NT


NT - 31.12.1985, Síða 13

NT - 31.12.1985, Síða 13
Þriðjudagur 31. desember 1985 13 Sjónvarp nýársnótt kl. 00.10: í sjónvarpssal ■ Að lokinni áraniptakveðjuRíkis- útvarpsins, sem nýr útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson, flytur nú í fyrsta sinn, verður slegið upp ára- mótaballi í sjónvarpssal og gefst áhorfendum kostur á að taka óbein- an þátt í því í beinni útsendingu. ■ Stuðmenn halda uppi fjöri á áramótaballi Sjónvarpsins. Ballið stendur til kl. 2. Ymislegt verður sér til gamans gert á ballinu. Ómar Ragnarsson og fleiri taka á móti gestum og kynna ýmsar uppákomur og Stuðmenn halda uppi fjöri. Viöar Víkingsson sér um stjórn út- sendingar. Sjónvarp nýársdag kl. 20.30: Land og synir ■ Land og synir, fyrsta kvikmynd- in í margumtöluðu íslensku „kvik- myndaævintýri", sem gerð var 1980 undir leikstjórn Ágústs Guðmunds- sonar verður sýnd í sjónvarpinu á ný- ársdagkl. 20.30. Myndin er gerð eftir samncfndri skáldsögu Indriða G. Þorsteinsson-^ ar. Hún segir frá því þegar ungur bóndasonur leitar til borgarinnar á árinu 1937 þegar kreppa og fjárpest hafa þrengt mjög kost íslenskra bænda. I borginni gerir hann sér von- ir um bjartari framtíð. Með aðalhlutverk fara Sigurður Sigurjónsson, Guðný Ragnarsdóttir, Jón Sigurbjörnsson, Jónas Tryggva- son og Magnús Ólafsson. ■ ' -*.T ■ Farartæki og vegagerð voru með öðrum brag fyrir um 50 árum. Utvarp nýársdag kl. 17.00: „Eins og fáviti sem manni þykir vænt um“ ■ Kl. 17 á nýrársdag cr í útvarpi þáttur sem ber hið forvitnilega heiti „Eins og fáviti sent manni þykir vænt um". Það eru þeir rithöfundarnir og nafnarnir Einar Kárason og Einar Már Guðmundsson sem hafa tekið saman efni um land og þjóð. Nafn þáttarins er tekið úr Ijóðlfnu eftir Pétur Gunnarsson og gefur tón- inn um efni hans, scm einmitt verður lestur á ýmsum textum fornum og nýjum, sem tcngjast landinu og þjóðinni segir Einar Kárason okkur. Vitnað verður í mörg höfuðskáld þjóðarinnar á ýmsum tímum, s.s. Egil Skallagrímsson, Sigfús Daða- son. Jónas Hallgrímsson og Pétur Hoffman Salómonsson. Það er sem sagt komið víða við á 1100 ára sögu þjóðarinnar í þessu landi. Útvarp fimmtudag kl. 14. Ný framhaldssaga: Ævintýramaðurinn Jón Ólafsson ritstjóri ■ Á fimmtudaginn kl. 14 hefst í út- varpi lestur nýrrar miðdegissögu: „Ævintýramaðurinn", af Jóni Ólafs- syni ritstjóra, scm Gils Guðmunds- son tók saman og les. Jón Ólafsson var Austfiröingur að ætt. prestssonur frá Kolfrcyjustað, hálfbróðir Páls Ólafssonar skálds. Jón var afar bráðþroska, orti mikið í skóla og gaf út fyrstu bók sína 17 ára. Tæpra 18 ára stofnaði hann blað og ■ Jón Ólafsson rítstjóri og alþingis- maöur. Hann átti aö eigin sögn bara eitt þarflegt þing! gerðist ritstjóri þess. Varð ritstjórn blaðs og tímarita sfðan ævistarf lians ásamt stjórnmálaafskiptum. Snemma þótti Jón harðskeyttur í skrifum sínum og tannhvass og átti oftar í harðvítugum blaðadeilum en aðrir menn. Tvisvar á yngri árum flýði hann land vegna málaferla og yfirvofandi sekta- og fangelsisdóma. í þriðja sinn fluttist hann búfcrlum til Kanada eftir pcrsónulcg áföll og stjórnmálaósigra. Heim kominn úr Ameríkudvöl orti hann: Ég fór hálfan hnöttinn kring og hingað kom ég aftur, ég átti bara eitt þarflcgt þing, og það var - góður kjaltur. Jón Ólafsson hafði mikil alskipti af þjóömálum, sat öðru hvoru á Al- þingi og lét þar mjög að sér kveða. Fyrstur íslendinga hóf hann á loft kröfuna um algcran skilnað íslands og Danmerkur en geröist síðan ákafur talsmaður sambandslagaupp- kastsins 1908. Þrívegis sagði liann af sér þingmennsku, tvisvar með hurðaskellum og hávaða í ntótmæla- skyni. En í öll skiptin var hann kos- inn á þingaðnýjueftirstutteðalangt hlé, cinatt með glæsibrag. I þcssari frásögn er rakinn æviferill Jóns, en lífslciö hans var „einatt bæði hlykkjótt ogskykkjótt", einsog Matthías Jochumsson komst aðorði. Helstu efnisþættir frásagnarinnar eru sóttir í rit hans og ritsmíðar í blöð- um og tímaritum, dagbókarbrot og bréf. Þá er og stuöst við eitt og annað sem ritaö var um Jón, jafnl af vinum scm andstæðingum. Lcstrarnir verða 27. Fimmtudagur 2. janúar 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veöurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Finnski úlfurinn og rússneski refurinn" Vilborg Dagbjartsdóttir les fyrri hluta þýðingar sinn- ar á ævintýri eftir Christinu Andersson. 9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleikar, þulurvelurog kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. Tónleikar. 10.40 „Ég man þá tið“ Hermann Ragnar Ste- fánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.10 Morguntónleikar a. „Benvenuto Cell- ini“, forleikur eftir Hector Berlioz Concert- gebouw-hljómsveitin i Amsterdam leikur- Bernard Haitik stjórnar. b. „Næturljóö" eflir Antonin Dvorák. St. Martin-in-the-Fields hljómsveitin leikur. Neville Marriner stjórnar. c. „Æskusinfónian” eftir Sergej Rakhmaninoff. Concertgebouw-hljóm- sveitin í Amsterdam leikur. Vladimir As- hkenazy stjórnar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn. - Umsjón: Ragnar Jón Gunnarsson. 14.00 Miðdegissagan: „Ævintýramaður",- af Jóni Olafssyni ritstjóra Gils Guð- mundsson tók saman og byrjar lesturinn. 14.30 Á frívaktinni Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalögsjómanna., 15.15 Spjallað við Snæfellinga. Umsjón: Eö- varö Ingólfsson. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 „Tónlist tveggja kynslóða" Siguröur Einarsson kynnir. 17.00 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Kristín Helgadóttir. 17.40 Kór Öldutúnsskóla syngur. Egill Frið- Teifsson stjórnar. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Siguröur G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 „Réttur hins sterka“ Dagskrá um Ág- úst Strindberg og verk hans. Arni Blandon tók saman. Lesari: Erlingur Gislason. (Áöur útvarpaö 15. september siöastliöinn). 21.00 Gestur f útvarpssal. 21.35 „Jólatréð og brúðkaupið", smásaga eftir Fjodor Dostojevský. Baldur Pálma- son þýddi. Róbert Arnfinnsson les. 22.00 Fréttlr. Dagkskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Fimmtudagsumræðan - Á ísland sér framtið? Umsjón: Bjarni Sigtryggsson. 23.00Túlkun í tónllst. RögnvaldurSigurjóns- son sér um þáttinn. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Þriðjudagur 31. desember 10.00-10.30 Ekki á morgun ...heldur hinn Dagskrá fyrir yngstu hlustendurna frá barna- og unglingadeild útvarpsins. Stjórnendur: Kolbrún Halldórsdóttir og Valdis Óskarsdóttir. 10.30-12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteinsson. Þriggja minútna fréttir sagðar klukkan 11.00. HLÉ 24.00-02.00 Áramótadansleikur í sjón- varpssal Samtenging við sjónvarp. 02.00-05.00 Aramótaskaup Stjórnendur: Ásgeir Tómasson og Gunnlaugur Helga- son Miðvikudagur 1. janúar 14.00-16.00 Fyrsti Nýársþáttur í umsjá Kristjáns Sigurjónssonar. 16.00-17.00 Nú er lag Gömul og ný úrvals- lög aö hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 17.00-18.00 Þræðir Stjórnandi: Andrea Jónsdóttir. Fimmtudagur 2. janúar 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Ásgeir Tómasson og Kristján Sigurjóns- son. HLÉ 14.00-15.00 í fullu fjöri Stjórnandi: Ásta R. Jóhannesdóttir. 15.00-16.00 í gegnum tiðina Stjórnandi: Jón Ólafsson. • 16.00-17.00 Bylgjur Stjórnandi:Árni Daniel Júliusson. 17.00-18.00 Gullöldin Lög frá sjöunda árat- ugnum. Stjórnandi: Vignir Sveinsson. Þriggja minútna fréttir sagöar klukkan 11.00, 15.00,16.00 og 17.00. HLÉ 20.00-21.00 Vinsældalisti hlustenda Rás- ar 2 Tíu vinsælustu lögin leikin. Stjórn- andi: Páll Þorsteinsson. 21.00-22.00 Gestagangur Stjórnandi: Ragnheiöur Davíösdóttir. 22.00-23.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00-24.00 Poppgátan Spurningaþáttur um tónlist. Stjórnendur: Jónatan Garö- arsson og Gunnlaugur Sigfússon. 17.00-18.30 Ríkisútvarpið á Akureyri - svæðisútvarp. 17.00-18.30 Svæðisútvarp Reykjavikur og nágrennis (FM 90.1 MHz). Þriðjudagur 31. desember gamlársdagur 13.50 Fréttaágrip á táknmáli. 14.00 Fréttir og veður. 14.20 Púður i Prúðuleikurunum. Ný brúöumynd eftir Jim Henson. Aöalhlut- verk: Kermit froskur, Svínka, Fossi björn, Gunnsi og aörir prúöuleikarar ásamt aö- stoðarfólki þeirra. Aörir leikendur: Diana Rigg, Charles Grodin, John Cleese, Ro- bert Morley, Peter Ustinov og Jack Warden. Kermit og Fossi hafi gerst frétta- menn hjá Dagblaðinu og Gunnsi er Ijós- myndari þeirra. Þeir halda til Lundúna til aö hafa uppi á gimsteinaþjófum og þar kemur Svinka þeim til aðstoðar. Þýöandi ÞrándurThoroddsen. 15.55 Hlé. 20.00 Ávarp forsætisráðherra, Steing- ríms Hermannssonar. 20.20 1985 - Innlendar og erlendar svip- myndir. Fréttamenn Sjónvarpsins heima og heiman stikla á stóru með áhorfendum um ýmsa viðburði á árinu. 21.40 Áramótabrenna Bein útsending frá áramótabrennu á Kársnesi i Kópavogi. Leikflokkurinn Svart og sykurlaust, söngvarar, harmónikuflokkur og annað huldufólk skemmtir í beinni útsendingu eftir þvi sem veður og aöstæöur leyfa. Samtímis flytja ýmsir af vinsælustu söngvurum þjóðarinnar þekkt áramóta- lög í upptökusal Sjónvarpsins og verður þeim skotiö inn eftir þvi hvernig útsending frá brennunni gengur. Meöal flytjenda: Egill Ólafsson, Kristján Jóhannsson, Ragnhildur Gisladóttir, Kristinn Sig- mundsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) og Kristinn Hallsson. Kynnir á áramóta- brennunni verður Edda Andrésdóttir. Stjórnandi Björn Emilsson. 22.35 Áramótaskaup 1985 Höfundar: Sig- urður Sigurjónsson, Randver Þorláks- son, Örn Ámason, Þórhallur Sigurösson og Karl Ágúst Úlfsson. Leikarar auk þeirra: Guöjón Pedersen, Edda Heiörún Backman, Tinna Gunnlaugsdóttir og fleiri. Leikstjóri Siguröur Sigurjónsson. Tónlist Ólafur Gaukur. Upptökustjóri: Eg- ill Eövarösson. 23.35 Kveðja frá Ríkisútvarpinu. Umsjón: Markús Orn Antonsson, útvarpsstjóri. 00.10 Áramótaball Bein útsending frá ár- amótaballi í sjónvarpssal. Stuömenn halda uppi fjöri fram eftir nóttu. Ómar Ragnarsson og fleiri taka á móti gestum og kynna ýmsar uppákomur. Stjórn út- sendingar: Viðar Vikingsson. Dagskrárlok um klukkan tvö eftir miön- ætti. Miðvikudagur 1.janúar1986 nýársdagur 13.00 Ávarp forseta íslands. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, flytur ný- ársávarp sem síöan verður endursagt á táknmáli. 13.30 1985 - innlendar og erlendar svip- myndir. Endursýndur þáttur frá gaml- árskvöldi. 14.45 Falstaff. Gamanópera eftirGiuseppe Verdi. Arrigo Boito samdi textann eftir leikriti Shakespeares „Kátu konurnar i Windsor" en í því kemur drabbarinn Fal- staff mjög viö sögu. Fílharmóníuhljóm- sveitin í Vínarborg leikur. Herbert von Karajan stjórnar. Flytendur: Giuseppe Taddei, Roland Panerai, Francisco Ar- aiza, Christa Ludwig, Janet Perry, Raina Kabaiwanska, Trudelise Schmidt, Heinz Zednik, Federico Davia og fleiri ásamt kór og ballett Vinaróperunnar. Þýöandi Ósk- ar Ingimarsson. 17.05 Jólastjarnan Bandarisk teiknimynd um dreng sem fer í geimferð til að sækja sér stjörnu á jólatréð i stofunni heima. Þýöandi Reynir Haröarson. 17.30 Stundin okkar - endursýning. Við jólatréð í sjónvarpssal. 18.30 Hlé. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.20 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Land og synir. islensk bíómynd frá 1980, gerö eftir samnefndri skáldsögu eftir Indriða G. Þorsteinsson. Leikstjóri Ágúst Guðmundsson. Aöalhlutverk: Sig- uröur Sigurjónsson, Guöný Ragnarsdótt- ir, Jón Sigurbjörnsson, Jónas Tryggva- son og Magnús Ólafsson. Áriö 1937 hafa kreppa og fjárpest þrengt mjög kost is- lenskra bænda. Ungur bóndasonur kærir sig ekki um aö feta í fótspor feðranna og axla skuldabaggana en leitar til borgar- innar i von um bjartari framtiö. 22.10 Skrautsýning á svelli. John Curry, fyrrum ólympiu- og heimsmeistari, sýnir skautadans ásamt flokki sinum í Albert Hall i Lundúnum. 23.10 Dagskrárlok. Föstudagur 3. janúar 19.15 Á döfinni. Umsjónarmaöur Karl Sig- tryggsson. 19.25 Kalli varamaður. Sænsk barnamynd um Kalla sem aldrei fær aö vera meö hin- um strákunum i fótbolta. Hann veröur aö láta sér nægja aö sækja fyrir þá boltann eöa leika viö Fríöu i næsta húsi. (Nor- dvision - Sænska sjónvarpiö) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Skonrokk. Poppannáll ársins 1985. Umsjónarmenn Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 21.40 Derrick. Tólfti þáttur. Þýskur sakam- álamyndaflokkur. Aöalhlutverk: Horst Tappert og Fritz Wepper. Þýöandi Vetur- liði Guönason. 22.40 Seinni fréttir. 22.45 Óblitt land. (Hard Country) Banda- risk bíómynd frá 1981. Leikstjóri David Greene. Aðalhlutverk: Jan-Michael Vincent, Kim Basingerog Michael Parks. 00.30 Dagskrárlok.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.