Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.2004, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.2004, Qupperneq 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 14. ágúst 2004 Þ að er ekki á hverjum degi sem íslenskir listamenn af- reka það að komast á spjöld alþjóðlegrar listasögu, en í fjórðu og nýjustu útgáfu „Women Artists“, hinnar kunnu kvennalistasögu Nancy G. Heller, prófessors í listasögu við Listaháskólann í Fíladelfíu, bregður svo við að Katrín Sigurðardóttir er þar komin í hóp nokkurra frábærra starfs- systra sinna, sem aukið var við bókina frá fyrri útgáfu. Þær sem fylgdu Katrínu í fjórðu útgáfuna eru íranska listakonan Shirin Neshat, sem fjallað var um á síðum Lesbókarinnar fyrir nokkrum mánuðum, bandarísku listakonurnar Janine Antoni – sem hlaut alþjóðlega frægð fyrir rúmum áratug í Feneyjum með verki sínu „Lick and Lather“, hvítum brjóstmyndum úr sápu og svörtum úr súkkulaði – og Renée Cox, sem vakti ómælda reiði Rudy Guilianis, borgarstjóra New York, með bersöglum, trúarlegum ljósmyndum sínum – að ógleymdri pakistönsku listakonunni Shahzia Sikander, sem þekkt er fyrir fínleg málverk sín og þrykkmyndir, þar sem hefðbundinni aust- rænni mógúlhefð er blandað saman við nú- tímalegt og oft stingandi innihald. Þetta er í raun ótrúlegt afrek og til marks um skjótan frama Katrínar á alþjóðlegum vettvangi. Kvennalistasaga Heller, sem rekur sögu kvenkyns listamanna frá tímum endur- reisnarinnar fram til okkar daga, er einhver víðlesnasta listasaga sinnar tegundar og þarf ekki annað en vitna í umsögn Camille Paglia, bókmenntafræðingsins margfræga, þar sem hún prísar Heller og áherslur hennar í Wash- ington Post fyrir að vera blessunarlega lausar við íþyngjandi tímaleysi feminískrar þrætubókarlistar. Millilandaflutningar Það var ekki auðvelt að ná í Katrínu til að inna hana eftir atvikum, þar sem hún gerði heldur stuttan stans í Reykjavík, á leið sinni austur á Hérað til að taka þátt í sýningunni „Fantasy Island“, sem sett var upp í tengslum við Listahátíð í Reykjavík, í samvinnu við Skóg- rækt ríkisins á Hallormsstað, Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri og Eiða ehf., en Hannes Lár- usson og Hekla Dögg Jónsdóttir stýrðu með mikilli prýði. Auk Hannesar var Katrín í góðra vina hópi þungavigtarmannanna Elinar Wik- ström, frá Svíþjóð, Atelier van Lieshout, frá Hollandi, Jason Rhoades og Paul McCarthy frá Bandaríkjunum og Íslendinganna Björns Roths og Þorvalds Þorsteinssonar. Fyrir sýninguna,, sem ekki lýkur fyrr en í byrjun október, bjó Katrín til verkið „Geymir/ Container“, holrými byggt á nákvæmri stækk- un á smávölu sem hún fann á förnum vegi í Central Park í New York. Með því að skera og margfalda stækkun völunnar út í frauðplast og steypa í mót varð til innra rými sem Katrín kom síðar fyrir gröfnu ofan í göngustíg í Hall- ormsstaðarskógi. Sjá má holrýmið að innan ýmsu móti og verða þá að einhvers konar laus- lega samhangandi landslagi.“ Í ferðatöskunni leyndust garðar frá borgum þar sem þú hafðir alið manninn? „Í þessum tösku- og kassaverkum blanda ég „Listastefnan í Basel er auðvitað sölusýning og mér fannst við hæfi að vera með verk sem ekki væru of fyrirferðarmikil og gerðu sig vel í þessu samhengi. Eins og taskan eru þetta kassalaga verk sem falla út og brotna upp með gegnum glugga í göngustígnum. Þannig flytur Katrín ákveðið form milli landa, frá einum trjálundinum til annars, frá Central Park, hin- um menningarlega skrúðgarði New York-búa, til hins afskekkta skóglendis á Héraði. Einskis vert yrkisefni fundið á einum stað verður að einstæðu og eftirtektarverðu verki á öðrum stað. Þessi umskipti eru nokkuð dæmigerð fyr- ir list Katrínar og nálgun hennar á viðfangs- efni sínu. Oftar en ekki byggjast verk hennar á einföldum umbreytingum innan frá, sem eru þó mun flóknari í útfærslu en ætla mætti af út- litinu einu saman. Undirritaður náði Katrínu Sigurðardóttur í mýflugumynd á Hótel Borg og innti hana eftir gangi mála. Hún var þá tiltölulega nýkomin frá Basel í Sviss, þar sem hún sýndi á LISTE, á vegum Gallerí Maze í Torino, á Ítalíu, en LISTE er hliðarmessa við Art Basel messuna sem að þessu sinni haldin í 35. sinn. Á LISTE sýnir mjög stranglega valinn hópur ungra gall- ería allstaðar að úr heiminum og er áherslan á þessari messu lögð á vaxtabroddinn í samtíma- myndlist. Konur sem segja sex En hvað varstu að sýna á messunni í Basel? „Ég var með tvo litla skúlptúra, annar er skyldur landslagskössunum í Listasafni Ís- lands og hinn er fyrirrennari verksins sem ég er að vinna að fyrir Listasafn Reykavíkur. Einnig var ég með nokkrar teikningar, úr sömu myndröð og ég sýndi í Fondazione Sand- retto Re Rebaudengo í Torino. Það var mér kærkomið að þessi teiknisýning mín í apríl og maí, féll saman við sýningu á verkum Carol Rama, annars staðar í safninu. Það var hrein opinberun að kynnast verkum þessarar frá- bæru listakonu og sér í lagi verkum hennar frá millistríðsárunum. Þetta var á tímum fas- istastjórnar á Ítalíu og það er greinilegt að Rama hefur verið afskrifuð sem geðsjúklingur. En í dag sér maður verk hennar í mun bjart- ara ljósi, þau eru hreint frábær og langt á und- an sinni samtíð.“ Á meðan við dreipum á teinu og kaffinu á Borginni berst talið nánar að þessari merki- legu, ítölsku listakonu, sem fæddist í Torino í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri og lifir enn, komin hátt á níræðisaldurinn, nýbúin að fá gullna ljónið í Feneyjum 2003, fyrir ævistarf sitt. Katrín viðurkennir að Rama sé meðal þriggja eftirlætislistamanna sinna. Hinir séu þær Louise Bourgeois og Yayoi Kusama. Hún bendir á það að þótt aðferðir þeirra séu gjör- ólíkar hennar eigin sé það hetjuleg köfun þeirra í eigið hugskot sem heilli hana. Við velt- um fyrir okkur hvort þær Bourgeois og Kus- ama hafi yfirleitt þekkt Carol Rama og verk hennar. Svo merkilega vill þó til að þær þrjár eru náskyldar, ekki aðeins hugmyndlega held- ur einnig hvað varðar efnistök. Þó vill Katrín meina að Rama hafi verið þeirra fyrst að brjóta blað með byltingarkenndum teikningum sínum og vatnslitamyndum frá því fyrir stríð. Bourgeois fór ekki að sýna að ráði fyrr en upp úr 1950, og sálræn og kynferðisleg yrk- isefni hafi ekki komið í ljós fyrr en á sjöunda áratugnum. Carol Rama hefur því að hennar mati vinninginn í tíma. En auðvitað sé erfitt að gera upp á milli þeirra að öðru leyti því með kynngimögnuðum hætti hefur þessum þremur konum tekist að snúa innhverfunni út og gera viðkvæmni og veikleika sína að djörfung og styrk. Þær eru því ekki ónýtar sem fyr- irmyndir. Minnið og veruleikinn En víkjum aftur að höggmyndunum sem þú sýndir í Basel. Ef þær eru eitthvað í líkingu við töskuna góðu með görðunum hljóta þær að vera góðar? Minnið og g Án titils Teikning frá árinu 2004. Farmur/Haul III Þrívíddarverk frá 2004. Eftir Halldór Björn Runólfsson hbr@símnet.is Minnið og gleymskan er hverfipunkturinn í þessu samtali greinarhöfundar við myndlistar- manninn Katrínu Sigurðardóttur. Hún segir þar: „Það að muna og gleyma endurspeglar meðvitund og vitundarleysi, og samspil þessa tveggja er mikilvægt í allri sköpun. Óbilandi traust og dýrkun á meðvitundinni er háskalegt og getur beinlínis sett hömlur á mann. En það má e.t.v. halda því fram að list sé annarskonar meðvitund, önnur leið og ekki síðri til að sortera veruleikann.“ ’Ég held að vissulega megi skilgreina góða list sem verk sem klistaverk geta gert þetta á mjúkan eða harðan hátt, leiðinlega eins með listaverk og með einstaklinga, almennt er fólk ekki ti gegnum sig. Gott listaverk getur glápt til baka á áhorfanda sin og ógnvænlegan persónuleika. Ég held samt að maður sjái ald

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.