,“ sagði dr. Danesh og var
bjartsýnn á framtíðina.
NT-mynd: Arni Kjarna
Bahá’í samfélagið:
„íslenska þjóðfélag-
ið frábrugðið öðrum“
- segir dr. Hossain B. Danesh
formaður Bahá’ía í Kanada
■ Formaður Andlegs Þjóðar-
ráðs Bahá’ía í Kanada, dr.
Hossain B. Danesh er þessa
dagana staddur hér á landi á
vegunr íslcnska Bahá’í samfé-
lagsins. Dr. Danesh sem er
fæddur í íran árið 1938 hefur
allt sitt iíf verið Bahá'í og hefur
ritað fjölda greina og rita á
vegum Bahá’ía. Hefur hann
einnig flutt fjölda fyrirlestra
víða í Kanada, Bandaríkjunum,
Evrópu og íran. Dr. Danesh er
aðstoðarprófessor í geðlækn-
ingum við Ottawa háskóla í
Kanada.
Ástæðuna fyrir veru sinni hér
á landi sagði dr. Danesh í sam-
tali við NT, einkum vera þá
áætlun sem Bahá’í samfélög um
allan heim hrundu úr vör fyrr á
þessu ári og tengist væntanlegu
„Friðarári" Sameinuðu þjóð-
anna.
„Um allan heim hafa
Bahá’íar gefið út ritið Fyrirheit
um heimsfrið, en það er ein-
skonar ávarp þar sem bent er á
heillavænlega forboða þess að
heimsfriður sé innan seilingar,
hann sé ekki aðeins mögulegur,
heldur óhjákvæmilegur," sagði
dr. Danesh.
„Þjóðfélag ykkar íslendinga
er um margt athyglisvert, hér
ríkir meira jafnrétti kynjanna
en víðast hvar í heiminum,
menntun er á háu stigi, styrjald-
ir þekkjast ekki og skipting
auðæfa í þjóðfélaginu ekki jafn
mikil og annars staðar. Einmitt
þessi atriði eru grundvöllurinn
fyrir því að friður náist, varla
fæst betri jarðvegur í þjóðfélög-
um, en einnritt hér. Ætli að það
megi ekki segjast að ísland sé
því það heppilegasta til að byrja
friðarbaráttuna á,“ sagði dr.
Danesh að lokum en hann verð-
ur hér á landi fram á þriðjudag.
nk.
Lögreglan í Keflavík:
Flótti vegna
launakjara
■ Átta stöðugildi hjá lögregl-
unni í Keflavík hafa losnað
síðastliðin tvö ár. Alls eru
tuttugu stöðugildi hjá embætt-
inu. Mikil óánægja er með
iaunakjör hjá lögreglunni í
Keflavík.
Það er ekkert einsdæmi að
lögreglumenn í Keflavík flýi
starfið vegna óánægju með
launakjörin. NT skýrði frá því
nú fyrir nokkru að alls hefðu
losnað 35 stöður þetta árið hjá
lögreglunni í Reykjavík. Flestir
þeirra sem fara, teljast til
kjarnans, þ.e. hafa verið í lög-
reglunni tvö til þrjú ár og öðlast
góða reynslu.
Gunnar Vilbergsson aðstoð-
arvarðstjóri í lögreglunni í
Keflavík sagði í samtali við NT
að margir þeirra sem hefðu hætt
söknuðu félagsskaparins, en
treystu sér ekki til þess að koma
aftur. „Allir þeir sem hafa farið
héðan hafa farið í betri vinnu.
Það er hægt að hafa sambærileg.
ef ekki betri , laun fyrir að
afgreiða í verslun." sagði
Gunnar.
Hann taldi að grundvallar-
atriði væri að hækka grunnlaun
Iögreglumanna og vaktaálag.
„Við verðum að geta valið úr
góðum mönnum í lögregluna,
og það gerist ekki nema með
mannsæmandi launum,“ sagði
hann.
v