Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.2004, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.2004, Blaðsíða 5
ég er starfsmaður geðspítala og starf mitt felst í því að hlusta á hina sjúku. ég ligg á maganum með heyrnartól á höfðinu og hlusta á upptökur þar sem þeir lýsa því sem hrjáir þá. um leið upplifi ég þjáningar þeirra. … iii þegar ég vakna hef ég sterklega á tilfinningunni að það sem á undan er gengið sé upphafið að nýjum tímum í bókmenntum heimsins. Hér færir skáldið sig nær hefðbundnum frá- sagnarstíl þeirra sem lýsa draumum sínum og myndast við að koma óþekkum upplifunum í línulegt frásagnarform. Þetta er stíll sem ber með sér meiri bók- menntafarangur, en hér er ekki um einfalda eftirmynd að ræða heldur tekur Sjón frásagnartæknina sínum eigin sérstæðu tökum, sem eru einhversstaðar mitt á milli parodíu og háraunsæis, því allt- af annaðslagið hlýtur lesandi að dvelja við og velta fyrir sér hvort þetta sé í raun og veru draumur, eða hvort um sé að ræða venjulega frásögn af venjulegum degi í lífi manns sem kannski er búinn að hlusta of mikið á hina sjúku? Og svo er það nátt- úrulega endirinn sem setur allt í sitt rétta samhengi, hrífur okkur út úr þessum fremur óþægilega draumaheimi, því öll þekkjum við drauma þarsem við upplifum það að hafa ekki get- að gert eitthvað, að geta ekki gert eitthvað og svíkja þannig vini og ljónsunga. En endirinn sumsé bjargar okkur, jájá, auðvitað segjum við og kinkum kolli með sjálfum okkur, þetta er bara skáldið sem er enn að leika sér með drauma í verkum sínum og ljóðið „Svik“ er í raun skyndipróf í draumráðningu. Og við fáum á tilfinninguna að þetta hljóti að vera upphafið að nýjum tímum í bókmenntum heimsins. IV Stálnótt virðist við fyrstu sýn draumlaus, því þar sefur enginn, eða hvað? Það væri auðvelt að færa rök fyrir því að sú stemning sem dregin er upp í sögunni sé draumkennd, enda nóttin allt annar heimur en dagurinn. Stálnótt lýsir mögulegri framtíð Reykjavíkur og/eða Íslands. Það hefur orðið kjarnorkuslys, og blýmúrinn þarsem djöflarnir hafa hamskipti sín girðir af afleið- ingar slyssins, stökkbreytt dýr og jurtir. Stálnótt er því líklega sú af draummyndum Sjóns sem er hvað martraðarkenndust, enda sýnir Sjón hvað eftir annað að hann er ekki aðeins fær um að teikna upp fyndnar og skondnar myndir sem gleðja lesand- ann heldur getur hann einnig rissað upp myrkar fígúrur. Dæmi um slíkt er að finna í Augu þín sáu mig og Með titrandi tár, en þar er, líkt og í Stálnótt, að finna þræði úr hrollvekjunni. Og þeir eru margir hrollvekjandi draumarnir úr Draumabók engilsins Freude sem raktir eru í Augu þín sáu mig. Erik N-, sótara, 31 árs, dreymir að hann sjái einn af róbotum Rossums brölta á þakskeggi og velta svo niður á næsta þak: „Á þakbrúninni fyrir neðan standa mæðgurnar sem búa í næsta húsi við mig. Þær hlæja að róbotinu sem liggur á bakinu í þakrennunni, varnarlaust eins og padda. Mig langar til að hrópa á þær en ég kem ekki nöfnum þeirra fyrir mig – og mér finnst að án þess geti ég ekkert gert. Ég fylgist með mæðgunum þar til þær hafa hlegið nægju sína, þá snýr dóttirin róbotinu við með skótá en móðirin lyftir kjólfaldinum upp á mið læri. Róbotið skríður af stað upp eftir fótleggnum.“ Í draumi sótarans birtast okkur samhliða bókmenntaminni og þjóðsagnaminni, en þar er vísað til þekkts leikrits Karels Capeks um róbota, sögu Kafka um Gregor Samsa sem breyttist í pöddu og að lokum til íslensku þjóðsögunnar um tilberann. Þessi ólíku fyrirbæri þáttast fimlega saman eins og ólík fyr- irbæri gera í draumum og lesandi snýr sér glaður að næsta draumi sem hljóðar svo: „Kerling sigar á mig hrúti, hana og hrossi. Ég hleyp eins og fætur toga.“ Sagnfræðinginn Henkel O- dreymir þetta, en hann er 97 ára. Inn á milli koma svo hefð- bundnir táknlegir draumar eins og draumur kennslukonunnar, en hennar draumur hljóðar svo: „Í fataskápnum mínum hanga kjólföt og drýpur af þeim.“ Lesandi finnur sig næstum knúinn til að opna næstu draumráðningabók. Hér er aftur að finna stílbragðið sem beitt var í „Svik“, ag- aður og hlutlaus stíll draumanna gefur þeim næstum hvers- dagslegan blæ og á ný upplifum við blandaða tilfinningu óhugn- aðar eða ókennileika draumaheimsins, og gleði, því óneitanlega eru margir draumarnir mjög kómískir, jafnvel mitt í óhugnaði sínum. Þetta dálítið hættulega jafnvægi kómíkur og ókenni- leika verður reyndar að ákveðnu einkennismerki texta Sjóns frá og með Augunum, en fram að því hafði húmorinn aðallega birst í ljóðunum en síður í skáldsögunum. Augu þín sáu mig segir frá flóttamanni, Leo Löwe, og sam- skiptum hans við þjónustustúlkuna Marie-Sophie, en þau enda á því að barni sem mótað er úr leirklumpi er gefið líf. Viðfangs- efni skáldsögunnar er gyðingleg goðsaga um hinn svokallaða Gólem, gervimann sem mótaður var úr leir og lífgaður með orð- um. Með titrandi tár: glæpasaga er sjálfstætt framhald Augn- anna og nú þarf bókmenntafræðingurinn að seilast ansi langt til að halda draumatemanu gangandi. Leo Löwe er kominn til Íslands með leirbarnið sem sefur, draumlausum leirsvefni („marmari, hold“), en föður hans dreymir ansi áhugaverða drauma, meðal annars er hann viðstaddur opnun á ljós- myndasýningu í Listasafni Íslands. Draumurinn hefst á því að menntamálaráðherra flytur hefðbundna uppskrúfaða klisjutölu stjórnmálamanna og ber ljósmyndirnar af andlitum Ís- lendinga saman við hina óblíðu náttúru landsins: á mynd- unum sést að maður og náttúra eru eitt og þessi andlit hafa snúið að „hvítum fjallstindum, rauðglóandi hrauni og berjabláum mó“, íslensk andlit eru sumsé í fánalit- unum. Mannfræðingur nokkur, allundarlegur, dregur hóp fyrirmenna með sér til að skoða einhverja mynd og Leó fylgir í humátt á eftir og sér mynd sem á að vera af honum en er í raun af stórutá: „Hún fyllir út í myndflötinn með dökkri afmynd- aðri nögl og klúrum hárbrúsk á kjúkunni. – mheee, mheee, mheee … Mannfræðingurinn jarmar og bendir á Leó. Aðra sýningargesti drífur að með forsetann og mennta- málaráðherra í fararbroddi. Ljósmynd- arinn leggur varirnar þétt að eyra Leós og andar í það: – Maður er það sem maður sér … – Mheee …“ (56) Hér hefur draumurinn tekið á sig nýtt form, sem er form ádeilunnar. Því jafn- framt því að gleðja sig við ævintýralega útúrsnúninga er skáldið að nota draum- inn til að draga upp bælda mynd af for- dómum Íslendinga í garð útlendinga, auk þess sem það leikur sér að því að gera dálítið grín að sjálfsmynd land- ans sjálfs. En þessi umræða um sjálfsmynd og fordóma Íslendinga er síðan eitt af leiðarstefjum skáld- sögunnar. Draumurinn byrjar, eins og svo margir draumar, ósköp venjulega, en svo grípur ut- anaðkomandi hljóð inn í, geit sem er að reyna að komast inn um gluggann og brækir, og draum- urinn breytist. Sagan er, líkt og Augu þín sáu mig, heilmikill vefur ólíkra sagna og sagnahefða. Meðal ann- ars er þar að finna ágæta fléttu draugasagna sem hefst á því að hinn framliðni sturtuvörður, sem er orsökin að undirtitlinum glæpasaga, uppgötvar að fram- haldslífið er dálítið ólíkt því sem hann hafði hugsað sér, en hann hafði „hálft í hvoru vonað að honum yrði komið fyrir í ein- hverskonar helvíti“ (116), en bjóst alls ekki við því að í stað þess myndi hann ráfa gegnsær um kirkjugarðinn og slúðra við aðra drauga og uppgötva að þarna hinumegin er allt óskup eitthvað álíka og var. Draugar halda áfram að valda óskunda, og draugasögur eru áfram sagðar. Og það eru þjóð- sögurnar sem eru allsráðandi í Skugga- Baldri. Presturinn Baldur, sonur Skugga, lendir inni í miðri þjóðsögu þegar hann legst æstur í tófuveiðar um hávetur. Fyr- ir utan Baldur segir sagan frá grasafræð- ingnum Friðriki B. Friðjónssyni sem hefur tekið í fóstur vangefna stúlku. Sjón tekur hér á viðkvæmum málum á átakalausan og tilgerðarlausan hátt. En það er ekki mikið um drauma. Í stað þeirra höfum við einskonar leiðslur og óráð, svo ekki sé talað um eiturlyfjavímu. Þó er þarna draumur: því í bréfi sem Friðrik sendir Baldri varðandi útför Öbbu nefnir hann draum í eftirskrift: „P.S. Í nótt dreymdi mig mórauða tófu. Rann hún með skriðunum og stefndi inn dalinn. Spik- feit var hún og afskap- lega loðin“ (54). Og með það fer Baldur á veiðar og plottið rýkur af stað. Eftirleikurinn við tófuna verður Baldri örlagaríkur, því hún er ekki öll þarsem hún er séð, og þjóð- sagnaheimurinn er í al- gleymi. Þjóðsagan, eins og draumurinn, þjónar hér því hlutverki að má út skýr mörk veruleika og annarlegra veruleika, hvort sem þeir eru kallaðir fram af lyfjum eða leiðslu. V Draumráðningar þjóðsagna eru ekki síður eftirminnilegar en draumar þeirra. Draumráðningar eiga sér líka sitt sérstaka tungumál, sem, eins og Freud bendir á, flestir líta á sem leið til að koma óþekkum upplifunum í raunsætt form. En Freud lætur ekki staðar numið þar, hann vill líka meina að það sé mikilvægt að taka augljósa drauma og benda á djúpstæðar flækjur að baki þeim. Þannig geta draumráðningarnar verið mun undarlegri en sjálfir draumarnir. Kallinn hefði ábyggilega fílað „Draumráðningar“ Sjóns: Ef þig dreymir að maríubjalla skríði út úr ermi hægri handar þá muntu hitta mann með höfuð úr grænmeti og þrjá teninga í maganum Ef þig dreymir að ananas syngi á turni hallar með fjögur kopar- brjóst þá mun eldur brjótast út í bókastaflanum og tuttuguogþrír menn farast Hér fáum við enn eina útgáfu af draumi og nú með skyndiprófi í draumráðningum inni- földu. Enn sjáum við leikinn með ljóðmálið þar sem skiptist á hefðbundið málsnið draumráðninga, nema nú ber svo við að ráðn- ingin er öllu fjarstæðukenndari en draum- urinn sjálfur. Ljóðið vefur upp á sig í súr- realískum leik, og er umframt allt bæði fallegt og fyndið: fantasía á glaðlegu flugi sem jafnframt rissar upp dálítið uggvæn- legar myndir. Ljóðið er úr ljóðasafninu Drengurinn með röntgenaugun og er afbragðsdæmi um þann fjölbreytta leik með ljóðið sem birtist í verkum skáldsins. Draumurinn gæti kannski í fyrstu virst einfalt eða jafnvel einfeldningslegt tema, ‘þetta var bara draumur’ er dæmigerð afgreiðsla, eitt- hvað sem ekki skiptir máli og er í mesta lagi til skrauts. Freud, í áðurnefndum fyrirlestri, kvartar einmitt yfir því að draumar séu ekki teknir nógu alvar- lega og er tilefni fyrirlestrarins ein- mitt að ítreka mikilvægi þeirra. Draumar hafa þjónað margskonar hlutverki í bókmenntum í gegnum tíðina og fyrir Íslendinga er nær- tækt að nefna Íslendingasög- urnar sem dæmi um notk- unarmöguleika drauma, þarsem þeir brjóta upp hina línulegu frásögn með því að gefa okkur innsýn í það sem koma skal. Sjón sýnir í verkum sínum að draumurinn er máttugt tæki og býður upp á marga möguleika, hann getur ver- ið bæði fallegur og myrkur, martraðarkenndur og táknsær, hann getur ver- ið saga innan sögu, eins og „Draumur stólsins“ og draumarnir í draumabók engilisins Freude, hann getur verið leikur með ljóð- mál eins og í „Svik“, „mig dreymir/ dreymdi“ og fleiri ljóðum, og hann getur verið hárbeitt vopn ádeilu eins og í draumi Leós, og að lokum, eins og hann birtist okkur í Skugga-Baldri, draumur þjóðsögunnar, með öllum sínum kynngimagnaða krafti. ráðningum Höfundur er bókmenntafræðingur. Lesbók Morgunblaðsins ˜ 14. ágúst 2004 | 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.