NT

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

NT - 28.12.1985, Blaðsíða 2

NT - 28.12.1985, Blaðsíða 2
Laugardagur 28. desember 1985 2 JÓLATRÉS- SKEMMTUN Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrésskemmtun að Hótel Sögu Súlnasal, föstudaginn 3. janú- ar 1986 kl. 15.00. Aögöngumiðar veröa seldir á skrifstofu félags- ins á 8. hæö húss versiunarinnar á skrifstofu- tíma. Miöaverð kr. 300 fyrir börn og kr. 175 fyrir fullorðna. Miðar verða ekki afhentir við innganginn. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur getrSma- VINNINGAR! 18. leikvika - leikir 21. desember 1985 Vinningsröð: 22X - X21 -112 1. vinningur: 12 réttir - kr. 255.435.- 49159 (4/ii)+ 55093 (4/n) 62609 (Vti)+ 62215(4/n)+ 183902 (4/n) 2. vinningur: 11 réttir - kr. 8.169.- 1154 1815 10903 11058 12899 19416 26984 29422 44998+ 49007+ 49074+ 49078+ 49397X 51650 53640+ 54911 + 62200+ 63413 65224+ 65488X 78369 95457X 106471+ 128038 66895+ 111058 132262 Úr 17. v.: 66895+ 96129 69269 98308 72085X 78026 98709 99664 110810+ 135284X 64820+ 110871+ 136007 111213+ 136325+ x=?n 125235 183267+ Kærufrestur er til mánudagsins 13. janúar kl. 12:00 á hádegi. ÍSLENSKAR CliTRAUNIR Happdrætti Styrktar- félags vangefinna 1985 Vinningsnúmer: 1. vinningur Subaru Station 1800 GL 4WD árg. ’86 nr. 69008 2. vinningur Mazda 323 4 dyra Saloon árg. ’86 nr. 66947. 3. vinningur Bifreið að eigin vali, að upphæð kr. 340.000.- nr. 52778 4. -10. vinningur, húsbúnaður að eigin vali, hver að upphæð 150.000,- nr. 7404, 7522, 25264, 40645, 45341,51503,75639. Styrktarfélag vangefinna. Kjarnfóður- gjald ólöglegt ■ Á Þorlákstnessu kvaö Hæstirétt ur upp dóm í máli þar sem deilt var um lögmæti álagningar innflutnings- gjalds af erlendu kjarnfóðri eða hinu svokallaða kjarnfóðurgjaldi. Stað- festi dómurinn dóm undirréttar í helstu atriðum en Árni Möller sem er svínabóndi kærði álagningu þessa gjalds með tilstyrk Verslunarráðs íslands á þeirri forsendu að um ólög- lega skattheimtu væri að ræða. Forsaga málsins er sú að með bráðabirgðalögum árið 1980 fól þá- verandi landbúnaðarráðherra, Pálmi Jónsson, Framleiðsluráði að ákveða gjaldtöku á innfluttum fóð- urbæti en lög um þetta gjald voru síðan ekki sett endanlega fyrren árið 1981 og reglugerð ekki sett fyrr en Gísli Kristjáns- son ritstjóri er látinn ■ Gísli Kristjánsson, ritstjóri, lést nú á aðfangadag 81 árs að aldri. Eftirlifandi eiginkona hans erThora Margrethe, hjúkrunarkona. Gísli fæddist 18. febrúar að Gröf í Svarfaðardal. Hann lauk prófi frá Landbúnaðarháskólanum í Kaup- mannahöfn árið 1939 og prófi að loknu sérfræðinámi við sömu stofn- un árið 1942. Pað var árið 1945 að Gísli kom aftur heim til íslands og tók þá að sér ritstjórn búnaðarblaðsins Freys og gegndi því starfi til 1974. Hann gegndi jafnframt ýmsum trúnaðar- störfum fyrir stéttarsamband bænda Búnaðarfélagið og önnur bænda- saintök. Gísli var þekktur útvarpsmaður og var umsjónarmaður búnaðarþátt- ar Ríkisútvarpsins frá 1952. Hann var einnig afkastamikill rithöfundur og liggja margar bækur eftir Itann um ýmsa þætti landbúnaðar. Þá skráði hann einnig minningabækur og verða hér taldar upp nokkrar, Faðir minn bóndinn, Móðir mín húsfreyj- an og 18 konur. Gísli ogThora eignuðust 5 börn og eru þau öll á lífi. Við höfum Skipt um nafn! Samtök járnsmiðja, sem hingað til hafa borið nafnið Meistarafélag járniðnað- armanna heita nú FÉLAG MÁLMIÐNAÐARFYRIRTÆKJA. Félagið er samtök 126 málmiðnaðarfyrirtækja, sem dreifast um allt land og gætir hagsmuna þeirra gagn- vart opinberum aðilum og öðrum þeim, sem greinin þarf að skipta við. Það - ásamt heildarsamtökum, sem félagið er aðili að - veitir aöildarfyrirtækjum sínum ýmis konar aðstoð og þjónustu. FELAC MALMIÐNAÐARFYAIRT/EKJA Hverfisgötu 105-101 Reykjavík s. 91-621755 seint á því ári. Hæstiréttur hefur nú fellt dóm þar sem kveðið er á um að óheimilt sé að framselja ákvörðun um skattlagn- ingu sem þessa til óæðra stjórnvalds sem er Framleiðsluráð landbúnaðar- ins í þessu tilviki. Samkvæmt dómnum á því hið op- inbera að endurgreiða bóndanum það gjald sem hann greiddi á tímabil- inu frá því að bráðabirgðalögin voru sett og þar til reglugerð hinna endan- legu laga tók gildi. Á hinn bóginn er lögmæti kjarnfóðurgjaldsins stað- fest eins og það er nú en alifugla- og svínabændur hafa haldið því fram að gjaldið væri sett þeim til höfuðs þar sem þeir yrðu að greiða miklu stærri hluta þessa skatts en bændur al- mennt og mönnum innan stéttarinn- ar væri því mismunað. Þess ber þó að geta að gjaldið á fóður til alifugla- og svínaræktar var lækkað strax niður í 50% og síðar niður í 33% og bændum í þessum greinum heimilt að hækka vöru sína með tilliti til kjarnfóðurgjaldsins. Á. meðan bændur í hinum hefðbundnu búgreinum greiddu gjald sem ekki var heimilt að setja inn í verðlagið. Óvíst er hversu miklar upphæðir er hér um að ræða en þó má gera ráð fyrir því að hið opinbera verði að endurgreiða bændum tugi milljóna sem teknar höfðu verið á ólöglegan hátt að dómi Hæstaréttar í þennan tíma þar til reglugerð kjarnfóðurs- laganna tók gildi. ■ Séð ofan á kirkjugesti í Dómkirkjunni í messu á aðfangadagskvöldi. Kirkjusókn var með slikum atburðum ytír hátiðarnar að sums staðar mættu menn allt að þremur korterum fyrir messu til að tryggja sér sæti og margir þurftu frá að hverfa vegna mannfjölda NT-mynd: Ámi Bjama Góð kirkjusókn á jólum: Sums staðar þurftu menn frá að hverfa ■ „Þaðvaróskaplegamikilkirkju- sókn á höfuðborgarsvæðinu og mjög víða urðu menn frá að hverfa vegna þess að kirkjurnar voru útúrfullar," sagði Bernharður Guðmundsson fréttafulltrúi Þjóðkirkjunnar í sam- tali við NT. Bernharður vildi þakka góðri færð þessa miklu kirkjusókn en sagði að greinilegt væri að að fólk hefði meiri löngun til að sækja kirkju nú en oft áður því kirkjusókn hefði verið jöfn og góð á aðventu. Aðventukvöldin hefðu verið vel sótt. Mikil kirkjusókn hefði líka verið úti á landsbyggðinni á aðfangadag þótt færð hefði víðast hvar verið verri en á höfuðborgarsvæðinu. Guðjón á Hofi látinn ■ Látinn er Guðjón Ólafsson fyrrum bóndi að Stóra-Hofi í Gnjúpverjahreppi. Hann fæddist 1. ágúst 1903 og náði því 82 ára aldri. Síðustu æviárin átti hann lög- heimili í Reykjavík ásamt eigin- konu sinni. Guðjón var fastur skrifandi Tímans' frá upphafi blaðsins.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað: 309. tölublað (28.12.1985)
https://timarit.is/issue/257920

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

309. tölublað (28.12.1985)

Aðgerðir: