Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.2004, Qupperneq 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 7. ágúst 2004
P
ólsk-rússneska listakonan Tam-
ara de Lempicka er ein fárra
myndlistarmanna sem hægt er
að tengja art deco stílnum.
Enda art deco – eða skreytilist
eins og bein þýðing orðsins gef-
ur til kynna – stíll sem meira fór fyrir hjá
hönnuðum og handverksfólki. Húsgögn, skart-
gripir og smámunir sem einkennast af mjúk-
um, bogadregnum línum, dýrum efnivið,
sterkum litum og blómamynstri í hæsta gæða-
flokki – allt er þetta einkennandi fyrir art deco
stílinn og raunar list de Lempicka. Art deco
öðlaðist þó ekki það heiti fyrr en seint á sjötta
áratug síðustu aldar, en nafnið er dregið af
Exposition Internationale des Arts Décoratifs
et Industriels Modernes, hönnunar- og
skreytilistasýningu sem haldin var í París
1925 þar sem vinsældir stílsins fóru að njóta
umtalsverðari og almennari vinsælda en áður
hafði verið.
Blómatími art deco
var á þriðja og fjórða
áratug síðustu aldar,
tímabili er vinsældir de Lempicka voru sem
mestar og listakonan hafði vart undan að mála
stíliseraðar portrettmyndir af aðalsmönn-
unum og efnafólkinu sem setti svip sinn á líf-
legt samkvæmislíf austanhafs og vestan. En
verk de Lempicka má nú í sumar virða fyrir
sér í Royal Academy of Art í London, þar sem
sett hefur verið upp yfirlitssýning á verkum
listakonunnar.
Af illri nauðsyn
Tamara de Lempicka fæddist árið 1898 í hin-
um rússneska hluta Póllands. Árið 1918 flúði
hún til Frakklands frá Rússlandi og því upp-
lausnarástandi sem fylgdi rússnesku bylting-
unni. Með de Lempicka í för var eiginmaður
hennar Tadeuz Lempicki greifi, sem er til Par-
ísar var komið sýndi lítinn áhuga á að sjá sér
og konu sinni farborða. Á árunum í Sankti Pét-
ursborg hafði de Lempicka stundað myndlist-
arnám við listaakademíu borgarinnar og
styrktist nú í þeirri skoðun að gera mynd-
listina að ævistarfi sínu. Það sem eftir var full-
yrti hún hins vegar að það hefði hún aðeins
gert af illri nauðsyn.
Í París nam de Lempicka hjá þeim Maurice
Denis og André Lhote, sem báðir aðhylltust
íhaldssama fagurfræði þar sem formleysu
framúrstefnunnar var hafnað og nýrri fígúra-
tífri list þess í stað hampað. Hjá Denis lærði de
Lempicka að einfalda línu- og litanotkun og að
hafa viðfangsefni sín stór í sniðum, auk þeirrar
tækni að gefa myndum sínum mjúkt og allt að
því glerungskennt yfirbragð. Listakonan átti
þó eftir að afneita þessum áhrifum Denis æv-
ina á enda og hampa því meira Lhote sem hún
hafði ævinlega í hávegum. Það var hjá Lhote
sem hún lærði og þróaði sína sérstæðu
vinnsluaðferð á formnotkun kúbismans sem
hún mótaði á nýklassískan máta. Þannig er lík-
aminn í verkum de Lempicka myndaður úr
geómetrískum formum, eins konar bygg-
ingablokkum sem eru misauðsýnilegar. Lhote
vakti líka með de Lempicka áhuga á verkum
franska 18. aldar meistarans Jean-Auguste-
Dominique Ingres og fágaðri og sérstæðri lita-
notkun hans er skilar sér í gagnsæjum og allt
að því ljómandi litum. Nektarmyndir Ingres
vöktu þá ekki síður athygli listakonunnar, sem
heillaðist af nálgun meistarans á þetta við-
fangsefni sitt, mjúku og allt að því fjarlægð-
arkenndu yfirborði verkanna, sem og af sam-
kvæmisportrettum hans.
Það fer þó lítið fyrir mýkt og ljóma Ingres í
verkum de Lempicka frá upphafi þriðja ára-
tugarins en ber þeim mun meira á kúbískri
formnotkun og auðsýnilegum byggingablokk-
um sem sterklegar og þykkbyggðar fyr-
irsætur listakonunnar eru samsettar úr í þess-
um fyrstu nektarstúdíum. Þær sýna enn
fremur hve mikil áhrif hinn ýkti ítalski maní-
erismi og mannamyndir Michalangelos höfðu
á de Lempicka. Kúbíska tæknin átti vissulega
eftir að setja svip sinn áfram á samkvæm-
isportrett de Lempicka, sem þróaði hana þó á
þann veg að pensilförin urði fínni og léttari,
litaskalinn takmarkaðri og með sterkum
áhersluþáttum og formmótunin öll bæði mýkri
og fágaðri.
Vinsæl meðal efnafólks
Vinsældirnar létu heldur ekki á sér standa.
Frá 1923 tóku verk de Lempicka hröðum
breytingum og hún þróaði sinn eigin stíl sem
einkum einkenndist af þröngum myndfleti,
sem var yfirleitt á hæðina, og myndefnið fyllti
svo til alveg út í. Portrettið af dr. Boucard
(1928) er gott dæmi um slíkt verk, en þar er
þessi áhrifamikli maður sýndur með smásjá og
tilraunaglas efnafræðingsins. Starfssvið Bouc-
ards er þannig gefið til kynna, á sama tíma og
fingrastaða hans á tilraunglasinu er slík að
áhorfandanum verður samstundis ljóst að
þessi maður er ofar en svo í virðingarröðinni
að hann sjái sjálfur um rannsóknir hjá sínu
fyrirtæki. Stílfærður hvítur sloppur, með
breiðar axlir og uppbrettan kraga, sem gefa
frekar yfirbragð rykfrakka, veita Boucard svo
ásýnd heimsborgarans, líkt og svo mörgum
öðrum fyrirsætum de Lempicka.
Á árunum um og eftir 1930 náðu vinsældir
listakonunnar hámarki. Bæði portrett hennar
og nektarstúdíur voru eftirsótt og de Lemp-
icka fékk raunar á sig það orð að vera lista-
kona sem málaði konur. Það er enda óneit-
anlega munúðarfullur og erótískur blær yfir
mörgum kvenportrettanna. Víða glittir í bert
hold, fatnaður er glansandi og fellur vel að
Firring og fágað yfirborð
Fágun, glæsileiki og líflegt skemmtanalíf að-
alsfólks og efnamanna á þriðja og fjórða ára-
tug síðustu aldar kristallast í portrett-
myndum Tamara de Lempicka. Firring og
einmanaleiki setja þó ekki síður svip sinn á
sérstæðar mannlýsingar hennar. Verk de
Lempicka má nú í sumar virða fyrir sér í
Royal Academy of Art í London, þar sem sett
hefur verið upp yfirlitssýning á verkum lista-
konunnar.
Eftir Önnu Sigríði
Einarsdóttur
annaei@mbl.is
Bleiki kyrtillinn (1927).
Portrett af dr. Boucard (1928).
Portrett af Ira P. (1930).