NT


NT - 14.12.1985, Qupperneq 1

NT - 14.12.1985, Qupperneq 1
 Laugardagur 14. desember 1985 Hafnarfjörður: Kveikt á jólatrénu ■ í dag kl. 16 verður kveikt á jólatrénu á Thorsplani við Strandgötu í Hafnarfirði. í til- efni þess munu jólasveinar vera á sveimi í bænum og verður dansað kringum tréð að lokinni afhendingunni. Frederiksberg, vinabær Hafnarfjarðar í Danmörk, hef- ur í rúm þrjátíu ár gefið göflur- um jólatré og mun ungur dreng- ur að dönsku og íslensku bergi brotinn kveikja á ljósunum þeg- ar Hans A. Djurhuss, sendi- herra Danmerkur hefur afhent tréð í nafni bæjarstjórnar Fre- deriksbergs. Einar I. Halldórs- son, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, mun veita trénu viðtöku. Lúðrasveit Hafnarfjarðar mun leika við athöfnina og karlakórinn Þrestir þenur radd- böndin. Á laugardaginn verða versl- anir í Hafnarfirði opnar til kl. 18 og í veitingahúsunum við Strandgötu og Vesturgötu verð- ur boðið upp á heitt súkkulaði og nýbakaðar kökur. Akranes: Jóiatré á Akratorgi ■ Kveikt verður á jólatrénu á Akratorgi, Akranesi, kl. 15.30 á morgun. Tré þetta er gjöf frá vinabæ Akraness í Danmörk, Tönder. Athöfnin verður með hefð- bundu sniði og munu jólasvein- ar heilsa upp á yngri kynslóðina að henni lokinni. Kópavogur: Sænskt jólatré tendrað ■ Á ntorgun, sunnudaginn 15. desember, verður kveikt á jóla- tréi sem staðsett er austan Kópavogskirkju. Það er Nörr- köping, vinabær Kópavogs í Svíþjóð, sem hefur gefið íbúum Kópavogs þetta tré. Dr. Esbjörn Rosenblad, sendiráðunautur mun afhenda Ragnari Snorra Magnússyni tréð. Skólahljómsveit Kópa- vogs mun þeyta horn sín við at- höfnina og Samkór Kópavogs syngja. Þá munu jólasveinar heimsíekja samkomuna. BLAÐII ■ „Jú, það er rétt það væri hægt að kaupa Hafskip fyrir þessa ávísun en hún á að fara til bænda sem yrkja jörðina og skaffa okkur lambakjötið,“ sagði Gunnar Guðbjartsson þegar hann brá ávísun frá ríkissjóði á löft fyrir NT. NT-mynd Róbert Bændur fá borgað eftir helgi: Framleiðsluráð fékk 450 milljóna ávísun! ■ Það er ekki oft sem menn geta handfjatlað ávísanir upp á tæpar450milljóniren ígærfékk Gunnar Guðbjartsson, fram-. kvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins, í hendurnar ávísun sem hljóðaði upp á 449.687.000, og var þarna um að ræða fyrirframgreiðslu ríkis- sjóðs á niðurgreiðslum og út- flutningsbótum vegna kinda- kjötsframleiðslunnar. Þessi upphæð mun renna til slátur- leyfishafa. Það er því Ijóst að staðið verður við það ákvæði í fram- leiðsluráðslögunum nýju sem kveður á um að greiðslur þessar eigi að inna af hendi fyrir 15. desember, en sauðfjárbændur hafa haft af því nokkrar áhyggj- ur að ekki yrði staðið við þetta ákvæði og þeir fái ekki greiðslur fyrir innlegg sín í sláturhús fyrr en eftir dúk og disk og þar nteð blasi jafnvel gjaldþrot við sumurn. Útreikningar í sambandi við greiðslur á sauðfjárafurðum hafa dregist nokkuð þar sem Stéttarsambandið og viðskipta- bankarnir lögðu mismunandi skilning í grundvöll þann sem útreikningarnir eru byggðir á. Það ntál er að leysast að sögn Stefáns Valgeirssonar alþingis- manns þannig að hægt er að standa við gefin loforð og bænd- urfái sitt. ■ Jólasveinarnir verða víða á kreiki um heigina, enda víða kveikt jólaljós á trjám. Þessi var nýkominn í bæinn þegar Ijósmyndarinn rakst á hann og veit greinilega ekki hvernig hann á að bregðast við þegar börnin hópast að. NT-mynd: Ámi Rjarna. Umferð takmörkuð um i Laugaveginn í dag ■ Öll umferð einkabíla er bönnuð um Laugaveginn í dag frá kl. 13 til 18. Einu bifreiðarn- ar sem mega aka um Laugaveg eru strætisvagnar og leigubílar, sem hafa verið pantaðir að hús- um við Laugaveg. Þá njóta bif- reiðar merktar fötluðuni undan- þágu frá þessu banni. Sömu reglur gilda laugardag- inn21.desemberþáfrákl. 13-22 og mánudaginn 23. desemberfrá kl. 13-23. Amilli kl. 19og20er þó umferð heimil vegna vöru- dreifingar í verslanir. Þessa daga verður gjald- skylda við stöðumæla sem virka daga einnig verða bifreiðastæði í Tollhúsinu við Tryggvagötu og í Kolaportinu opin. I fréttatilkynningu frá gatna- niálastjóra eru starfsmenn versl- ana og annarra fyrirtækja í mið- borginni hvattir til að leggja bif- reiðum sínum fjær vinnustað en venjulega frant að jólum. Er þeim bent á bifreiðastæði á lóð Eimskips milli Vatnsstígs og Frakkastígs. Þá er fólk hvatt til að nota al- menningsvagna dagana fram að jólurn til að létta á umferðinni og spara tíma og erfiðleika við leit að bifreiðastæðum. Lögreglan mun verða með aukna löggæslu þessa daga og greiða fyrir og aðstoða fólk í þeirri rniklu umferð sem fra- mundan er.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.