NT - 27.11.1985, Qupperneq 10
Miðvikudagur 27. nóvember 1985 10
■ Elsti ræktaði reyniviður á íslandi nú, að Skriðu í Hörgárdal.
(Ljósm. Siguróur Blöndal)
trjánum í Skriðu í dagbókum
sínum. Þorlákur var þá 85 ára,
en nijög fjörugur og hvikur.
Reynitrén voru sprottin af
hinni frægu Möðrufellshríslu,
sem þá var ævagömul stór
hrísla. Af henni gengu þjóðsög-
ur. Attu Ijós að loga á greinum
hennar á jólanóttina. Eftir siða-
skiptin var hríslan felld vegna
átrúnaðar á hana, sem þótti
varasöm hjátrú. En sprotar af
henni lifa enn í urðinni upp af
bænum Möðrufelli.
Um svipað leyti, eða jafnvel
öllu fyrr en á Skriðu, voru
gróðursett reynitré á Akureyri,
en þau cru nú fallin. Man ég vel
tvö þeirra inni í Fjöru á skólaár-
um mínum 1925-1929. Tré þessi
voru miklu gildvaxnari en önnur
tré á Akureyri og voru oft sýnd
gestum.
Tréð við Laxdalshúsið lifði
lengst, gróðursett 1797 að talið
er. Aðalstofn þess munu hafa
fallið um 1940, en upp uxu
rótarsprotar, sem voru að verða
álíka háir og húsið er þeir voru
höggnir af misgáningi.
Stóru reynitrén í Laufási voru
gróðursett 1849 og 1853 eða ’54
við gafl kirkjunnar, á leiðum
afa og föður Tryggva Gunnars-
sonar. Meðfylgjandi myndir
sýnir einn elsta reyniviðinn í
Skriðu. Ljósmyndari er Sigurð-
ur Blöndal skógræktarstjóri 13.
maí 1980.
Ingólfur Davíösson
reyniviður
á Islandi
Elsti
ræktaði
„Skridu Þorláks skrýda trc,
skurta cnn þú götmtl sé. “
■ Þorlákur I lallgrímsson og
synir hans tveir gróðursettu tré
í Skriöu og Fornhaga í Hörgár-
dal á árunum 1820-1830. Af
þcim lifa enn nokkrirreyniviðir,
gildvaxnir mjög og urn I lm á
hæð. Munu þeir elstir ræktaðra
reyniviða scm cnn lifa hér á
landi. Þeim hefur verið fjölgað,
bæði með fræi og rótarsprotum
og eiga afkomendur allvíða í
görðum.
Þorlákur lét sér mjög annt
um tré sín og kvaðst heldur vilja
missa kú úr fjósinu en hríslu úr
garðinum.
Jónas Hallgrímsson, skáld og
náttúrufræðingur, kom að
Skriðu 10. júlí 1839 og sagði frá
■ Reyniviöir að Skriðu í Hörgárdal, gróðursettir á árunum 1820-1830.
Bókmenntir
Réttur
barns
til
for-
eldra
Maria Gripe.
Sesselja Agnes.
- undarleg saga -
Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi.
Mál og menning.
■ Satt er það að þetta er
undarleg saga. Fyrst og fremst
er sagt frá unglingsstúlku sem
Nóra heitir en þó er þetta jafn-
framt saga um að finna tilgang
og gildi í It'fi sínu. Tilgangsleysið
er lífinu fjandsamlegt og því er
nauðsyn að finna og vita til
hvers viö erum að þessu og að
eiga hlutverk en vera ekki gust-
ukamaður. En tilgangsleysið
sigrar nenia hlý tengsl og vinátta
jafni metin. Kenndir af ætterni
kærleikans gefa lífinu gildi. Og
þær verða að sanna sig svo að
vantrú og efi opni ekki tilgangs-
leysinu leið til sigurs.
Það gerast undarlegir hlutir
kringum Nóru. Suma má senni-
lega skýra sem hlutskyggni. Þá
er hún óliáð tíma og rúmi og
snerting gamalla muna veldur
því að hún sér það sem er löngu
liðið. Aðrir atburðir held ég að
verði naumast skýrðir og við
verðum að kalla þá enn yfir-
náttúrulegri en hlutskyggnina.
Hins vegar leynir það sér ekki
að ósýnileg öfl eru að leiða
Nóru á vit frændkonu sinnar
ungrar, báðum til heilla og hug-
svölunar.
Sagan er spennandi og for-
vitnileg. Og þó að horfið sé frá
hinu yfirnáttúrulega er eins og
áður er að vikið eftir söguefni
sem enginn skyldi vanmeta.
Umsögn
Þýðandinn er þjóðkunnur rit-
höfundur og skáld. Frásögnin
er líka yfirleitt á lipru og lát-
lausu máli. Þó koma þar fyrir
einstök dæmi sem ég tel til lýta.
Svo er um þann hátt að skjóta
orðinu jú inn í setningar svo
sem til áherslu: „Eins og ég
sagði áðan hafði ég jú hítt hana
áður“. Það væri alls ekki verra
að hafa þarna sko í staðinn fyrir
þetta jú. En alveg jafn mark-
laust og vitlaust.
Á bókarspjaldi segir að María
Gripe sé einhver þekktasti
barnabókahöfundur Svía. Ég
hef ekki lesið aðrar bækur henn-
ar þó að sumar séu til á íslensku.
En það er enginn viðvanings-
bragur sjáanlegur á þessari sögu
og því finnst okkur trúlegt að
höfundur hennar sé í fremstu
röð í sínu landi. Og óragur er
þessi höfundur að segja furðu-
sögu. Þar lætur hann lesandan-
um eftir sitt af hverju til að
skilja og skýra. Og síst er það
að lasta. En ofar öllu öðru er
réttur barnsins til að eiga for-
eldra. Og víst er það bókarefni
sem á fyllilega erindi við samtíð
okkar.
H. Kr.
Bókmenntir
Góð
saga
úr
hvers-
dags-
leik-
anum
Guðlaug Richter.
Þetta er nú einum of...
Myndir eftir Önnu Cynthiu
Leplar.
Mál og menning.
■ Ætla má að þessi saga gerist
fyrir svo sem 35 árum. Hún
byrjar þegar söguhetjan,
Kristján Snorrason, er að koma
úr sumardvöl austur í sveitum
og endar þegar hann er að fara
í sveitina vorið eftir.
Kristján Snorrason er 9 ára
þegar sagan gerist. Hann er
elstur sinna systkina og þarf oft
að líta til með yngri systkinum
sínum svo að móðir þeirra geti
sinnt öðru.
Skemmst er frá því að segja
að þetta er góð saga. Hér gerast
engir furðuhlutir. Allt sem frá
er sagt er næsta hversdagslegt.
En hversdagslegir hlutir eru ör-
lagavaldur í lífi okar. Og höf-
undur kann vel að lýsa við-
brögðum persónanna og rekja
hvort atvikin láta birta í hug-
skorti þeirra eða myrkva og
eitra. Og þó að þetta sé saga
sem segir einkum frá börnum
breytir það ekki miklu því að
geðhrifin eru hliðstæð hjá eldri
og yngri.
Ki istján Snorrason erósköp
venjulegur krakki. Hann er
hvorki engill né hetja. En oftast
reynist hann vel og allt venju-
legt fólk ætti að skilja hann.
Heimilisfaðirinn var sjómað-
ur og börnin vildu að hann væri
meira heima. En þegar hann
hætti á sjónum og fór að vinna
í landi var það ekki alveg
skuggalaust heldur. Og sjálfur
varð hann þreyttur á því að
korna heim í þetta krakkaþras á
hverjum degi. Það er nú svo
með drauma og ímyndanir.
Fólkið sem Guðlaug Richter
segir hér frá er gott fólk eins og
við oftast hittum fyrir okkur.
Sérstaklega geðþekk er lýsingin
á Döddu. Þannig persónu er
alltaf gott að hitta, - líka í
sögum.
Ekki finn ég að ástæða sé til
að finna mikið að stíl eða mál-
fari sögunnar. Hér er kominn
höfundur sem vel og fallega fer
með söguefni.
H.Kr.