Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.2004, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.2004, Qupperneq 8
Í kvikmynd Martin Scorsese, Taxi Driver (1976), segir frá Travis Bickle (Robert De Niro), fyrrver- andi Víetnamhermanni, sem gerist leigubílstjóri í New York. Hann á í erfiðleikum með að aðlagast hvers- dagslífinu á ný, hann getur ekki sof- ið og er mjög einangraður. Travis keyrir aðallega á nóttunni. Honum finnst borgin skítug, úrkynjuð og viðbjóðsleg og telur að þar þurfi að hreinsa til. Hann upplifir umhverfi sitt í gegnum bílrúðurnar og í speglum bílsins og sjón- arhornið gerir það að verkum að hann sér borg- arlífið í brotum og í samsettum myndum. Hann hefur enga heildarsýn og oft bjaga regndroparnir á rúðunum það sem fyrir augu ber. Í upphafi þeg- ar Travis ekur um borgina koma skot á ýmsa hluta af leigubílnum, en hann er aldrei sýndur sem heild. Eins sjáum við oft eingöngu hluta af andliti Travis. Hann er sjálfur í brotum eins og sýn hans á umhverfið og það er undirstrikað með kvikmyndatökunni. Rekald stórborgarinnar Áður en Travis hóf störf sem leigubílstjóri eyddi hann svefnlausum nóttum í að ferðast um í al- menningsfarartækjum. Þannig fór hann um án tilgangs og án áfangastaðar á sama hátt og leigubíll keyrir um göturnar í leit að viðskiptavini. Þegar Travis finnur stefnuleysi sínu stað sem leigubílstjóri festir hann sig í sessi sem rekald í stórborginni. Hann er innan um mannfjöldann og ótal manns sitja í bílnum hjá honum en um leið er leigubíllinn táknmynd þeirrar einangrunar og til- gangsleysis sem Travis upplifir í eigin tilveru og skilur hann frá umheiminum. Leigubíllinn er til taks fyrir þá sem hafa einhvern stað til að fara á, markmið í lífinu, en um leið og farþeginn er kom- inn á áfangastað hefst stefnulaust rekið á ný. Travis er þungamiðja frásagnarinnar og nær öll atriði myndarinnar gerast þar sem hann er staddur eða er nálægur. Hann heldur dagbók sem er mikilvægur þáttur í byggingu og fram- setningu kvikmyndarinnar. Vegna dagbók- arinnar lítur í upphafi út fyrir að Travis sé sögu- maðurinn og stýri frásögninni. En smám saman kemur í ljós að svo er ekki. Þótt áhorfandinn fylgi Travis í gegnum myndina, sjái það sem hann sér og upplifi atburðina í gegnum hann, er sýn áhorf- andans á þessa sömu atburði þó nokkuð frá- brugðin upplifunum hans sjálfs. Frásögnin er þannig háð Travis, þó hún sé ekki samhljóða hon- um. Fjarlægðin milli Travis og áhorfenda eykst síðan þegar misræmið á milli þess sem heyrist, (þ.e. tvístruð rödd söguhetjunnar) og svo þess sem sést (það sem hinn „raunverulegi“ sögumað- ur, kvikmyndatökuvélin, sýnir áhorfanda) verður allsráðandi. Úr þessu misræmi sprettur írónískur tónn sem svo mjög einkennir myndina. Hreinleika/óhreininda þráhyggja Í gegnum dagbókina fáum við innsýn í hugarheim Travis. Þegar fyrsta dagbókarfærslan er lesin kemur glögglega fram hvaða tilfinningar hann ber til umhverfisins. Hann talar um viðbjóð strætanna og þakkar fyrir að rigningin hafi komið og skolað burt einhverju af óhreinindunum. Hann skilur síð- an sjálfan sig frá skítnum á götunum með því að líta á sig sem hreinan. Í upphafi þegar hann sækir um starf sem leigubílstjóri lýsir hann sér sem „clean“, „hreinum“. Akstursferill hans er „hreinn eins og samviska hans“ og líkamlegt ástand hans er einnig „hreint“. Smátt og smátt kemur í ljós að Travis virðist haldinn eins konar hreinleika/ óhreininda þráhyggju. Vatnið sem er svo áberandi þegar hann er að keyra undirstrikar hreinlætisár- áttuna en rigningin sem þekur rúður leigubílsins gefur um leið til kynna að þessi árátta brengli skynjun hans á umhverfinu. En þótt hann líti á sjálfan sig sem hreinan passar það ekki við það sem áhorfandinn sér. Þegar fyrsta dagbókarfærslan er lesin hreyfist myndavélin um íbúð Travis uns hún finnur hann við skrifborðið. Íbúðin er í mikilli óreiðu, drasl á gólfum, gamlar skyndibitaumbúðir úti um allt og þrátt fyrir hatur á spillingu er hans helsta dægra- stytting að fara á klámmyndir. Travis virðist þannig ekki vera eins hreinn og beinn og hann vill vera að láta. Þessi þverstæðukennda hegðun Travis ágerist ekki síst eftir að hann fer að búa sig undir að grípa til aðgerða gegn þeim sem hon- um finnst bera ábyrgð á soranum í borginni (frambjóðandanum Palatine eða dólginum Sport). Þá skrifar hann í dagbókina um nauðsyn þess að koma sér í gott form og stunda heilbrigð- ara líf og hann hefur þjálfunaráætlun líkt og her- maður sem undirbýr sig fyrir átök. En þrátt fyrir góða fyrirætlan er ennþá allt í óreiðu í íbúðinni, hann fær sér viskí út á morgunkornið og pillu- glasið er aldrei langt undan. Greinilegt er að Travis á í miklum vandræðum með sjálfsmynd sína. Hann er í eilífri leit að fyr- irmynd til að spegla sig í, fyrirmynd sem veitti brotakenndu sjálfi hans heild. Hann leitar fyr- irmynda bæði í klámmyndum og í baksýnisspegli leigubílsins. Þó að hann virki öruggur þegar hann fer á kosningaskrifstofu frambjóðandans Palant- ine til að bjóða Betsy út í fyrsta sinn, ristir það ekki djúpt. Það sama kemur fram í atriði þar sem hann reynir að heilla afgreiðslustúlku í klám- myndabíói. Þar ber öll hegðun hans og setning- arnar sem hann notar þess merki að vera úr kvik- myndum og þegar stelpan bregst ekki við umleitunum hans fellur gervið fljótt. Dagbók- arskrif Travis eru einnig stór þáttur í að leit hans að sjálfsmynd. Með þeim reynir hann að skapa einhvers konar mynd af sjálfum sér sem áhorf- endur sjá á írónískan hátt að er ekki til. Leit hans að heillegri og stöðugri sjálfsmynd, í skrifum og speglunum, tengist þrá hans eftir viðurkenningu í samfélagi þar sem hann er reikandi og utangarðs. Efniviður í fyrirmynd Travis reynir nokkrum sinnum að hafa samband við Betsy eftir að hún bindur enda á samskipti þeirra. Í eitt skiptið hringir hann í hana úr al- menningssíma í anddyri á íbúðarhúsi. Á meðan Travis er ennþá að tala færist myndavélin hægt frá honum og staðnæmist þar sem hún horfir eft- ir löngum hvítum gangi á götuna fyrir utan. Þessi óvenjulega kvikmyndataka er áhrifarík. Með henni tekst leikstjóranum að undirstrika að þarna eiga sér stað hvörf í myndinni. Ekki er allt með felldu hjá Travis og um leið fjarlægist hann áhorfendur og þeir hann. Langur, hvítur gang- urinn gefur til kynna aðskilnað Travis, hann er staddur lengst inni í upplýstu hvítu rými, í óra- fjarlægð frá raunveruleikanum. Í leitinni að sjálfsmynd er einnig fólgin leit að valdi og kokkálaði eiginmaðurinn, sem Scorsese sjálfur leikur, minnir Travis á valdið sem byssan býr yfir. Í þessu langa atriði gjóar Travis aug- unum í baksýnisspegilinn og fylgist grannt með manninum í aftursætinu tala um mátt byssunnar. Undir lok atriðisins er óvenjulegt skot þar sem sést aftan á Travis úr aftursætinu þar sem far- þeginn situr, en svo er klippt aftur á hið venju- bundna sjónarhorn framan á Travis og farþega hans. Þetta er í eina skiptið í myndinni sem við fáum þetta sjónarhorn á Travis. Með þessum við- snúningi er undirstrikað að ökuferðin með hinum árásargjarna eiginmanni á þátt í að breyta hon- um og að spegilmyndin sem Travis sér í bak- sýnisspeglinum er efniviður í fyrirmynd sem fær- ir honum völd og viðurkenningu. Travis fær sér byssur og mátar þær við sjálfið fyrir framan spegil og fyllir upp í eyðurnar. Með byssurnar í hönd miklast hann allur eins og hann yfirfæri sjálfan sig á byssuna eða valdið sem fæst með henni. Í hinu þekkta „Are you talking to me?“-atriði sést gögglega hvernig Travis breytist þegar hann er vopnaður. Í atriðinu stendur hann á miðju gólfi í íbúð sinni og mundar byssu. Við fyrstu sýn virðist sem maður horfi beint á Travis, frá þeim stað þar sem spegillinn er, en þegar bet- ur er að gáð er það spegilmynd Travis sem sést á skjánum en ekki hann sjálfur. Hann sjálfur er orðinn algert aukaatriði. Hann hefur fundið sér spegilmynd í manninum með byssuna og hann yf- irfærir sjálfan sig á manninn sem hann sér í speglinum. Í kjölfar spegilssenunnar er lesin dagbók- arfærsla sem hljómar eins og yfirlýsing eða jafn- vel sjálfsmorðsbréf og endar á orðunum „Here is someone who stood up. Here is“. Áhersla er lögð á „Here is“ og við sjáum hann skrifa orðin á blað. Nú þegar hann er búinn að finna sér spegilmynd getur hann loksins skrifað að hann sé einhver. Strax á eftir er skot úti á götu þar sem vatn spýt- ist út úr brunahana yfir malbikið. Þetta sýnir að vatnið er farið að renna og tími kominn til að hreinsa til. Á meðan yfirlýsingin hljómar er myndavélinni beint að Travis þar sem hann stendur með krosslagðar hendur fyrir framan af Palantine líkt og hann sé tilbúinn til að takast á við hann en þegar kemur að lokaorðunum liggur Travis hins vegar samanhnipraður í rúminu og virðist helst þrá að hverfa inn í sig. Breytingarnar sem verða á Travis koma einnig fram í útliti hans. Þegar hann fer út með byssurn- ar í fyrsta sinn, á framboðsfund hjá Palantine, er hann kominn í grænan hermannajakka og er Hrár og kaldur samfél Kvikmyndin Taxi Driver er í mörgum skilningi tímamótaverk í bandarískri kvikmyndgerð. Þar segir frá leigubílstjóranum Travis Bickle sem sér veröldina útum rúður bílsins sem synd- um spillta og tekur á endanum lögin í sínar hendur til að hreinsa til í borginni. Eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur Jodie Foster og Robert DeNiro urðu stórstjörnur með Taxi Driver. Móhíkanakamburinn táknar „hreinleika“ Travis en sýnir um leið jaðarstöðu hans innan samfélagsins. 8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 7. ágúst 2004

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.