Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.2004, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.2004, Qupperneq 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 14. ágúst 2004 | 7 dag ársins auk þess eru þar kaflar með ýmsum fróðleik sem koma áttu húsmæðrum að gagni. Þar fékk Helga til liðs við sig sérfræðinga eins og svo oft áður. Sjálf skrifar hún kafla um borðsiði og borðskeytingar. Þessir kaflar birt- ust svo aftur endurskoðaðir og auknir í Mat og drykk. Þarna koma fram atriði sem flest eiga rétt á sér ennþá, en vegna orðalags og ná- kvæmni eru þessir kaflar stundum notaðir sem skemmtiefni á samkomum. Titill bókarinnar Grænmeti og ber allt árið þykir nokkuð skondinn og hefur vakið kátínu. Ekki er vitað hvort Helgu hefur mislíkað það, en í seinni útgáfum heitir sú bók Grænmeti og ber en síðara hluta titilsins er sleppt. Hin mikla fjölbreytni í ritum Helgu ber vott um að hún hafi verið afar víðsýn, hugmyndarík og fljót að átta sig á aðstæðum og finna nýjar leiðir eftir því sem ástandið í þjóðfélaginu breyttist. Ef bornar eru saman fyrstu og síð- ustu bækur Helgu sést að hún hefur fylgst með nýjungum enda fór hún margoft utan og kynnti sér það sem hæst bar í þeim fræðum meðal grannþjóða og fyrir vestan haf. Það má ætla að matreiðslubækur og fræðsla Helgu Sigurðardóttur hafi haft mikil áhrif á mataræði þjóðarinnar. Húsmæðrakennaraskóli Íslands stofnaður 1942 Fljótlega eftir að fröken Helga hóf kennara- störf í Reykjavík fór hún að vinna að því að stofna félag húsmæðrakennara. Það var þó ekki fyrr en þremur árum síðar, árið 1937 sem Kennarafélagið Hússtjórn var stofnað (síðar Hússtjórnarkennarafélag Íslands). Helga var fyrsti formaður þess og gegndi formennsku til ársins 1953. Þetta félag með Helgu Sigurðar- dóttur í broddi fylkingar, á sennilega hvað stærstan þátt í stofnun húsmæðrakennara- skóla á Íslandi. Áður hafði nefnd á vegum Búnaðarfélagsins, sem skilaði tillögum árið 1929, lagt til að komið væri upp kennaraskóla fyrir þær konur sem önnuðust húsmæðra- fræðslu og Kvenfélagasamband Íslands studdi málið dyggilega. Árið 1941 sendi Kennara- félagið Hússtjórn alþingi áskorun um stofnun hússtjórnarkennaraskóla. Aðalrökin sem fé- lagið lagði fram um nauðsyn þess að stofna slíkan skóla hér á landi voru þau að talið var heppilegast að sækja menntun húsmæðra- kennara til heimalandsins til að byggja á inn- lendri reynslu, staðháttum og aðstæðum. Þessi rök hrifu, ásamt því að nú var ekki hægt að sækja sér menntun til Norðurlanda vegna styrjaldarinnar í Evrópu og Húsmæðrakenn- araskóli Íslands var stofnaður árið 1942. Helga Sigurðardóttir var ráðin skólastjóri og gegndi hún því starfi til 1961 er hún lét af störfum vegna veikinda. Í bókinni Saga Hús- mæðrakennaraskóla Íslands, sem Anna Ólafs- dóttir Björnsson skráði, er rakin stofnun skól- ans og bent á það hugrekki sem þurfti til að hefja skólahald haustið 1942 í miðri seinni heimsstyrjöldinni, aðföng voru erfið og hráefni af skornum skammti á Íslandi. En þetta tókst Helgu með glæsibrag. Fyrst þurfti að útvega húsnæði og fékk hún inni fyrir skólann til bráðabirgða í kjallara Háskóla Íslands. Þar breytti hún dimmum kjallara með sandpokum fyrir gluggum, því þetta var loftvarnarbyrgi Háskólans, í vel búið kennslueldhús ásamt borðstofu og skrifstofu en á ganginum var vistleg dagstofa. Að vísu voru eldhúsáhöldin fremur fá, en þau voru vel valin. Margir minn- ast forláta kökugaffla frá þessum árum sem jafnframt var hægt að skera með. Fyrstu tvö árin annaðist Helga sjálf alla verklega kennslu en stundakennarar kenndu bóklegar greinar. Margir þeirra voru starfsmenn Háskóla Ís- lands enda fór bókleg kennsla fram í kennslu- stofum Háskólans. Helga átti gott samstarf við prófessora Háskólans og hélst það sam- starf þótt skólinn flytti sig um set. Síðar fjölg- aði í kennaraliðinu og margir hússtjórnar- kennarar önnuðust kennslu við skólann. Í upphafi samdi Helga stundatöflur og kennslu- áætlanir án þess að hafa skólanefnd né fast starfsfólk til aðstoðar. Í kafla um Helgu Sig- urðardóttur sem Vigdís Jónsdóttir ritar í Sögu Húsmæðrakennaraskóla Íslands lýsir hún verkum Helgu þannig: „Svo virðist að Helga væri laus við bælingu tvíráðrar íhygli sem svo mjög heftir framtak og kemur í veg fyrir að hæfileikar manna fái notið sín. En hún hafði óbilandi trú á gildi og nauðsyn þess málefnis sem hún vann að og lét ekki efahyggju tefja för sína.“ Í tíð Helgu taldist skólinn tveggja ára nám en kennt var sumarið á milli og nemendur fengu aðeins tveggja vikna frí. Yfir sumarið fluttist skólinn austur að Laugarvatni þar sem fyrst og fremst fór fram verklegt nám, bú- störf, garðrækt og heimilisstörf. Annað hvert ár voru svo haldnar viðamiklar matvælasýn- ingar á vegum skólans þar sem sýndur var af- rakstur skólastarfsins. Þegar Háskóli Íslands stækkaði þurfti hann á öllu húsnæði sínu að halda og árið 1956 varð Hússtjórnarkennaraskólinn að rýma hús- næðið, án þess að vera búinn að fá inni annars staðar. Skólahald lá niðri vegna húsnæðis- leysis í tvö ár en haustið 1958 tók skólinn til starfa á ný að Háuhlíð 9. Þetta voru erfið ár hjá Helgu Sigurðardóttur, hún var ekki heilsu- hraust en lét samt engan bilbug á sér finna. Hún lýsti þeirri skoðun sinni að skólinn ætti að færast upp á háskólastig. Rétt er að benda á að á þessum tíma var almenn kennara- menntun ekki á háskólastigi. Þessi hugmynd Helgu hlaut ekki hljómgrunn en í húsnæðis- leitinni var deilt um hvort skólinn ætti að vera staðsettur nálægt Háskóla Íslands eða Kenn- araháskólanum. Þá var jafnframt rætt um að flytja hann norður til Akureyrar eða jafnvel leggja hann niður. En árið 1977 varð skólinn hluti af Kennaraháskóla Íslands og hann var lagður endanlega niður árið 1989 og heimilis- fræðideild Kennaraháskólans stofnuð. Skólabragur Formfesta og agi einkenndu skólastarfið og var Helga Sigurðardóttir ávallt nefnd fröken Helga í skólanum. Á vegg kennslueldhússins var letrað stórum stöfum „Staður fyrir hvern hlut, hver hlutur á sínum stað“. Boðskapur þessi var hafður að leiðarljósi í skólastarfinu. Nemendur klæddust skólabúningum og geng- ið var eftir því að kjóll, svunta og kappi væru hrein og færu vel. Ef nemendur fóru í vett- vangsheimsóknir á vegum skólans krafðist Helga þess að þeir væru með hatta hvort sem ferðinni var heitið í sláturhús eða á listsýning- ar. Þegar gesti bar að garði voru nemendur látnir stilla sér upp og syngja skólasönginn. Steingrímur J. Þorsteinsson kenndi íslensku við Húsmæðrakennaraskólann frá 1947 til 1964. Hann kynntist því skólastarfinu vel. Í áð- urnefndri minningargrein sem hann ritaði að Helgu látinni segir hann: „Háttvísi var meðal kennslugreina á stundaskrá og það var meira en nafnið eitt. Yfir samkomum skólans og skemmtun var líka sá svipur og stíll sem ég þekki varla slíkan í skólalífi okkar, en jafn- framt sú áfenga æskugleði sem enginn mjöður fær skapað.“ Vigdís Jónsdóttir var nemandi Helgu í fyrsta árgangi og tók síðar við skólastjórastöð- unni er Helga lét af störfum. Hún lýsir kennslu Helgu þannig að hún hafi verið borin upp af sannfæringarkrafti. Hún hafi boðað nýja manneldisstefnu og lagt ríka áherslu á að auka bæri hlut ávaxta og grænmetis í fæðunni. En þar sem úrval af slíkum vörum var afar takmarkað á markaði benti Helga á það úr- ræði að húsmæður tækju málin í sínar hendur og stunduðu matjurtarækt á heimilum. Er hún sýndi aðferðir við matreiðslu gerði hún það af mikilli leikni. Hún kunni ráð við flestum vanda sem upp gat komið í eldhúsinu og nemendur gátu ætíð treyst á hjálp hennar ef illa gekk. Hún lagði áherslu á hefðbundna matreiðslu en samhliða var bryddað upp á nýjungum í með- ferð íslensks hráefnis. Þá voru einnig fram- leiddir vandaðir íburðarmikilir réttir en Helga lét þó ekki berast með tískustraumum ef þeir stríddu gegn hóflegum neysluvenjum. Hag- sýni og smekkvísi við matreiðsluna var ætíð í fyrirrúmi, allt sem á borð var borið varð að standast kröfur um lýtalausa framreiðslu. Hússtjórnarkennaraskólinn átti drjúgan þátt í að varðveita þjóðlega meðferð matvæla sem dæmi má nefna að nýting fjallagrasa var endurvakin og sláturafurðir geymdar í mysu þótt frystigeymslur væru að ryðja sér til rúms og væru einnig notaðar. Um samskipti nemenda segir Vigdís Jóns- dóttir: „Að jafnaði voru samskipti skólastjóra og nemenda skemmtileg og uppörvandi, lá- deyða og vandræðagangur víðs fjarri. Það sem koma átti í verk þoldi ekki frest, framtak og bráðlæti þessa kappsfulla verkstjóra var ögr- un þeim værukæru sem gjarnan vildu vera áhorfendur og láta stundir líða fram í rólegum takti.“ Helgu þótti vænt um nemendur sína og gerði þeim grein fyrir að nám þeirra væri mikilvægt. Í gamni og alvöru setti hún fram „tíu ára regluna“. Í þeirri reglu fólst að hún mæltist til þess að nemendur hennar kenndu í 10 ár áður en þær færu að helga sig eigin- manni og börnum. Miðað við allt það sem Helga Sigurðardóttir afkastaði á stuttri ævi má ætla að ekki hafi gefist mikill tími til gleðskapar en því er víðs fjarri. Vigdís Jónsdóttir segir þetta um Helgu: „Að annasömu dagsverki loknu gat hún vísað allri þreytu á bug og tekið á sig gervi glæsi- konu. Hún kunni að lyfta góðu samkvæmi yfir hversdagsleikann og var lífið og sálin í veislu- glaumi.“ Og Katrín Helgadóttir tekur í sama streng í minningargrein að Helgu látinni. „Engan hef ég hitt á lífsleiðinni sem átti jafn- létt með að gleðjast á góðri stund og gera sam- stillta heild úr misjöfnum hópi. Þá var hún ætíð miðdepillinn sem allir hlýddu, hið ríka hugmyndaflug hennar kom í ljós, bak við bjartar brár hló barnslundin og góðvildin streymdi frá henni til umhverfisins.“ Hér hefur verið gerð tilraun til að lýsa frök- en Helgu Sigurðardóttur og verkum hennar. Helga var brautryðjandi og baráttukona og mótlætið varð henni hvatning. Hennar verður lengi minnst fyrir að hafa stuðlað að stofnun Hússtjórnarkennaraskóla Íslands, verið skóla- stjóri hans og fyrir hinar viðamiklu mat- reiðslubækur er hún ritaði, einkum bókina Matur og drykkur. Og enn er vitnað í minningargrein Stein- gríms J. Þorsteinssonar í Morgunblaðinu á jarðarfarardegi Helgu 31. ágúst 1962. „En svo var henni annt um allt það, sem henni við kom, að umhyggja hennar gat orðið að ráðríki. Hún vissi, að nefndir og fundir verða framkvæmdum oftast til trafala og voru t.d. kennarafundir sízt haldnir oftar en þörf krafði. Hún var eins konar einvaldsdrottning skólans. Hún átti það jafnvel til að leggja til skólans ný umráðasvæði bæði í háskólanum og Háuhlíð, þegar biðlund brást eftir leyfi lands- drottna, og veit ég ekki annað en sú landvinn- ingastarfsemi hafi orðið sigursæl – enda hét fröken Helga fullu nafni Sigurhelga, þótt hún kallaði sig það aldrei – en hún var það.“ Úrval af ritum Helgu Sigurðardóttur munu verða til sýnis í safni Menntasmiðju Kennara- háskóla Íslands við Stakkahlíð frá og með af- mælisdegi hennar 17. ágúst nk.  Heimildir: Anna Ólafsdóttir Björnsson: Saga Húsmæðrakennaraskóla Íslands. Útgefandi Hússtjórnarkennarafélag Íslands Reykja- vík 1998. Vigdís Jónsdóttir skólastjóri skrifaði kafla um Helgu Sigurðardóttir í bókina og Anna Gísladóttir tók sam- an kennaratal. Steigrímur J. Þorsteinsson: Helga Sigurðardóttir skólastjóri Minning. Morgunblaðið, 31. ágúst 1962. Katrín Helgadóttir: Helga Sigurðardóttir skólastjóri Minn- ing. Morgunblaðið, 31. ágúst 1962. Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson Höfundur er lektor í matvæla- og næringarfræði við Kennaraháskóla Íslands. ’Hin mikla fjölbreytni í ritum Helgu ber vott um að húnhafi verið afar víðsýn, hugmyndarík og fljót að átta sig á aðstæðum og finna nýjar leiðir eftir því sem ástandið í þjóðfélaginu breyttist. ‘

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.