NT - 28.12.1985, Blaðsíða 13

NT - 28.12.1985, Blaðsíða 13
Laugardagur 28. desember 1985 13 A ■ Málefni alþjóðaöryggis eru þau mál er lúta að útrýmingu hættunnar á kjarnorkustyrjöld varöa jafnt allar þjóðir. Þessi ntál voru einnig mikið rædd á íslandi á árinu 1985; nægir þar að minna á þingsályktunartillögur á Alþingi, undirskriftasöfnun mcðal vísinda- manna kennara og nemenda við Háskóla íslands, þar sem undir- skriftirnar voru sendar til M. Gor- bachovs og R. Reagans í Genf. Málefni styrjaldar og friðar eru rædd í Sovétríkjunum. Og þessi mál eru ckki aðeins til umræðu, heldur leggja Sovétrikin fram vissar tillögur og reyna á allan máta að draga úr alþjóðaspennu. í þessu santbandi er grein sem birt- ist í dagblaðinu „Prövdu" þann 19. desentber undir fyrirsögninni „Banna skal kjarn- orkusprengingar" talandi dæmi. Par er minnt á að sl. sumar (skrifað var unt það í tslensk blöð) hafi Sovétríkin haft frumkvæðið: Frá og með 6. ágúst liættu Sovét- ríkin hvers kyns kjarnorkuspreng- inguni og hvöttu ríkisstjórn Bandaríkjanna til að fara eins að. Lýst var yfir að frysting sú sem Sovétrikin lögðu til yrði í gildi til 1. janúar 1986, en gæti orðið til lengri tíma, ef Bandaríkin mundu fyrir sitt leyti taka þátt í þessari aðgerð. Pessi ákvörðun Sovét- ríkjanna hlaut víðtækan stuðning um heim allan. En afstaðan var önnur í Washington. „Pravda" segir að þar hafi verið reynt að forðast jákvæð viðbrögð við frum- kvæði Sovétríkjanna. Haldið er áfram víðtækri áætlun um kjarn- orkusprengingar neðanjarðar, þar á meðal í tengslum viö leysi- geisla og er gert ráð fyrir að nota slíkt í stjörnustríði. Þetta allt getur ekki annað en vakið áhyggjur. Ef ráðamenn í Bandaríkjunum halda áfram að láta sem tillaga Sovétríkjanna um að hætta kjarnorkusprengingum sé ekki til, mun það leiða til þess að skuldbindingar Sovétríkjanna um einhliða frystingu verður ekki lengur í gildi, eftir þau tímamörk sem nú nálgast. Af augljósum ástæðum geta Sovétríkin ekki fórnað hagsmunum öryggis síns og bandamanna sinna, þar sem þessir aðilar standa frammi fyrir hernaðarundirbúningi handan hafsins. Og hvað leggja Sovétríkin til. Það er nauðsynlegt að gera allt til þess að þau hagstæðu tækifæri sem Sovétríkin hafa skapað til að binda endi á kjarnorkuvopnatil- raunir fari ekki til spillis. Við endurtökum að tíminn er að hlaupa frá okkur, en það er samt nógu langur tími enn til að taka rétta og ígrundaða ákvörð- un. Það verður að gera sér grein fyr- ir því að ef fyrir hendi er fyrirætl- un sú að binda endi á vígbúnaðar- kapphlaupið, getur gagnkvæm frysting ekki vakið neinar mótbár- ur. Að hætta kjarnorkusprenging- um er mál, sem bægt er að finna lausn á núna og það verulega góða lausn. Pólitískt mikilvægi slíkra sameiginlegra aðgerða Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna væri mikið: Það yrði merki í garð ann- arra kjarnorkuvelda og mundi skapa nýtt ástand, sem yrði miklu hagstæðara fyrir jákvætt framhald þeirrar þróunar, sem hófst á leið- togafundi Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í Genf og muni hafa í för með sér raunhæfar ráð- stafanir til að snúa vígbúnaðar- kapphlaupinu við. Ef teknar yrðu aftur upp þrí- hliða viðræður inilli Sovétríkj- anna, Bandaríkjanna og Bret- lands uni bann við kjarn- orkuvopnatilraunum, yrði það vissulega raunverulegt skref í þessa sömu átt. Sovéskir aðilar eru reiðubúnir til að taka þetta skref þegar í stað, í upphafi næsta árs. Þegar veriðerað fjalla um fryst- ingu kjarnorkuvopna er ætíð ver- ið að tala um erfiðleika fylgjandi eftirliti á Vesturlöndum og þá fyrst og fremst í Bandaríkjunum. Það er samt vitað að bæði Sovét- ríkin og Bandaríkin ráða yfir bestu aðferðunum til að fylgjast með framkvæmd frystingarinnar. Ef kjarnorkusprengingum yrði hafnað í hernaðarlegum eöa frið- samlegum tilgangi, eins og Sovétríkin hafa gert núna, yrði það til að skapa tryggingu auka- lega á áhrifaríku eftirliti. Sovéskir aðilar hafa verið fylgjandi alþjóð- legu eftirlitskerfi á þessu sviði. Þarna mætti nýta tillögu ríkj- anna sex um að setja upp sérstak- ar eftirlitsstöðvar á landsvæðum þeirra (Argentínu, Grikklands, Mexíkó, Indlands, Svíþjóðar og Tanzaníu) til að fylgjast sem best með framkvæmd samkomulags- ins. Sovétríkin vilja gera samkomu- lag við Bandaríkin um að koma nú þegar á frystingu kjarnorku- sprenginga, svo og um vissar að- gerðir til að koma á eftirliti til að bægja á brott efasemdum um framkvæmd slíks eftirlits. Jákvætt svar af hálfu banda- rískra aðila við hinu mikilvæga frumkvæði Sovétríkjanna, fengi án nokkurs efa jákvæð viðbrögð um heim allan, eins og almenning- ur fagnaði t.d. núgildandi marg- hliða samkomulagi sem gert var í upphafi sjöunda áratugsins, þar sem kveðið var á um bann kjarn- orkutilrauna á þrem sviðum. Eða t.d. samningurinn frá 1974 milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, þar sem kveðið er á um takmörk- un á styrk kjarnorkusprenginga neðanjarðar niður í 150 kílótonn. Þessi dæmi vitna um möguleikann á að ná gagnkvæmu samkomulagi um takmörkun vígbúnaðar. Og þar af leiðandi er ekki óraunhæft að ætla að ná megi samkomulagi um frystingu á kjarnorkuspren- gingar. „Pravda" segir að til þess þurfi aðeins eitt - „pólitískan vilja til að fara yfir á braut raunhæfra ráðstafana sem snúa vígbúnaðar- kapphlaupinu við og útrýma hern- aðarógnunninni." Evgeni Barbukho, yfirmaður APN á íslandi Reykjavík, 19.12 1985. Reykjavík: Skátabúðin, Snorrabraut 60 Fordhúsið, Skeifunni 17 Seglagerðin Ægir, Grandagarði Alaska, Breiðholti Við Miklagarð Við Vörumarkaðinn, Eiðistorgi Á Lækjartorgi. Garðabær: Hjálparsveitarhúsið, v/Bæjarbraut. Akureyri: Stórmarkaður í Lundi, v/Viðjulund Verslunarmiðstöð í Sunnuhlíð Skúrv/Hagkaup Skúr v/suðurenda á íþróttavelli. ísafjörður: Skátaheimilið. Aðaldalur: Hjálparsveit skáta, Aðaldal. Kópavogur: Toyota, Nýbýlavegi 4 Skátaheimilið, Borgarholtsbraut 7 Kaupgarður, v/Engihjalla. Fljótsdalshérað: Slátursala K.H.B. Olís, Fellabæ. Vestmannaeyjar: Skátaheimilið, Faxastíg 38 og í Gömlu Völundarbúð. Dalvík: Flugeldamarkaður, Gunnarsbraut 4-6. Hveragerði: I Hjálparsveitarhúsinu. Njarðvík: V/Sparisjóðinn, v/Reykjanesbraut. Ðlönduós: Hús Hjálparsveitar skáta, v/Melabraut. Flúðir: Hjálparsveitin Snækollur. Saurbæjarhreppur í Eyjafirði: Hjálparsveitin Dalbjörg. Flugeldar - blys - gos - sólir - stjörnuljós SKIPARAKETTUR - SKIPABLYS - TIVOLÍBOMBUR OG INNIBOMBUR MEÐ LEIKFÖNGUM OG SPÁDÓMUM FLUGELDAMARKAÐIR HJÁLPARSVEITA SKÁTA Evgeni Barbukho: Sovétríkin eru fylgjandi frystingu kjarnorkusprengna - en Bandaríkin?

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.