Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.2004, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.2004, Page 1
Laugardagur 7.8. | 2004 | 32. tölublað | 79. árgangur [ ]Sjálfsmyndin| Grúskað í fortíðinni, brugðist við samtímanum og leitað að sjálfsmyndinni | 4Harry Potter|Ævintýraheimur Harrys Potters er draumaveröld nýfrjálshyggjumanna |7 Taxi driver| Tilgangslaust blóðbað er upphafið sem hetjudáð í tímamótamynd Scorseses |8 LesbókMorgunblaðsins H vernig hefur bókinni, The Smoking Di- aries, verið tekið? Viðtökurnar hafa verið framúrskar- andi. Kveiktirðu þér í fyrstu sígarettunni ef þú færir aftur í tímann með þá vitn- eskju sem þú býrð yfir núna? Mér finnst ekki sérstaklega gott að vera reykingamaður og þekki ekki nokkurn lifandi mann sem finnst það. Tvennt ólíkt er að þykja gott að vera reykingamað- ur og þykja gott að reykja sígarettur. Mér þætti betra að vera ekki reykingamaður en ég er reykingamaður. Hefurðu reynt að hætta? Ég hætti einu sinni í hálft ár og tuggði jórturleður með nikó- tíni en mér fannst það ansi ógeðslegt. Mér leið miklu verr af því en reykingunum og fékk reyndar martraðir þar sem ég rogaðist með stórar klessur af nikótíntuggugúmmíi með hári. Ég hætti þessu og byrjaði aftur að reykja og leið strax miklu betur. Var mikill munur á að hætta að reykja og hætta að drekka? Ég mátti til að hætta að drekka af því að ég var við dauðans dyr. Ég gat valið milli þess að halda áfram að drekka og geispa golunni innan skamms af því að lifrin í mér var orðin handónýt eða hætta; og ég hætti. Ef ég stæði í sömu sporum með reyk- ingarnar held ég að ég reyndi þá að hætta að reykja. Hvenær hættirðu að drekka? Þegar leið yfir mig á veitingahúsi eftir kampavínsglas. Ég var einmitt að segja Alan Bates frá því að læknirinn minn hefði sagt að ég yrði að hætta að drekka. Þetta var fyrir sjö árum. Sérðu eftir því að hafa drukkið? Nei, nei, ég skemmti mér oft frábærlega þegar ég drakk. Og ég skrifaði mörg leikritin mín drukkinn. Ég held að það hafi frelsað mig á einhvern hátt. Varstu illgjarn undir áhrifum? Ég var stundum svolítið kvikindislegur en aldrei árásar- gjarn. Lausmáll líka svo ýmislegt sem ég sagði þá myndi ég ekki segja núna. Þegar ég fer í matarboð líður mér bölvanlega því allir drekka nema ég og þegar fólkið drekkur breytist það; allir nema ég. Ég er fastur í mínu allsgáða sjálfi. En ég hef ekkert á móti áfengisdrykkju. Ég styð hana eindregið og vildi ég gæti drukkið sjálfur. Reiður vas Ving-þór … Heldurðu að reykingar verði fyrr eða síðar bannaðar með lögum? Já, það held ég. Líklega finna þeir upp nýjan glæp. Rétt eins og menn tala um glæpi sem tengjast eiturlyfjum tekst þeim að sjóða saman glæpi sem tengjast sígarettum með því að gera tóbakið svo dýrt eða banna það eins og eiturlyf, það verði ólög- legt að hafa tóbak í fórum sínum. Fólk neyðist til að borga morð fjár fyrir sígarettupakka svo að fíklarnir fremja glæpi til að fá skammtinn. Þeir bæta ekki úr neinu með því að Simon Gray Játningar reykingamanns Stórreykingamaðurinn Simon Gray er eitt ástsælasta leik- skáld Breta. Nýverið hóf göngu sína í Lundúnum nýtt leikrit eftir Gray, Old Masters, en Harold Pinter leikstýrir og Peter Bowles og Edward Fox leika helstu hlutverk. Simon Gray á að baki öndvegisleikrit á borð við Butley, Melon, The Com- mon Pursuit og Cell Mates. Gray hefur og samið urmul af bráðskemmtilegum dagbókum en sú nýjasta í röðinni, The Smoking Diaries, kom út á dögunum. Eftir Jónas Knútsson | j.knutsson@worldnet.att.net  3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.