NT - 14.12.1985, Page 4

NT - 14.12.1985, Page 4
- eftir Svanfríði Hagvaag Kökuhús ffyrir börnin ■ Það er stór dagur fyrir börnin þegar á að fara að búa til kökuhús fyrir jólin. En það fer oft þannig að það er venjulegafullorðna fólkið sem skreytir húsið. Hér áeftir kemur því uppskrift af kökuhúsi fyrir börnin. Það er búið til úr kexi. Best er að nota heiíhveitikex, það þarf líka að vera sem næst því að vera ferkantað. Best er að hafa undir húsunum pappaspjald klætt með álpappír. Síðan þarf að búa til sprautupoka. Hann er búinn til úr þykkum smjörpappír sem er rúllað upp í kramarhús, límið það saman með límbandi. Það er best að búa til nokkur kramarhús fyrirfram þar sem það er ekki þægi- legt að fylla aftur í þau. Notið frekar nýtt kramarhús í hvert skipti. Húsið eru síðan límd saman með bræddum sykri. Bræddur sykur er ekki fyrir börn þar sem hann er mjög hetur svo það er best að það sé einhver fullorðinn sem iímir saman húsin. Kökuhús heilhveitikex sykur glerjungur sælgæti Glerungur (nógur í 4 hús 1. tsk.sítrónusafi 2 eggjahvítur 3 bollar eða meiri flórsykur Blandið saman sítrónusafa ogeggjahvítum í litla skál. Þeytið smám saman flórsykrinum saman við. Glerung- urinn þarf að vera það stífur að ef hnífur er dreginn eftir yfirborðinu sjáist farið greinilega. Að setja saman húsin: Látið2-3cm lagafsykri í þykkbotna pönnu. Hitið uppoghrærið meðsleif þangað til sykurinn bráðnar. Sykurinn harðnar nijög fljótt og þess vegna er nauðsynlegt að vera handfljótur við að setja saman húsin. Hann erlíka mjög heitur þannigaöekki másnerta á honum. Takið 4 kexkökur - ef kexið er ekki alveg ferhyrnt er lengri hliðin látin snúa niður. Dýfið styttri hliðunum á kcxinu í sykurinn og límið saman til að inynda veggina. Dýfið síðan lengri hliðunum á tveim kexkökum til að mynda þakið og festið það síðan við veggina. Haldið kexköku upp að þakinu og merkið fyrir risinu. Leggið hana síða á borð og ristið varlega þríhyrning. Snyrtið hana aðeins til ef með þarf. Dýfið neðri enda þríhryningsins í sykurinn ásamt efsta hluta hans og límið fast. Endurtakið fyrir liinn endann. Dýfið botninum á húsinu ofan í sykurinn og límið fast á spjaldið. Nú geta svo börnin tekið við að skreyta. rn Laugardagur 14. desember 1985 Blað II 4 Ll y Neytendasíðan Ljúffengir franskir smáréttir á Hrafninum ■ Veitingahúsið Hrafninn við Skipholt í Reykjavík hefur nú tek- ið upp þá nýjung að bjóða gestum sínum upp á franska smárétti í há- deginu og á kvöldin. Annar þessara rétta er svokallað „croissant“ en það er fíngert brauðhorn sem skorið er í þrennt og síðan er aspas, skinku eða rækjum komið fyrir á einum brauðhlutan- um. Síðan er hellt yfir camen- bertsósu með sérstöku krydd- bragði og þar ofan á kentur rifinn ostur. Þegar þetta allt saman er til búið eru hinir brauðbitarnir settir yfir og síðan er öllu saman stungið í heitan ofn og bakað í smástund. „Croissant“ er borið fram með olíubornu salati með ristuðum hnetum og kiwi ef vill. Jón Viktorsson matreiðslumað- ur á Hrafninum sagði að þessi rétt- ur væri mjög vinsæll skyndimatur í Frakklandi og væri hann í raun svar Frakka við hamborgurum Bandaríkjamanna, en Frakkareru ekki eins hrifnir af þeim eins og Bandaríkjamenn. Hinn franski smárétturinn sem Hrafninn býður upp á um þessar mundir heitir á frummálinu „quiche“ en það er brauðbotn með eggjafyllingu, bragðbætt með beikon eða skinku, sveppum eða með sjávarréttum. Þessi réttur er einnig mjög vin- sæll í Frakklandi og fæst hann yfir- leitt í flestum bakaríum og brauð- búðum. Með honunt er einnig framreitt salat og með báðum rétt- unum er hægt að fá súpu. Jón sagði það yfirleitt venju Frakka að drekka kaffi með þess- um réttum en í raun er þetta full- komin máltíð sérstakiega ef súpan er tekin með. Þessir réttiy eru Ijúffengir og á góðu verði, kosta 250 krónur og allir þeir sem einhvern tíma hafa dvalið í Frakklandi og kynnst þess- um skemmtilegu réttum hugsa eflaust gott til glóðarinnar að fá sér góða súpu og „croissant“ eða „qu- iché“ og rifja upp garnlar minning- ar mitt í jólaösinni og þeir sem ekki hafa verið í Frakklandi og kynnst réttunum þar af eigin raun ættu að drífa sig á Hrafninn og bragða þessa ágætisrétti og ímynda sér að þeir sitji á frönsku útikaffihúsi. ■ Jón Viktorsson matreiðslumaður á Hrafninum með hinn Ijúffenga franska smárétt „croissant" tilbúinn. NT-mynd Árni Bjarna. Að sjálfsögðu býður Hrafninn upp á fjöldamargt annað en þessir tveir frönsku smáréttir eiga sér- staklega upp á pallborðið hjá matf- eiðslumanni Hrafnsins um þessar mundir. Dönsk jólastemn- ing á veitinga- húsinu Óðinsvé ■ Veitingahúsið Óðinsvé við Óðinstorg í Reykjavík býður gestum sínum upp á danskan jólamat nú fyrir þessi jól, sem undanfarin tvenn jól. Gestir geta komið í hádeginu alla virka daga og fengið sér af hlaðborði t.d. „grisefleskesteg, liver postej, salame, grise sylte, kartoflesalat, brunkal, rugbröd“ og margt fleira og með þessum kræsingum er hægt að fá jóla- glögg á danska vísu eða aðra drykki eftir eigin óskum. Hlaðborðið er skreytt með dönskum fánum eins og veitinga- salurinn og nú geta fyrirtæki og stærri hópar einnig fengið þennan girnilega danska mat heimsendan Veitingahúsið lánar diska, glös, hnífapör, húshjálp og fleira sem til þarf ogenginn þarfaðhafa áhyggjur af uppþvottinum því öllu ntá skila óhreinu aftur. Að sögn Gísla Thoroddsen yirmatreiðslumanns á Óðinsvéutn hefur þetta danska jólahlaðborð verið mjög vinsælt bæði af þeim sent verið hafa á Danmörku og þekkja matinn af eigin raun og þeim sem eru alls ókunnugir. Verði er rnjög stillt í hóf og kostar maturinn af hlaðborðinu 570 krónur en heimsendingin kostar 690 krónur á manninn. Gísli segist hafa verið í Dan- mörku um nokkurt skeið og vildi bjóða löndum sínum upp á þenn- an ágætis mat og auka þar með upp á fjölbreytnina í matargerð- inni, sem vissulega hefur tekið stakkaskiptum hin síðari ár. ■ Yflrmatreiðslumennirnir á Óðinsvéum Gísli Thoroddsen og Stefán Sigurðsson bjóða gestum upp á danskt jólahlaðborð í hádeginu fram að jólum I íBi wStm 'Ea : nL. ifl i v'/v’ m F fff IIIF

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.