NT - 14.12.1985, Side 8

NT - 14.12.1985, Side 8
■ Lengi hafði ég dáðst að Pol Pott, byltingarmanni í Kampúts- eu, sem raunsæjum heintspekingi í uppeldismálum. Pol Pott skildi nefnilega, ef marka má fregnir, að „það þýðir ekki að kenna gömlum hundi að sitja“, að „lengi býr að fyrstu gerð“, og hið hreina komm- úníska ríki verður ekki stofnað nema byrjað sé með autt blað, „ta- bula rasa“. Pol Pott snéri sér þess vegna að því að kála öllum þeini sem eldri voru, en taka flokk val- inna úrvalsbarna í uppeldi sam- kvæmt kórréttri kenningu. Pað er nefnilega snemma á þroskunar- skeiðinu sent flestum teningum er kastað urn atriði er varða smekk vorn og tilfinningalíf. Þetta hafa atferlisfræðingar sýnt og sannað með dýratilraunum, t.d. það, að ný- fæddir eða stálpaðir söngfuglar læra sönginn af feðrum sínum, og að hver syngur með sínu nefi svo sem hann hefur lært í hreiðri. Ungu stúlkurnar í söngfuglahóp, sem söngurinn á að heilla, hafaein- nig mjög ákveðna skoðun á því hvað sé góður söngur og slæmur, og fer það eftir uppeldinu. Pannig iaðast hvað að sinni tegund, finkur að finkum og þrestir að þröstum, og regla helst í tilverunni. Á sama hátt þykir miðaldra Kín- verjum meira til austræns söngs koma en 5. sinfóníu Beethovens - músíkstöðvarnar í heila þeirra mótuðust þannig í bernsku. Þegar ungu tónskáldin eru að kvarta yfir skilningsleysi á tónlist sinni-að við „elskum Beethoven of mikið“ - þá eru þau raunar aö dcila við um- hverfið sem mótaði okkur (ogekki er það nú allt beysið, sem yfir vögg- um þjóðarinnar glymur þessi miss- erin). Og umhveríinu er unnt að breyta, jafnvel þótt friðsamlegri en hægvirkari aðferðum sé beitt en Pol Pott notaði. Sjálfsagt og nauð- synlegt skref í þá átt er að gefa út nútímatónlist á hljómplötum og dreifa henni meðal fólksins - jafn- vel að mælast til að hún sé látin hljóma í sölum fæðingardeilda og barnaheimila. (Um daginn slædd- ist ég inní fimmtudagsafmæli komma nokkurs, þar seni „Litlu andarungarnir" og „Nallinn" gengu til skiptis, ásamt ýmsu þjóð- legu efni, sem segir sfna sögu um ástandið í uppeldismálunum). . Á hinni nýútkomnu yfirlitsplötu íslenskrar tónverkamiðstöðvar um hérlenda hljómsveitartónlist (ITM 5-1) eru þrjú verk: Óbókonsert eft- ir Leif Þórarinsson (1982), þar sem Kristján Þ. Stephensen leikur ein- leik, Klarinettukonsert eftir John Speight (1980), með einleik Einars Jóhannessonar, og Choralis eftir Jón Nordal (1982). Verk þessi eru þannig frá tveggja ára tímabili, öll eftir íslensk tónskáld, en samt geró- lík hvert öðru. Sinfóníuhljómsveit íslands leikur; Páll P. Pálsson stjórnar Óbókonsertnum en Jean- Pierre Jacquillat hinum verkunum tveimur. Jón Þórarinsson tónskáld skrifar litla yfirlitsgrein um íslenska hljómsveitartónlist í meðfylgjandi bæklingi, þar sem einnig er gerð stuttlega grein fyrir tónskáldum, einleikurum og tónverkum. Öll verkin þrjú eru samin að gefnu til- efni, konsertarnir samdir fyrir þá Kristján og Einar, en Choralis að tilhlutan Rostrópóvits knéfiðlara, sem pantaði það fyrir norrænu menningardagana „Scandinavia Today“ sem haldnir voru í Banda- ríkjunum 1982. Með þessu þótti Róstrópóvits sýna Jóni Nordal og íslenskri nú- tímatónlist mikinn sóma, enda brást Jón ekki fremur venju, og þótti þandarískum gagnrýnendum (en mikið mark er tekið á þeim hér á landi sem vonlcgt er) verkið æði gott. Yfir Choralis er hálcit heið- ríkja, ef svo má segja, enda vísar nafnið til sálmasöngs, en efnið til íslenskra þjóðlaga, einkum Lilju- lags. í skýringum segir, að Einar Jó- hannesson hafi beðið John Speight unt „tæknilega erfitt verk“ og feng- ið það. Heldur þótti mér konsert þessi óárennilegur við fyrstu heyrn, en hins vegar sækir hann mjög á. Konsertinn er æstur og fullur óþols, og jafnframt gefur hann áheyrendum plötunnar tæki- færi til að heyra einn vorn fremsta hljóðfæraleikara „gera tæknilega son hefur löngum þótt meðal frum- legustu tónskálda vorra og verk hans bæði mörg og margbreytileg. í konsert þessum virðist mér hann leggja mikla áherslu á hinn sér- kennilega tón óbósins, sem þarna er sýndur við baksvið ýmissa hljóð- færa og hljóma. Ekki verður nógsamlega lofað það framtak ungra og sprækra að- standenda íslenskrar tónverka- miðstöðvar að gefa út syrpu af hljómplötum með íslenskri tónlist. Örlög þessara verka urðu löngum þau að vera flutt einu sinni eða aldrei - mörg verka Jóns Leifs hafa t.d. aldrei verið flutt - og hafa þau áhrif helst að fæla áheyrendur frá því að sækja tónleika. En allt er breytingum undirorpið; jarðvegur- inn er nú ekki eins grýttur og áður fyrir nútímatónlist, enda tónlistar- menntun þjóðarinnar á hraðri upp- leið. Og núorðið eru hljómplötur orðnar jafnmikilvægar tónlistinni eins og bækur bókmenntunum. Tónmeistari Ríkisútvarpsins, Bjarni Rúnar Bjarnason, annaðist upptöku plötunnar, kápu og bækl- ing hannaði Erlingur Páll Ingvars- son, en önnur tæknivinna var unn- in í Þýskalandi. Sig.St. Endurholdgun og brennivín ÍSLENSK HLJÓMSVEITARTONLIST ORCHESTRAL MUSIC FROM ICELANO IC6LANO SYMPHONY ORCHPSTHA KHISTJÁN TH. STEPHCNSEN. OBOE ÖNAR JÓHANNESSON. CLARINET CONDUCTORS. PÁLL P PÁLSSOTf, J6AN PISRRE JACOUII.LAT WORKS BY. LEiruR THÖRARINSSON. john speight. jon nordal erfiða hluti" á hljóðfæri sitt. Kristján Stephensen hefur lengi verið félagi í heimsmeistaraliði tré- blásara í Sinfóníuhljómsveitinni og tími til kominn að konsert væri saminn fyrirhann, LeifurÞórarins- spennu. Ekki liggur beint við að kalla þessa sögu áróðursrit gegn drykkjuskap. Fólk ekur bílum sínum þó það hafi drukkið tvö- faldan skota o.þ.h. En þó leynir það sér ekki að brennivínið veld- ur mestu um það að eiginkona drepur mann sinn tvívegis og hef- ur a.m.k. í fyrra sinnið verulega ástæðu til þess. Víst er þetta saga um bölvun drykkjuskaparins. H.Kr. Max Ehrlich Endurfæðingin Þýðandi Þorsteinn Antonsson ísafoldarprentsmiðjan h.f. ■ Endurholdgunartrúin er eldri en svo að upptök hennar verði rak- in og greind. Þetta er endurhold- gunarsaga og því fer fjarri að hún upplýsi nokkuð um hin dýpri rök mannlegrar tilveru. Hér segir frá manni sem fæddur er 1946 og skynjar fyrri ævi með sérstökum hætti. Hann virðist ekki muna neitt frá fyrra lífi en hann dreymir ýmis atvik úr fyrri tilveru aftur og aftur. Og því fer hann að grafa upp hver hann var í fyrra lífi. í sambandi við endurholdgun er ein spurningin sú hvenær fóstrið meðtaki sálina. Samkvæmt þessum fræðum virðist það ekki vera fyrr en við fæðingu. Það eru einir 15 dagar frá því fyrri ævi lýkur þar til sálin fæðist aftur í öðrum líkama. Og þar sem þess eru nú orðið ýmis dæmi að miklu meira vanti upp á eðlilegan meðgöngutíma liggur beint við að álykta að fóstrið sé sál- arlaust svo lengi sem það er í móð- urkviði. Auðvitað er því alls ekki svarað almennt í þessari sögu. Jólabækurnar BIBLIAN OG Sálmabókin Fást í bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG (Puöbraiiööðtofu Hallgrimskirkja Reykjavlk simi 17805 opi0 3-5e.h. Söguhetja sú sem leitar að fortil- veru sinni og fjölskyidu er prófess- or í Kaliforníu. Ekki virðist hann samt vera neinn sérstakur gáfumaður. A.m.k. dugar honum ekki draumurinn til að átta sig á því að hann hafi verið drykkjusvoli og kvenníðingur á fyrra stigi og mun þó venjulegur lesandi átta sig á því þegar hann heyrir drauminn. En hvað sem um það er verður úr þess- ari leit hans saga sem á sinn hátt er nokkuð spennandi. Okkur er sagt að ekkert sé at- hugavert við það að orð skipti um merkingu. Þó kann ég ekki við að bæklaður maður þannig að annar fótur er styttri en hinn sé kallaður krypplingur. Það orð hefur ekki náð yfir hvers konar fötlun og bæklun á íslensku. Ég kann held- ur ekki við að flöskulok, þrykkt eða skrúfað sé kallað tappi. Og fyrst farið er að tala um orðalag má benda á þetta: „Það gaf til kynna að húsið hafði verið stað- sett einhvers staðar í aðalhluta Riverside“. Hvað hlutverki gegn- ir orðið staðsett þarna? Engum. Það var alveg nóg að segja að hús- ið hefði verið þarna. Þetta stað- sett gerir setninguna vanskapaða þar sem því er alveg ofaukið. Svo kemur rétt á eftir: „Og loks hafði hann á tilfinningunni að staðsetn- ingin væri í hliðargötu". Þarna hefði ekki verið verra að segja „að staðurinn væri í hliðargötu", því að það var staður hússins sem hann leitaði. Og hann fann það á sínunt stað. Á bókarkápu segir að sagan sé jafnt fyrir áhugafólk um dulræn efni og þá sem vilja spennu. Ég held þó að vafasamt sé um hylli þeirra sem dulrænum fræðum unna. Þeim mun ýmsum finnast heldur fátt um.En óvissan vekur allf í einu númeri gefur samband við allar deildir kl. 9 — 18

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.