NT - 27.11.1985, Side 19
■ Þau kynntu hluta jólabóka AB. Frá vinstri: Höfundarnir Baltasar, Sveinn Einarsson, Elín Pálmadóttir, Kristján Albertsson og
þýðandinn Sveinbjörn I. Baldvinsson. Lengsí til hægri má svo sjá Eirík Hrein Finnbogason útgáfustjóra AB og Anton Örn Kjærnested
formann Bókaklúbbs AB. Á myndina vantar Kristján Jóhannsson framkvæmdastjóra AB. NT-mynd: Svcmr
Fjölbreytt jólabókaúrval
Almenna bókafélagið:
Hannes Hafstein, Gerður Helgadóttir, barnabók eftir Svein Einarsson o.fl.
■ Almenna bókafélagið
kynnti nýlega hluta jólabóka
sinna og þar kennir margra
grasa, eins og vænta mátti, ævi-
sögur, þýddar skáldsögur,
barna- og unglingabækur.
Fyrst ber fræga að telja ævi-
sögu Hannesar Hafstein, eftir
Kristján Albertsson. Ævisagan
sem er í þremur bindum kom
fyrst út á árunum 1961-64. Hún
kemur nú út í endurskoðaðri
útgáfu vegna nýrra heimilda
sem fram komu eftir útgáfu
verksins. Sumir kaflar bókar-
innar eru endurritaðir og því er
hin nýja útgáfa verksins nokkru
ítarlegri en sú fyrri. Saga Hann-
esar Hafsteins er ekki einungis
ævisaga skálds og áhrifa-
mikils stjórnmálamanns heldur
má hún kallast þjóðarsaga tíma-
bilsins 1880-1920. Bókin vakti
geysimikla athygli þegar hún
kom út og svo fjörugar umræður
um efnið og efnismeðferð höf-
undar að slíks eru fá dæmi um
íslenska bók, enda var bókin
metsölubók. Stúdentafélag
Reykjavíkur hélt sérstakan
fund um bókina þar sem menn
leiddu saman hesta sína og var
engu líkara en Heimastjórnar-
flokkurinn og Sjálfstæðisflokk-
urinn gamli væru aftur upp
risnir. Bókin fékk frábæra dóma
gagnrýnenda. Kristján Alberts-
son sagði á fundi með frétta-
mönnum að skoðun margra á
Hannesi Hafstein hefði breyst
með útkomu þessarar bókar,
áður hefði hann verið marg-
rægður. „Hannes Hafstein er
mesta sjálfstæðishetja sem ís-
lendingar hafa átt eftir daga
Jóns Sigurðssonar. Hann átti
mestan heiður af Heimastjórn-
inni 1904 og Uppkastinu 1908
enda hafa Danir aldrei hopað
jafn mikið fyrir nokkrum
manni,“ sagði Kristján. Bæk-
urnar þrjár eru 1100 bls. auk
myndasíðna.
Gerður, ævisaga myndhöggv-
ara eftir Elínu Pálmadóttur er
næst í röðinni. Bókin erævisaga
Gerðar frá því hún lauk námi úr
Handíða- og myndlistarskóla
Lúðvígs Guðmundssonarogþar
til yfir lauk. Elín Pálmadóttir
var einhver nánasta vinkona
Gerðar og þekkti hana manna
best. Elín fer um þessa lista-
mannsævi sem í senn var sigur-
ganga og átakanlegt drama
nærfærnum höndum og fjallar
um hana af ást, hreinskilni og
næmum skilningi. „Ég hef oft
verið í vafa um rétt minn til að
nota svo einstæða vináttu,“ seg-
ir Elín, en bætir því við að þó
finnist sér að sér beri skylda til
að miðla upplýsingum sem hún
gæti veitt um líf svo sérstæðrar
persónu og þá sérstaklega þeim
sem eiga eftir að kynnast lista-
verkum hennar um ókomna
framtíð. Þar hlyti persónan,
gleði og sorgir á hverjum tíma
að skipta miklu máli til
skilnings. „Ég vona að þar hafi
á engum verið brotið," segir
Elín. Bókin um Gerði er er 234
bls, auk 32ja myndasíðna, bæði
litmynda og svarthvítra mynda
af fólki, stöðum og listaverkum.
AB hefur líka sent frá sér
bókina Gabríela í Portúgal -
Dálítil ferðasaga - eftir Svein
Einarsson með myndum eftir
Baltasar. Gabríela er 7-8 ára
telpa sem fer með foreldrum
sínum í skemmtiferðalag til
Portúgals. Par gerist ýmislegt.
Foreldrar Gabríelu hegða sér
eins og fullorðnir eru vanir að
gera í slíkum ferðum en Gabrí-
ela er ekki alltaf sátt við.það. En
svo gerast auðvitað skemmtileg
ævintýri í ferðalaginu. Sagan er
myndskreytt af Baltasar sem
lifir sig inn í söguna og þekkir
vel það umhverfi þar sem sagan
gerist. Bókin er 62 bls. að stærð.
Sveinn Einarsson sagði að
kveikjan að þessari bók hefði
verið ferð til Portúgals fyrir
nokkrum árum. Bent var á það
á fundinum að pabbinn á mynd-
um Baltasars væri ansi líkur
höfundi. Sveinn sagði hins vegar
að það væri algjör tilviljun og
hló.
Þá ber næsta að telja bókina
Guðlaun herra Rosewáter eða
Perlur fyrir svín eftir Kurt
Vonnegut í þýðingu Svein-
björns I. Baldvinssonar. Kurt
Vonnegut er einn af kunnustu
höfundum Bandaríkjanna og
hefur haft mikil áhrif á yngri
höfunda þar vestra og víðar,
ekki síst fyrir háalvarlega kímni
sem þykir einkenna sögur hans.
Guðlaun herra Rosewáter fjall-
ar um bandarískan auðmann
sem á gífurlega fyrirtækjasam-
steypu og hann er þaulkunnugur
bandarísku samfélagi. Sá Ijóður
er hins vegar á ráði hans að
hann er haldinn ofurást á með-
bræðrum sínum ekki síst smæl-
ingjum. Um það hvað slíkur
maður á að gera, fjallar bókin
sem er 190 bls. AB gaf út árið
1982 fyrstu bókina eftir hann,
Sláturhús 5.
Og loks er það bókin Kaspían
Konungsson eftir C.S. Lewis í
þýðingu Kristínar R. Thorlac-
ius.
Bókin gerist í ævintýralandinu
Narníu og segir frá 4 börnum í
London sem eru kölluð þangað
í annað sinn til að koma lagi á
hlutina. í þetta sinn er það
borgarastyrjöld sem þau kljást
við og með hjálp ljónsins Aslans
tekst að gera út um styrjöldina
en þó ekki fyrr en eftir undur og
stórmerki. ÆvintýrabækurC.S.
Lewis eru í flokki sígildra
barna- og unglingabóka, enda
hefur höfundinum verið líkt við
H.C. Andersen. AB gaf í fyrra
út bók hans Ljónið, nornin og
skápurinn.
Er svef nleysi úr sögunni?
■ Vísindamenn í borginni
Tromsö í Noregi segjast hugsan-
lega hafa komist að orsökum
svefnleysis og jafnframt fundið
lækningu við því.
Rannsóknir annarsstaðar í
heiminum hafa bent til þess að
hvatinn Melatonin hafi mikil
áhrif á svefninn en norskur
lífefnafræðingur telur að hann
og aðstoðarmenn hans séu ná-
lægt því að geta breytt „mann-
legu vekjaraklukkunni“ og út-
rýmt svefnlausum nóttum.
Vísindamenn í Tromsö hafa
komist að því að stórir skammt-
ar af skæru ljósi hafa örvandi
áhrif á kirtil í heilanum sem
framleiðir Melatonin. Thormar
Hansen, sem sett hefur upp
svefnrannsóknarstofu í tengsl-
um við háskólann í Tromsö
segir að rannsóknir hafi gefið
sterklega til kynna að hægt sé að
breyta svefnvenjum með því að
stjórna því hvenær dagsins Me-
latonin sé framleitt.
Melatonin hefur dáleiðandi
áhrif og er talið vera aðalvaldur
svefnsins. Hansensegiraðrann-
sóknir sýni að framleiðsla hor-
mónsins sé mest kl. 2 að nóttu
en heilinn tekur að framleiða
Melatonin kl. 11 að kvöldi,
einmitt þegar flestir eru að búa
sig undir svefninn.
Aðstæður í Tromsö hafa haft
mikil áhrif á rannsóknirnar.
Hansen sagði, að myrkrið sem
ríkir í Noregi yfir háveturinn
hafi áhrif á svefnvenjur fólks,
og eins hafi björtu næturnar á
sumrin sín áhrif. Rannsóknir
sýna líka að milli 20 og 25%
íbúa í Norður-Noregi þjáist af
svefnleysi, meðan meðaltalið í
heiminum er sennilega um 2%.
Rannsóknir í Bandaríkjunum
hafa sýnt að björt haust og vetur
geti valdið þunglyndi og svefn-
leysi sem virðast tengjast fram-
leiðslu Melatonins. Einnig hafa
þessar rannsóknir sýnt að
dimmir vetur rugla líkams-
klukkuna.
Fólk í Tromsö, sem þjáðist af
svefnleysi, tók þátt í rannsókn-
um á síðasta ári þar sem gervi-
Ijósi, sem líkti nokkurnveginn
eftir sólarljósi, var beint að því
í hálftíma í einu. Tilraunirnar,
sem fóru fram að morgni til,
tóku fimm daga, og Hansen
sagði að niðurstöðurnar hefðu
verið áhugaverðar: Mun styttri
tími leið hjá fólkinu frá því það
fór í rúmið og þar til það
sofnaði, og einnig sagðist það
ekki finna fyrir hinni yfirþyrm-
andi þreytutilfinningu sem fylgir
því er fólk byltir sér í rúminu án
þess að því finnist það sofna dúr
um nóttina. Hansen og sam-
starfsfólk hans hafa einnig rann-
sakað ýmislegt annað í sam-
bandi við svefn, s.s. tengsl lyfja
og svefns. Einnig ýmis stig
svefnsins: rannsóknir hafa sýnt
að ef maður fær ekki ótruflaður
að hreyfa augun, á þeim stutta
tíma sem'hann dreymir,finnst
honum að hann hafi ekki náð að
sofna um nóttina.
Simon Hayden/Keuter
Miðvikudagur 27. nóvember 1985 19
Kynferðis-
legt andrúms-
loft milli
föðurogdóttur
Dísin og drekinn (Skönheden
og uhyret) ★★★
Regnboginn.
Dönsk, 1983.
Handrit og leikstjöri: Nils
Malmros.
Kvikniyndataka: Jan Weincke.
Framleiðandi: Per Holst.
Aðalhlutverk: Jesper Klein,
Line Arlien-Söborg
■ í ævintýrinu nemur drek-
inn burt kóngsdótturina og
vaktar hana í hráslagalegum
helli en kóngur hefur heitið
þeim sem frelsar hana úr prí-
stundinni, kóngsdótturoghálft
ríkið að auki. Hjá Malmros er
kóngurinn drekinn, sent vakir
yfir dóttur sinni nótt sem nýtan
dag og gætir þess að prinsinn á
skellinöðrunni nemi ekki dótt-
urina á brott.
Viðfangsefni danska leik-
stjórans Nils Malmros er ekki
furðurheimur ævintýrisins
einsog ætla mætti af titli mynd-
arinnar, ekki að öðru leyti en
því að lífið er ævintýri og
furðulegra en svo að alltaf sé
auðvelt að skilja öll rök tilver-
unnar og þær tilfinningar sem
hrærast í brjóstum okkar
mannanna.
Malmros hefur áður sýnt og
sannað að hann er einna mest-
ur haglciksmaður Norrænna
kvikmyndagerðarmanna,
einkum er hann lunkinn að
smíða völundargripi úr smáum
efnivið. Undirrituðum er enn í
fersku minni hvernig honum
tókst til í Skilningstrénu, sem
Regnboginn sýndi hér á árun-
um. Þarbeindi hann mannlegri
kímnigáfu sinni að gelgju-
skeiðinu og gerði því lifandi
skil. Unglingarnir voru einsog
vax í höndum leikstjórans, sem
hann mótaði að eigin vild.
í Dísinni og drekanum fjall-
ar Malmros um samband feðg-
ina á þeim fímamótum er dótt-
irin er að losa sig úr verndar-
faðmi föðursins. Þá vaknar sú
spurning, hver er háður hverj-
um og hvern er faðirinn að
vernda með afskiptasemi sinni,
óskrifaðri framtíð dótturinnar
eða fullskáldaða tilveru sína?
Móðirin dvelst þunguð á
sjúkrahúsi, jólin nálgast og
faðir og dóttir eru ein í koti
sínu í úthverfi Árósa. Dóttirin
Mette er 16 ára og laðast hún
aðséreldri pilti, sem faðirinn
hefur ímigust á. Með afskipta-
semi sinni gerir faðirinn sam-
búðina að illþolanlegri raun.
Samleikur þeirra Jesper
Klein, sem þekktari er fyrir
gamanleik sinn en skapgerðar-
hlutverk og Line Arlien-
Söborg, þessarar upprennandi
leikkonu, sem mun hafa verið
kveikjan að kvikmyndinni, er
með miklum ágætum. Jesper
Klein sannar að hann er ekki
við eina fjölina felldur sem
leikari og veldur vel erfiðu
hlutverki föðurins, sem byggir
á fínstilltri tjáningu og Line
Arlien er ekki bara augnayndi
heldur gælir leikur hennar og
útgeislun við önnur skynfæri
áhorfandans.
Samspil þessara fulltrúa
tveggja kynslóða er áleitið og
tekst leikstjóranum að ntagna
upp kynferðislegt andrúmsloft
miili föður og dóttur sem snert-
ir kviku áhorfandans og lætur
hann ekki í firði, án þess að
nokkurn tíma sé spilað á neð-
anbeltisstrengi.
Það er álitamál hvort rétta
leiðin hafi verið valin til að
greiða úr flækjunni. Sagan
hermir að Malmros hafi verið
bnúinn að fullgera önnur enda-
lok á kvikmyndinni og grunar
undirritaðan að þar hafi hann
stigið skrefið til fulls og magn-
að hina kynferðislegu undir-
öldu upp í martröð. í endan-
legu útgáfunni fjarar þessi
undiralda hinsvegar út og siö-
gæðispostularnir geta andað
léttara.
Með Dísinni og drekanum
bætir Malmros enn einni rós í
hnappagat sitt sem leikstjóri
og gætu íslenskir kollegar hans
lært ntikið af vinnubrögðun-
um, einkum á þetta við veik-
asta hlekk kvikmyndagerðar
okkar, samtöl persónanna. Hjá
honum renna samtölin ljúflega
án hnökra og ekkcrt er tilgerð-
arlegt.
Sáf