NT - 27.11.1985, Síða 5
Miðvikudagur 27. nóvember 1985 5
Borgarstjórn:
Samþykkti að kanna röðun
kvenna í launaflokkana
- fyrir næstu sérkjarasamninga borgarinnar og SFR
■ Miklar og harðar umræður
urðu um launamál kvenna á
borgarstjórnarfundi í liðinni
viku. Guðrún Jónsdóttir,
Kvennaframboðinu, sem 19.
sept. sl. hafði flutt tillögu um
endurmat á launum allra
kvenna sem starfa hjá borginni
fordæmdi neikvæða umsögn
þriggja embættismanna borgar-
innar á tillögunni og kvað um-
sögnina marklausa. Eftir miklar
umræður var samþykkt tillaga
Alþýðubandalagsins um að
borgarstjórn leitaði eftir því við
Starfsmannafélag Reykjavíkur
að samningsaðilar könnuðu sér-
staklega fyrir gerð næstu sér-
kjarasamninga röðun svokall-
aðra kvennastarfa í launaflokka
borið saman við röðun annarra
starfa. Niðurstöður könnunar-
innar yrðu síðan grundvöllur
viðræðna aðila í næstu sérkjara-
samningum.
Guðrún Jónsdóttir hóf um-
ræðuna og fordæmdi umsögnina
sem gerð var að beiðni borgar-
ráðs. Umsögnin var ómerk því
hún fjallaði ekki efnislega um
tillöguna. Umsögnin snérist t.d.
um starfsmat þegar tillagan
hefði fjallað um endurmat á
launum kvenna. Að auki sýndi
umsögnin berlega viðhorf höf-
unda og þá um leið hverju
konur gætu átt von á ef þær
gerðust svo djarfar að berjast
fyrir réttindum sínum. í um-
sögninni segði að konum í
ábyrgðarstörfum hjá Reykja-
víkurborg hefði fjölgað, en ef
svo væri hefði það ekki skilað
sér í hærri launum. Árið 1972
hefði 1 kona verið á móti 8
körlum í 11 efstu launaflokkum
hjá Starfsmannafélagi Reykja-
víkurborgar en árið 1984 hefði
1 kona verið á móti 13 körlum í
sömu launaflokkum. Samt hefði
hlutfall karla í Starfsmannafé-
laginu lækkað úr 57,7% árið
1972 í 39,5% árið 1984. Um-
sögnin styddist því ekki við rök
heldur gildismatið eitt og því
lagði Guðrún fram tillögu um
að ný og málefnaleg umsögn
yrði gerð.
Davíð Oddsson borgarstjóri
sagði að fátt málefnalegt hefði
verið í málflutningi Guðrúnar,
Guðrún væri uppfull af karlafor-
dómum og kynferðisfordómum
og gerði mönnum upp skoðanir.
Umsögnin væri þvert á móti
mjög málefnaleg, það kæmi
fram í henni að ekki væri tími
til að vinna svona starfsmat.
Málin ætti ekki að ræða á svo
lágu plani og Guðrún hefði gert
og það væri út í bláinn að biðja
um nýja umsögn.
Guðrún Ágústsdóttir, Al-
þýðubandalagi, sagði að flokkur
stöðu
settir
sinn hefði á sínum tíma stutt
tillögu Kvennaframboðsins en
borgarstjórnarmeirihlutinn
hefði nú slátrað tillögunni. Abl.
vildi halda þessu mikilvæga mál-
efni lifandi og því flytti það nýja
tillögu um þessi mál, tillögu sem
líklegt væri að fengist
samþykkt.
Sigurður E. Guðmundsson
Alþýðuflokki, sagði að tillaga
Kvennaframboðsins væri góð
því hún boðaði stórbreytingar á
i þeirra sem væru verst
. Ymislegt væri athugavert
við umsögnina, m.a. fullyrðing-
in um að reynsla af starfsmati
sem gert var 1969-70 væri ekki
góð. Væntanlega hefðu höfund-
ar umsagnarinnar þá ennþá ver-
ið í lagadeildinni því reynslan af
starfsmatinu væri þvert á móti
mjög góð. Sigurður sagðist hins
vegar ekki styðja tillöguna um
nýja umsögn, hyggilegra væri
að styðja tillögu Alþýðubanda-
lagsins. Guðrún Jónsdóttir mót-
mælti svívirðingum borgar-
stjóra í sinn garð og sagðist ekki
telja það kynferðisfordóma að«,
ræða um misrétti kynjanna.
Borgarstjóri teldi umsögnina
málefnalega en gæti ekki rök-
stutt þá fullyrðingu.
Davíð Oddsson sagði að um-
sögnin væri ekki byggð á gildis-
mati þeirra sem hefðu samið
hana, þetta með gildismatið
væri rugl sem Guðrún Jónsdótt-
ir virtist ekki hafa áttað sig á.
Guðrún Jónsdóttir óskaði eft-
ir nafnakalli þegar greitt var
atkvæði um tillöguna um nýja
umsögn en því var hafnað. til-
lagan fékk einungis tvö atkvæði
Kvennaframboðsins en tillaga
Alþýðubandalagsins var síðan
samþykkt.
Þorsteinn Tómasson
ráðinn:
Forstjóri
RALA
■ Þorsteinn Tómasson hef-
ur verið skipaður forstjóri
Rannsóknarstofnunar land-
búnaðarins, en dr. Björn
Sigurbjörnsson forstjóri hef-
ur sagt stöðunni lausri. Á
meðan var Þorsteinn settur
forstjóri.
Alls sóttu sex manns um
stöðuna, en Þorsteinn telst
ráðinn frá 1. desember n.k.
Umsóknarfrestur rann út 31.
október síðastliðinn.
■ Fjöldi manna var viöstaddur þegar nýja sambýliö var formlega tekiö í notkun og tóku margir til
máls, þ.á m. Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra sem óskaöi félaginu til hamingju með áfangann.
NT-mynd: Árni Bjarna.
■ Eins og sjá má svipar Liberty Mounten mjög til rokkkóngsins,
en Liberty mun skemmta í Broadway 6. og 7. desember nk.
Áhugamenn í húsnæðismálum:
Fagna hugmyndum
um vaxtalækkun
Styrktarfélag vangefinna:
Nýtt sambýli vangefinna
tekið í notkun í Víðihlíð
Enn er þó fjöldi manns á neyðarlista
Broadway:
Elvis í
LasVegas
- f ræg sýning
á íslandi
■ í tilefni þess að konungur
rokksins, Elvis Presley, hefði
orðið fimmtugur á þessu ári
hefur verið ákveðið að minnast
þess á sérstakan hátt, og ákveð-
ið hefur verið að fá eina bestu
Elvis sýningu sem völ er á í
heiminum til að heimsækja
skemmtistaðinn Broadway og
skemmta gestum 6. og 7. des-
ember nk.
Sýning þessi ber yfirskriftina
„Elvis í Las Vegas“, og í aðal-
hlutverki er Liberty Mounten
og átta manna hljómsveit hans,
De-Soto.
Liberty Mounten er talinn
einn sá besti Elvis leikari sem
komið hefur fram á seinni árum.
Hann hefur farið víða um heim
með sýningu sína og hvarvetna
fengið stórkostlegar viðtökur
hjá Elvis aðdáendum. Liberty
er mjög líkur Elvis á sviði hvað
varðar líkamsburði og söng og
hefur það leitt af sér að hann
hefur leikið í mörgum auglýs-
ingum, var m.a. tekinn sterk-
lega til greina um að leika Elvis
í kvikmyndinni „This is Elvis“.
Hann hefur komið fram með
stjörnum eins og Oliviu Newton
John, Neil Sedaka og Paul
Anka.
Sýning Liberty Mounten
spannar aðallega tímabil Elvis
er hann kom fram í Las Vegas
og eru flest af þekktari lögum
hans flutt.
■ Áhugamenn um úrbætur í
húsnæðismálum hafa sent frá
sér fréttatilkynningu, þar sem
þeir lýsa fullum stuðningi við
framkomnar hugmyndir á þing-
um Verkamannasambands ís-
lands og Landssambands versl-
unarmanna, um að lækka vexti
af lánum til húsnæðiskaupa.
Það að raunvextir af lánum til
húsnæðiskaupa verði lækkaðir
niður í 2%, telja þeir skref í
rétta átt ogberavott um meira
raunsæi og meiri ábyrgðartil-
finningu gagnvart fólkinu en
verið hefur um nokkurt skeið af
hálfu ráðamanna.
■ Styrktarfélag vangefinna
tók í notkun sl. föstudag, 22.
nóvember, nýtt sambýli vangef-
inna að Víðihlíð 7 í Reykjavík.
Nýja sambýlið er þriðja heim-
ilið sem tekið er í notkun í
Víðihlíð, af þeim fjórum sem
ákveðið var að reisa á 25 ára
afmæli félagsins árið 1983, í
Víðihlíð 5-11. Stefnt er að því
að Ijúka fjórða húsinu á næsta
ári, en það er nú tilbúið undir
múrverk. Þegar húsin verða öll
komin í gagnið verður þar rými
fyrir 20-25 einstaklinga á sam-
■ Hátíðarvika stendur nú
yfir á vegum Æskulýðs- og
tómstundaráðs Hafnarfjarðar
og mun hún standa fram á
laugardag 30. nóvember, en
hún hófst um síðustu helgi.
Æskulýðs- og tómstunda-
ráðið hefur undanfarnar vikur
staðið fyrir viðamikilli sam-
keppni meðal barna og ung-
linga í Hafnarfirði, undir kjör-
orðunum þekking, þjálfun,
býlum og í skammtímavistun. í
nýja sambýlinu er rými fyrir
fimm manns.
„Þótt við séum afskaplega
ánægðir með þennan nýja
áfanga, er enn langt í land með
að hýsa þann fjölda vangefinna
sem bíður eftir plássi á sam-
býli,“ sagði Tómas Sturlaugsson
framkvæmdastjóri Styrktarfé-
lags vangefinna, í samtali við
NT. „Enn eru yfir 70 manns á
biðlista, bara hér í Reykjavík,
þar af 30-40 í algerri neyð.“
Heildarkostnaður við þessar
þroski. Á 9. hundrað barna og
unglinga tóku þátt í þessari
samkeppni með myndverkum,
ritgerðum, Ijóðum og ljós-
myndum, og voru verðlaun
veitt við opnun sýningar á
verkum barna og unglinga sem
opnuð var í menningarmið-
stöðinni Hafnarborg, á laugar-
daginn var, um leið og hátíðar-
vikan hófst.
Ýmislegt annað hefur verið
framkvæmdir nemur nú um 18,4
milljónum, þar af er framlag
Framkvæmdasjóðs fatlaðra
rúmlega 7,7 milljónir, en félagið
hefur lagt fram um 8,7 milljónir
króna til framkvæmdanna.
Styrktarfélag vangefinna ann-
ast nú rekstur 10 stofnana hér í
borginni, þriggja dag- og þjálf-
unarstofnana, fimni sambýla,
skammtímaheimilis og vemdaðs
vinnustaðar.
Formaður félagsins er Magn-
ús Kristinsson. '
á dagskrá vikunnar, m.a. Free-
style danskeppni barna og
unglinga, þar sem íslands-
meistarinn í Free-style bæði
sýnir og situr í dómnefnd.
Allir þátttakendur í sam-
keppninni fá viðurkenningu og
í lok hátíðarvikunnar verða
haldnar skemmtanir fyrir allan
hópinn með ýmsum uppákom-
um.
Hafnarfjörður:
Hátíðarvika barna og
unglinga stendur yfir