Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.2004, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.2004, Side 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 14. ágúst 2004 ! Ég fór með eldri dóttur mína á sundnámskeið um daginn. Hún hefur haft miklar áhyggjur af þessu – að hún þurfi að fara í kaf og svona. Ég eyddi tals- verðu púðri í að róa hana niður, en það virtist bara hafa öfug áhrif. Í afgreiðslunni á Neslauginni þurfti ég mikið að einbeita mér að henni – og velja orðin afar varfærnislega. Það kann jafn- vel að hafa verið ástæðan fyrir því að fór sem fór. Við stigum inn í búningsklefann, við fórum samviskusamlega úr skónum og settum þá upp í hillu. Hinar stelpurnar á námskeiðinu voru mjög afslappaðar, öf- ugt við dóttur mína. Ég reyndi að mala hug- hreystandi í eyra henn- ar. Við færðum okkur innar í klefann og leituðum að heppileg- um skáp. Þarna voru líka mæður hinna stelpnanna, allt með kyrrum kjörum. Þetta virtist ætla að ganga ágætlega, dóttir mín hætti að snökta. Það vakti aðdáun mína hvað þetta er frjálslegt á Seltjarnarnesinu, mæðurnar koma með feðrunum í búningsklefann – þannig að öll fjölskyldan geti verið sam- an. En hvar voru þá feðurnir? Þeir nenna sjaldan að taka þátt í svona, en … ókei, við vorum í kvennaklefanum. Ég vogaði mér að spyrja upphátt, frekar sakleysislega: „Er þetta kvenna- klefinn?“ – Mér var svarað kuldalega, úr mörgum áttum: „Já!“ Undir svona kringumstæðum eru nokkrir valmöguleikar, en að vísu enginn góður; það er hægt að halda áfram, eins og ekkert hafi í skorist – en ég efast um að það kunni góðri lukku að stýra. Það er hægt að reyna að útskýra og biðjast af- sökunar, en það tekur tíma og er ekki heldur líklegt til vinsælda. Ég valdi að stara einbeittur niður í gólfið og draga dóttur mína rösklega út. Fólkið í afgreiðslunni virtist ekki taka þessu mjög alvarlega, það hló og sagði eitthvað sem ég heyrði ekki. Ég þurfti að líta á hurðirnar á klef- unum, til að sannfærast um að mér hefðu orðið á mistök. Jú, karlaklefinn var orð- inn kvennaklefi – og öfugt. Ég get svarið að svona var þetta ekki, síðast þegar ég kom í Neslaugina. Ég get ekki ímyndað mér hvaða hag- ræðing er af því að breyta karlaklefanum í kvennaklefa og kvennaklefanum í karlaklefa. Kannski er þetta betra Feng Shui. Konur eiga að vera sunnan megin og karlar norðan megin … Konur skulu velja hægri dyrnar og karlar þær vinstri …? Dóttir mín benti mér á að við höfðum gleymt skónum okkar inni. Hún bauðst til að sækja þá, þegar hún sá að það þyrmdi yfir mig. Eftir þessa uppákomu gleymdi hún al- veg að vera hrædd við námskeiðið. Hún fór vandlega yfir atburðarásina; hvers- vegna henni væri leyfilegt að koma í karlaklefann, en ég mætti ekki fara í kvennaklefann – hvort að konurnar hefðu verið mikið reiðar o.s.frv. Ég velti þessu fyrir mér, á meðan ég fylgdist með henni busla. Þetta var eitt- hvað svo auðvelt, að fara inn í kvenna- klefann. Engin fyrirstaða, bara að opna dyrnar og stíga inn. Enginn reyndi að stöðva mig; ég komst hálfa leiðina í gegnum klefann, áður en ég áttaði mig sjálfur. Ég þurfti sjálfur að stöðva mig! Enginn vörður, ekkert hlið, enginn talnalás. Ég hefði örugglega getað farið alla leið. En ég hef aldrei á ævinni látið mér detta það í hug – maður bara gerir það ekki. Það mundi ekki skipta máli þó að þarna væri harðlæst stálhurð – maður fer ekki inn í kvennaklefann. Hvaða frábæra auglýsingaherferð skilaði þessum árangri? „Kvennaklefinn er fyrir konur! Vertu úti!“ – „Karlmenn! Virðum merkin!“ – „Hvað þarf til að stoppa þig? Vertu karlmaður!“ – „Vertu réttum megin í lífinu!“ Ég man ekki eftir þessari herferð, en hún hlýtur að hafa verið ótrúlega markviss og útpæld. Við sem hendum rusli á víðavangi, keyrum allt of hratt, svíkjum undan skatti og hlustum ekki á íþróttaálfinn – við förum aldrei í vitlausan búningsklefa. Breyttu rétt! Eftir Óskar Jónasson oj@internet.is Ég heyrði í einum íslenskum ólympíu-fara í síma í vikunni. Erindið komÓlympíuleikunum ekkert við enundir lok símtalsins sagði viðmæl- andi minn af eðlislægri kurteisi: „Gangi þér vel.“ Hann átti væntanlega við mitt hversdags- lega bauk, í og utan vinnu. „Ja, sömuleiðis,“ sagði ég hissa, glaður og svolítið skömmustu- legur (yfir því að hafa orðið seinni til). Ég átti að sjálfsögðu við leikana sem nú eru að hefjast í Aþenu. Um kvöldið fylgdist ég með heimildaþætti í Sjónvarpinu um aðdraganda þessara leika. Ég gat ekki annað en heillast af Jacques Rogge, núverandi for- seta Alþjóða ólympíu- nefndarinnar, sem kvaðst leggja allt kapp á að íþróttafólkið væri alltaf í aðalhlutverki. Ólympíunefndin ætti að gegna þjónustuhlutverki á þessum vettvangi og það væri eðli þjóna að halda sig til hlés. „Ef ég mætti ráða myndi ég vilja sleppa því að flytja ávarp í upphafi hverra leika,“ sagði Rogge meðal annars. Í þeim orðum fólst viss gagnrýni á fyrirrennara hans í embætti, Juan Antonio Samaranch, en ýmsum þótti að hann liti fremur á sig sem voldugan þjóðhöfðingja en auðmjúkan þjón ólympíuhugsjónarinnar. Þótt leikarnir yrðu sífellt umfangsmeiri á hans löngu valdatíð versnaði orðspor ólympíu- nefndarinnar ár frá ári, og náði sú þróun há- marki þegar upp komst um mútugreiðslur til nefndarmeðlima í tengslum við val á Salt Lake City sem vettvangi fyrir vetrarólympíuleika. Nýlegar fréttir gefa reyndar til kynna að þetta vandamál sé ekki úr sögunni hjá ólympíu- nefndinni. Í þessu sambandi rifjaðist upp fyrir mér stuttur fyrirlestur sem franski félagsfræðing- urinn Pierre Bourdieu samdi árið 1992 um Ól- ympíuleikana sem félagslegt fyrirbæri. Fyr- irlesturinn, sem ber undirtitilinn „Drög að greiningu“, byggist meðal annars á bókinni Hringadrottnar (The Lord of the Rings) sem Vyv Simson og Andrew Jennings voru þá ný- búnir að senda frá sér. Meðal þess sem þeir Simson og Jennings fóru í saumana á voru viðamiklir auglýsinga- og kostunarsamningar sem ólympíunefndin hefur gert við alþjóðleg risafyrirtæki. Ekki er aðeins verið að selja þessum fyrirtækjum aðgang að athygli áhorf- enda á meðan á leikum stendur heldur einnig víðtæk afnot af hinu magnaða vörumerki: Ól- ympíuhringjunum fimm. Framlag Bourdieus í þessa umræðu felst í þeirri einföldu ábendingu að í raun fari tvennir Ólympíuleikar fram samtímis. Annars vegar eru það leikarnir sem íþróttafólk, þjálfarar, fararstjórar, læknar, skipuleggjendur, dóm- arar og siðameistarar taka þátt í á vettvangi, hins vegar eru það leikarnir sem við hin verð- um vitni að, inni á heimilinu eða utan þess, fyrst með því að horfa á beinar útsendingar í sjónvarpi og síðan með því að kynna okkur út- leggingar dagblaða og ljósvakamiðla á ein- stökum viðburðum. Síðari leikarnir eru ekki einfaldlega ritstýrð útgáfa þeirra fyrri heldur mótast þeir af áhugasviðum viðkomandi þjóðar (sjónvarpsútsendingar eru ólíkar milli landa), frammistöðu fjölmiðlafólks, auglýsingahags- munum og hæfni „leikstjóranna“ til að magna upp dramatísk augnablik. Seinni leikarnir geta líka haft umtalsverð áhrif á hina fyrri, eins og sannaðist þegar lokaviðburður Ólympíu- leikanna í Seoul var tímasettur með hliðsjón af bestu útsendingartímum í bandarísku sjón- varpi. Mergur málsins er sá að ólympíunefndin þarf að þjóna mörgum og ólíkum herrum. Símtalið, sjónvarpsþátturinn og fyrirlest- urinn opnuðu augu mín fyrir því hve ólíkir keppnisdagar bíða annars vegar hinna fjöl- mörgu, glæsilegu ólympíufara og hins vegar okkar hversdagsfólksins. Á meðan þeir fyrr- nefndu beita sér í keppni og leik á ég vænt- anlega eftir að sitja hreyfingarlaus fyrir fram- an skjáinn, heilaþveginn af endalausum auglýsingum sem hvetja meðal annars til neyslu skyndibita og gosdrykkja. Vonandi á ég eftir að takast á loft yfir stórkostlegum íþrótta- afrekum og samfagna jafnvel glæstum sigrum. En mergur málsins er sá að þeir Ólympíuleikar sem ég tek þátt í hér í Reykjavík eru að sumu leyti andhverfa Ólympíuleikanna sem mál- kunningi minn tekur þátt í Aþenu. Tvennir Ólympíuleikar Fjölmiðlar Eftir Jón Karl Helgason jonkarl@bjartur.is ’En mergur málsins er sá að þeir Ólympíuleikar sem égtek þátt í hér í Reykjavík eru að sumu leyti andhverfa Ólympíuleikanna sem málkunningi minn keppir á í Aþenu.‘ Undirritaður hefur oft kallað stjörnuspeki andlegan hníf og gaffaleða sjálfsskoðunarspegil. Ástæðan er sú að hún er ’áhald’ eðatæki. Ef við viljum setjast niður og pæla í því hver við erum, þá þurfum við viðmiðun. Við þurfum að byrja einhvers staðar. Við getum spurt foreldra okkar, maka eða nána vini spurninga um það hvaða hæfi- leika við höfum, hver við erum, hvað þeim finnst um okkur o.s.frv., en lík- legt er að svör þeirra verði æði misjöfn. Sumir verða vandræðalegir ef þeir eiga að svara slíkum spurningum, aðrir svara kannski með nokkrum orðum; „þú ert fínn náungi“ eða kannski þú ert traustur, heiðarlegur og vel gerður o.s.frv. Nokkur lýsingarorð. Og það sem meira er, ekki víst að sú einkunn sem náinn vinur eða maki gefur sé hlutlaus. Hún getur litast af því í hvernig skapi hann eða hún er, hvaða ávinning viðkomandi telur sig hafa, mótað gildismati viðkomandi. Það er til að mynda ekki líklegt að eig- inmaður sem vill halda fast í konuna sína og hafa hana sem mest heimavið segi að hún þurfi frelsi eða líflegra félagslíf, og þar fram eftir götum. Stjörnuspekingur sem ekki þekkir viðkomandi hefur engra hagsmuna að gæta. Stjörnukortið er túlkað eftir ákveðnum formúlum, þ.e.a.s. þeim merkjum sem viðkomandi er samansettur úr, byggt á athugunum stjörnu- spekingsins í gegnum ákveðinn árafjölda. Aðrir stjörnuspekingar geta skoðað og sannreynt niðurstöðuna. Útkoman er umsögn unnin af hlut- lausum aðila. Þessa útkomu er síðan hægt að hugleiða og ræða um við vini, maka eða foreldra. Útkoman er sem sagt viðmiðun. Í þessu sambandi er rétt að taka fram að stjörnuspekingar eru ekki óskeikulir, allt sem þeir segja er ekki endilega rétt. En það þarf ekki að skipta máli, því þegar búið er að leggja fram ákveðna umsögn, svo sem að þú sért viðkvæmur og óút- reiknanlegur tilfinningalega og þarft einveru annað slagið (Tungl í Fisk- um), þá getur sá aðili sem hefur fengið þessa umsögn sest niður og byrjað að hugsa málið, er ég svona... eða öðruvísi. Gunnlaugur Guðmundsson Speki.net www.speki.net Andlegur hnífur og gaffall Morgunblaðið/Árni Torfason Á grænu ljósi. I Fréttir voru auðvitað farnar að berast af Ól-ympíuleikunum löngu áður en þeir hófust – eins og gjarnan gerist áður en slíkir stór- viðburðir bresta á. Í The New York Times í vikunni var umhugsunarverð grein um mark- aðssetningu á íþróttakonum (og auðvitað markaðsetningu íþróttakvenna á sjálfum sér), sem fram að þessu hafa átt að þjóna sem fyrirmyndir fyrir aðra – ekki síst ungar konur – í bandarísku samfélagi. Sagt er frá því að á síðustu dögum hafa frægar íþróttakonur sem taka þátt í leikunum í Aþenu birst fá- klæddar í fjölmiðlum; m.a. á miðopnu Playboy og FMH-tímaritsins, sem líta má á sem mildari útgáfu af því fyrrnefnda. Bent er á að viðbrögð almennings sem og forráðamanna íþrótta- hreyfinga við þessum afhjúpandi myndum hafi ekki verið ýkja hörð, öfugt við það sem gerðist t.d. árið 1999 er íþróttakona svipti sér úr treyj- unni í fagnaðarlátum eftir að hafa tryggt sigur Bandaríkjanna í úrslitaleik gegn Kína – og var í kjölfarið úthrópuð fyrir að afhjúpa nekt sína. II Umræðan í Bandaríkjunum nú hefur snú-ist um það að íþróttakonur hafi – eins og aðrir – fullan rétt á því að sýna sig í því ljósi sem þær sjálfar kjósa. Haft er eftir Dom- inique Dawes, sem er forseti Íþrótta- sambands kvenna í Bandaríkjunum, í The New York Times, að hún myndi að vísu ekki gera slíkt, „en íþróttir og kynlíf hafi alltaf ver- ið góð söluvara“. Í greininni er einnig haft eft- ir Amy Acuff, íþróttakonunni sem var í Plaboy-tímariti því er kom út í gær, að hún hafi gert þetta peninganna vegna; „það er erf- itt að þéna upphæðir af þessu tagi í hvers- dagsheiminum.“ Af orðum hennar má ráð að hlutgerving kvenlíkamans er órjúfanlega tengd markaðslögmálum – jafnvel í hugum kvenna sjálfra. Og víst er að þessi umræða – sem auðvitað er af félagslegum og menningar- legum toga – er ein birtingarmynd Ólympíu- leikanna. III Í Lesbókinni í dag er fjölmiðlapistillinnhelgaður Ólympíuleikunum, en þar veltir Jón Karl Helgason einmitt fyrir sér ólíkum birtingarmyndum leikanna. Hann bendir á hversu ólík sú mynd getur verið sem fólk í mismunandi heimshlutum fær af leikunum allt eftir því hvernig fjölmiðlar matreiða við- burðina. Hann bendir líka á hversu ólík reynsla ólympíufaranna sjálfra er reynslu okkar hversdagsfólksins, og telur okkar Ól- ympíuleika „að sumu leyti andhverfu“ Ól- ympíuleikanna sem nú eru hafnir í Aþenu. Af grein hans, rétt eins og af umfjölluninni í The New York Times, má ráða að markaðs- setning skiptir gífurlegu máli í tengslum við leikana, og þá skiptir því miður oft ekki máli hvort hún er af jákvæðum toga eður ei. Í grein Ingimars Jónssonar er fjallað um Ólympíusafnið í Lausanne, sem ætlað er að varðveita sögu Ólympíuleikanna og rannsaka þróun þeirra. Ef til vill eru menn þar þegar farnir að bretta upp ermarnar við rannsóknir á markaðssetningu leikanna og neikvæðum áhrifum hennar á þau gildi sem þeir eiga að standa fyrir. Neðanmáls Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.