NT - 28.12.1985, Blaðsíða 6

NT - 28.12.1985, Blaðsíða 6
Laugardagur 28. desember 1985 6 Útlönd Fjöldamorð á flugvöllum Róm-Vín-Rcuter: ■ Að minnsta kosti sautján menn létust og á annað hundrað menn særðust í tveimur árásum hryðju- verkamanna á afgreiðslustaði ísra- elska flugfélagsins El Al á alþjóða- flugvöllum í Róm og Vín. Það er talið að allt að sex hryðju- verkamenn hafi tekið þátt í árásinni á Fiumicino-flugvelli í Róm þar sem fjórtán menn létust og um sjötíu særðust. Árásin hófst með því að einn hryðjuverkamaðurinn kastaði hand- sprengju í átt að afgreiðsluborði El Ál í flugstöðvarbyggingunni og aðrir hófu skothríð á lögreglu, starfs- menn og farþega. Þrír hryðjuverka- menn féllu í árásinni og tveir náðust sárir. Árásin á Schwechat-flugvelli í Vín var mjög svipuð. Þar þustu þrír hryðjuverkamenn í átt að afgreiðslu- borði El Al, skutu af sjálfvirkum rifflum og köstuðu handsprengjum. Þeir drápu tvo menn á flugvellinum, særðu 47 og reyndu svo að flýja. Lögreglan felldi einn þeirra á flótt- anum og náði hinum tveimur eftir að þeir særðust. Ekki er fullvíst hverrar þjóðar árás- armennirnir voru en einn þeirra sagðist vera frá Líbanon. Hann sagð- ist hafa ferðast með jórdanskt vega- bréf sem hann hefði fleygt. Samtök Palestínuaraba, sem kalla sig Abu Nidal-samtökin, höfðu samband við útvarpsstöð í Costa Del Sol á Spáni og lýstu yfir ábyrgð á hendur sér vegna morðanna. Talsmaður út- varpsstöðvarinnar varaði menn við að taka yfirlýsingu þessara „Abu Maya - fjársjóði stoíið um jólin Mesti fornminjaþjófnaður í sögu Mexíkó Mexíkóborg-Rcutcr: ■ Mexíkanska lögreglan leitar nú í dyrum og dyngjum að 140 ómetan- legum listaverkum hinna fornu menningarþjóða Maya og Azteka, sem var stolið úr fornminjasafni í Mexíkóborg um jólin. Enriquc Forescano framkvæmda- stjóri safnsins, þar sem listaverkin voru geymd, segir þau ómetanleg og engin hliðstæðir munir séu til í heim- inum. Níu næturverðir, sem voru í safn- inu, urðu ekki varir við þjófnaðinn fyrr en um morgun jóladags. Við- vörunarkerfi safnsins fór ekki í gang af óþekktri ástæðu þegar gripunum var rænt. Næturverðirnir hafa verið yfirheyrðir en enginn þeirra var handtekinn. Sum sýningarbúrin voru fjarlægð ásamt gripunum sem voru í þeim en önnur voru brotin upp. Öll listaverkin eru frá því fyrir 1521 þegarSpánverjarlögðu Mexíkó undir sig. Gríma leðurblökuguðs Maya, sem fannst í borginni Chichen-ltza, er meðal þeirra gripa sem þjófarnir tóku. Lögreglan rannsakar nú gaum- gæfilega allan farangur ferðamanna sem fara frá Mexíkó með flugi eða skipum í von um að listaverkin finnist. Mengunarkönnun: Loftið mengar Norðursjóinn Konn-Rcutcr ■ Vísindamenn hafa komist að því með rannsóknum að Norðursjórinn er ekki aðeins mengaður af skolpi sem rennur til sjávar með'ám heldur verður hann einnig íyrir alvarlegri mengun úr menguðu andrúmsloft- inu. Vesturþýski vísindamaðurinn Walfried Michaelis skýrði frá því á blaðamannafundi í gær að rannsókn- irhefðu leitt íljós að30ti!50% allrar í bflinn i bátinn á vinnustaöliw á heimfliö í sumarbú; i ferðalagið ogfl. þungmálmamengunar í Norðursjón- um kæmi frá mengun í andrúmsloft- inu. Hann sagði að mikil blýmengun við strendur Vestur-Þýskalands benti til þess að útblástur frá bifreið- um í stórborgum eins og Hamborg og Bremen væri mikilvægur mcng- unarvaldur. Michaelis vinnur við rannsóknir við eðlisfræðistofnun í norðurþýsku borginni Geesthacht. Nýtt og ódýrt Ef þú hefur einu sinni reynt Effco-þurrkuna viltu ekkert annað. Effco- þurrkan er bæði mjúk og sterk. í henni sameinast kostir klúts og tvists, það eykur notagildi Effco- þurrkunnar. Effco-þurrk- an sýgur í sig hvers konar vætu á svipstundu. Effco- þurrkan er ómissandi í bílinn, bátinn, ferðalagið, á vinnustaðinn og til heimilisins. Effco-þurrkan fæst hjá okkur. Sex þús und km Afríku- hrað- braut Rubut-Rcuter ■ Ráðherrar frá þrettán Afr- íkuríkjum hittust fyrir nokkr- um dögum í Marokkó til að ræða undirbúning að lagningu sex þúsund kílómetra Afríku- hraðbraut. Samgönguráðherrar Afrík- uríkja ákváðu að stefna að lagningu hraðbrautarinnar, sem gengur undir nafninu Tangier-Lagos hraðbrautin, fyrir rúmu ári. Á fundinum í Marokkó í seinustu viku var stofnuð nefnd til að finna leiðir til að fjármagna framkvæmdir við hraðbrautina sem einhvern tíma muna tengja Afríku við Evrópu með göngum eða brú yfir Gíbraltarsund. Nidal-samtaka“ alvarlega þar sem Abu Nidal væri róttækur palestínsk- ur leiðtogi en ekki samtök. Frelsissamtök Palestínuaraba, PLO, hafa fordæmt árásirnar og neitað öllum tengslum við árásar- mennina en ísraelsk stjórnvöld segja líklegt að árásarmennirnir tengist PLO. Öryggisstarfsmenn við Schiphol- flugvöll í Amsterdam segja að flug- vallaryfirvöld við aðra evrópska flugvelli hafi verið beðin um að auka varúðarráðstafanir. Indland: Kongress- flokkurinn hundrað ára Bombay-Reuter Indverski Kongressflokkurinn, semhefurstjórnað Indlandi í sam- tals 35 ár, heldur nú upp á hundrað ára stofnafmæli sitt. Rajiv Gandhi forsætisráðherra Indlands og leiðtogi Kongress- flokksins hóf hátíðarhöldin í tilefni aldarafmælisins í gær með því að lýsa því yfir að flokkurinn myndi halda áfram þeirri stefnu sinni að reyna að halda trúmálum utan við stjórnmál. Kongressflokkurinn varstofnað- ur af 72 félögum, þar af einum Breta, árið 1885. § S UJ Renault- bílar aftur- kallaðir París-Rcutcr ■ Renault-bílaverksmiðjurnar í Frakklandi hafa látið kalla inn 1,5 milljón nýja bíla til öryggisathugun- ar vegna galla, sem fannst í stýris- búnaði hluta þeirra. Bílarnir, sem um er að ræða eru af Renault 9 og Renault 11 sem voru framleiddir fyrir júlímánuð á þessu ári. Nú þegar hafa 220.000 bílar af þessum tegundum verið athugaðir. Kostnaður vegna þessarar öryggisathugunar kemur sér mjög illa fyrir Renault sem hefur tapað einum milljarð franka (5,5 milljörð- um ísl. kr.) á mánuði á þessu ári. Jólastríð í Afríku Abidjan-Rcutcr ■ Afríkuríkin Burkina Faso og Mali hafa barist frá því á jóladag um yfirráð yfir landamærasvæði sem er talið að verðmæt jarðefni kunni að finnast á. Bardagar hcldu áfram í gær þrátt fyrir að vopnahlé væri samið í fyrra- kvöld. Stjórnvöld í Mali segjast hafa fellt 35 hermenn frá Burkina Faso í bardögunum og stjórn Burkina Faso segir að hermenn ríkisins hafi drepið 15 malíska hermenn. Fjöldi ríkja í Afríku hafa reynt að miðla málum í stríði rfkjanna sem eru meðal þeirra fátækustu í heimin- um. 'NEWS IN BRIEF' December 27, Reuter ■ ROME - Fourteen pe- ople died and about 75 were injured when guerrillas desc- ribed by police as Middle Eastern in appearance att- acked an Israeli airline check- in desk at Rome airport with rifles and grenades. Police •said three guerrillas were kill- ed and two others, both of them wounded, were captur- ed. VIENNA - Three gunmen of Arab origin hurling gren- ades and shooting wildly into queues of passengers killed two people and injured 47 in an attack on the El A1 Israeli airiine counter at Vienna airport. Austria’s security forces chief said one of the fleeing gunmen was killed in a shoot-out with police. MADRID - A telephone caller to a Spanish radio stat- ion said the twin airport att- acks were carried out by a group calling itself the Palest- inian Abu Nidal organization of the Costa Del Sol, a spok- esman for the SER radio cha- in said. TUNIS - A Palestine Li- beration organization spok- esman said it was in no way involved in the attacks at Vi- enna and Rome airports in which at least 17 people died and 122 were injured. ABIDJ AN - Three days of }ji desert war between Mali and S Burkina Faso has spread far from the border zone they are ^ fighting over but Libya’s For- "»■ eign Minister was reported to be in the Malian capital ar- Ul & s Uj 8 Ul ranging a ceaseflre. JOHANNESBURG Black activist Winnie Mand- ela flled an appeal against a South African government order banning her from po- litical activity and barring her from Soweto township, one of her lawyers said. Prakash Diar said the application was expected to be heard on Jan- uary 7. MOSCOW - Soviet leader Mikhail Gorbachev and U.S. President Ronald Reagan will make unprecedented tel- evision broadcasts to each other’s people on New Year’s Day, the Soviet Foreign Min- istry said. Earlier Gorbachev called for a political solution to reg- ional conflicts and urged Washington to help make 1986 a more peaceful year by joining Moscow’s unilateral nuclear test ban. AMMAN - King Hussein of Jordan’s planned visit to Damascus tomorrow to meet President Hafez Al-Assad has been postsponed until Monday, the official Jordani- an news agency Petra said. In Damascus, sources close to Lebanese militias said Christian and Moslem militi- an leaders would sign a peace accord to end Lebanon’s civil war in the Syrian capital tom- orrow. NEWSIN BRIEF_

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.