Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.2004, Page 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. september 2004 | 11
H
ver er ég?
Hm!
Erfið spurning.
Er ég ég þegar ég er heima í
stofu klukkan níu á sunnudags-
morgni að tala við börnin mín?
Ég er í kunnuglegu umhverfi, með mínum nán-
ustu, á stund sem ekkert utanaðkomandi áreiti
verður. Er ég þá hinn raunverulegi ég?
En ef einhver kemur í heim-
sókn? Breytist þá eitthvað í hegð-
un minni? Verð ég einhver annar?
Annar ég? Fer ég að tala öðruvísi
við börnin? Hærra? Lægra? Meira? Minna? Fer ég
að umgangast þau öðruvísi? Skamma þau meira?
Minna? Alls ekki?
Hugsanlega.
Sennilega.
Nei, ég viðurkenni það bara. Ég verð örugglega
einhver annar.
Og á það ekki við um allar aðstæður? Bregst
maður ekki alltaf við nýjum aðstæðum? Að ekki sé
talað um aðstæður sem eru óvenjulegar með ein-
hverjum hætti.
Er fólk til dæmis það sjálft í sjónvarpi? Stuðn-
ingsmenn Bush halda því að minnsta kosti fram að
maðurinn sem við sjáum næstum daglega með
þessu nafni í sjónvarpinu sé ekki maðurinn sem
forseti Bandaríkjanna hefur í raun og veru að
geyma.
Er fólk það sjálft í atvinnuviðtölum?
Er fólk það sjálft í brúðkaupinu sínu?
Er fólk það sjálft í jarðarförum?
Hvenær er fólk það sjálft? Hver er kjarni hvers
manns? Hvaða karakter hefur maður að geyma í
raun og veru?
Hm!
Kannski getum við ekki svarað þessari spurn-
ingu.
Kannski viljum við ekki svara þessari spurningu.
Sennilega ekki.
Nei, ég viðurkenni það bara. Í mínu tilfelli,
örugglega ekki.
En, er það ef til vill uppgerð að gera þessa játn-
ingu?
Hvernig á maður þá eiginlega að vera?
Hver á maður að vera?
Getur einhver svarað því?
Heiðarleg tilraun!
William Ian Miller hefur gert heiðarlega tilraun til
þess að svara þessum spurningum – sem er reynd-
ar fremur vafasamt orðalag í þessu samhengi.
Hann hefur skrifað bók sem nefnist Faking It
(2003) og fjallar um vandann sem hér er lýst, vand-
ann að vera maður sjálfur, að vita hver maður er,
að vita að maður er sjaldan eða aldrei maður sjálf-
ur heldur alltaf einhver annar, að maður er í sí-
felldum grímuleik, að maður er sífelldlega að setja
sjálfan sig á svið og reyna að vera einhver annar en
maður er í raun og sannleika – að maður er hugs-
anlega ekkert annað og meira en það sem maður
sýnist vera.
Miller er mörgum Íslendingum að góðu kunnur
en hann hefur sinnt rannsóknum á íslenskum forn-
bókmenntum um árabil. Rit hans, Bloodtaking and
Peacemaking: Feud, Law, and Society in Saga Ice-
land (1990), vakti til að mynda talsverða athygli. Á
undanförnum árum hefur hann unnið að þremur
bókum um mannlegt eðli eða réttara sagt mann-
lega veikleika, The Anatomy of Disgust (1997), The
Mystery of Courage (2000) og nú Faking It. Fyrir
allar þessar bækur hefur Miller hlotið frábæra
dóma. Hann er menntaður í lögum og sálfræði og
hefur lagt stund á bókmenntarannsóknir en gegnir
prófessorsstöðu við lagadeild Háskólans í Michig-
an.
Verkefni Millers í Faking It er sannarlega ekki
árennilegt en hann varar sig á því að þykjast hafa
endanlega lausn – hann kemst að þeirri niðurstöðu
að það sé enga niðurstöðu að fá. Í eftirmála segist
hann hafa skrifað bókina sem samræðu fremur en
rökræðu. Ætlun hans er að láta lesandann fá til-
finningu fyrir umræðuefninu – og því að það sé alls
ekki einfalt mál að maðurinn er sífellt með ein-
hverja uppgerð. „Athugið til dæmis að það sem við
erum að gera okkur upp er ýmiss konar hlutverk,
lunderni, tilfinningar, persónueinkenni, skuldbind-
ingar, reynsla eða heil sjálfsmynd í öllu sínu veldi“
(232).
Eðlið afhjúpað
Miller bendir á að það megi lesa bókina sem hálf-
gildings skáldsögu; hún hafi ekki söguþráð í hefð-
bundnum skilningi og ekki margbrotna persónu-
sköpun nema hvað rödd sögumannsins er skýr.
Þetta er ekki fjarri lagi. Miller segir sögur af sjálf-
um sér og öðrum til að afhjúpa hið vafasama eðli
grímuleiksins. Í bókinni eru ýmsar uppákomur
sviðsettar þar sem fólk verður uppvíst að því að
koma ekki til dyranna eins og það er klætt. Miller
ræðir í þaula hegðun fólks þegar það til dæmis
biðst fyrir, biðst afsökunar, fyrirgefur, hrósar, á
kynlíf eða játar ást sína á öðrum einstaklingi. Hann
er hreint lygilega athugull og afhjúpandi í túlkun
sinni á mannlegum breyskleika, jafnvel svo að les-
andanum kann að finnast höggvið óþægilega nærri
sér.
Einn af mörgum skemmtilegum köflum bók-
arinnar fjallar um sanna upplifun á hinu fagra og
háleita (154–166). Þar er meðal annars rýnt í flókið
samspil milli einstaklingsbundins smekks og hins
opinbera smekks þegar listasöfn eru sótt. Ef
marka má Miller veit maður innst inni að í lista-
safni á maður að kunna að meta það sem sýnt er.
Maður kemst ekki hjá því að finna fyrir tilliti ann-
arra gesta sem vilja ganga úr skugga um það að
maður njóti virkilega verkanna. Orðstír manns
sem smekkmanns, sem listunnanda, er að veði. Það
liggur einhver krafa í loftinu um að maður finni til
innra með sér, að maður fyllist djúpri lotningu.
Þetta þarf ekki að þýða að aðrir gestir fylgist með
manni í raun og veru en mann grunar að þeir séu
að horfa vegna þess að maður er örugglega sjálfur
að gjóa augunum á þá. Maður setur því upp gáfu-
legan svip og horfir stíft. En það stoðar lítið: „Það
er fágætt að heimsókn í listasafnið veki ekki hjá
þér samviskubit yfir því að finnast Picasso ekki
jafn góður og þér á að finnast eða jafn góður og
hinir sem þykjast finnast hann góður finnst hann
góður,“ segir Miller í djúpsálarköfun sinni og
bendir á að þetta samviskubit geti kallað fram van-
máttartilfinningu jafnt sem löngun til að spyrna við
fótum (160). Sé ætlunin að veita hinum við-
urkennda smekk andspyrnu séu klisjurnar hins
vegar við hvert fótmál og auðvelt að detta inn í
hlutverk hins fúla framúrstefnumanns.
Dygð hræsnarans
En Miller tínir einnig til dæmi úr höfuðverkum
bókmenntanna. Hann hefur til að mynda söguna á
því að skoða orð Jesú Krists um hræsni sem fólu
annars vegar í sér fordæmingu á siðlausri ætlun
hræsnarans fremur en gjörðinni sjálfri og hins
vegar á því að sakfella aðra þegar eigin sök er jöfn.
Miller bendir á að uppgerð og hræsni séu ekki
samheiti. Hræsnarar finna ekki allir til vanlíðunar-
innar sem afhjúpun á yfirdrepsskap veldur iðu-
lega. Og ekki eru allir sem setja sig á svið hræsn-
arar. Maður þarf ekki endilega að vera hræsnari
þótt maður setji upp sorgarsvip við að fá fréttir af
láti einhvers sem manni var aldrei neitt sér-
staklega vel við. Ein af athyglisverðustu hug-
myndum Millers er raunar sú að uppgerðin er ekki
aðeins lymskulegur löstur sem læðist aftan að okk-
ur við ólíklegustu tækifæri heldur getur hann snú-
ist upp í andhverfu sína og orðið að dygð. Ef draga
má einhverja ályktun af bók hans þá er hún sú að
grímuleikurinn er ekki sjúkleg hegðun heldur
nauðsynlegur grundvallarþáttur í mannlegu eðli.
Hræsnarinn vill líta út fyrir að vera betri en hann
er. Þannig öðlast hann virðingu og sjálfstraust. En
til þess að líta út fyrir að vera betri en hann er þá
verður hann að gera öðrum gott. Þegar hræsn-
arinn setur upp grímu hins góða manns er hann því
að gera samfélag sitt betra. Fyrir vikið er hann
dygðugur.
Hugsanlega má því draga aðra ályktun af bók
Millers en hún er sú að maður er ekkert annað en
það sem maður sýnist vera. Í okkur býr enginn
innri maður. Í okkur er enginn einn og sannur
kjarni. Sem er ágætt. Við getum þá sagt skilið við
eitt fyrirferðarmesta verkefni vestrænnar menn-
ingar síðustu hundrað og fimmtíu ár eða svo: Að
finna okkur.
Í bókinni Faking It fjallar bandaríski fræðimað-
urinn William Ian Miller um vandann að vera
maður sjálfur, að vita hver maður er, að vita að
maður er sjaldan eða aldrei maður sjálfur held-
ur alltaf einhver annar, að maður er í sífelldum
grímuleik, að maður er sífelldlega að setja sjálf-
an sig á svið og reyna að vera einhver annar en
maður er í raun og sannleika – að maður er
hugsanlega ekkert annað og meira en það sem
maður sýnist vera.
Eftir Þröst
Helgason
throstur@mbl.is
Grímuleikur
Í karakter „Maður þarf ekki endi-
lega að vera hræsnari þótt maður
setji upp sorgarsvip við að fá fréttir
af láti einhvers sem manni var
aldrei neitt sérstaklega vel við.“
Nóbelsverðlaunahafinn Vidiadh-ar Surajprasad Naipaul sendi
nýlega frá sér bókina Magic Seeds
eða Töfrafræin
eins og heiti
hennar gæti út-
lagst á íslensku.
Magic Seeds er
framhald bók-
arinnar Half a
Life þar sem
söguhetjan Will-
ie Chandran velti
upp hugleið-
ingum á borð við
að „heimurinn sé fullur af hálum
flötum“. Sögusvið Magic Seeds er
Berlín á árum kalda stríðsins. Willie
hefur, er hér er komið sögu, náð að
komast á brott eftir
18 ára veru í glund-
roðanum sem víða
ríkir í Afríku og lætur nú systur
sína, Sarojini, telja sig á að snúa til
Indlands á ný og sleppa takinu af
fortíðinni með það í huga að geta
byrjað á nýjan leik með hreinan
skjöld. Að sögn gagnrýnanda Daily
Telegraph fjallar Naipaul hér, líkt
og í mörgum sinna fyrri verka, um
leitina að lífsgrundvelli, nema hvað
að hér setja fáránlegar og einræð-
islegar hugmyndir Sarojini svip sinn
á umhverfi Willie. Magic Seeds er
þá sögð hrópa á athygli lesandans
sem ekki eigi að búast við að lesa
traustari bók í ár.
Söguleg skáldsaga Ronans Benn-etts, sem er í hópi þeirra bóka
sem tilnefndar eru til Booker-
verðlaunanna í ár, er óhugnanlega
nútímaleg að mati gagnrýnanda
breska dagblaðsins Guardian. Bókin
nefnist Havoc in its Third Year, eða
Eyðilegging á þriðja ári eins og
lauslega mætti þýða heiti hennar.
Havoc in its Third Year er fjórða
skáldsaga Bennetts og er söguum-
hverfið sett innan ógnvekjandi og
þjakandi púrítanskrar ríkisstjórnar.
Að mati blaðsins er þetta besta bók
Bennetts til þessa og segir Guardian
höfundinn þar ná að skapa sannfær-
andi sögulega skáldsögu sem sé
ríkulega fyllt smáatriðum og lýs-
ingum er auki á raunsæi hennar,
auk þess sem í meðhöndlun sinni á
viðfangsefninu nái Bennett, þrátt
fyrir að vera pólitískur höfundur, að
stilla predikunum yfir lesandanum í
hóf.
Gish Jen fjallar um fjölskyldur,kynþætti og persónusérkenni í
nýjustu bók sinni The Love Wife,
eða Ástareiginkonan. Þar segir frá
Wong-fjölskyldunni, leitinni að
bandaríska drauminum og aðferðum
einnar kynslóðar við að fást við von-
ir og væntingar kynslóðarinnar á
undan. Bókin er að mati gagnrýn-
anda New York Times metn-
aðarfyllsta og jafnframt tilfinn-
ingaríkasta verk Jen til þessa. Bókin
kann að vera myrkari lesning en
fyrri verk höfundarins, auk þess
sem minna fer fyrir gamansömum
lýsingum, en persónulýsingar Jen
eru engu að síður jafnsterkar og áð-
ur auk þess sem líflegar lýsingar á
kostum jafnt sem göllum söguper-
sónanna vekja óumflýjanlega samúð
jafnt sem velvild lesandans.
Penguin-bókaútgáfan leitast núvið að auka áhuga almennra
lesenda á þekktum heimspekitext-
um, en bókaút-
gáfan gaf á dög-
unum út eina 20
titla með verkum
hugsuða á borð
við Seneca,
Machiavelli og
Heilagan Ágúst-
ínus sem og
þeirra George
Orwells, Marx og
Engels. Bæk-
urnar eru þeim kosti prýddar að
vera nógu þunnar til að komast auð-
veldlega fyrir í jakkavasa og vonast
Penguin að með röðinni, Great
Ideas, verði hægt að ná til þeirra
sem ferðast með almenningsfar-
artækjum. Ekki eru þó allir sáttir og
hefur útgáfan verið gagnrýnd fyrir
að vera of íhaldsöm og einblína á
vestræna hugsuði.
Erlendar
bækur
George Orwell
V.S. Naipaul