Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.2004, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.2004, Page 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. september 2004 | 7 hámenningunni hefur bara verið ýtt til hliðar og markaðs- hyggja heilalausrar afþreyingar tekið völdin. Vangaveltur um framtíðina Þegar stefna Sinfóníunnar er skoðuð veltir maður því fyrir sér hvort markaðslögmálin muni á endanum ráða öllu. Hugsanlega má líta á markaðslögmálin sem náttúrulögmál og var það álit vísindaskáldsagnahöfundarins Philip K. Dick að náttúrulögmálin myndu sigra hámenninguna. Kemur þessi skoðun hans fram í smásögu sem ber nafnið „The Pre- serving Machine“. Segir sagan frá manni nokkrum, unn- anda fagurrar tónlistar sem getur ekki hugsað sér að tónlist Beethovens, Bachs og allra hinna verði eyðingunni að bráð. Hann lætur því smíða fyrir sig tæki sem umbreytir nótna- handritum í dýr. Hugmyndin með því er að dýrin muni allt- af á einhvern hátt finna leið til að lifa af þó að tónlistin eyðist og falli í gleymsku vegna heimsstyrjalda. Hann gerir tilraun með nokkur tónverk og sleppir dýrunum lausum í nálægum skógi. Nokkru síðar handsamar hann skordýr sem áður hafði verið prelúdía eftir Bach og setur það aftur í tækið. Út kemur nótnahandrit með óþekkjanlegri, viðbjóðs- legri tónlist. Dýrin hafa lagað sig að umhverfinu og breyst; náttúrulögmálin hafa sigrað. Gildi listarinnar Kannski er ekki hægt að sporna við náttúrulögmálunum, lögmálum markaðarins og þeirri þróun sem hér hefur verið fjallað um, enda er sú þróun ekki með öllu slæm. Markaðs- hyggjan getur t.d. leitt til fjárhagslegs ávinnings og um- breyting hámenningar í fjöldalist leiðir til þess að fleiri hafa nú aðgang að æðri list en nokkru sinni fyrr. Hins vegar er rétt að gagnrýna markaðshyggjuna þegar hún dregur úr sérkennum íslenskrar tónlistarmenningar, eins og á sér stað hjá Sinfóníunni. En í víðara samhengi skiptir þetta hugs- anlega engu máli; sumir gætu sagt að aðalatriðið væri fyrst og fremst að geta notið listarinnar, hvernig sem hún er flokkuð. Apolló og Díonýsos Ef það er rétt, hver er þá tilgangur listarinnar og af hverju er mikilvægt að geta notið hennar? Nietzsche kafaði djúpt í eðli og gildi hennar og í bókinni Tilurð tragedíunnar úr anda tónlistarinnar sagði hann að Grikkir til forna hefðu lit- ið svo á að lífið væri í eðli sínu hræðilegt. Engu að síður höfnuðu þeir bölsýninni og umbreyttu lífsýn sinni með því að listgera hana; lífið varð ásættanlegt með því að nálgast það í gegnum listræna upplifun. Hægt var að gera það á tvo vegu sem Nietzsche tengdi við hugarfar eða viðhorf er til- heyrði annars vegar sólguðinum Apolló og hins vegar vín- og vímuguðinum Díonýsosi. Díonýsos var í huga Nietzsches tákn lífsins sjálfs; víma guðsins var alsæla þess sem upplifði einingu við kjarna lífsins. Apolló stóð fyrir skynsemi, aga og dyggðir. Leið hans var að draga hulu yfir sársauka tilver- unnar, að búa til draumaheim fegurðar sem hægt væri að gleyma sér í. Það var gert með því að skapa goðsagnaheim og með því að semja epísk listaverk. Leið Díonýsosar var að „umfaðma lífið“ í öllum sínum hryllingi og urðu þá til harm- leikir og tónlist. Að mati Nietzsches er undirstaða æðsta menningarstigs sameining þessara tveggja viðhorfa, þegar frumkraftarnir eru beislaðir af formfegurð. Þannig list er lausnari mannskyns. Lokaorð Í þessari grein hef ég einblínt á það hve mörkin á milli há- og lágmenningar verða sífellt óljósari. Óhætt er að fullyrða að margt í hámenningunni sé nú orðið að lágmenningu og að það sem enn sé hámenning, eins og t.d. íslensk nútíma- tónlist, hafi fallið í skuggann af markaðshyggju fjöldalist- arinnar. Raunverulegur samruni há- og lágmenningar virð- ist hins vegar lofa góðu eins og geisladiskur Ásgerðar Júníusdóttur gerir. Hið neikvæða við breytingarnar und- anfarið er þrælsótti við ofurvald markaðslögmálanna, sem getur orðið til þess að stöðnun nær yfirhöndinni eins og virðist eiga sér stað hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands um þess- ar mundir. Afleiðingarnar af því gætu orðið að sérkenni ís- lenskrar tónlistarmenningar verði óljós og hverfi jafnvel með öllu. Eins og ég hef bent á þá er íslensk tónlistarmenn- ing ein af forsendum þess að við getum kallað okkur menn- ingarþjóð. Engu að síður er nauðsynlegt að gefa markaðs- lögmálunum gaum og hafa í huga að menningin þróast eins og annað. Í því samhengi fannst mér eðlilegt að koma með heimspekilegar vangaveltur um framtíðina og hvert gildi listarinnar væri. Ég taldi rétt að benda á að þó listheim- urinn breyttist og mörkin á milli há- og lágmenningar hverfi væri listupplifunin sjálf aðalatriðið. Ef eyðing landa- mæra lág- og hámenningar þýðir að fleiri geti notið list- arinnar, sem Nietzsche taldi vera lausnara mannkyns, þá er framtíðin ekki svo hræðileg. Morgunblaðið/Einar Falur Sinfóníuhljómsveit Íslands „Hið neikvæða við breytingarnar und- anfarið er þrælsótti við ofurvald markaðslögmálanna, sem getur orðið til þess að stöðnun nær yfirhöndinni eins og virðist eiga sér stað hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands um þessar mundir.“ Myndin er tekin af Sinfóníuhljómsveit Íslands að leika í Kennedy Center, Washington, Bandaríkjunum, árið 2000. Höfundur er tónlistargagnrýnandi á Morgunblaðinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.