Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.2004, Síða 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. september 2004
!
Fór í leikhús um daginn. Mikið
afskaplega var það nú leið-
inlegt. Það er alveg merkilegt
hvað manni getur leiðst mikið
við að horfa á lélega leiksýn-
ingu.
Ef sagan er ekki grípandi,
þá getur ekkert bætt það upp.
Öll sýningin verður samdauna, leik-
myndin, búningarnir, leikararnir – það
vantar herslumuninn allstaðar. Fram-
vindan verður löturhæg; endalaus tími
til að grandskoða illa máluð leiktjöld,
gervilega förðun, ótrúverðuga búninga.
Snilldartilþrif í leik fara fyrir ofan garð
og neðan, góður söngur skiptir ekki
máli og dansspor eru
bara eitthvert sprikl.
Það hellist yfir mann
óbærilegt eirðarleysi.
Maður fer að finna fyrir óþægindum í
baki og rassi. Það er annaðhvort of
heitt í salnum, eða of kalt. Lyktin af
hinum áhorfendunum verður uppá-
þrengjandi og þá sérstaklega á frum-
sýningu – þá er nefnilega notaður vænn
aukaskammtur af rakspíra og ilmvatni.
Ég hef oft dundað mér við að rannsaka
fólkið í kringum mig. Maður rekur aug-
un í t.d. skrýtinn fæðingarblett á hálsi,
flösu á öxlum, loðin eyru o.s.frv. Einu
sinni lét ég mér leiðast á farsa, sem
mér þótti ekki fyndinn. Aftur á móti tók
maðurinn sem sat fyrir framan mig
bakföll af hlátri. Þá gafst mér kjörið
tækifæri til að rannsaka hvað hann var
kafloðinn innan í nefinu. Það var mjög
athyglisvert.
Maður sleppur ekki út, það væri of
áberandi. Heil röð þyrfti að standa upp.
Leikararnir mundu taka eftir því; það
væri mjög gróf móðgun – sem ég vil
ekki leggja á þá, greyin.
Svo kemur hlé, sem er oftast allt of
langt – og þá gæti maður látið sig
hverfa – en maður þrjóskast við. Miðinn
kostaði svo og svo mikið. Líklega er
sýningin styttri eftir hlé. Kannski er
seinni hlutinn skárri? En það er hann
reyndar aldrei.
Ég hef misst af öllum sýningum í
heilu leikárin eftir svona reynslu. Það
tekur marga mánuði, jafnvel ár, að
gleyma, fyrirgefa, byggja upp traustið
aftur – og forvitnina, til að maður taki
áhættuna á ný.
En af hverju er þetta svona erfitt?
Það er ekki svona sterk upplifun að
horfa á lélega bíómynd í kvikmynda-
húsi. Það eru ekki eins mikil vonbrigði,
þó að myndin sé slöpp. Maður situr
bara rólegur og kvikmyndin líður hjá. Í
versta falli er það bara ómerkileg tíma-
eyðsla.
Bindur maður of miklar væntingar
við leikhús? Er maður að gera sér of
mikinn dagamun; sparifötin eru dregin
fram, það er farið út að borða, allir
mæta tímanlega, númeruð sæti og ekki
hleypt inn í salinn eftir að sýningin
hefst ...
Er það af því að þarna er alvöru fólk
uppi á sviðinu? Það gengur í gegnum
þessa erfiðleika kvöld eftir kvöld.
Stundum nær maður óvart augn-
sambandi við leikara. Getur hann séð
það á mér hvað mér leiðist? Heyrir
hann að ég klappa frekar lítið? Að ég
hlæ ekki þegar til þess er ætlast?
Kannski er þetta sameiginleg upp-
lifun, af því að við erum undir sama
þaki, öndum að okkur sama súrefninu.
Maður er gerður að þátttakanda í ein-
hverju sem maður er ekki sáttur við.
Þetta eru samræður áhorfandans og
höfundarins, þar sem maður ræður ekki
framvindunni – og maður getur ekkert
sagt. Og maður neyðist til að klappa
með í lokin. Ég hef sennilega aldrei
sleppt því að klappa. Meira að segja í
arfalélegum sýningum, þá eru leik-
ararnir klappaðir upp, aftur og aftur.
En á nákvæmlega sama hátt eru góð-
ar leiksýningar einhver sú sterkasta
upplifun sem maður getur orðið fyrir.
Þar er maður til í að standa á fætur og
hrópa bravó og taka þátt í öllum til-
gerðarpakkanum – af því að maður er
þátttakandi. Það verður ekki umflúið.
Og þá er maður stoltur af því. Að hafa
valið þessa sýningu. Að hafa tekið séns-
inn – og uppskorið ríkulega.
Leikhús
dauðans
Eftir Óskar
Jónasson
evita@internet.is
Virðing fyrir börnum er áberandi íSvíþjóð. Þeim er heilsað meðhandabandi, talað er við þau einsog fullgilda þegna, þau eru spurð
álits og á þau er hlustað. Fjölmiðlarnir tala
líka til þeirra með virðingu og bjóða þeim
upp á fleira en bandarískar teiknimyndir.
Bolibompa heitir barnatíminn í sænska rík-
issjónvarpinu og á þeim
klukkutíma sem hann var-
ir á hverjum degi eru
vissulega fáeinar banda-
rískar teiknimyndir inn á
milli en þær eru ekki
uppistaðan eins og ég fullyrði að íslensk börn
eigi að venjast. Einhvern veginn var manni
farið að þykja eðlilegt að eina innlenda dag-
skrárgerðin fyrir börn væri Stundin okkar,
hálftíma á viku. En þegar til Svíþjóðar er
komið og sjónvarpið notað til að læra málið,
streyma fram sænskir fræðsluþættir, fréttir,
íþróttaþættir, matreiðsluþættir og afþreying-
arefni – allt ætlað börnum – og það rennur
upp fyrir manni ljós: Auðvitað er nauðsynlegt
að búa til meira vandað efni fyrir börn. Því
það verður að segjast að Stundin okkar virð-
ist hvorki mjög vandað efni né mikið.
Á hverjum degi er einhver innlend dag-
skrárgerð fyrir börn í sænska ríkissjónvarp-
inu. Og til að gefa íslenska Ríkissjónvarpinu
nokkrar hugmyndir:
Lilla Aktuelt: Fréttir fyrir börn. Börnum
sagðar heimsfréttirnar á aðgengilegan máta
og spurningar frá börnum notaðar. T.d. var
fréttaritari í Rússlandi spurður: Varstu
hræddur að vera á staðnum þar sem teknir
voru gíslar? Utanríkisráðherra Svíþjóðar
kom í viðtal um málið og sýndi barnafrétta-
tíma því sömu virðingu og fullorðinsfrétta-
tíma.
Önnur frétt: Tíu ára strákur talar við ís-
hokkíhetjuna sína um að hann virðist alltaf
vera reiður úti á svellinu – er hann svona fyr-
ir utan svellið líka? Og hvenær grét hann síð-
ast? Börn eru í fréttamannahlutverki í sum-
um fréttum, fullorðnir í öðrum.
Lilla Sportspegeln: Íþróttaþáttur fyrir
börn. Landsliðskona í fótbolta kennir knatt-
tækni, júdó er kynnt og fjallað er um íþróttir
barna af börnum fyrir börn. Hentar full-
orðnum víst líka. Umsjónarmennirnir eru
tveir, karl og kona, og þau eru eðlileg en ekki
með endalaust sprell og læti. Það þarf nefni-
lega ekki þó svo verið sé að tala til barna.
Hjärnkontoret: Fræðsluþáttur þar sem
ýmsum spurningum er svarað: Af hverju
verður maður brúnn af því að vera úti í sól-
inni? Og maður bara spyr: Af hverju eru
þættir eins og Nýjasta tækni og vísindi á
dagskrá um tíuleytið á kvöldin í íslensku
sjónvarpi eða enn verra: þeir teknir af dag-
skrá? Vísindavefurinn gæti nefnilega verið
góð uppspretta í fræðsluþátt fyrir börn.
Myror i brallan: Náttúrufræðsla. T.d. um
slöngur og hvernig er hægt að þekkja högg-
orma? (Eitthvað sem maður þarf raunveru-
lega að vita í sænskum skógum). Fróðleikur
settur fram á skemmtilegan hátt með hæfum
umsjónarmönnum.
Rätt i rutan: Matreiðsluþáttur. Hrærivélin
er önnur af aðalpersónunum og kemur með
fróðleiksmola um hitt og þetta sem viðkemur
bakstri og matreiðslu.
Svo eru það sögupersónur þjóðhetjunnar
Astrid Lindgren sem spretta fram í leiknum
myndum og teiknimyndum. Kalli á þakinu,
Maddit, Lína Langsokkur og Emil í Kattholti
eru félagar sem koma oft í heimsókn og eru
satt að segja mun skemmtilegri en blessað
Disney-draslið.
Nú þarf Ríkissjónvarpið og e.t.v. aðrar
sjónvarpsstöðvar að taka sig saman í andlit-
inu og bjóða börnum á Íslandi upp á eitthvað
meira en Disney-stundina, lélegar teikni-
myndir, Stundina okkar og einstaka sam-
norræna stuttmynd.
Bolibompa
’En þegar til Svíþjóðar er komið og sjónvarpið notað tilað læra málið, streyma fram sænskir fræðsluþættir,
fréttir, íþróttaþættir, matreiðsluþættir og afþreying-
arefni – allt ætlað börnum – og það rennur upp fyrir
manni ljós: Auðvitað er nauðsynlegt að búa til meira
vandað efni fyrir börn. ‘
Fjölmiðlar
eftir Steingerði
Ólafsdóttur
steingerdur@mbl.is
1. Stundum losnar fylling úr tönn / þá er ráð að koma frímerkjasafninu í verð.
2. Stundum fer lampi í sjónvarpinu / þá er ráð að draga stöðumælavörðinn á tálar.
3. Stundum sýður upp úr pottinum / þá er ráð að ganga úr þjóðkirkjunni.
4. Stundum berst bréf frá skattayfirvöldum / þá er ráð að íhuga vængjuð strau-
járn.
5. Stundum finnast ekki gleraugun / þá er ráð að mótmæla lægðunum yfir Græn-
landi.
6. Stundum er strætisvagninn nýfarinn / þá er ráð að endurmeta hjúskaparstöð-
una
7. Stundum ætlar allt um koll að keyra / þá er ráð að sækja gömlu sundhettuna
upp á háaloft
8. Stundum verður bíllinn bensínlaus / þá er ráð að geyma spiladós í hanskahólf-
inu.
9. Stundum gleymist að kaupa mjólk / þá er ráð að sáldra hveiti yfir pottablómin
10. Stundum stíflast eldhúsvaskurinn / þá er ráð að ganga í Bifhjólasamtök lýð-
veldisins.
Óskar Árni Óskarsson
www.Bjartur.is
Grænhöfði heldur við Maríu Callas
Hvað er með álitsgjöfum? Hvenær varð orðið álitsgjafi til?
Sennilega fyrir nokkrum mánuðum eða árum; nú tíðkast að gefa álit á álitsgjöfum,
oft ekki jákvætt. Þetta leiðir hugann að lífinu almennt, því sem er einkalegt en
ekki opinbert. Í lífinu er til að mynda að finna gifta konu sem nefnist María Callas.
Hún er alnafna söngkonunnar frægu, síkát og fjörug og eiginkona bakarans í bæn-
um Losna, 15 kílómetra frá Ribeira Grande á eyjunni Santo Antão sem tilheyrir
Grænhöfðaeyjum.
Grænhöfði býr í Losna. Grænhöfði heldur við Maríu Callas.
Bakaranum, sem heitir Pedrinho, er vel kunnugt um ástarfundi Grænhöfða við
Maríu Callas, sem eiga sér til að mynda stað í rómantísku rjóðri í vegkanti á jaðri
bæjarins. Pedrinho gleðst yfir sambandinu. Raunar er hann hommi. Það vita allir
bæjarbúar nema hann sjálfur.
Pedrinho hefur ekki haft tíma til að leggja rækt við eðli sitt og því er það honum að
mestu hulið. En hann er feginn að einhver nennir að sinna eiginkonunni.
Grænhöfði
Kistan www.kistan.is
Skáld gefur ráð
Morgunblaðið/Ómar
Var Lautréamont greifi á ferðinni?
I Meirihlutinn hefur ekki alltaf rétt fyrir sér.Meirihlutinn hefur til dæmis ekki gott gild-
ismat, hann er iðulega úti á þekju þegar kem-
ur að því að meta hvað er fagurt og gott. Það
er auðvelt að benda á dæmi eins og Hitler
sem fylkti fjöldanum á bak við sig í Þýska-
landi nasismans en hafði tvímælalaust rangt
fyrir sér; hann hafði ekki
fallegan og góðan málstað.
Fleiri söguleg dæmi mætti tína til en það
magnaðasta blasir þó við í samtíma okkar.
Ein skýrasta sönnun þess að meirihlutinn
hefur ekki alltaf rétt fyrir sér er glámskyggni
markaðarins á það sem er fagurt og gott. Það
sem markaðurinn hefur ákveðið að sé besti
kosturinn með sinni grimmilegu útilokunar-
aðferð er ekki endilega rétt. Markaðurinn
kann að verðleggja hluti með kolröngum
hætti bara vegna þess að hann er fávís um
það sem skiptir máli, vegna þess að gildismat
hans er brenglað, vegna þess að hann er
blindaður af flottheitakröfum og innantómu
stjörnugliti, tilgangslausum umbúðum.
II Um þetta höfum við tvö mjög skýr dæmifrá íþróttaviðburðum sumarsins. Á Evr-
ópukeppni landsliða í knattspyrnu í júní
brugðust þeir leikmenn sem markaðurinn
hefur verðlagt hæst og raunar sannfært okk-
ur flest um að séu þeir bestu – já, og falleg-
ustu í heimi hér um þessar mundir. Liðin
sem voru skipuð þessum leikmönnum, sum
jafnvel í nánast hverri einustu stöðu innan
sem utan vallar (Frakkarnir, Englending-
arnir, Ítalirnir, Spánverjarnir, Hollending-
arnir), þurftu að yfirgefa Portúgal með skít
og skömm. Liðin sem voru skipuð fáum ef
nokkrum nafntoguðum leikmönnum stóðu sig
aftur á móti undantekningarlítið vel. Lið
Grikkja, sem hafði engan þekktan knatt-
spyrnumann innanborðs, stóð uppi sem sig-
urvegari á mótinu. Það sama gerðist síðan í
körfuknattleikskeppni Ólympíuleikanna í
Aþenu í ágúst. Þar mættu Bandaríkjamenn
með ofurlaunaða, markaðsdýrkaða leikmenn
sem héldu að þeir væru mættir til þess að
sitja fyrir á ljósmyndum leikmanna annarra
liða. Í fyrsta leik voru þeir teknir í bakaríið af
Puertó Ríkó, síðan af Litháum og svo af Arg-
entínumönnum. Allir höfðu talið öruggt að
Bandaríkjamenn myndu sigra í körfuknatt-
leikskeppninni að vanda en á endanum tókst
þeim að bjarga sér fyrir horn með því að
vinna til bronsverðlauna.
III Markaðurinn er ekki eins stórkostlegttæki og hann lítur út fyrir að vera. Það
stirnir oft á hann eins og stórkostlegt sig-
urverk en þegar betur er að gáð kemur í ljós
að hann er vart annað og meira en stagbætt
ræksni. Markaðurinn er heimskari en hann
lítur út fyrir að vera. Hann missir sjónar á
augljósum sannindum. Þess vegna er vilji
markaðarins líka vondur mælikvarði á listir.
Um það fjallar Jónas Sen í athyglisverðri
grein um dvínandi mörk há- og lágmenningar
í Lesbók í dag en þar kemur meðal annars
fram hörð gagnrýni á Sinfóníuhljómsveitar
Íslands fyrir að láta undan ofurvaldi mark-
aðslögmálanna.
Neðanmáls
Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111
netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf.