NT - 14.12.1985, Síða 13

NT - 14.12.1985, Síða 13
Laugardagur 14. desember 1985 Blað II 17 Konur í nýjum hlutverkum ■ Bríet, bókaforlag heitir nýtt forlag sem stofnað hefur verið í Reykjavík. Forlagið hyggst jöfn- um höndum gefa út frumsamin og þýdd skáldverk og bækur um kvennafræði. Bríet, bókaforlag gefur út tvær bækur um þessi jól. Þær eru: Reyndu það bara!, viðtalsbók, skráð af Kristínu Bjarnadóttur. Kristín ræðir við 7 konur á mis- munandi aldri. Allar eiga þær það sameiginlegt, að vinna störf sem hingað til hafa talist karlastörf. Konurnar starfa sem: Sorphreins- unarmaður, stýrimaður, vélstjóri, prófessor, húsgagnasmiður, söðla- smiður og fangavörður. Hvernig tilfinning skyldi það vera að fara inn á verksvið ann- arra? Hvernig er að vera ung kona í dag? Hvernig var það fyrir 40 árum? Hver er lífsskoðun kvenn- anna? Hvaða augum líta þær á framtíðina? En bókin gerir meira en að leit- ast við að svara þessum spurning- um. Hún er einnig hversdagssaga fjölda annarra kvenna í samfélagi okkar við lok hins svokallaða kvennaáratugar. Bókin er 102 blaðsíður að stærð, prýdd ljósmyndum. Seinni bókin heitir Dídí og Púspa. Hér er um að ræða barna- og unglingabók eftir danska rithöfundinn Marie Thöger, í þýðingu Ólafs Thorlac- ius. Dídí og Púspa fjallar um tvær stúlkur sem búa í Himalajafjöll- um, líf þeirra og vinnu. Sagan af Dídí og Púspu á erindi til allra, - barna sem fullorðinna. Sagan er spennandi, en þó einlæg og trú- verðug lýsing á lífi barna og kvenna í þessum hluta þriðja heimsins. Þessi bók er kilja, 91 blaðsíða að stærð. GUDRÚN V. GÍSLADÓTl 1R ÉG SYNG ÞÉR LJÓÐ Myndskreytt Ijóðabók ■ Ég syng þér Ijóð er heiti á ný- útkominni Ijóðabók eftirGuðrúnu V. Gísladóttur. Þetta er hennar fyrsta ljóðabók, sem út er gefin, en verk hennar hafa verið lesin í útvarp. Guðrún V. Gísladóttir er skag- firsk að ætt en er búsett í Reykja- vík. Bókina hefur hún sjálf mynd- skreytt og tekur fram á bókarkápu að hún voni að ljóðin og teikning- arnar muni veita þeim ánægju sem bókina lesa og skoða. Unglmgabækwr Iðuniiar yMirtf1'.íor- \eVndarroa'er.st . oa'? H^9o9 tor- 09 mset'r Sllr^s'nn^ ------ RúdóK 'ra £»***?% 'sMawn'‘>ókum'> N/erb 648JÍ. ^öur óe'ur^°^aroa ístóosWJ ett rdóniar (lö'nnö 'f’ssemse'ö's' BOKATIDINDI IÐUNNAR á hverju heimili! IÐUNN k»-4ö'íí’ ARA

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.