NT - 14.12.1985, Blaðsíða 10
Hvað mun
veröldin vilja?
Andrés Björnsson: Töluð orð Áramótahugleiðingar 1968-1984
■ Nýárshugleiðingar Andrésar
Björnssonar útvarpsstjóra á árun-
um 1968-1984 hafa hlotið miklar
vinsældir hjá þjóðinni. Þar hefur
farið saman vandað efni, frábært
mál og ræðuflutningur.
Það sannast þó hér eins og oftar
að skrifuð orð eru áhrifameiri en
töluð orð. Töluð orð geta skapað
hrifningu og þau geta varað lengi,
en þó aldrei til jafns við skrifuð
orð. Þá fyrst dæmist ræðan góð,
þegar hún stenst vandlegan lestur.
Það er mikill fengur að áramóta-
ræðurAndrésar Björnssonar eru
komnar út á prenti og nú er því
hægt að njóta þeirra enn betur en á
erilsömu gamlárskveldi. Ég vissí
að þær voru góðar, fullar margvís-
legum fróðleik og lífsspeki, en ég
hafði þó ekki gert mér það ljóst að
þær væru eins frábærar og kom í
ljós við lesturinn. Áramótahug-
leiðingar Andrésar sóma sér við
hlið bestu rita, sem til eru á ís-
lensku. Slíkum snillingshöndum
fer hann um „móðurmálið mitt
góða, hið mjúka og ríka.“
Fyrir þá, sem vilja gerast góðir
ræðumenn, eru áramótaræður
Andrésar hinn besti skóli. Þar er
hvergi að finna málalengingar né
ofhlaðið orðalag. Dregið er saman
fjölbreytt efni, fróðlegt og
skemmtilegt. Jafnan kemur svo í
ljós öðru hvoru sterkur undir-
straumur, sem verður þó aldrei of
áleitinn.
Undirstraumurinn er lífspeki
Andrésar Björnssonar. Hæst ber
þar lögmálið. „ Allir menn eru einu
lögmáli bundnir," segir á einum
stað. „Nefna má það lögmál mann-
legs eðlis, siðgæðislögmál, lögmál
um greiningu rétts og rangs eða
blátt áfram samvisku. Þetta lögmál
er öllum í brjóst borið og það lætur
til sín taka hvarvetna í mannlegu
samfélagi.1' Á öðrum stað segir:
„Lögmál er takmörkun á frelsi -
frelsi, þessu undurfagra orði, eftir-
lætisorði skálda - hugsjóna- og
stjórnmálamanna.... Það kann að
’virðast þversögn, en frelsi er í
bestu merkingu það að menn leggi
sjálfviljugir hömlur á vissar til-
hneigingar sínar svo að aðrir megi
njóta frelsis. Frelsið er fórn eigin
frelsis fyrir aðra. Að öðrum kosti
er það aðeins hefndargjöf. Án lög-
málsins, án siðgæðis og sjálfsaf-
neitunar er ekkert frelsi fyrir einn
eða neinn, aðeins taumlaus ótti og
skelfing allra.“
Andrési Björnssyni verður oft
hugsað til tæknibyltingarinnar og
þeirra dilka, sem hún muni draga á
eftir sér. Hún getur jafnt boðað
blessun og bölvun. Þegar rýnt er í
framtíðina verða allir spádómar
óráðnir. Þó velta menn því fyrir sér
líkt og Skáld-Sveinn á 15. öld:
Hvað mun veröldin boða? I ræðum
Andrésar er að finna margt um-
hugsunarvert um þetta efni, en
ákveðin svör fær maður ekki. Ein
staðreynd er þó augljós. Andrés
Björnsson víkur að henni í fyrstu
og síðustu áramótaræðu sinni:
„Hin nýja heimsmynd gerir harðar
kröfur til mannsins sem félags-
veru.“
f lokaræðu sinni dregur Andrés
Björnsson saman þau fjögur atriði,
sem mestu varða Islendinga. Hann
segir:
„Saga, tunga, trú og siðalögmál
eru verðmæti, sem allir þegnar
þjóðarinnar eiga hlut í. Við þurf-
um ekki að líta lengi í kring um
okkur til að sjá hvað gerist, ef ein-
hver þessara þátta rofnar. Dæmi
þess blasa alls staðar við, jafnvel
hjá grannþjóðum, sem af þessum
sökum eiga við margs konar hörm-
ungar að stríða. Héreru vítin sann-
arlega til varnaðar.
Þau atriði, sem nefnd hafa verið
veita okkur þegnrétt meðal þjóða.
Þau hafa veitt okkur það frelsi sem
við njótum í hörðum heimi. Gæt-
um þeirra af árvekni, ef við gleym-
um því verðum við hvorki frjáls né
óháð heldur gleymd og týnd hvert
öðru og allri veröldinni."
Ég gat ekki lagt bók Andrésar
Björnssonar frá mér fyrr en ég var
búinn að lesa hana alla í einni lotu.
Laugardagur 14. desember 1985 Blað II 10
Andrés Bjömsson.
Hún er jafnt skemmtileg og göfg-
andi. Hún er ein af minnstu jóla-
bókunum að fyrirferð, en ég hygg
að það verði margir fleiri en ég,
sem setja hana í öndvegið.
Að lokum skal rifjað upp hvern-
ig Andrés Björnsson lauk ára-
mótaspjallinu 1977:
„Það er líka hægt að ferðast í
veröld ómælisins og eiga sér þar
yndisstaði. Auðvelt er að finna þá,
þótt myrkur sé, frost og fjúk. Eng-
inn ferðabúnaður er nauðsynlegur,
engin farartæki. Ekki þarf annað
né meira en loka augunum og opna
hugann, þá er komið á áfangastað.
Engin óhöpp verða í þeirri ferð,
engin áætlun bregst. Allt fer að
óskum og dvölin kostar ekkert,
hvort sem hún er löng eða stutt.
Fararstjóri er hugur manns. í þessu
landi eiga ennþá margir hulin pláss
og yfirskyggða staði, sem sóttir
verða heim í kvöld.“
Þórarinn Þórarinsson
■ Gils Guðmundsson.
Biart í lofti
■ Birtan að handan.
Saga Guðrúnar Sigurðardóttur
frá Torfufelli.
Sverrir Pálsson skráði.
Skuggsjá.
Þeir sem lesið hafa fyrri bækur'
Guðrúnar munu kannast við þann
boðskap sem hér er fluttur. Guð-
rún var búin að kynna lífsskoðun
sína og viðhorf. En auk þess er hér
rakin ævisaga hennar.
Boðskapur Guðrúnar er sömu
ættar og það sem spíritisminn hef-
ur jafnan boðað í aðalatriðum, sá
ð kærleikur og góðvild sé það sem
estu máli skipti fyrir alla framtíð
ers einstaks manns. Það er
allegur boðskapur og hollur og má
styðja hann margskonar rökum.
Vitranir þær og fyrirburðir sem
frá er sagt í sögu Guðrúnar eru
þess háttar að ekki fallast allir á
sömu skýringar. Sumum er þetta
fagnaðarboðskapur en öðrum
ömun að. Víst er það að seint verð-
ur fullsannað hvað um er að ræða
svo að enginn efi geti á því leikið.
Hins vegar væri það óbilgirni úr
hófi fram að neita því að sýnirnar
hefðu átt sér stað. Én þó að viður-
kennt sé t.d. að Guðrún hafi þrá-
sinnis við jarðarfarir séð hinn látna
sem verið var að kveðja er ekki víst
að allir viðurkenni að hann hafi
verið þar í raun og sannleika. Þá
vantar þó skýringu á því hvers
vegna svipurinn sást.
Svo að tekið sé hér hliðarspor þá
er það greinilegt að saga Guðrúnar
af Ragnheiði Brynjólfsdóttur hef-
ur orðið fyrir áhrifum frá Guð-
mundi Kamban, sem raunar hóf
feril sinn sem rithöfundur með
ósjálfráðri skrift í miðilsástandi.
Sitthvað er óljóst og ósannað í
þeim efnum og ástæða til að þyki
forvitnilegt.
Þessi bók Guðrúnar er engin
tímamótabók og ekki beint nýstár-
■ leg. En hún segir frá konu sem naut
vinsælda og margir töldu sig eiga
þökk að gjalda. Og hún skipar sitt
rúnt í bókmenntum þeirra sem
taka undir það að birtan að handan
gefi lífi þeirra gildi, ljós og yl og
von.
H.Kr.
Gesti fagnað
■ Gcstur.
í slcnskur fróöleikur gamall og nýr.
Gils Guömundsson safnaði efninu.
II.
Iðunn.
Þetta er rnjög góð lesbók til
fræðslu um íslenskan þjóðarhag og
menningu. Ég held að ekki sé
ástæða til að segja um nokkra grein
þessa bindis að valið sé misheppn-
að. Og hér kennir margra grasa.
Hér eru mannraunasögur frá
æsku og bernskuárum núlifandi
fólks, Elínar Gísladóttur frá Öl-
keldu og Ara Jóhannessonar. Þær
frásagnir, eins og fleira í þessari
bók, sanna að margt er það í heig-
arblöðum dagblaðanna og jóla-
blöðum sem vert er að geymist í
■ Guðrún Sigurðardóttir.
bókum sem fleiri ná til en gamalla
blaða. ^
Meira einkennist þessi bók af
lýsingum aldarfars og þjóðlífs en
einstökum hetjusögum.
Fræðilega er kannski ástæða til
að staldra við ritgerð safnandans
um sálmabókina 1801 og deilur um
hana. Bendir hann þar á að Magnús
Sephensen hafi ekki verið metinn
scm vert er í sögunni. Hann var
óheppinn að því leyti að rómantík-
in tók forustu í menningarmálum
um það bil sem hann hvarf samtíð-
inni á vit sögunnar. Og hann var
hvorki skáld né rithöfundur að
smekk rómantísku stefnunnar.
Landsuppfræðingarstefnan átti
þungan róður þegar hagur þjóðar-
innar var hvað aumastur og verður
starf Magnúsar Stephensen í anda
upplýsingarinnar vart of metið.
Óllum var kunnugt og alviður-
kennt að Magnús mildaði dóma og
refsingar og var þannig tímamóta-
maður á sviði dómsmála.
í sálmabókardeilunni og trúar-
bragðasögunni sést viðhorf hans
glöggt af því hvernig hann fór með
sálminn: Vor guð er borg á bjargi
traust. Einar Kvaran kallar hann
hergönguljóð Lúthers móti fjand-
anum. Magnús byrjaði eins og trú-
uðum manni sæmir: Óvinnanleg
borg er vor guð. En þegar kom að
því að ræða um „hinn gamla óvin“
sagði hann: 111 girnd, óvinur vor.
Ritgerð Gils um þessa sálma-
bókardeilu er skemmtileg og fróð-
leg upprifjun en sú deila var háð
bæði í gamni og alvöru. En þannig
er með efnið farið að bæði Magnúsi
Stephensen og Jóni Þorlákssyni á
Bægisá er sómi það.
Hér er á ferð góður gestur sem
ástæða er til að fagna.
H.Kr.