NT - 28.12.1985, Blaðsíða 3

NT - 28.12.1985, Blaðsíða 3
Laugardagur 28. desember 1985 3 Samkomulag ísl. aðila við Miss World Ltd: Huldumaðurinn er Júlíus Haf stein ■ Slökkviliðið að störfum við Lang holtsveg á aðfangadag NT-mynd: Sverrir. Eldsupptök í jólaskreytingu ■ „Það var formaður ferðamála- nefndar Reykjavíkurborgar Júlíus Hafstein sem tók þátt í að gera drög- in að samningnum fyrir hönd borgar- innar en það er ekki búið að undir- rita eitt eða neitt,“ sagði Baldvin Jónsson umboðsmaður Miss World Ltd. á íslandi um samningsdrögin sem íslenskir aðilar hafa gert við fyrirtækið. Samningsdrög þessi komu til umræðu á borgarstjórnar- fundi í liðinni viku þegar Guðrún Jónsdóttir Kvennaframboðinu spurði Davíð út í frétt sem birtist í Mbl. þessa efnis en kom að tómum kofanum hjá Davíð borgarstjóra, og Sigurjóni Péturssyni fulltrúa í ferða- málanefnd, sem ekki hefur komið saman á fundi í lengri tíma. Baldvin sagði að þetta væri ein- stakt tækifæri til að auglýsa ísland því það væri ekki á hverju ári sem ís- lensk stúlka væri kosinUngfrú heim- ur. „Nei, það er langur vegur frá því að hér sé einhver konulíkami að selja íslenskar vörur, svoleiðis hugs- unarháttur á ekkert skylt við nútím- ann, hvar sem Hólmfríður kemur er hún verulega gott blaðaefni. Hún notar sinn karakter sem Miss World til að safna peningum fyrir barna- spítala út um allan heim og jafnframt að kynna íslenskar vörur. Enginn gæti sinnt þessu hlutverki betur." Samningurinn yrði væntanlega undirritaður á næstunni en fulltrúar Félags íslenskra iðnrekenda, Flug- leiðir, Ferðamálaráð íslands, ferða- málanefndin, Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og Samband íslenskra fiskframleiðanda standa að sam- komulagsdrögunum, og samkomu- lagið á m.a. eftir að fara fyrir Borg- arráð, áður en Hólmfríður getur far- ið að undirbúa heimskynninguna á fslandi. ■ Eldur kviknaði út frá kerti, í íbúðarhúsi við Langholtsveg 48 á að- fangadag jóla. íbúðareigandi brá sér frá í nokkrar mínútur, og var allt í lagi þegar hann fór. Pegar hann hins- vegar kom til baka var talsverður eldur í stofunni, og mikill reykur um alla íbúðina. Reykkafarar slökkvi- liðsins fóru inn í íbúðina og slökktu eldinn og reykræstu íbúðina. Miklar skemmdir hlutust af völdum elds og reyks. Varðstjóri sem NT ræddi við í gær hjá slökkviliðinu sagði að talsvert væri um það að eldur kvikn- aði út frá jólaskreytingum þar sem kerti væru höfð í skreytingum. Pann- ig kom upp eldur í einu herbergi á Hrafnistu á Þorláksmessu. Þann eld var hægt að rekja til jólaskreytingar þar sem kerti var logandi. Sunnudagur: Iskross á Leirtjörn ■ Bifreiðaíþróttaklúbbur Ræst verður klukkan 1.30, hálf Reykjavíkur mun á sunnudaginn tvö, og má þá búast við miklu róti halda ískrosskeppni á Leirtjörn og látum. Bílarnir eru sérbúnir á undir Úlfarsfelli. Von erámörgum dekkjumsemfyllt eruafskrúfum keppnisbílum í þessa fyrstu keppni til að bíta niður í ísinn. Baráttan er vetrarins, nokkrum öflugum eins oftastóvæginogverulegaskemmti- og VW íslandsmeistarans í rallí- leg fyrir áhorfendur. krossi, Jóns Hólm. AA mNDAÐAR BÚVÉLAR Á VETRARVERÐI SLATTU- ÞYRLUR Vinnslubreidd: 1,35-1,65 ogl,85m Auðveld tenging á knosara vinnslubreidd 1,85. Eigum til á lager hinar vel þekktu m :lml ? ► Heyþyrlur og Stj örnumúga vélar Bændur athugið með kaup ^ á PZ og KUHN heyvinnuvélum, BUNADARDEILD nú á vetrarverði S? SAMBANDSINS Mjög hagstæð kjör ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.