NT

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

NT - 28.12.1985, Blaðsíða 9

NT - 28.12.1985, Blaðsíða 9
| | L , Laugardagur 28. desember 1985 9 Ll Umsögn Fyrsta frumsamda samtímasagan ■ Ásgeir Ásgeirsson: Nútímasaga. Iðnskólaútgáfan 1985. Frændi minn einn af eldri kynslóð- inni sagði við mig í sumar að hann myndi aldrei kjósa Sjálfstæðis- flokkinn, ekki hvað síst vegna þess að þessir menn hefðu á sínum tíma ekki unnað sjómönnum sex tíma hvíldar og verið á móti Vöku- lögunum. Vökulögin voru sett 1921. í dag er 1985 og enn hefur frændi minn þessa bjargföstu af- stöðu. Því er þetta tíundað hér, að miklir þjóðlífsviðburðir skipta fólki jafnan upp í flokka og halda áfram að gera það á meðan enn lifa menn, sem ntuna slíka viðburði og viðburðirnir sjálfir eiga erindi við þjóðfíf líðandi stundar. En það eru einmitt þessir viðburðir, rætur þeirra og samhengi sem er við- fangsefni þess sem oftast er kallað samtímasaga eða nútímasaga. Samtímasaga er því jafnan bitbein ólíkra viðhorfa og hagsmuna, ekki síður en dægurmál dagsins í dag. Engu að síður eru ritverk um nú- tímasögu, fræðilegseðlis. nauðsyn- leg fræðimönnum, og einnig til kcnnslu í framhaldsskólum og til þess að gefa almenningi kost á að hafa á einum stað aðgang að yfirliti um þróun síðustu áratuga. Þar til Nútímasaga Ásgeirs Ásgeirssonar kont út hefur engin slík frumsamin tslensk bók verið fyrir hendi. „Nú- tímasaga" er því svar við ákveðinni þörf, sem hefur verið fyrir hendi, ekki hvað síst í framhaldsskólun- um, enda segir í formála útgefenda að hér sé fyrst og fremst um kennslubók að ræða. Þar segir einnig að „Nútímasaga" sé til- raunaútgáfa og á hana beri að líta sem fyrsta hluta verks, sem fullbúið muni spanna tímabilið frá 1914- 1980. Þá segir að engu að síður sé bókin sjálfstætt verk sem spanni tímabilið frá stríðslokum fram til upphafs áttunda áratugarins. Bókin skiptist í fjóra megin- kafla. Upphafskaflinn greinir í stórum dráttum frá ástandi mála í stríðslok. og heitir kaflinn einfald- lega „1945“. Lok bókarinnar eru einnig mörkuð með svipuðum kafla, sem heitir „ 1973", en þar eru færð rök að því hvers vegna þetta ár markartímamót í mannkynssög- unni, og raunar eru þar í stórum dráttum reifaðir athyglisverðir þættir heimsmálanna allt fram til dagsins í dag. Þannig afmarkar höf- undur á greinilegan hátt ákveðin tímabil til umfjöllunar. Hinir tveir meginhlutar bókarinnar fjalla ann- ars vegar um stjórnmálasögu, og hins vegar um það sem kalla mætti hagsögu. Sú leið sem höfundur velur til að nálgast þetta umfangsmikla og við- kvæma verkefni, er hvort tveggja í senn sjálfsögð og hugrökk. Það er ekki óalgengt að bækur um mann- kynssögu, sérstaklega kennslu- bækur, falli í þá gryfju að reyna að vera „hlutlæg" frásögn einstakra atburða og atburðarása, þar sem frá- sögnin er hólfuð niður í afmörkuð landsvæði og atburðarás sögunnar rakin skilmerkilega í Itverju hólfi fyrir sig. Slíkt kallar höfundur í eftirmála bókarinnar réttilega „annálaritun en ekki sagnfræði", enda er nálgun hans metnaðarfyllri en svo að hann leiðist inn á slíkar brautir. Gagnstætt því, stillir hann upp ákveðnum grundvallarviðmið- um sem umfjöllunin öll síðan bygg- ist á. Annars vcgar er stjórnmála- þróun skoðuð út frá samskiptum risaveldanna og hins vegar er efna- hagsþróun skoðuð út frá þriðja heiminum og iónvæddu ríkjunum. Óhætt er að fullyrða að þessi tvö viðmið eru kjarninn í efnahags- og stjórnmálasögu eftirstríðsáranna, og höfundi því tekist að skapa skynsamlegan og heilsteyptan ramma fyrir viðfangsefnið. Almennt má segja að höfundi hafi heppnast að fylla inn í þennan ramma. Aðalatriði eru dregin frant og þeim gerð góð skil í því sam- hengi sent grundvallarviðmið krcfjast. I fyrri hluta bókarinnar, þar sem viðmiðið er samskipti stór- veldanna, fannst ntcr í fyrstu næst- um of mik.il áhersla lögð á þjóðar- leiðtoga, samninga þeirra á milli og stcfnubreytingar í utanríkismál- um. Á köflum fjallar þessi hluti bókarinnar raunar um diplómat- ískar refskákir sem tefldar hafa verið af leiðtogum stórveldanna. I sjálfu scr cr þessi áhersla þó eðlilegt framhald af grundvallar- viðmiði þessa bókarhluta - þ.e. samskiptum stórveldanna - og þá er hún ekki síður eðlileg þegar haft er í huga að í bók sem þessari er ekki hægt að kafa mjög djúpt í ein- stök atriði. Engu að síður er vel hugsanlegt að unnt hefði verið að leggja meiri áherslu á félagslega og pólitíska þætti í innanríkismálum sem afgerandi áhrif höfðu á utan- ríkismál. Þetta scgir ég þó með þeim fyrirvara að ég geri mér fulla grein fyrir því hversu vandasamt verk slíkt er miðað við þann ramrna sem höfundur setti sér í upphafi nteð því að taka útgangspunkt í samskiptum stórveldanna, og hversu umfangsmikilli bókinni var ætlað að vera. Þetta þýðir þó ekki að í bókinni sé ekkert tillit tekið til innanríkisaðstæðna í mótun utan- ríkisstefnu. Það er gert, sérstak- lega í seinni hlutanum þar sent efnahagsleg atriði og áhrif þriðja heimsins eru tekin inn í myndina um þær félagslegu hræringar scnt að baki þeim búa geta allt eins ver- ið túlkuð sem megin styrkleiki bókarinnar. Fyrst og síðast er bókin mjög læsileg og á köflum bráðskemmti- leg. Eitt leiðir af öðru og stíllinn nær að höfða til lesendans. Miklar persónur mannskynssögunnar, sem mönnum er tamt að líta á sem næsta ópersónulegar stofnanir, eru gerðar mannlegar nteð knöppunt ogoft kímnum persónulýsingum. Á slíkunt stundum gerir höfundur ekki einu sinni tilraun til að vera „hlutlægur" (þó sú óhlutlægni eigi ekkert skylt við ónákvæmni) og fyrir bragðið tekst honum að varpa fram í örfáum orðum mynd, sem segir meira en löng ítarleg lýsing gæti gcrt. Þessir eiginleikar bókar- innar gera hana tvímælalaust eftir- sóknarverða sem kennslubók um leið og almenningur getur lesið hana og haft af skemmtan og fróð- leik. Myndirnar í bókinni eru fjöl- margar og gcra hana á margan hátt áhugaverða. Myndatextar eru flestir skemmtilega hnittnir og hæfilega ábyrgðarlausir, þó svo að óvíst sé að skólakrakkar skilji alltaf til fulls spaugsemina í þeim. Almennt er „Nútímasaga" vel unnin bók, bæði að efni og útliti. Án þess að tapa fræðilegu inntaki hefur höfundi tekist að skrifa læsi- Iega bók fyrir almenning og skóla- fólk. „Nútímasaga" er heimssaga í þcint skilningi að útgangspunktur- inn er alþjóðlegur og henni er ein- mitt ætlað að vera það. Hins vegar er það ef til vill’ jafnframt einn af megin göllum bókarinnar. Hérerá ferðinni vel unnin og skemmtileg samtímasaga, sú fyrsta sem frum- samin hefur verið hér á íslandi. Þó lslendingar hafi ekki leikiö stórt hlutvcrk á leiksviði' alþjóðlegrar samtímasögu, hefði það efalaust aukið gildi bókarinnar fyrir íslend- inga ef þeirra þáttur hefði verið fléttaður inn í umfjöllunina mcira en raun ber vitni. B.G. Sumardagar á Ströndum Sumardagar á Ströndum. Magnea frá Kleifum. Tóbías trítillinn minn. Myndir eftir Sigrúnu Eldjárn. Iðunn. ■ Magnea frá Kleifum hefur unnið sér sæmdarsæti meðal þeirra höf- unda sem skrifa barnasögur og hún skipar það með heiðri með þessari bók. Þetta er saga af börnum þó að fullorðnir komi þar líka við sögu. Hins vegar vil ég alls ekki segja að þetta sé barnabók í þeim skilningi að hún sé aðeins fyrir krakka og eigi ekki erindi við fullorðna. Höfundur hefur eflaust æsku- stöðvar sínar í huga þar sem segir frá sumardvöl Sighvats og útilegu með börnin Tinnu og Tobías. Það cr því verið að lýsa landslagi og staðháttum sem er bæði kært og kunnugt. Þar er um að ræða sögusvið sem í þessu til- felli hefur talsverðu hlutverki að gegna. Börnin hennar Magneu, Tobías og Tinna, eru skemmtilegir krakkar ■ Magnea frá Kleifum. svo að þeir sem á annað borð hafa gaman af börnum munu njóta þess að kynnast þeim. Enda þótt sagan gerist í sumarfríi er lífið ekki áhyggjulaust. Sighvatur hefur þær fréttir að færa Tinnu sinni að móðir hennar ætli sér ekki að koma framar því að í útlöndum hafi hún vin og verkefni sem muni binda hana til frambúðar. Það er slæm frétt. Lífið er ekki áhyggjulaust. Ætla má að Magnea frá Kleifum haldi áfram að segja frá þessu fólki og ýmsir munu bíða framhaldsins með eftirvæntingu og óþreyju. H.Kr. Eövarð Ingólfsson. Reynir Pélur og íslandsgangan. Útgáfan Skálholt. í þessari bók er greint frá hring- ferð Reynis Péturs um landið. Ferðasagan er rakin frá dcgi til dags. Gangan vakti þjóðarathygli meðan á henni stóð. Og þessari ferðásögu fylgir nú fjöldi mynda svo að hér geymist glögg og skýr lýsing á þessu sérstaka ferðalagi. Það er ekki þörf á að fara mörgum oröum um þessa göngu Reynis Pét- urs svo skammt sem umliðið cr lrá henni og slíka athygli sem hún vakti. Hitt er gott að nú geymist frásögn um hana svo að unnt er að rifja hana upp eins og hún var þegar frá líður. En annað er mcrkilegra við þessa bók. Það er viðtal höfundar við manninn Reyni Pétur að göngunni lokinni. Það viðtal cr ágætt að eiga og mættu margir ýmislegt af því læra. Reynir Pétur gcrir sér Ijóst að hið vonda í manninum og allur van- þroski hansereinskonarfötlun. í því ■ Kcynir Pctur Ingvarsson. sambandi scgir hann: „Guð notar annan mælikvarða á hcilbrigði cn við sjálf". Þetta er í samhljóðan við það sem Einar Kvaran lcggur móðurinni í munn í Sálin vaknar. Hún ímyndaði sér að guði sýndist að margir væri sí og æ að drckka sig fulla. Sumir drykkju sig fulla af brennivíni eins og Bjarni hcnnar, aðrir af hroka og ým- iskonar ófögnuði öðrum. Hvaða mat leggjum við á heil- brigði? Hver er hcilbrigður? H.Kr. ■ Bragi Sigurjónsson. Hnappadalssýsla - Húnavatnssýslur Bragi Sigurjónsson bjó til prcntunur. Önnur prcntun aukin og cndurbætt. Bókaútgáfan Skjaldborg 1985 416 bls. ■ í þessu þriðja bindi ritsafnsins Göngur og réttir greinir frá haust- göngum og réttum í Dalasýslu, á Vestfjörðum, Ströndum og í Húna- þingi og síðasttöldu sýslunni helgað- ur stærstur hluti bókarinnar. Gangnaferðir hafa löngum verið sveipaðar ævintýraljóma í hugum margra og í augum margra sveita- pilta var það eins konar manndóms- vígsla að fara í göngu í fyrsta skipti. Nú er ævintýraljóminn nokkuð far- inn að blikna víða, enda a.m.k. sums- staðar farið í göngur á bílum og flug- vélum. Það er sjálfsagt þægilegri gangnamáti og hættuminni, cn um leið hvcrfur Ijóminn og þáttur, sem verið hefur fastur liður í þjóðarsög- unni uni langt skeið, týnist. Afréttir eru mcð ýmsu móti á þeim svæðum, sem hér cr fjallað um. Þeim er lýst nokkuð, en afréttum Hún- vetninga lang ýtarlegast. Eru lýsing- arnar á afréttarlöndunum frá Tví- dægru að Eyvindarstaðaheiöi hinar fróðlegustu og ágætlcga samdar. Þá cru og í bókinni fróðlegar frásagnir af gangnavenjum og af útbúnaði gangnamanna. þáttur cr um selfarir, greint er frá réttum og réttardögum, frá ýmsum siðvenjum í sambandi við réttirnar og þannig mætti áfram telja. Enn er að geta frásagna af ein- stökum gangnafcröum, sem orðið hafa mönnum eftirminnilcgar og í bókarauka eru frásagnir frá síðustu árum. Ritsafnið Göngur og réttir hlaut góðar viðtökur þegar það kom fyrst út og segja mér kunnugir menn, að fyrsta útgáfan sé fyrirallnokkru upp- urin. Bókasafnari sagði fyrir skömmu aö hún væri býsnaerfið. Því er ekki að efa, að margir, sem vilja fræðast um þann merka þátt íslands- sögunnar, sem gangnaferöir og réttir tvímælalaust eru, muni fagna þessari cndurútgáfu. Allur frágangur þcssa bindis er mjög snyrtilcgur og það cr prýtt mörgum Ijósmyndum, auk þess sem kort eru yfir helstu gangnasvæðin. Jón Þ. Þór. ■ Útgáfan Skálholt hefur scnt frá sér plötuna Friöarjól. Á henni syngja feðgarnir Pálmi Gunnarsson og Siguröur Helgi 9 jólalög, jafnt gömul sem ný. Platan var tekin upp í Hljóðrita í síðasta mánuði af Jónasi R. Jóns- syni, en'MagnúsKjartanssonstjórn- aði upptökum. Pálmi spilar sjálfur á bassa, en mcö honum er Ijöldi aðstoðar- manna, meðal annars hljómsveitin Mezzoforte, Gunnar Þórðarson og Magnús Kjartansson.

x

NT

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
Tungumál:
Árgangar:
2
Fjöldi tölublaða/hefta:
684
Gefið út:
1984-1985
Myndað til:
31.12.1985
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Klofningsútgáfa út úr Tímanum. Heldur árgangs- og tölublaðamerkingu Tímans. Tók við af Tímanum í apríl 1984- des. 1985. Heitir aftur Tíminn frá jan. 1986
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað: 309. tölublað (28.12.1985)
https://timarit.is/issue/257920

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

309. tölublað (28.12.1985)

Aðgerðir: