NT - 27.11.1985, Blaðsíða 15

NT - 27.11.1985, Blaðsíða 15
 Miðvikudagur 27. nóvember 1985 15 lilj Ba ekur og ■'it Ritsnillingur segir f rá ■ Vilmundur landlæknir og Þórbergur kynntusl ungir og hélst vinátta þeirra meðan báðir lifðu. Allmargt er sagt frá Þórbergi í bók Vilmundar. Hér sitja þeir félagar í garði landlæknis við Ingólfsstræti, líklega enn eins spakvitrir og þegar fundum þeirra bar fyrst saman á skólaárununi. ■ Bókaútgáfunni Iðunni, sem á þessu ári er fjörutíu ára, er sérstök ánægja að geta minnst afmælisins með því að senda frá sér ritverkið Með hug og orði - Af blöðum Vilmundar Jónsson- ar landlæknis. Þessi vandaða útgáfa er mikið rit að vöxtum, tvö bindi í öskju, alls 757 bls., prýtt um hundrað myndum og uppdráttum. Vilmundur Jónsson land- læknir var einn af ritfærustu mönnum þjóðarinnar á sinni tíð og afreksmaður í starfi. 1 fá- mennan hóp hefur um alllangt skeið verið vitað, að hann lét eftir sig margvísleg skrif, sem hafa ekki birst sjónum almenn- ings. Þar á meðal eru minninga- þættir, þar sem Vilmundur segir frá eftirminnilegum atburðum og kynnum sínum af mörgum þjóðkunnum mönnum, m.a. Jó- hannesi S. Kjarval og Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Vettvangur þáttanna er m.a. æskustöðvar Vilmundar á Seyðisfirði, Langanes, Isafjörður og ísa- fjarðarsýslur og Reykjavík. Ætla má, að birting þessara minn- ingaþátta muni þykja allmiklum tíðindum sæta í íslenskum bók- menntum. í ritsafninu er auk þess marg- víslegt annað efni: sagnaþættir víðs vegar að af landinu, bundið mál, greinar um íslenskt mál, stjórnmál og heilbrigðismál og bréf, m.a. allmörg bréf til Þór- bergs Þórðarsonar. Mikið af þessu efni hefur ekki sést á prenti fyrr, en það sem áður hefur verið birt er að langmestu leyti í blöðum, tímaritum og sérprentum, sem nú eru í fárra höndum. Óþarft er að kynna Vilmund landlækni mörgum orðum, enda þekkir fjöldi fólks hann af kynn- um og afspurn. Fyrri hluta starfsævinnar var hann fyrst hér- aðslæknir á Þórshöfn á Langa- nesi í eitt ár og síðan héráðslækn- ir á tsafirði í 15 ár og jafnframt sjúkrahúslæknir í 13 ár. Hann kom upp sjúkrahúsinu á ísafirði árið 1925, og þótti það þá bera af öðrum slíkum byggingum á landinu. Árið 1931 var Vil- mundur skipaður landlæknir og gegndi því embætti í 28 ár. Á þeim tíma samdi hann eða endursamdi mestalla heilbrigð- islöggjöf landsins og bryddaði upp á mörgum nýmælum. Um alllagt skeið tók Vilmundur virkan þátt í stjómmálum. Vestra átti hann sæti í bæjarstjórn (sa- fjarðar og átti þar frumkvæði að ýmsum nýjungum, sem vöktu athygli um allt land. Hann sat og um skeið á alþingi sem þingmaður ísafjarðar og Norð- ur-ísafjarðarsýslu. Síðustu þrjá áratugi ævinnar hafði Vilmund- ur lítil afskipti af stjórnmálum. Á þeim árum samdi hann mörg og stór verk um sögu íslenskra lækninga og heilbrigðismála. Þórhallur Vilmundarson prófessor, sonur höfundar, hef- ur séð um útgáfu ritsafnsins, dregið saman og valið efnið og búið það til prentunar. Hann hefur jafnframt samið formála, inngangsorð greina og skýringar bréfa. ítarleg nafnaskrá fylgir ritinu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði og batt bækurnar. Auglýsingastofan Octavo hann- aði útlit bóka og öskju. Skáldsaga úr breskum stjórnmálum 17. bindi sjóslysasögu ■ Jetfrey Archer: First Am- ong Equals. Political cartoons by Charles Griffin. Coronet Books 1985. 466 bls. Fáir skáldsagnahöfundar í Bretlandi hafa átt jafn góðu gengi að fagna að undanförnu og Jeffrey Archer. Hann hefur á undanförnum ellefu árum sent frá sér sex skáldsögur sem allar hafa selst í stórum upplögum. í þessari bók greinir frá fjór- um stjórnmálamönnum. Þeir voru allir kjörnir á þing á 7. áratugnum - í sömu kosningun- um - tveir fyrir Verkamanna- flokkinn og tveir fyrir thalds- flokkinn. Allir stefndu þeir að æðstu metorðum í breskum stjórnmálum og um það bil er sögunni lýkur höfðu þeir allir náð langt, tveir voru orðnir formenn flokka sinna, annar sósíalistinn var skilinn við ■ David Shahar: Ein Sommer in der Prophetenstrasse. Aus dem Französischen von Eva Moldenhauer. Athenáum 1984. 174 bls. Sögusvið þessarar bókar er hverfi Gyðinga í gamla hluta Jerúsalem. Hún greinir frá manni, sem snéri aftur til Jerús- alem að lokinni dvöl í Frakk- landi, eftir síðari heimsstyrjöld. Hann tók sér bólfestu á bemsku- heimili sínu og meginefni sög- unnar er leit söguhetjunnar að bernsku sinni og æsku. Upp í hugann koma ótal endur- minningar um fólk, og liðna Verkamannaflokkinn og orðinn formaður Jafnaðarmanna- flokksins og hinn fjórði var orðinn forseti (Speaker) í neðri málstofunni. Af framabraut þeirra fjór- menninganna var mikil saga að- ferðir þeirra voru ólíkar sem og öll aðstaða í lífinu. Frá því öllu segir í bókinni og inn í hina pólitísku sögu vefur höfundur skemmtilegum frásögnum af ýmiss konar uppákomum, af pólitískum samsærum og bandalögum, af fjölskyldu- og kvennamálum, peningamálum o.s.frv. Sagan er hrein skáld- saga og aðal persónurnar eru allar hugarfóstur höfundar, en þar eð sagan nær yfir tímabilið frá því skömmu eftir 1960 og fram til um 1990, eru ýmsir vel þekktir stjórnmáiamenn nefnd- ir til sögu, þ. á m. allir þeir sem verið hafa forsætisráðherrar atburði og inn í þá frásögn fléttar höfundur hugleiðingum um trúarbrögð, heimspeki, sál- fræðilegar spurningar og fleira í þeim dúr. Frásögnin er öll eink- ar Ijóðræn, en jafnframt full af því sem kalla mætti austur- lenska töfra og áhrifin af hinni fornu Spámannagötu í Jerúsal- em eru auðsæ. Bókarhöfundur, David Shahar, er í hópi fremstu rit- höfunda í ísrael á okkar dögum. Hann fæddist árið 1926 og hefur gefið út margar bækur, sem hafa notið mikilla vinsælda, einkum í ísrael, Frakklandi og Bandaríkjunum. Hann hefur ■ Bókarkápa. Bretaáárunumsíðanum 1960. Þetta er mjög skemmtilega skrifuð bók og þótt frásögnin se á köflum ærið reyfarakennd er deilt á ýmsa þætti í breskum stjórnmálum og á köflum bregð- ur fyrir fróðlegum frásögnum, t.d. af starfsháttum í breska þinginu. Þar þekkir höfundur vel til, hann sat á þingi frá 1969 til 1974 og er nú varaformaður íhaldsflokksins. Af þeim sökum kann hann góð skil á viðfangs- efninu og ekki er örvænt um að hann sæki sumar frásagnirnar í bókinni í eigin reynslu í stjórn- málaheiminum. Jón Þ. Þór ■ Bókarkápa. hlotið ýmislega viðurkenningu fyrir rit sín á alþjóðavettvangi og árið 1981 hlaut hann Medic- iverðlaunin fyrir skáldsöguna, sem hér er um rætt. Jón Þ. Þór ■ Bókaútgáfan Orn og Órlyg- ur hefur gefið út bókina Þraut- góðir á raunastund eftir Stcinar J. Lúðvíksson. Bókin er sautjánda bindið í hinum mikla bókaflokki um björgunar- og sjóslysasögu íslands og fjallar hún um atburði áranna 1967 og 1968, en í fyrri bókunum hefur verið fjallað um atburði frá aldamótunum 1900 fram til 1966, auk þcss sem ein bókanna var helguð brautryðjendum á sviði slysavarna á íslandi. í bókinni er getið margra sögulegra atburöa er urðu á árunum sem bókin fjallar um. Meðal stærri atburða má nefna frásögn um mannskaðaveðrin er urðu snemma árs 1968 er breski togarinn Kingston Peridot fórst með allri áhöfn fyrir norðan land, breski togar- inn Ross Cleveland ogvélbátur- inn Heiðrún II fórust á ísafjarð- ■ Myndir og niinningahrot eftir Ingveldi Gísladóttur rithöf- und, er komin út í II. útg. vegna fjölda áskorana. Bókin var helguð aldarminningu móður höfundar 1973 og fjallar um líf alþýðukonu um og uppúr alda- mótunum síðustu. Þrá hennar til mennta - hin hörðu örlög lítilmagnans - veikindi - upp- lausn heimilis-sveitaflutningar - og þrotlaus barátta einstæðrar móður að halda yngsta barninu sínu hjásér. Þrek ogþrautseigju er hún 1916 fær lciðrctt með ■ Út er komið smásagnasafn- ið í smásögur færandi. í bókinni cru átta sögur. Þær heita: Litli maðurinn, Gömul kona, Lítil og Ijót saga um frelsi, jafnrétti og bræðralag, Allsber maður og konur í buxum, Saga lögfræðingsins, Um bílamál Jóns Jónssonar full- trúa í viðskiptaráðuneytinu, At- burðir dagsins og Innreið tækn- innar. Höfundur er ungur Reykvík- ardjúpi og togarinn Notts Counti strandaði við Snæfjalla- strönd. Sagt er frá einstæöri björgun Harry Eddomssem var eini maðurinn sem komst lífs af er Ross Cleveland fórst, sagt frá frækilegri björgun áhafnarinnar af Notts Counti og greint ítar- lcga frá réttarhöldunum scm l'ram fóru í Bretlandi eftir sjó- slysin. I bókinni er greint frá fjölmörgum öðrum atburðuni, m.a. björgun áhafnar vélskips- ins Stíganda er fórst langt norö- ur í höfurn 1967. Bókaflokkurinn Þrautgóðir á raunastund er þegar orðinn cinn viðamesti bókaflokkur hérlend- is. Efnisskipan er með þeirn hætti að hvert ár cr út af fyrir sig, en atburðum gerð misjafn- lega mikil skil eftir eðli þeirra og atvikum. Hverju ári fylgir nákvæm atburðaskrá í tímaröð. Mörgum atburðanna lýsa dómi að kaupakonu bcri ekki að þjóna kaupamanni í sínum frítíma, einn fyrsti dómur um jafnrcttismál á íslandi. Rifjuð upp nöfn og útlit húsanna efst við Hverfisgötu og Laugavcg í Reykjavík, þegar húsin höfðu nöfn en ekki aðeins númer við götu. Greint er frá Siglfirðinga- hússbrunanum í Hafnarfirði 1931, er gerði þær mæðgur, ásamt fleirum, örciga á einni nóttu og þrjár manneskjur týndu lífi. ingur, Eiríkur Brynjólfsson. Þetta er fyrsta bók hans en áður hafa birst eftir hann smásögur í tímaritum. Aftan á bókarkápu segir með- al annars: „Eiríkur kveður sér hljóðs sem þroskaður og sér- stæður höfundur. Mesta athygli vekur skemmtileg hugkvæmni hans, nýstárlegur stíll, einstök fyndni og markvís ádeila." Útgefandi er Skákprent. Bók- in er 80 blaðsíður. StEINAR J. LÚÐVÍKSSON ÞRAUTGÓÐÍR Á RAUNASTUND BJÖœUNÆ OG SJÓSLYSAVCA ÍSt.ANDS XVII BINDI menn, scm hlut áttu að máli, ýmist sem björgunarmenn. cða þeir scm bfargað var. Ohætt cr að segja aö hér sé á fcrðinni áhrifamikil og oft hrikalcg sam- tíðarsaga, cinn af veigamciri þáttum tslandssögunnar. ■ Ingveldur Gísladóttir. Sumar í Spá- mannagötu Myndir og minningabrot

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.