Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.2004, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.2004, Síða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 7. ágúst 2004 | 11 Hugmyndir Marcúsar Túllíusar Cícerós, sem fram koma í þessum tveim stuttu bókum eiga sér mjög greinilega rætur hjá Aristótelesi. Þannig segir Cíceró um vináttuna (bls. 105) „að sannur vinur [sé] eins konar annað sjálf manns“. Þarna er lif- andi komin grundvallarhugmynd Aristótelesar um vináttuna, svo sem hún birtist í Siðfræði Nikomakkosar. Þá segir Cíceró um ellina, að henni sé algerlega óþarft að kvíða ef maður lifir dyggðugu lífi. Þá verði ellin einskonar uppskerut- íð. Þetta samræmist því sem Aristóteles segir um hamingjuna í Siðfræði Nikomakkosar, að það hvort maður er hamingjusamur eða ekki verði ekki ljóst fyrr en um það bil sem maður deyr, því að „hamingja“ sé dyggðugt líferni. Þær siðferðishugmyndir sem liggja að baki þessum ritum Cícerós má því kenna við dyggða- siðferði eins og það sem Aristóteles boðaði. Það er að segja, hinni siðferðislegu spurningu um hvað maður skuli hafa að leiðarljósi í lífinu var svarað á þá leið, að maður eigi að lifa dyggðugu lífi. Þessari spurningu hefur í gegnum tíðina verið svarað með ýmsum öðrum hætti, eins og til dæmis í lögmáls- siðfræði Kants, sem kvað á um að maður ætti ætíð að hafa í heiðri algildar grundvallarreglur. En það er svo aftur á móti alls ekki alltaf auðvelt að fara eftir þessu. Það er til dæmis allsendis óljóst í hverju dyggðir eru nákvæmlega fólgnar, þótt auðvelt kunni að vera að útlista á óhlutbund- inn hátt hvað dyggð er: Hún er millivegurinn á milli tveggja öfga, tveggja lasta. Þannig er hug- dirfska dyggð, og hún er mitt á milli roluskapar og fífldirfsku, sem eru lestir. En hvað nákvæmlega er hugdirfska, og hvað er roluskapur? Aristóteles viðurkenndi að þessu gæti verið erfitt að svara, enda væri svarið jafnvel breytilegt eftir aðstæð- um. Það er kannski ekki síst þetta sem hefur leitt til þess að á undanförnum áratugum virðist sem sí- fellt fleirum hafi farið að hugnast dyggðasiðfræði Aristótelesar, og hún gengið í endurnýjun lífdaga. Cíceró var rómverskur stjórnmálamaður og heimspekingur, fæddur 106 f. Kr. og veginn 43 f. Kr. Í ágætum inngangsköflum Eyjólfs Kolbeins (Um ellina) og Svavars Hrafns Svavarssonar (Um vináttuna) má meðal annars lesa að Cíceró hafi verið mikill mælskusnillingur, og kannski voru af- rek hans í heimspeki fyrst og fremst fólgin í því að orða skýrt og skilmerkilega hugmyndir annarra. Þar með er ekki minna um þau vert. Frumleiki er ofmetinn. Hugmyndir, hversu frumlegar sem þær eru, lifa ekki nema þær séu skýrar. Það sem Cíceró hefur fram að færa í Um vinátt- una kemur engan veginn nýstárlega fyrir sjónir. Þvert á móti kveður við afskaplega kunnuglegan tón: „Sá einn er vinur sem í raun reynist“ (bls. 97); sá er vinur sem til vamms segir (bls. 110 o.áfr.) En það er áreiðanlega leitun að öðru jafn fyrirferð- arlitlu riti (60 blaðsíður, fremur litlar) þar sem þessar hugmyndir eru gerðar jafn skýrar og aug- ljósar. Orðsnilld Cícerós er líklega ein helsta ástæðan fyrir því að þessar hugmyndir eru ennþá sprelllifandi og má til dæmis finna í fjöldamörgum (óþarflega þykkum) heimspeki- og sálfræðiritum nútímans. Taka má sem dæmi helstu hætturnar sem Cíceró teljur steðja að vináttunni. Að maður segi vinum sínum til syndanna ef þeir eiga það skilið skiptir máli því að „ekkert [er] eins skaðlegt vin- áttu og skjall, mjúkmælgi og fagurgali“ (bls. 112). Það er vondur vinur sem hugsar eins og Gnatho í leikritinu Geldingurinn eftir Terentius, og Cíceró vitnar í: „Hann segir „nei“ og „nei“ segi ég, hann segir „já“ og „já“ segi ég. Að síðustu bauð ég sjálf- um mér að samsinna honum í öllu“ (bls. 113). Sá sem svona hugsar er ekki eiginlegur vinur, heldur miklu fremur sníkjudýr. En það er ekki við sníkjudýrin að sakast, því að þau valda engum skaða nema þeim sem eru þannig gerðir að þeir gangast upp við smjaðrið. Að maður telji smjaðrara til vina sinna segir því mest um mann sjálfan „því að sá leggur helst eyrun við smjaðri annarra sem er sjálfhælinn og sjálfum- glaður“ (bls. 115). Haldi maður vinfengi við smjaðrarana mun það líklega ekki gera annað en að viðhalda þessum óheppilegu eiginleikum manns. Svona „vinátta“, þar sem annar smjaðrar og hinn gengst upp við smjaðrið, er einskis virði og beinlínis sjúkleg vegna þess að á þennan hátt „get- ur ekkert verið tryggt eða öruggt“. Þetta er kunn- uglegt stef, sem verður enn kunnuglegra þegar Cíceró heldur áfram: „Sú vinátta er því einskis virði þar sem annar vill aldrei heyra sannleikann en hinn er ætíð reiðubúinn að ljúga“ (sama). Nú á tímum heitir svonalagað meðvirkni, og þær eru áreiðanlega óteljandi sálfræði- og sjálfshjálpar- bækurnar sem skrifaðar hafa verið um hana og hversu baneitruð hún er. ævisögu sinni ekki hafa dregið neitt undan um sinn mikla losta, sem virðist þó ekki hafa myrkvað sál hans nóg til að koma í veg fyrir að hann ynni vitsmunaleg afrek.) Óumdeild orðsnilld Cícerós nýtur sín best á síð- ustu blaðsínum Um ellina, þegar hann færir rök að því að óþarfi sé að kvíða dauðanum. Afstaða hans er einföld: Ef líf er eftir dauðann á maður að hlakka til að deyja og fá að hitta þá andans jöfra og ástvini manns sem þegar eru gengnir. „En ef nú sú trú mín er röng að sál mannsins sé ódauðleg, þá er mér ljúft að skjátlast og vil ekki láta svipta mig þeirri hugþekku tálsýn unz yfir lýkur“ (bls. 88). Og ef ekkert tekur við eftir dauðann, þá þarf varla að kvíða því. Það er ekki síst vegna íslensku þýðingarinnar sem síðustu kaflarnir í Um ellina eru svo grípandi og algerlega heillandi og raun ber vitni. Í heild er þýðing Kjartans Ragnars hrein snilld, og á síðustu blaðsíðunum er eins og hún falli alveg fullkomlega að efni textans. Það er í samræmi við áðurnefnda „öldungadýrk- un“ Cícerós að bæði Um vináttuna og Um ellina eru samræður þar sem aðalhlutverkin eru lögð í mun öldungum sem útlista fyrir viðmælendum sínum helstu þætti umræðuefnisins. Viðmælend- urnir andmæla öldungunum ekki, trufla þá varla í einræðunni, nema í mesta lagi til að hrósa þeim. Að þessu leyti eru samræður Cícerós gerólíkar samræðum Platóns, þar sem Sókrates er aðalper- sóna og viðmælendur hans eru jafnan algerlega ósammála honum og rökræða við hann. Um ellina er þannig lögð í munn öldungnum Kató. Það er gert, segir Cíceró, „til þess að gefa [ritinu] aukið gildi“. Það er að segja, hann gengur út frá því að það sé meira að marka það sem sagt er ef öldungur mælir það. Þetta er enn vel þekkt, og má sjá í fjölmiðlum líklega hvern einasta dag. En þetta er afskaplega hvimleitt, enda felur þetta í sér svo augljósa rökvillu: Þetta er skírskotun til yfirvalds. Það sem máli skiptir er ekki hvað sagt er heldur hver segir það. Enda er innihaldsleysi orða íslenskra ráðamanna sem tjá sig í fjölmiðlum oft á tíðum algert. Við lestur er reyndar tiltölulega auð- velt að leiða hjá sér þau áhrif sem mælandinn sjálfur kann að hafa, burtséð frá því sem hann er að segja, og þá hægara um vik að átta sig á því hvort vit er í orðunum sjálfum. Reyndar læðist að manni sá grunur (kannski sértaklega ef það vill svo til að maður les Um vin- áttuna á undan Um ellina) að Cíceró hafi eiginlega verið að gera gys að þessum gamla Kató. Ástæðan fyrir þessum grunsemdum er sú, að viðmælendur Katós eru ósparir á skjallið og segist annar þeirra furða sig „á frábærri og fullkominni vizku þinni“. Viðmælendur Katós fara þarna að minna mest á fylgjunauta (eða parasitus, skjallandi afætur) sjálfumglaðra hermanna sem voru fastir liðir í gamanleikritum og þóttu óborganlega hlægilegir, eins og Cíceró nefnir í Um vináttuna. Með því að setja viðmælendur Katós í hlutverk skjallandi afætna er Cíceró eiginlega um leið að setja Kató í hlutverk þess sjálfumglaða sem gengst upp í oflof- inu. Og eins og Cíceró segir: „Enginn sem ekki er algjör glópur lætur blekkjast af augljósu skjalli“ (Um vináttuna, bls. 116). En það eru aftur á móti ýmsar ástæður til að efast um að þær hugmyndir sem Cíceró setur fram í Um ellina séu jafn sprelllifandi enn þann dag í dag. Þær eru að vísu kunnuglegar, en spurningin er hvort breytt heimsmynd geri ekki að verkum að þær hljómi dálítið – ja – gamaldags. Helsti kosturinn við ellina, segir Cíceró, er að með henni kemur viska: „Öldungur vinnur ekki sömu störf og ungir menn, en hann innir af hendi miklu göfugri og mikilvægari verk“ (bls. 49). Nú á dögum er stundum óskapast út af meintri æsku- dýrkun er geri lítið úr þeim sem eldri eru. Það þarf ekki mikla hugarleikfimi til að snúa þessari ásök- un við og saka Cíceró um öldungadýrkun og að hann geri lítið úr þeim sem yngri eru. „Flasið er ungum tamt, en hyggindin þeim sem eldri eru“ (bls. 50). Það er engu líkara en Cíceró líti svo á, að lík- amskraftar og hreysti komi í veg fyrir að menn geti hugsað. (Þessir fordómar lifa reyndar ágætu lífi enn í dag.) Vísast á hann við að það sé reynslan sem geri öldungana svona gáfaða og reynsluleysið komi í veg fyrir að ungir menn inni af hendi mik- ilvæg verk. Það er óneitanlega ýmislegt til í þessu, en málið er hreint ekki svona einfalt. Að minnsta kosti er þessu alls ekki svona farið í vísindum nú á dögum, en þá ber að sjálfsögðu á það að líta að þegar Cíceró skrifaði um ellina voru vísindi, í nú- tímaskilningi, ekki til. Dæmin er fjölmörg. Þegar þeir James Watson og Francis Crick gerðu einhverja afdrifaríkustu vísindauppgötvun tuttugustu aldar, fundu upp- byggingu erfðaefnisins, var Watson aðeins 24 ára, og Crick var heldur enginn öldungur, 36 ára. Og Rosalind Franklin var ekki nema um þrítugt þeg- ar hún gerði rannsóknirnar sem uppgötvunin byggðist að miklu leyti á. Vísindaheimspekingurinn Thomas Kuhn hefur nefnt, í bókinni Vísindabyltingar, að framþróun í vísindum verði einmitt oft með þeim hætti að ung- ir og/eða óreyndir vísindamenn virði að vettugi óhagganleg viðhorf eldri vísindamanna. Kuhn seg- ir: „Með örfáum undantekningum eru þeir sem hafa gert grundvallaruppgötvanir á [vísindaleg- um] viðmiðum annaðhvort mjög ungir eða nýbyrj- aðir að starfa í greininni sem þeir breyta viðmiðinu í.“ (Kuhn nefnir í neðanmálsgrein, að þetta viðhorf til þáttar ungs fólks í vísindalegri þróun sé svo al- gengt, að jaðri við að þetta sé klisja. En líklega sé hægt að staðfesta þetta með beinum athugunum). Því má segja að í vísindum geti reynslan beinlínis orðið þeim sem eldri eru að fótakefli, og komið í veg fyrir að þeir fái notið sín. En það er reyndar ekki aðeins reynsluleysi sem Cíceró finnur ungum mönnum til foráttu. Það sem hann virðist fyrst og fremst telja að komi í veg fyr- ir að þeir geri nokkuð af viti er lostinn. Hann vitn- ar í „hinn fræga og frábæra“ Arkýtas frá Tarent- um: „Hugsið yður mann sem er altekinn líkamlegum unaði svo sem mest má verða. Ekki þarf að efa að á meðan honum er svo dátt getur hann ekkert hugsað, yfirvegað né ályktað. Ekkert jafnast á við líkamslosta að viðbjóði og manns- pjöllum, enda því langærri og ákafari sem hann er, þeim mun kirfilegar myrkvar hann sálir mann- anna“ (bls. 62). Jafnvel sjóðheitustu trúarofstæk- ismenn nú á tímum gera ekki betur en þetta. (Það má svo nefna að fyrrnefndur James Watson mun í Meðvirkni og öldungaspeki Marcu Túllíus Cicero Kristján G. Arngrímsson BÆKUR Heimspeki UM VINÁTTUNA Íslensk þýðing eftir Margréti Oddsdóttur með inngangi eftir Svavar Hrafn Svavarsson. 2003 UM ELLINA Íslensk þýðing eftir Kjartan Ragnars með inngangi og skýringum eftir Eyjólf Kolbeins. 2003 Óvinir alþýðunnar og stofnunbandarísku alríkislögregl- unnar er viðfangsefni bókar Bryans Burroghs Public Enemies: Am- erica’s Greatest Crime Wave and the Birth of the FBI, 1933–34, eða Óvinir alþýðunnar: Mesta glæpa- alda Bandaríkjanna og stofnun al- ríkislögreglunnar, 1933–34. Tímabil- ið í bókinni nær yfir kreppuna miklu, tíma er milljónir Bandaríkjamanna höfðu yfirgefið heimili sín og þvæld- ust um á vegum úti og heilu fjöl- skyldurnar sváfu í bílum sínum á svæðum sem af einstakri bjartsýni voru nefnd „ferða- mannasvæði“ þótt þau hafi í raun verið lítið annað en hreysi miðstéttarinnar. Við þessar að- stæður leit ný tegund glæpa- manna dagsins ljós; glæpamenn vopnaðir vélbyssum sem flökkuðu um á bílum og áttu auðvelt með að falla inn í mannfjöldann. Public Enemy segir sögu þessara manna og lýsir þeim vanda sem glæpaaldan setti stjórnvöld í. Að mati gagnrýn- anda New York Times nær Burrogh að halda sögunni einfaldri og per- sónulýsingum einstaklega lifandi.    Nýjasta bók Davids FostersOblivion, eða Algleymi eins og heiti hennar gæti útlagst á íslensku, stendur fyllilega undir orðspori höf- undarins að mati gagrýnanda Daily Telegraph. Bókin geymir einkar vel skrifaðar sögur sem varpa súrreal- ísku ljósi á hversdagslega viðburði. Gott dæmi um slíka sögu er sagan um hjónin sem ráða sér sérstakan svefnfræðing til að úrskurða um hvort þeirra það sé sem heldur hinu vakandi með hrotum. Sögurnar ein- kennast þá allar af tilfinningalegri flatneskju og fjarlægð, sem að mati gagnrýnandans er einkar hressandi tilbreyting á tímum þegar þess er sí- fellt er krafist af fólki að það deili til- finningum sínum.    Ævi skáldsins Pablo Neruda erviðfangsefni ævisögu Adams Feinsteins, Pablo Neruda: A Pass- ion for Life. Í bókinni þykir Fein- stein, að mati gagnrýnanda breska dagblaðsins Guardian, ná að sam- eina einkar vel lipra hrynjand- ina í ljóðum Nerudas og við- burðaríkt líf hans. Feinstein lætur lesendum sínum það eftir að draga álykt- anir um siðferði- lega óvissuna sem einkennir líf skáldsins á sama tíma og hann bein- ir kastljósinu að stjórnmálaskoð- unum Neruda á jafn afdráttarlausan hátt og að einkalífi hans. Þannig verða gallar og veikleikar skáldsins lesandanum vel ljósir en ekki síður örlæti hans og útgeislun.    Saga kjarnorkuvopna er tekinfyrir í bók Gerards DeGroots The Bomb: A Life, eða Sprengjan og ævi hennar eins og heiti hennar gæti útlagst á íslensku. Bókin tekur á viðfangsefninu á einkar hlutlausan máta að mati gagnrýnanda Daily Telegraph, en þar er sagt jafnt frá uppgötvun og smíði kjarnorku- sprengjunnar. DeGroot, sem er bandarískur hernaðarsagnfræð- ingur við St. Andrews-háskóla, reynir í engu að réttlæta tilurð kjarnorkusprengjunnar en leggur sig þó á sama tíma fram um að setja sprengjuna í sögulegt samhengi og gefa raunhæfa mynd af andrúms- lofti þess tíma. DeGroot notar við skrif sín m.a. upplýsingar frá Rúss- landi sem nýlega voru gerðar op- inberar en þar má finna lýsingar á spennuþrungnu andrúmslofti, njósnastarfsemi og vísindalegu leynimakki sem ekki hefur áður komið almenningi fyrir sjónir. Pablo Neruda Erlendar bækur Bryan Burrogh

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.