NT - 31.12.1985, Síða 15
Þriðjudagur 31. desember 1985 15
■ Þegar NT spurði Reyni Pétur að því hvort hann hefði áður farið hringinn sagði garpurinn: „Iss, það var nú bara i
bíl,“ Ogsveiaði. NI-myndAn.
Reynir Pétur safnaði
7 millj. kr.
- göngugarpurinn vinsæli maður ársins
„Ég er svo montinn með íslands-
gönguna að ég ræð ekki við mig.
Ég er búinn að sjá svo margt að það
er eins og ég sé í Paradís," sagði
göngugarpurinn glettni Reynir Pét-
ur Ingvarsson þegar 12-14 þúsund
manns hylltu hann eins og þjóð-
hetju áLækjartorgi í Reykjavík25.
júní. Reynir Pétur hafði þá gengið
langleiðina hringinn í kringum
landið, tæplega 1500 km, og átti þá
. einungis eftir spottann til Selfoss og
þaðan aftur til Sólheima. Marg-
sinnis þurfti að stöðva gönguna svo
að Reynir Pétur kæmi ekki á undan
áætlun til Lækjartorgs. Hann var
reyndar á undan áætlun alla göng-
una. Upphaflega var talið að hann
yrði 5-6 vikur með hringinn en
Reynir fór létt með að ganga vega-
lengdina á rétt rúmum fjórum
vikum. Má með sanni segja að öll
þjóðin hafi fylgst með honum af al-
hug enda er göngugarpurinn Reyn-
ir Pétur án efa vinsælasti maður
ársins. Og eftir að göngunni lauk
héldu menn meira að segja áfram
að heita á Reyni og fróðir menn tjá
NT að það hafi reynst sérstaklega
árangursríkt.
Fyrir jólin var þjóðhetjan síðan
upptekinn við að undirrita bók sína
og Eðvarðs Ingólfssonar um göng-
una. Þá var fólk enn að rétta hon-
um umslög með peningum og í árs-
lok hafa því safnast rúmlega 7
milljónir, og íþróttaaðstaða fatl-
aðra ætti því að geta tekið breyting-
um til betri vegar.
Grafarvogur
símalaus!
- nú hafa 230 heimili fengiö síma
„Hundruð íbúa Grafarvogs sam-
bandslausir við umheiminn," sagði
NT í fyrirsögn að frétt í janúar sl.
Um 200-300 íbúar Grafarvogs (um
160 samkvæmt þjóðskrá 1. des.
1983) voru á vissan hátt einangr-
aðri við umheiminn en þótt þeir
hefðu búið á Hólsfjöllum, nema
hvað styttra var til annarra manna-
byggða. Einna verst þótti fólki al-
gert símasambandsleysi - sérstak-
lega með tilliti til þess ef eitthvað
óvænt bæri að - eldsvoða, veikindi
eða slys. En aðra þjónustu var þar
heldur enga að hafa, t.d. strætis-
vagnaferðir, skóla, verslanir eða
annað slíkt.
Samkvæmt upplýsingum sím-
stjórans í Reykjavík eru nú komnir
um 230 símar í Grafarvog, sem gæti
bent til þess að þangað hafi nú flutt
um þúsund manns. Grafarvogur er
því orðinn álíka fjölmennur
byggðakjarni og t.d. Þorlákshöfn,
Patreksfjörður, Blönduós og Eski-
fjörður, en á þesum stöðum búa
um 1.080-1.090 manns. Álíka fjöldi
býr í heilli sýslu - Dalasýslu. I
Grafarvogi þarf nú enginn lengur að
bíða mánuðum saman eftir svo
nauðsynlegu tæki eins og síminn
er. Jafnframt má geta þess að þar er
nú ný símstöð í smíðum.
Af annarri þjónustu má nefna
að nýr skóli - Foldaskóli - var opn-
aður í haust þar sem yfir 160 börn
6-14 ára hófu nám í september.
Strætisvagnar hafa nú hafið akstur í
Grafarvog. Bensínstöð hefur opn-
að í hverfinu, þar sem seldar munu
ýmsar brýnar nauðsynjar sem ekki
er til siðs að selja á bensínstöðvum,
meðan beðið er eftir verslun á
staðnum - en verslunarmiðstöð er í
smíðum.
„Höfum orðið fyrir
miklum þrýstingi“
- segir Hjalti Einarsson,
framkvæmdastjóri SH
■ Islendingar samþykktu að
gangast inn á bann Álþjóðahval-
veiðiráðsins við hvalveiðum á
næsta ári.
í samþykkt þessari er heimild fyrir
einstök aðildarríki ráðsins til að
veiða hvali í vísindaskyni, enda
einn megin tilgangur bannsins að
rannsaka og kanna ástand hvala-
stofnanna. Þann 24. maí tilkynnti
Halldór Ásgrímsson síðan nýja
rannsóknaráætlun sem Hafrann-
sóknarstofnunin gerði en í henni
fólst að veiddar yrðu 40 sandreyð-
ar, 80 langreyðar og 80 hrefnur, á
ári hverju fram til 1990. Á grund-
velli þessara rannsókna á síðan að
taka ákvörðun um áframhaldandi
veiðar.
Náttúruverndarmenn víða um
heim túlkuðu þessa rannsóknar-
áætlun hins vegar sem dulbúning á
áframhaldandi veiðum í atvinnu-
skyni, og mótmæltu kröftuglega
þegar líða tók á sumarið. Halldór
Ásgrímsson kynnti þessa áætlun
nteðal annars á ráðstefnu í London
í júlí, en málflutningur íslendinga
fékk lítinn hljómgrunn hjá um-
hverfissinnum og skipulögðum
samtökum þeirra. I ágúst náði þessi
umræða síðan hámarki hér heima,
en þá komu skip Green Peace
manna, Sirius, og hið kanadíska
Sea Sheapard hingað til lands. Sea
Sheapard var á leið til Færeyja þar
sem hinn sjálfskipaði umhverfis-
lögreglumaður Paul Watson hugð-
ist hindra veiðar Færeyinga á grind-
hvölum. Green Peace menn voru
hingað komnir í friðasamlegum er-
indum að eigin sögn og vildu síður
vera bendlaðir við hinn herskáa
Watson. Heldur þótti för þeirra
Green Peace manna sneypuleg,
enda voru þeir illa undirbúnir og
höfðu litla þekkingu á málum hér
við land og áttu fá svör önnur en
slagorð við málatilbúnaði íslend-
inga.
Hvalaævintýrinu lauk þó engan
veginn með burtför þessara skipa.
Samtök hvalaverndunarmanna eru
vel skipulögð og öflug og kom það
meðal annars til tals að þeir ætluðu
að beita sér fyrir því að íslenskur
fiskur yrði hunsaður á Bandaríkja-
markaði. Enn hefur ekki orðið vart
við að salan hafi dregist saman, en
ógerlegt er að segja Itvað gerist
þegar hvalveiðar í vísindaskyni
hefjast næsta sumar. Nú þegar hafa
umhverfisverndunarsamtök í
Bandaríkjunum skorað á fólk að
skrifa viðskiptaaðilum íslendinga
og íslenskum fyrirtækjum í Banda-
ríkjunum mótmælabréf og hafa
þúsundir slíkra bréfa borist.
Hjalti Einarsson framkvæmda-
stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna sagði í samtali við NT að
fyrirtækið væri í mjög erfiðri að-
stöðu. Hann sagði að samúð SH
væri vissulega hjá hvalarannsókn-
um íslendinga en þeir yrðu að at-
huga sinn gang í Bandaríkjunum.
„Það er ljóst að almenningur, lög-
gjöf og jafnvel stjórnvöld í Banda-
ríkjunum eru mjög hval-
verndunar sinnuð og því höfum við
talsverðar áhyggjur af hvalveiðum
í vísindaskyni," sagði Hjalti.
„Stærstu viðskiptavinir okkar og
okkar fyrirtæki í Bandríkjunum
hafa orðið fyrir mjög miklum þrýst-
ingi, og áhrif samtaka umhverfis-
sinna ætti ekki að vanmeta. Það er
okar mat, að þarna geti einfaldlega
verið um það að ræða, að meiri og
mikilvægari hagsmunum sé fórnað
■ Mannskæðasta slys ársins varð að kvöldi 27. mars þegar Bervík SH 43 sökk í mynni Rifshafnar með fímm manna
áhöfn.
Þessi mynd hirtist i NT 29. niars og sýnir leitarmenn ráða ráðuni sínum við hafnargarðinn í Rifi á Snæfellsnesi.
N'l'-mvnd Ámi lljarmi.
fyrir minni og lítilvægari hagsmuni.
Korni það í Ijós þegar hvalveiðarn-
ar byrja aftur og á þetta fer virki-
lega að reyna, að íslenskur fiskur
seljist ekki í Bandaríkjunum af
þessu sökum reikna ég með að við
munurn reyna að hafa áhrif á
stjórnvöld til að hætta þessum lival-
veiðum," sagði Hjalti að lokum.
Faum ennþá
hamingjuóskir
- segir Magdalena Schram
Fegurðarsamkeppni var haldin á
árinu, eins og flest önnur ár og væri
í sjálfu sér ekki í frásögur færandi
ef „brandarakarlinn” og borgar-
stjórinn Davíð Oddsson hefði ekki
látið þau umntæli falla við krýning-
arathöfnina að ef þessar 13 föngu-
legu stúlkur sem tóku þátt í feg-
urðarsamkeppninni væru í I3efstu
sætum Kvennaframboðsins þá yrði
framboð annarra flokka svo von-
laust að þeir myndu hætta við að
bjóða fram!
Borgarfulltrúar Kvennafram-
boðsins sáu sér leik á borði og
mættu á borgarstjórnarfund 7. j úní
í síðum kjólum með pappakórónur
á höfði og konur í Kvennafram-
boðinu fylltu áheyrandabckki
borgarstjórnar í sömu múnder-
ingu. Allar báru þær borða um sig
miðjar og þarna mátti sjá Ungfrú sí-
unga, Ungfrú þögla, Ungfrú undir-
leita o.tl.
Guðrún Jónsdóttir eða Ungfrú
mcðfærileg, eins og hún kailaði sig
sagði á fundinuni að borgarstjóri
hefði gerst opinber fulltrúi karl-
rcmbunnar mcð ummælum sínum
og hefði sýnt sinn innri mann með
því að reyna að vera fyndinn á
kostnað kvenna.
Davíð Oddsson sjálfur var
hvumsa, brást hinn versti við og
sagðist aldrei hafa upplifað annað
cins í 11 ára setu sinni í borgar-
stjórn og taldi fulltrúa Kvenna-
framboðsins hafa orðið sér til
minnkunar og borgarstjórn til van-
sæmdar.
„Þetta var geysiskemmtileg
uppákoma og af öllu því sem
Kvennaframboöið hcfurgert hefur
þetta vakið mestu athygli og mestu
hrifningu. Fólk cr meira að segja
enn að óska okkur til hamingju
með þetta,“ sagði Magdalena
Schram borgarfulltrúi Kvenna-
framboðsins í samtali við NT.