NT - 27.11.1985, Blaðsíða 18

NT - 27.11.1985, Blaðsíða 18
Miðvikudagur 27. nóvember 1985 1 8 RAFMAGNSVEmjR RlKISINS Útboð Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboöum í eftirfarandi: RARIK-85014: Aflstrengir og ber koparvír. Opnunardagur: Þriöjudagur 14. janúar 1986, kl. 14.00. Tilboöum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartima og veröa þau opnuð á sama staö aö viðstöddum þeim bjóöendum er þess óska. Útboösgögn veröa seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og meö miðvikudegi 27. nóvember 1985 og kosta kr. 200,- hvert eintak. Reykjavík 25. nóvember 1985. Rafmagnsveitur rikisins. Frá Grunnskóla- Njarðvíkur Hannyrðakennara vantar við skólann frá næstu áramótum. Einnig vantar íþróttakennara frá sama tíma. Upplýsingar veitir Gylfi Guðmundsson skólastjóri í síma 92-4399 og 92-4380. Skólastjóri. Styrkir til háskólanáms í Svíþjóð Sænsk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa íslendingi til háskólanáms í Svíþjóö námsárið 1986-87. Styrkfjárhæð er 3.510 s.kr. á mánuöi í 8 mánuði. - Jafnframt bjóöa sænsk stjórnvöld fram þrjá styrki handa íslendingum til vísindalegs sérnáms i Svíþjóð á háskólaárinu 1986-87. Styrkirnir eru til 8 mánaöa dvalar, en skipting í styrki til skemmri tíma kemur einnig til greina. Umsóknum um framangreinda styrki skal komiö til mennta- málaráöuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík fyrir 15. janúar n.k. og fylgi staöfest afrit prófskírteina ásamt meömæl- um. - Sérstök umsóknareyðublöö fást I ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 22. nóvember 1985. Bændur í Stranda- sýslu og á Vesturlandi Jón Helgason, landbúnaöarráðherra , boðar til almennra funda um landbúnaðarmál, í Broddaskóla fimmtudaginn 28. nóvember kl. 21, í Dalabúð föstudaginn 29. nóvember kl. 14 og að Lyngbrekku sama dag kl. 21. Landbúnaðarráðuneytið. Framkvæmdastjóri Starf framkvæmdastjóra BSRB er laust til umsóknar. Umsóknir berist skrifstofu BSRB, Grettisgötu 89, fyrir 15. desember n.k. Upplýsingar gefur formaður bandalagsins. Stjórn BSRB. Aðalfundur Samtaka grásleppuhrognaframleiðenda Verður haldinn að Hamraborg 5, Kópavogi laugardaginn 7. desember kl. 13.00. Fundar- efni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Til sölu Eru 9 þilofnar. Upplýsingar í síma 99-8388 á kvöldin. Magnús Þór - Crossroads Metnaðar- full plata ■ Garðar Hólm hefur gengið aftur í mörgum íslenskum popp- urum. Það eru margir sem stað- ið hafa tímum saman á þrösk- uldi frægðarinnar, en því miður án þess að upp hafi verið lokið. Auðvitað býr frægðardraum- urinn í öllum og sem betur fer hafa allar vangaveltur um heimsfrægð orðið raunsærri en áður var. Menn hafa áttað sig á því að frægðin kemur ekki á silfurfati. Néi, það þarf að vinna markvisst að settu marki. Ef vinnan er góð og heppnin er með má vera að dyr frægðarinn- ar opnist. En það er ekki þar með sagt að björninn sé unninn, því auðveldara er að gleymast en viðhalda fræðginni. Þetta er kannski undarlegur inngangur að umsögn um hljómplötu, en þó ekki. Platan sem hér er til umfjöllunar heitir Crossroads og er með Magnúsi Þór. Þessi plata er öllum á óvart gefin út af stórfyrirtækinu RCA, fyrir milligöngu Skífunnar, svo það virðist vera hugsað um meira en bara íslandsmarkað. Platan Crossroads er góð, strax við fyrstu hlustun, og verð- ugur fulltrúi íslenskrar tónlistar á erlendum mörkuðum. Reynd- ar hefur ekkert verið endanlega ákveðið um dreifingu plötunnar erlendis en óskandi er að svo verði í ríkulegum mæli. Fagmennska er það fyrsta sem kemur upp f hugann þegar hlustað er á plötu Magnúsar. Lagasmíðar hans eru stórgóðar, lögin búa yfir laglínu sem er grípandi án þess að vera einföld eða ódýr. Hljóðfæraleikurinn er góður og skemmtilegur, stúd- íóvinnan er hnökralaus og út- koman er metnaðarfull plata. Trommuleikur Ásgeirs Ósk- arssonar og bassi Skúla Sverris- sonar (sem orðinn er einn af okkar bestu bassaleikurum) mynda góðan og þéttan bakgrunn. VilhjálmurGuðjóns- son gefur plötunni skemmtileg- an blæ með blæstri sínum sem oft á tíðum minnir á plötur gæðahljómsveitarinnar Steely Dan. Crossroads er jafngóð plata, ekki er hægt að gera upp á milli laganna. Titillagið hefur heyrst dálítið í útvarpi að undanförnu, og þar má spila þau fleiri. Ég liefni Marylin Monroe, Blind Man, Rush Hour og hin 5 lög plötunnar. Crossroads er góð plata, ekki beint vinsældalistaverk, heldur plata sem lifir lengur en útgáfu- mánuðinn. Til hamingju Magnús (9 af 10) ÞGG Simple Minds - Once Upon a Time Sunnudagssteik- inni fórnað ■ Þetta er búið að vera meira árið hjá skosku hljómsveitinni Simple Minds. Það byrjaði með því að Bryan Ferry afþakkaði boð um að flytja lagið Don’t You (Forget About Me) í kvik- myndinni The Breakfast Club Simple Minds þáðu hins vegar þetta sama boð og ættu ekki að sjá eftir því. Lagið varð gríðarlega vinsælt (enda flutningur Simple Minds góður) og komst í efsta sæti bandaríska vinsældalistans. Það var í fyrsta skipti sem hijóm- sveitin náði toppsætinu vestra og vissulega hefði það verið betra ef þeir hefðu verið með eigið lag, en vinsældirnar voru engu að síður hinar sömu. Simple Minds nutu ekki ein- göngu vinsælda í Bandaríkjun- um. í Bretlandi naut hljómsveit- in meiri vinsælda en nokkru sinni áður. Það var því með mikilli eftirvæntingu sem menn biðu nýrrar plötu hljómsveitar- innar, plötu sem nú er komin út og ber nafnið Once Upon a Time. Platan virðist ætla að auka hróður hljómsveitarinnar, enda var ekkert til sparað við gerð hennar. Platan er mjög áheyri- leg, laglínurnar eru seiðandi og sitja fastar milli eyrnanna, hafi þær einu sinni náð þangað. Lögin eru líka stórgóð og í sjálfu sér furðulegt, að hægt hafi verið að velja eitt lag af plötunni sem væntanlegt „hitt“ lag. Það var engu að síður gert, Alive And Kicking varð fyrir valinu á 12 tommuna og er það þegar farið að klífa vinsælda- listana. Þess verður ugglaust ekki langt að bíða að önnur lög plötunnar verði gefin út á 12 tommum. Hljóðfæraleikurinn og þó sér- staklega „sándið“ og útsetning- arnar eru kapítuli út af fyrir sig. Allt er gott, það vantar ekkert og engu er ofaukið. Svona á góð plata að vera. Annars eru bestu meðmæli plötunnar þau orð sem vinur minn hafði um plötuna. „Ég hafði heyrt eitt lag af plötunni þegar ég fór með heimilispen- ingana í Hagkaup og þar sá ég plötuna. Ég keypti hana á staðnum, enda endist hún mun betur en sunnudagssteikin.“ (9 aff 10) ÞGG Skilaboð að handan ■ Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér bókina Að handan eftir Grace Rosher. „Bók þessi er helguð þeim, sem harma látinn vin. Sjón- deildarhringur mannsins á jörð takmarkast af dauðanum. En handan hans er eilíft líf. Og ástin er sterkari en hel.“ Það eru 17 ár síðan séra Sveinn Víkingur þýddi þessa bók á íslensku. Hún kom út árið • 1968 og vakti mikla athygli og umræðu. Margir hafa sagt að þessi bók hafi veitt þeim meiri huggun en orð fái lýst og borið fram óskir um endurútgáfu hennar. Er hér með orðið við þeim óskum. í eftirmála bókarinnar segir þýðandi m.a.: „Því verður ekki neitað að sá heildarboðskapur, sem bókin flytur um það líf, sem í vændum er handan við dauðann, er harla fagur og bjartur. Og ég er á því, að Grace Rosher handan Bók um h'firt eftir dauðann hverjum manni sé það hollt og hugbætandi að vermast við sólskin hans.“ Þetta er forvitnileg bók fyrir alla sem velta fyrir sér spurning- um um lífið eftir dauðann. Spurningum sem maðurinn hef- ur glímt við frá upphafi vega. Að handa er 152 bls. Offset- prentuð og bundin í Prentverki Akraness hf. Ástin berst ■ Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér nýja bók eftir danska rithöfundinn Erling Poulsen. Bókin heitir Barátta ástarinnar og er 10. bókin í bókaflokknum „Rauðu ástar- sögurnar". Bettína, eiginkona Árna Brams læknis, var þekkt og í miklu áliti vegna starfa sinna að líknarmálum. Flesta daga árið um kring var hún önnum kafin við góðgerðasafnanir og nefnda- störf. Hinsvegar vanrækti hún eiginmann sinn og litla dóttur þeirra. Þrátt fyrir öryggi í hjóna- bandinu gat hún ekki slitið sambandi við fyrrverandi unn- usta sinn, Lennart Sommerfjöl- listamann, með vafasama tor- tíð og fangelsisvist. Hann var fyrsta ástin hennar. Það vakti að vonum undrun og vonbrigði þegar hún neitaði að hjálpa varnarlausri 10 ára telpu, sem Árni kom með heim eina nóttina. Hún sýndi barninu fullkomið hatur. ERLINO POULSEN BARÁTTA ÁSTARINNAR Hvers vegna barðist hún gegn þessu barni? Hvers vegna vildi barnaverndarnefndin ná barn- inu? Af hverju spann hún lygavef um fortíð sína? Hvað var það sem hún reyndi í ör- væntingu að dylja? Ást, afbrýði og óvenju spennandi frásögn skapa rithöfundinum Erling Poulsen vinsældir metsöluhöf- undarins. Skúli Jensson þýddi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.