Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.2004, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.2004, Síða 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 14. ágúst 2004 B orgin Lausanne við Genfarvatn í Sviss er þekkt fyrir fegurð sína. Hún er líka kunn fyrir að vera eins konar höfuðborg ólympíu- hreyfingarinnar. Allt frá árinu 1915 hefur Alþjóðaólymp- íunefndin haft þar höfuðstöðvar sínar og fyrir rúmum áratug var þar glæsilegt ólympíusafn opnað. Hlutverk safnsins er að sýna þróun Ól- ympíuleikanna, varðveita gögn ólympíu- hreyfingarinnar og standa fyrir fræðslu og rannsóknum á öllu því sem Ólympíuleikunum viðkemur. Safnið hefur vakið mikla athygli. Það þykir sérstaklega vel hannað og nýtískulegt. Árið 1995 fékk það Evrópsku safnaverðlaunin. Safnið er í Ouchy-hverfi borgarinnar og ekki langt frá strandgötunni sem liggur meðfram vatninu. Stór og fagur ólympíugarður umlykur það. Þegar upphafsmaður nútíma Ólympíuleika, Frakkinn Pierre de Coubertin, flutti aðsetur Alþjóðaólympíunefndarinnar frá París til Laus- anne árið 1915 lét hann í ljós þann ásetning sinn að koma á fót safni sem varðveita skyldi muni, gögn og minjar um Ól- ympíuleikana og starf ól- ympíuhreyfingarinnar. Sjö árum síðar létu borg- aryfirvöldin í Lausanne Alþjóðaólympíunefnd- inni í té slotið Villa Mon-Repos fyrir starfsemi sína. Þar voru fyrstu safngripirnir hafðir til sýnis í einum sal. Nýir munir bættust við eftir því sem árin liðu. Árið 1970 var þessu safni lok- að. Það þótti ekki lengur svara þeim kröfum sem gera varð til nútímalegra safna. Áratugur leið án þess að nokkuð yrði gert til að opna safn- ið aftur í nýjum húsakynnum. En breyting var í vændum. Spánverjinn Juan Antonio Sam- aranch var kjörinn forseti Alþjóðaólymp- íunefndarinnar í Moskvu árið 1980. Það kom fljótt í ljós að eitt af helstu áhugamálum hans var að koma upp myndarlegu ólympíusafni. Ár- ið 1982 lýsti hann því yfir að nýtt ólympíusafn skyldi reist í Lausanne. Sama ár var bráða- birgðasafni komið upp við Ruchonnet-götu í miðri borginni. Þar var einnig fræðslumiðstöð og bókasafn Alþjóðaólympíunefndarinnar til húsa. Starfsemin jókst ár frá ári og brátt kom að því að ekki var lengur undan því vikist að bæta aðstöðuna til muna. Árið 1988 var fyrsta skóflustungan tekin að nýrri safnbyggingu. Ekki var í lítið ráðist. Svo myndarlega skyldi að verki staðið að almannadómur yrði sá að safnið væri það fallegasta í heimi. Hið nýja safn var svo opnað við mikla athöfn hinn 23. júní árið 1993. Þá voru 99 ár liðin frá stofnun Alþjóðaólympíunefndarinnar í París ár- ið 1894. Umtalsverðar breytingar voru gerðar á safninu árið 2001 og öll sýninga- og upplýs- ingatækni bætt verulega. Ólympíugarður prýddur listaverkum Safnið er í brekku fyrir ofan strandgötuna. Það sést ekki frá henni vegna trjágróðurs. Kenni- leiti við götuna hjálpa gestinum að finna það. Þeim megin götunnar sem safnið er er stór og hvítur gosbrunnur. Á þriggja metra háum vegg hans má lesa nafnið á garðinum (Le Parc Olympique). Nafnið glitrar í vatninu sem renn- ur í sífellu niður vegginn. Gegnt gosbrunninum, handan götunnar, er annað kennileiti sem vek- ur athygli á safninu. Það er listaverk sem sýnir fjóra menn bera ólympíufánann yfir höfðum sér. Leiðin upp brekkuna að safninu liggur eftir rúmlega 400 m löngum krákustíg. Annar kostur er rúllustigi við vinstri jaðar garðsins. Á leið sinni eftir stígnum mætir gesturinn fögrum gróðri og hverju útilistaverkinu af öðru, nánast við hvert fótmál. Þau eru eftir marga fræga listamenn. Öll tengjast þau íþróttum eða ólymp- íuhreyfingunni á einhvern hátt og eru því til merkis um þau miklu tengsl sem eru á milli íþrótta og lista. Þeim tengslum hefur ólympíu- hreyfingin ávallt haldið á lofti. Flest verkanna eru gjafir frá ólympíunefndum eða alþjóðasér- samböndum í íþróttum. Listaverk af tveimur frægum hlaupurum prýða garðinn. Annað er nýleg bronsmynd af tékkneska hlauparanum Emil Zatópek sem var einn af fremstu lang- hlaupurum heimsins um miðja síðustu öld en hin gömul höggmynd af finnska hlauparanum Paavo Nurmi sem fyrir tíð Zatópeks bar höfuð og herðar yfir aðra millilengdahlaupara. Mynd- ina af Nurmi gerði landi hans Wäinö Aaltonen árið 1924. Hana má sjá víða, m.a. fyrir framan ólympíuleikvanginn í Helsinki þar sem Ólymp- íuleikarnir voru haldnir árið 1952. Svo vel fellur safnið að umhverfi sínu að gangandi gesturinn tekur varla eftir því. Allt í einu stendur hann fyrir framan lágreista og stílhreina byggingu. Framhliðin á henni er úr hvítum marmara frá grísku eyjunni Thasos. Marmarinn minnir á Grikkland og hinn sögu- lega uppruna Ólympíuleikanna til forna í Ól- ympíu. Það gera einnig átta hvítar súlur á pall- inum fyrir framan safnið, fjórar til hvorrar handar. Á þær eru skráð nöfn þeirra staða sem haldið hafa Ólympíuleika til þessa. Til vinstri við pallinn blasir við stórt og sérstakt listaverk eftir Miguel Berrocal frá Spáni. Það ber heitið „Citius, Altius Fortius“ (hraðar, hærra, kröft- ugar). Þessi þrjú orð eru kjörorð Ólympíu- leikanna. Listaverkið er vöðvamikill manns- bolur, gylltur og gljáandi. Hann er í sex pörtum og snýst í sífellu. Á hringferð sinni klofnar hann í parta sína og smellur svo saman á ný. Til hægri við pallinn er hins vegar fallegur reitur með eldskál í miðju. Þar brennur eilífur eldur, eins konar ólympíueldur. Þýska listskauta- drottningin Katarina Witt tendraði hann þegar safnið var opnað. Þótt byggingin sýnist lágreist er hún samt fimm hæðir. Tvær hæðir eru neðanjarðar. Á fyrstu hæðinni eru sýningarsalir og stór fund- arsalur sem tekur 180 manns í sæti. Þar er einnig forvitnileg verslun sem býður alls konar varning sem tengist Ólympíuleikunum og ól- ympíuhreyfingunni. Má þar nefna íþróttafatnað og minjagripi, myndbönd, veggspjöld og bæk- ur. Á annarri hæðinni eru tveir stórir sýning- arsalir og nokkrir minni salir að auki. Á efstu hæðinni er svo stór og snotur veitingastaður. Hann er bæði undir þaki og berum himni. Frá honum er fagurt útsýni yfir Genfarvatnið og til Alpafjalla. Tvær hæðir safnsins eru neð- anjarðar. Þar eru bóka- og skjalasafn, kvik- myndasalir og fjölmargar vinnustofur. Spíral- löguð gangbraut liggur upp eftir miðri byggingunni af fyrstu hæð upp á aðra hæð. Af henni er hægt að sjá yfir alla helstu sýning- arsali safnsins og niður til bókasafnsins og fræðsludeildarinnar á efri kjallarahæðinni. Allt safnið er um 11.000 fermetrar á stærð og rýmið til sýninga um 3.500 fermetrar. Það kostaði um 4 milljarða króna að koma safninu upp. Mestur hluti af því fé (um 85%) kom frá þekktum fyrirtækjum svo sem Sam- sung, Coca-cola, Mitsubishi og Kodak. Nöfn fyrirtækjanna eru skráð gylltu letri á heið- ursvegg í forsal safnsins. Saga Ólympíuleikanna rakin Á fyrstu hæðinni er merkileg sýning sem helg- uð er Ólympíuleikunum til forna og endurreisn þeirra í lok 19. aldar. Fremst í salnum er stórt líkan af Ólympíu til forna í Grikklandi með öllum sínum fögru byggingum og listaverkum. Í skáp- um og á veggjum eru svo fjölmargir fornir grískir munir til sýnis, m.a. vasar, skálar, vopn og styttur. Einnig má þarna sjá muni frá Etr- úrum. Pierre Coubertin skipar eðlilega vegleg- an sess í þessum sal. Hann stendur í fullri stærð í vinnuherbergi sínu sem þarna er til staðar eins og það var þegar hann var á lífi. Að baki hans er stórt og þekkt málverk af honum með sverð í hendi og hesti hans. Hestamennska og skylm- ingar voru í uppáhaldi hjá honum. Málverkið gerði belgíski listamaðurinn Jacques de Lalaing árið 1914. Öðrum forsetum Alþjóðaólympíu- nefndarinnar eru einnig gerð rækileg skil í máli og myndum. Sömuleiðis sögu og hlutverki Al- þjóðaólympíunefndarinnar. Fjöldi ólympíukyndla vekur athygli. Sá elsti er frá Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936. Þá var efnt til ólympíuboðhlaups í fyrsta sinn. Kyndlarnir hafa breyst mikið með tímanum, m.a. vegna tilkomu betri tækni sem beitt er við að varðveita eldinn. Allir hafa einhver þjóðleg auðkenni þeirra þjóða sem haldið hafa Ólympíu- leika. Á annarri hæðinni eru tveir stórir samliggj- andi sýningarsalir, kvikmyndasalur og nokkrir minni salir. Í stóru sölunum eru sýningar um Ól- ympíuleika nútímans. Þar er saga hverra leika rakin á ýmsa vegu og nútíma sýninga- og upp- lýsingatækni notuð til þess. Teikningar, töflur, ljósmyndir og tölvur veita upplýsingar um hvað- eina er varðar Ólympíuleikana. Allar íþrótta- greinar Ólympíuleikanna hafa sinn sess. Fjöldi muna sem þeim tilheyra er til sýnis, svo sem gömul og ný áhöld, tæki og búningar. Þarna má líka sjá persónulega muni frægra keppenda, t.d. verðlaunapeninga, hlaupaskó bandarísku spretthlauparanna Carls Lewis og Michaels Johnsons og búninginn sem Katarina Witt var í er hún sigraði á Vetrarleikunum í Sarajevo 1984 svo eitthvað sé nefnt. Mikið breiðtjald tengir salina saman. Á því birtast í sífellu myndir frá liðnum leikum, allt frá árinu 1896. Þar má m.a. sjá svipmyndir af hrífandi setningar- og lokahá- tíðum, spennandi íþróttakeppni, fagnandi sig- urvegurum og gleðistundum. Einstakt frímerkjasafn Á sömu hæð eru einnig sérstakar sýningar á frí- merkjum og myntum sem tengjast Ólympíu- leikum. Þar eru t.d. öll frímerki sem gefin hafa verið út í heiminum í tengslum við Ólympíuleika frá því Grikkir gáfu út þau fyrstu (12 að tölu) þegar leikarnir voru haldnir í fyrsta sinn í Aþenu árið 1896. Þessum frímerkjum hafði Juan Antonio Samaranch safnað frá árinu 1945 og gaf safninu þau árið 1989. Auk frímerkjanna eru til sýnis fyrsta dags umslög, póststimplar og annað sem tilheyrir frímerkjum og frímerkjasöfnun. Myntsafnið er einnig afar merkilegt og fróðlegt. Allt frá upphafi nútíma Ólympíuleika hafa minnispeningar verið gefnir út og sömuleiðis af öðrum tilefnum. Um allan heim eru safnarar sem viða að sér alls konar munum sem tengjast Ólympíuleikunum. Þess má geta að safnarar ólympískra frímerkja, mynta, muna og minn- isgripa hafa stofnað með sér þrenn alþjóða- samtök. Árið 1993 setti Alþjóðaólympíunefndin á laggirnar nefnd sem vinnur með þessum al- þjóðasamtökum og stendur fyrir kaupstefnum og sýningum í samvinnu við ólympíusafnið. Tímabundnar sýningar Auk hinna föstu sýninga sem sagt hefur verið frá efnir safnið til margra tímabundinna sýn- inga á ári hverju. Árið 2002 voru þær 12 að tölu. Þessar sýningar eru jafnan um tiltekið og af- markað svið. Til dæmis hafa verið haldnar yf- irlitssýningar um maraþonhlaup Ólympíu- leikanna, heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu og hjólreiðakeppnina „Tour de France“. Í sum- ar hafa Óýmpíuleikarnir sem nú standa yfir í Aþenu, verið kynntir með stórum sýningum og margvíslegum uppákomum. Sýningar á lista- verkum eru algengar. Sýnd hafa verið verk eftir listamennina Andy Warhol, Míró, Dunoyer de Segonzac, Hans Erni og Nag Arnoldi auk ann- arra. Í kjallara safnsins er allgott safn íþróttabóka, alls um 20.000 bækur og 200 tímarit hvaðanæva úr heiminum. Safnið á líka mikið safn ljósmynda eða um 270.000 myndir. Auk þess á það fjölda kvikmynda, myndbanda og gagnagrunna á diskum. Sagt er að það myndi taka um 7.000 klukkustundir að sýna allar kvikmyndir sem safnið á. Í sérstökum tölvum geta gestir aflað sér fróðleiks og skoðað myndskeið að eigin vali frá Ólympíuleikum. Í flestum tilfellum standa textar á fjórum tungumálum til boða. Í tengslum við bókasafnið er rekin fræðslu- deild sem sett var á stofn til að varðveita og rannsaka sögulegar heimildir Ólympíuleikanna og ólympíuhreyfingarinnar. Þar eru varðveitt handrit, bréf, skýrslur og annað þvíumlíkt sem varða störf og sögu Alþjóðaólympíunefnd- arinnar og allrar ólympíuhreyfingarinnar. Þeir sem áhuga hafa á íþróttum ættu að skoða Ólympíusafnið þegar tækifæri gefst. Þar er mikinn fróðleik að finna um Ólympíuleikana frá upphafi, sögu íþróttanna, einstæða viðburði og frækið íþróttafólk. Sá fróðleikur er settur fram á skemmtilegan og hrífandi máta. Safnið iðar af lífi í hverjum krók og kima. Sá sem hefur skoðað það finnur fljótt hjá sér löngun til að skoða það aftur. Árið 2003 höfðu tvær milljónir manna skoðað safnið frá opnun þess. Það segir sína sögu. Ólympíusafnið í Lausanne Ólympíusafnið í Lausanne var opnað 23. júní árið 1993, er tæp öld var liðin frá stofnun Alþjóðaólympíunefndarinnar í París árið 1894. Ólympíuleikarnir voru settir í Aþenu í gær. Eins og kunnugt er hefur Alþjóðaólympíu- nefndin haft höfuðstöðvar sínar í Lausanne í Sviss, en þar er Ólympíusafnið einnig til húsa. Hlutverk þess er að sýna þróun leik- anna, varðveita gögn tengd þeim og standa fyrir fræðslu og rannsóknum á því sem lýtur að Ólympíuleikunum. Höfundur er með doktorspróf í íþróttasögu og uppeldisfræði og starfar sem dósent við Kennaraháskóla Íslands. Eftir Ingimar Jónsson ingimarj@ismennt.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.