NT


NT - 14.12.1985, Qupperneq 6

NT - 14.12.1985, Qupperneq 6
Laugardagur 14. desember 1985 Blað II 6 limsögn / Bækur AF KOLLUMALUM OG FLEIRU Klías Snæland Jónsson: Undir högg aö sækja. Aldarspegill. Vaka - Helgafell 1985. L89 bls. ■ í þessu öðru bindi Aldarspegils, ritraðar, sem hóf göngu sína á síð- astliðnu ári, eru þrír þættir. Hinn fyrsti þeirra, sem fjallar um ásakanir á Hermann Jónasson þáverandi lög- reglustjóra í Rcykjavík um kollu- dráp í Örfirisey, er sýndu lengstur, tekuryfir liðlega 130 blaðsíður. Kollusagan var mesta kosninga- bomba ársins 1934, en eins og mörg- um mun kunnugt, var hún þannig til komin að menn í Reykjavík kváðust hafa séð Hermann Jónasson skjóta æðarkollu úti í Örfirisey. Hermann var kærður, hlaut að víkja úr sæti sem dómari og var setudómari settur í málinu. Hann hóf yfirheyrslur og urðu málferlin öll harla skrýtin. Vitni urðu sum margsaga en erfitt reyndist að henda reiður á fram- burði annarra og fór svo að lokum að Hermann var sýknaður í Hæsta- rétti. Þá var hann sjálfur orðinn forsætisráðherra. Frásögn Elísar Snæland af þess- um málarekstri öllum er fróðleg og ýtarleg, á köflum spennandi. Eini gallinn við hana er sá, að mínu mati, að hann reynir ekki að leggja nógu rækilegan sjálfstæðan dóm á niður- stöðuna. Dómsorð Hæstaréttar er óttalega loðið og ber þess vott að dómararnir hafi ekki treyst sér til að dæma mann sekan á grundvelli svo lítilla sönnunargagna, sent þarna var um að ræða.Af lestri frásagnar Elísar er hins vegar næsta ljóst, að allur málatilbúnaðurinn var til þess gerður að ófrægja Herntann Jónasson, trúlega vegna þeirra kosn- inga, er í hönd fóru. Á þessu hefði höfundur að skaðlausu mátt hnykkja enn betur en hann gerir. Hinar tvær frásagnirnar eru mikl- um mun styttri og báðar dapurlegar, fjalla um illa meðferð á börnum. Er önnur þeirra austan af landi en hin norðan úr Skagafriði. Báðar eru þessar frásagnir með nokkrum ólík- indum, en vel sagðar af hálfu Elísar. í bókarlok er skrá yfir helstu heimildir og allur frágangur bókar- innar er höfundi og útgefanda til sóma. Jón Þ. Þór. ■ Elías Snæland Jónsson. m * c o fíl* -"faww SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 681910 81266 Um öll heims ins höf Jón Steingrímsson: Kolakláfar og kafbátar. Sjóferðaævintýri á stríðs- árum og friðartímum. Vaka - Helgafell 1985. 186 bls. ■ JónSteingrímssonheitirmaður, upprunninn á Akureyri. Hann hleypti ungur heimdraganum, réðst í siglingar á seglskipum í langfart, stundaði síðan aðrar siglingar með útlendum eftir því sem pláss fékkst og eyddi misgóðum dögum á „bísan- um“ í Bordeaux. Að því búnu sneri hann heim til fslands, stundaði veiðiskap og nám og lauk stýri- ntannsprófi. Þá tóku við siglingar á Gullfossi gamla, en lauk er skipið lokaðist inni í Kaupmannahöfn í heimsstyrjöldinni síðari og Jón kom heint ásamt öðrunt skipverjum um Petsamo. Eftir heimkomuna tóku við ýmsar siglingar, en lengst af stríðsárunum var sögumaður á Sel- fossi gamla, sem margir muna eftir en fór síðan á önnur skip Eimskipa- félagsins og var þar enn við sögulok, þótt þá virðist sem mjög styttist í dvölinni hjá óskabarninu. Það sem hér hefur verið talið má kalla meginstef þessarar bókar. Farmennska hefur löngum heillað íslendinga, enda ævintýrin oft á hverju strái. Sögumaður fór ekki varhluta af ævintýrum og mannhætt- um, hvorki í stríði né friði. Hann segir skemmtilega frá, lýsir lífinu á ýmsum skipum, fjallar um eftir- minnilegar sjóferðir, félaga og dvöl í höfnum á lifandi og fjörmikinn hátt. Á stundum verður frásögnin þó ansi stórbrotinog það svo að saklaus les- andi getur ekki varist þeirri hugsun að nú hljóti sögumaður að ýkja. Það getur þó á köflum verið fullkomlega leyfilegt, - þegar stíll sögunnar krefst. Þetta er skemmtileg bók aflestrar, og ekki ósennilegt að margir fyrr- verandi skipsfélagar sögumanns og vinir hafi gaman af að rifja upp með honum liðna daga. Jón Þ. Þór.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.