NT

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

NT - 28.12.1985, Blaðsíða 19

NT - 28.12.1985, Blaðsíða 19
Laugardagur 28. desember 1985 19 Útvarp — sjónvarp Utvarp sunnudag kl. 10.30: Vaxtarbroddur á vergangi - húsnæðisleysi leikhópa Sjónvarp sunnudag kl. 22.15: Blikur á lofti ■ Á morgun, sunnudag kl. 10.30 verður á dagskrá útvarps þátturinn Vaxtarbroddur á vergangi þar sem fjallað er um húsnæðisvandræði frjálsra leikhópa í höfuðborginni. „Leikhús þessi eru á annan tug, þótt ótrúlegt megi virðast. í þess- um hópi eru t.d. Alþýðuleikhúsið, Revíuleikhúsið, Svart og sykur- laust, Gránufélagið, Egg-leikhúsið o.fl. o.fl. og öll eiga þau það sam- eiginlegt að eiga ekki varanlegt húsnæði undir starfsemi sína,“ seg- ir Margrét Rún Guðmundsdóttir, blaðamaður á NT en hún er um- sjónarmaður þessa þáttar. „Þetta ástand er gífurlega erfitt og niður- drepandi fyrir alla þá sem að þess- unt leikhópum standa og hrikalegt til þess að vita ef þetta aðstöðuleysi verður til að drepa þá niður því þessi leikhús bera oftar en ekki nýja og ferska strauma inn í stóru leikhúsin og menningarlífið á höf- uðborgarsvæðinu. “ í þættinum er rætt við Þórhildi Þor- leifsdóttur leikstjóra og Guðrúnu S. Gísladóttur leikara en hún hefur ásamt fleirum staðið í áralöngu ■ Margrét Rún Guðmundsdóttir fjallar um húsnæðisvandræði frjálsra leikhópa í höfuðborginni í útvarpinu á morgun kl. 10.30. stappi við að reyna að finna hús- næði fyrir Alþýðuleikhúsið. Sigtún við Austurvöll kemur líka við sögu og rætt er við Þórunni Hafstein í menntamálaráðuneytinu, en hún er formaður nefndar á vegum ráðu- neytisins sem í tvö ár hefur árang- urslaust reynt að finna hentuga lausn á þessum vanda. JÓN ODDUR OG JÓN BJARNI Sjónvarp sunnudag kl. 17.00: ■ Tvíburabræðurnir Jón Oddur og Jón Bjarni, uppátæki þeirra og fjölskrúðug fjölskylda hafa verið góðvinir íslenskra barna á öllum aldri allt frá því Guðrún Helgadótt- ir gaf þeint kost á að kynnast þeim á bók. Þráinn Bertelsson gerði um þá kvikntynd 1981, sem sýnd hefur verið við miklar vinsældir, ekki bara á íslandi, heldur úti í heini. Á morgun kl. 17 gefst sjónvarps- áhorfendum kostur á að rilja upp kynni sín af þeim bræðrum, eða jafnvel kynnast þeim í fyrsta sinn. Góða skemmtun! - nýr framhaldsflokkur ■ Annað kvöld kl. 22.15 verður sýndur fyrsti þáttur bandaríska framhaldsmyndaflokksins Blikur á lofti (Winds of War). Sagan eftir Herman Wouk. hefur komið út á íslensku undir nafninu „Stríðsvind- ar". Árið er 1939 og Adolf Hitler á fundi með herforingjaráði sínu. Þeir eru upphafið að martröðinni sem á eftir að verða heimsstyrjöld- in, scm íslendingar kalla þá síðari en flestar aðrar þjóðir númera hana sem nr. 2. Victor (Pug) Henry (Robert Mitchum) sjóliðsforingi Rhoda (Polly Bergen) eru á förum til Ber- ■ Robert Mitchum í hlutverki Victors (Pugs) Henry í framhalds- myndaflokknuni Blikurá lofti. línar, en þar hefur hann verið skipaður í starf við sendiráðið. Hann erekki sérlega hrifinn afnýja starfinu. vildi heldur vcra á sjónum. Þeirn hjónum er vel tekið í Berlín, en eftir að hafa hlýtt á for- ingjann halda ræðu, verður Pug fljótt Ijóst hvert stefnir. Hann sendir upplýsingar sínar til Was- hington eftir öðrum leiðum en hefðbundnar eru. Þær reynast ná- kvæmar og hann er kallaður til Bandaríkjanna. Sjónvarp laugardag kl. 21.10: BOTNINN SLEGINNI “FÖSTU LIÐINA“ ■ Jæja, nú er komið að því að slá botninn í framhaldsþættina Fastir liðir „eins og venjulega" og vérður lokaþátturinn sýndur í kvöld kl. 21.10. Vegna þess sem á undan er gengið bíða áhorfendur í ofvæni eftir því hvort og þá hvernig dæmið gengur upp hjá fjölskyldunum þrem í raðhúsalengjunni. Nær Indi (Júlíus Brjánsson) t.d. einhverjum tökum á konu-sinni. tilverunni og matarástinni? Laugardagur 28. desember 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15Tónleikar, þulurvelurog kynnir. 7.30 Morguntrimm. 7.30 (slenskir einsöngvarar og kórar syngja 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 8.30 Lesið úr forustugreinum dagblað- anna. Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga Helga Þ. Steph- ensen kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Margrét Jónsdóttir flytur. 10.10 Veðurfregnir Óskalög sjúklinga, framhald. 11.00 Um bókaútgáfu ársins Þorgrímur Gestsson stjórnar umræöuþætti. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.50 Hér og nú Fréttaþáttur í vikulokin. 15.00 Miðdegistónleikar Sinfónía nr. 5 í e- moll op. 64 eftir PjotrTsjaíkovskí. Sinfón- íuhljómsveitin í Chicago leikur. Seiji Oz- awa stjórnar. 15.50 Fjölmiðlun vikunnar Esther Guð- mundsdóttir talar. 16.00 Fréttir. Dagskrá 16.35 Jólaleikrit barna og unglinga: „Happaskórnir“ eftir Gúnther Eich Þýöandi: Bríet Héðinsdóttir. Leikstjóri: Inga Bjarnason. Leikritið verður endurtekið sunnudaginn 5. janúar ki. 20.00. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar 19.35 Stungið i stúf Þáttur í umsjá Davíðs Þórs Jónssonar og Halls Helgasonar. 20.00 Harmoníkuþáttur Umsjón: Bjarni Marteinsson. 20.30 Kvöld á Dalvík Umsjón: Jónas Jón- asson. (Frá Akureyri). 21.20 Vfsnakvöld Aðalsteinn Ásberg Sig- urösson sér um þáttinn. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins. 22.25 Á ferð með Sveini Einarssyni. 23.00 Danslög 24.00 Fréttir 00.05 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón Örn Marinósson. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á Rás 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 29. desember 8.00 Morgunandakt Séra Ingiberg J. Hannesson prófastur, Hvoli í Saurbæ, flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir 8.15 Veðurfregnir. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna. 8.35 Létt morgunlög Hljómsveit Hans Carste leikur, 9.00 Fréttir 9.05 Morguntónleikar 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Vaxtarbroddur á vergangi Þáttur um frjálsa leikhópa i Reykjavík i umsjá Mar- grétar Rúnar Guðmundsdóttur. 11.00 Messa i Kristskirkju i Landakoti Prestur: Sér Hjalti Þorkelsson. Orgelleik- ari: David Knowles. Hádegistónleikar 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.25 Jólaleikrit útvarpsins: „Tvöföld ótryggð" eftir Marivaux Þýðandi: Þór- unn Magnea Magnúsdóttir. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. 15.25 Birger Sjöberg Gunnar Guttormsson og Viðar Gunnarsson syngja Ijóð og lög eftir Sjöberg. Sigrún Jóhannesdóttir, Katrin Sigurðardóttir og Snorri Örn Snorrason leika með. Árni Sigurjónsson les kynningar. 16.00 Fréttir. Dagskrá 16.15 Veðurfregnir 16.20 Þorlákur Þórhallsson hinn helgi Sveinbjörn Rafnsson prófessor flytur er- indi. 17.05 Kvöldlokkur á jólaföstu, tónlist fyrir blásara Frá tónleikum í Bústaðakirkju 16. þ.m. a. Notturno op. 24 eftir Felix Mendelssohn. b. Sinfóníetta fyrir tiu blásara op. 188 eftir Josef Joachim Raff. 18.00Tónleikar. tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Milli rétta Stjórnandi: Þorsteinn Eqq- ertsson. 21.00 Ljóð og lag Hermann Ragnar Stef ánsson kynnir. 21.30 Útvarpssagan: „Ást í heyskapn- um“ eftir D.H. Lawrence Björn Jónsson þýddi. Kristján Franklín Magnús les (3). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins. 22.25 (þróttir Umsjón: Samúel Örn Erlings- son. 22.40 ívöf - Stef úr óútkominni bók. Stein- grímur Sigurðsson flytur. 23.00 Fréttabréf frá Slagviðru. Umsjón: Þorteinn Eggertsson. 23.20 „Álfadrottningin“ eftir Henry Purc- ell Sigrún Hjálmtýsdóttir, Katrín Sigurðar- dóttir, Marta Halldórsdóttir, Hrönn Hat- liðadóttir, Gunnar Guðbjörnsson, John Speight, Islenska hljómsveitin og kam- merkór flytja undir stjórn Guðmundar Emilssonar. (Hljóðritun frá tónleikum i Langholtskirkju 19. þ.m.) Kynnir: Ásgeir Sigurgestsson. 24.00 Fréttir. 00.55 Dagskrárlok. Mánudagur 30. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Séra Þor- valdur Karl Helgason flytur. (a.v.d.v.) 7.15 Morgunvaktin Gunnar E. Kvaran, Sigríður Árnadóttir og Magnús Einars- son. 7.20 Morguntrimm 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.15 Veðurfregnir 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Biblía barnanna" eftir Anne de Vries Benedikt Arnkelsson les valda kafla úr þýðingu sinni. 9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleik- ar, þulur velur og kynnir. 9.45 Búnaðarþáttur Óttar Geirsson talar um samdrátt í kjöt- og mjólkurframleiðslu. 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.25 Lesið úr forustugreinum landsmála- blaða. Tónleikar 11.10 Úr atvinnulífinu - Stjórnun og rekstur Umsjón: Smári Sigurðsson og Þorleifur Finnsson 11.30 Stefnur Haukur Ágústsson kynnir tónlist. (Frá Akureyri) 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar 13.30 I dagsins önn - Samvera Umsjón: Sverrir Guðjónsson. 14.00 „Brottferð“, smásaga eftir Howard Fast Úlfur Hjörvar þýddi. Erlingur Gísla- son les. 14.30 íslensk tónlist Kynnt verður tónlist af fjórum nýjum hljómplötum sem íslensk tónverkamiðstöð hefur gefið út i sam- vinnu viö Ríkisútvarpið. 15.15. Á ferð með Sveini Einarssyni. (Endurtekinn þáttur frá laugardags- kvöldi). 15.50 Tilkynningar. Tónleikar J6.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. T6.20 Síðdegistónleikar 17.00 Barnaútvarpið Stjórnandi Kristin Helgadóttir. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar 19.35 Daglegt mál Margrét Jónsdóttir flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn Sigríöur Thor- lacius talar. 20.00 Lög unga fólksins Þorsteinn J. Vil- hjálmsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Jól, bernskuminning Torfi Jónsson les frásögn eftir Stefán frá Hvítadal. b. Jólaljóð eftir Stefán frá Hvítadal Sigríður Schiöth les. c. Lúðra- sveit Reykjavikur leikur Páll P. Pálsson stjórnar. d. Úr lifi og Ijóðum Guðrúnar Stetánsdóttur frá Fagraskógi - fyrri hluti Ragnheiður Hrafnkelsdóttir tekur saman og flytur ásamt Gyðu Ragnars- dóttur. Umsión: Helga Ágústsdóttir. 21.30 Útvarpssagan: „Ást í heyskapnum“ eftir D.H. Lawrence Björn Jónsson þýddi. Kristján Franklín Magnús Lýkur lestrinum (4). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins 22.15 Veðurfregnir. Orðkvöldsins 22.25 Rif úr mannsins síðu - Lokaþáttur Þáttur i umsjá Margrétar Oddsdóttur og Sigríðar Árnadóttur. 23.10 Ungir norrænir tónlistarmenn 1985 Tónleikar í Berwald-tónlistarhöllinni í Stokkhólmi 26. april sl. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Laugardagur 28. desember 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Sig- urður Blöndal Hlé. 13.30-14-50 Tekið á rás. Ingólfur Hannes- son lýsir landsleik íslendinga og Dana í handknattleik í íþróttahúsinu á Akranesi. Bein útsending. 14.50-16.00 Laugardagurtil lukku. Stjórn- andi: Svavar Gests. 16.00-17.00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salvarsson 17.00-18.00 Hringborðið Stjórnandi: Sig- urður Einarsson. 20.00-21.00 Hjartsláttur Tónlist tengd myndlist og myndlistarmönnum. Stjórn- andi: Kolbrún Halldórsdóttir. 21.00-22.00 Milli stríða. Stjórnandi: Vern- harður Linnet. 22.00-23.00 Bárujárn Stjórnandi: Sigurður Sverrisson 23.00-24.00 Svifflugur Stjórnandi: Hákon Sigurjónsson 24.00-03.00 Næturvaktin Stjórnandi: Leopold Sveinsson. Sunnudagur 29. desember 13.30-15.00 Krydd í tilveruna Stjórnandi: Margrét Blöndal. 15.00-16.00 Dæmalaus veröld Stjórnandi: Eirikur Jónsson. 16.00-18.00 Vinsældalisti hlustenda Rás- ar 2 Þrjátíu vinsælustu lögin leikin. Stjórn- andi: Gunnlaugur Helgason. Laugardagur 28. desember 16.00 Enska knattspyrnan Umsjón: Bjarni Felixson. 17.15 (þróttir. Hlé. 19.20 Steinn Marcó Pólós (La Pietra di Marco Polo)) Fjórtandi þáttur. ítalskur framhaldsmyndaflokkur um ævintýri nokkurra krakka í Feneyjum. Þýðandi Þuríður Magnúsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Staupasteinn (Cheers) Ellefti þáttur. Bandarískur gamanmynda- flokkur. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.10 Fastir liðir „eins og venjulega“ Lok- aþáttur. Léttur fjölskylduharmleikur eftir Eddu Björgvinsdóttur, Helgu Thorberg og Gisla Rúnar Jónsson sem jafnframt er leikstjóri. Stjórn upptöku: Viðar Víkings- son. 21.40 Tina Turner á ferð og flugi (Tina Turner - Private Dancer Tour '85) Sjón- varpsþáttur frá hljómleikum rokkdrottn- ingarinnar Tinu Turner i Birmingham í mars síðastliðnum. Auk Tinu Turner koma Bryan Adams og David Bowie fram. 22.35 Hln gömlu kynni. (C'eravamo tanto amati) ítölsk biómynd frá árinu 1977. Leikstjóri Ettore Scola. Aðalhlutverk Nino Manfredi, Vittorio Gassamn, Aldo Fabrizzi, Stefano Satta Flores, Stefania Sandrelli. Þrir vinir sem börðust hlið við hlið i stríðinu hittast á ný eftir mörg ár. Margt hefur breyst en þeir elska enn allir sömu stúlkuna. Þýðandi Sonja Diego. 00.40 Dagskrárlok. Sunnudagur 29. desember. 14.50 I athugun er að sjónvarpa beint frá Menntaskólanum við Hamrahlíð á þess- um tima frá Expló '85 sem er alþjóöleg ráðstefna um kristnatrú. Ráðstefnustaðir um víða veröld verða samtengdir um gervihnetti. Nánar verður tilkynnt um þetta síðar en geti ekki af útsendingunni orðið hefst sjónvarp kl. 16.00. 16.00 Sunnudagshugvekja. 16.10 Á framabraut (Fame) Fjórtándi þáttur. Bandariskur framhaldsmynda- flokkur. Þýðandi Ragna Ragnars. 17.00 Jón Oddur og Jón Bjarni Islensk bíó- mynd frá 1981, gerð eftir sögum Guörún- ar Helgadóttur. Leikstjóri Þráinn Bertels- son. Aðalhutverk Páll J. Sævarsson. Wil- helm J. Sævarsson, Steinunn Jóhannes- dóttir, Egill Ólafsson, Herdis Þorvalds- dóttir, Sólrún Yngvadóttir og Gísli Hall- dórsson. Myndin er um tvíburadrengina Jón Odd og Jón Bjarna, foreldra þeirra og litríka ættingja. Uppátæki tvíburanna og ævintýri, reyna æði oft á þolrif annarra á heimilinu. 18.30 Þjóð f þrenglngum. Endursýning Sjónvarpsþáttur um afganska flóttamenn í Pakistan. Umsjónarmaður Ögmundur Jónasson. Áður á dagskrá 10. desember sl. 19.00 Hlé. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 íþróttir. 21.15 Sjónvarp næstu viku. - Ára mót- adagskráin. 21.30 John Denver i fjallasal. Bandariskur tónlistarþáttur. Þátturinn er gerður i Aspen í Coloradoríki þar sem er fagurt umhverfi og tignarleg fjallasýn. Flutt er létt tónlist af ýmsu tagi. Þeir sem fram koma eru: Þjóð- lagasöngvarinn John Denver, Itzhak Perlman fiðluleikari, James Calway flautu- leikari, Beverly Sills óperusöngkona og ne- mendurtónlistarskólans í Aspen. 22.15 Blikur á lofti. (Winds of War) Nýr flokkur - Fyrsti þáttur. Bandarískur framhaldsmyndaflokkur í niu þáttum gerður eftir bókinni Winds of War, eftir Herman Wouk. Bókin hefur komið út á is- lensku undir nafninu „Stríðsvindar". Leik- stjóri Dan Curtis. Aðalhlutverk: Robert Mitchum, Ali McCraw, Jan-Michael Vincent, Polly Bergen og Lisa Eilbacher. i myndaflokknum er lýst aðdraganda heimsstyrjaldarinnar siðari og gangi hennar fram til þess að Bandaríkjamenn verða þátttakendur í hildarleiknum eftir árás Japana á Perluhöfn. Atburðarásin speglast i áhrifum stríðsins á líf banda- rísks sjóliðsforingja og fjölskyldu hans. Hann er sendur til starfa við bandaríska sendiráðið í Berlín áriö 1939 og sér fljótt að hverju stefnir. Síöar kynnist hann ein- nig aðstæðum á Italíu og í Sovétrikjun- um. Þjóðarleiðtogar þessa tfma koma einnig mjög viö sögu, Roosevelt, Hitler, Churchill, Stalin og Mussolini og nánustu samstarfsmenn þeirra. Þýðandi Jón O. Edwald. 00.00 Dagskrárlok. Mánudagur 30. desember 19.00 Aftanstund Endursýndur þáttur frá 18. desember. 19.20 Aftanstund Barnaþáttur. Tommi og Jenni, Einar Áskell sænskur teikni-' myndaflokkur eftir sögum Gunillu Bergström. Þýðandi Sigrún Árnadóttir, sögumaður Guðmundur Ólafsson. Ferð- ir Gullivers. Þýskur brúðumyndaflokkur. Þýðandi Salóme Kristinsdóttir, sögumað- urGuðrún Gísladóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 (þróttir. Umsjónarmaöur Bjarni Felix- son. 21.10 Sjónhverfingar. (QED - The Magic Picture Show) Breskur þáttur um tölvu- brellur og tæknibrögð i sjónvarpi. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 21.45 Ástaróður (Love song) Ný bresk sjónvarpsmynd. Leikstjóri Rodney Bennett. Aðalhlutverk: Michael Kitchen, Diana Hardcastle, Mauríce Denham og Constance Cummings. Frá fyrsta degi í Cambridgeháskóla verða William og Philippa keppinautar í námi og síðar i starfi. Þótt þau tengist nánum böndum dofnar ekki keppnisandinn milli þeirra allt til hinstu stundar. Þýðandi Kristrún Þórö- ardóttir. 23.30 Fréttir í Dagskrárlok.

x

NT

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
Tungumál:
Árgangar:
2
Fjöldi tölublaða/hefta:
684
Gefið út:
1984-1985
Myndað til:
31.12.1985
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Klofningsútgáfa út úr Tímanum. Heldur árgangs- og tölublaðamerkingu Tímans. Tók við af Tímanum í apríl 1984- des. 1985. Heitir aftur Tíminn frá jan. 1986
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað: 309. tölublað (28.12.1985)
https://timarit.is/issue/257920

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

309. tölublað (28.12.1985)

Aðgerðir: