Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.2004, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.2004, Qupperneq 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 16. október 2004 ! UFFA! segja börn á Ítalíu þegar þeim leiðist: uffa borið fram úffa, rímar við múffa en það er samt ekki besta lýsingin heldur hvað þau eru fullorðin í tóntegundinni – þetta er úffa eins og allt sé dauðvonlaust og ekkert gleðilegt, eins og allt sé bara húseigendalög, sveppasýking og skattar … Kannski engin tilviljun að rímorðið muffa merkir ’mygla’. Svipað er uppi á teningnum þegar börn hér heima segja ooohh; eymd og leti, tekur því varla að fara framúr, taka upp úr töskunni, standa upp frá skjánum, allt eitthvað svo yfir- þyrmandi. Hvað skyldi vera svona þreyt- andi, hvaðan kem- ur þessi lífsleiði? Börn litast af umræðu í kringum sig og líklega ekkert skrýtið að þau séu grettin eða dofin ef full- orðna fólkið á í sífelldum rifrildum, deilum, þrasi … Ég hef engar vísindalegar kannanir að styðjast við en stundum finnst mér neikvæðnin jaðra við að vera fasti í hér- lendri þjóðfélagsumræðu. Eins og allt sé í mínus, fyrirfram. Það eru heilu pistlarnir um lélega sjónvarpsþætti, heilu greinasöfnin um vonda stjórn- unarhætti, heilu fréttatímarnir um rifrildi ráðamanna, heilu dagblöðin um lánleysi fólks og sorgir, heilu tímarits- forsíðurnar um nýfrétta skilnaði, heilu spjallþræðirnir og kaffiboðin um van- hæfi þjálfara, pólitíkusa, nágranna … Úffa! Kannski helst að hitabylgjan síðsum- ars hafi vakið vonir um heilbrigða nálg- un. Þá naut fólk hverrar stundar í stað gamla vanans; að leita að næstu lægð í kortunum. Ólympíuleikarnir voru annar kátur punktur – þar glöddust menn yfir hverju skoruðu marki, vel heppnuðu stökki, góðri skemmtan, í stað þess að velta sér upp úr vonbrigðum. Kannski vantar okkur einmitt þetta, meiri ung- mennafélagsanda?! Kunningi minn setti nýlega fram þá torvísindalegu tilgátu að fjölmiðlar þar sem ungt fólk starfar í meirihluta, tímarit eins og Orðlaus og Undirtónar sálugu, sjónvarpsstöðvar eins og Popp- Tíví og Skjár1, jafnvel útvarpsstöðvar kenndar við síbylju, nálgist efni sitt með öðrum hætti en að framan hefur verið rakið. Hjá þeim eigi niðurrifið ekki heima. Þótt ýmsa greini á um inni- hald eða gildi hinna nýrri miðla, má samsinna því að lífsgleðin ræður þar oftar en ekki ríkjum. Á móti fullyrða einhverjir að ólíku sé saman að jafna, inntakið sé ekki jafnalvarlegt og í gömlu miðlunum og ábyrgðin líka allt önnur. Við því eru mörg svör. Hugleiða má t.d. hvort sé „alvarlegra inntak“, frétt um þrílembda á eða umsögn um tónleika nýrrar harðkjarnasveitar? Umræða um lækkun tekjuskatts eða spjallþáttur um kynlíf unglinga? Ómögulegt er að fara út í slíkan sam- anburð, enda ekki ætlunin hér að bera saman efni heldur nálgun. Getur verið að fólk sem skrifar aðsendar blaða- greinar, fólk sem sækir stjórnmála- fundi, fólk sem er innbyrðis ósammála, menningarvitar, minnihlutahópar … ég nenni ekki að telja alla upp en ég meina yfir höfuð margt miðaldra fólk – getur verið að það gæti eitthvað lært um lífs- gleði og jákvæða nálgun með því að skoða fjölmiðla ungs fólks, með því að hlusta á unglinga tala saman, með því jafnvel að hlera börn að leik? Ég er ekkert viss um að börn eða ungmenni nenni alltaf að læra það sem fyrir þeim er haft. Til dæmis ef það sem fyrir þeim er haft er stútfullt af neikvæðni. Þau eru sniðugri en svo. Ég held að þegar þau segja úffa eða ooohhh og hengja haus – þá séu þau bara að hæðast, herma eftir lífsþreytu hinna eldri í merkingunni: Gvuð, hvern- ig nennið þið að vera svona mygluð?! Þið sem gætuð haft það svo svakalega skemmtilegt! Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is Úffa – eins og múffa T öluvert hefur verið fjallað um þá ákvörðun fjölmiðla að birta myndir af dauðamönnum þeim sem vígasveitir í Írak hafa rænt og síðan tekið af lífi. Fangarnir hafa verið færðir í appelsínugula galla og sitja frammi fyrir myndavél með al- vopnaða böðla sína að baki sér. Sviðsetningin er nánast alltaf eins og hana þekkir svo til hvert einasta mannsbarn á Vesturlöndum. Áhrifin sem þessar myndir vekja liggja ekki síst í þeirri staðreynd að fangarnir munu brátt deyja, að þeir eru þegar látnir á þeirri stundu sem þeir birtast á sjón- varpsskjánum. Brostin augu þeirra stara á okk- ur, grunnur andardrátt- urinn er sem dauða- hrygla, munnurinn er skældur í grettu og nánast hreyfingarlausir bíða þeir þess sem verða vill. Líf þeirra er nú aðeins mælt í mín- útum og sekúndum. Andlit Nicks Berg, Eugene Armstrong, Jacks Hensley og Kenneths Bigley búa yfir ólýsanlegum leyndardómi, við þykj- umst sjá í svipmóti þeirra vitneskju sem aðeins verði fengin á mörkum lífs og dauða. Ljósmyndir af föngum sem bíða aftöku hafa verið greindar af táknfræðingum á borð við Roland Barthes. Hér skipa þó dauðamyndirnar frá Írak sérstöðu. Sjálfa aftökuna má nálgast á netinu og ekki síður skiptir máli að fórn- arlambið er sér meðvitandi um miðlunar- hlutverk dauða síns, það hefur sem fréttaneyt- andi margoft borið honum vitni á síðustu mánuðum. Í breskri hryllingsmynd frá 1960 segir frá kvennamorðingja sem vopnaður kvik- myndavél murkar lífið úr fórnarlömbum sínum um leið og hann festir dauða þeirra á filmu. En það nægir honum ekki. Framan á kvikmynda- vélina setur hann spegil svo að konurnar geti sjálfar tekið þátt í dauða sínum, séð sjálfar sig deyja. Hvað gæti verið skelfilegra en að verða vitni að eigin dauðdaga? Dauða kvennanna í Peeping Tom mætti greina sem póstmódern- ískan hrylling þar sem miðlunarvopn mynda- vélarinnar er notað til þess að magna skelfingu augnabliksins, snúa sjónarhorni þolandans að honum sjálfum en ekki frá honum. Ef Vesturlandabúum var ætlað að spegla sig í ægilegum dauða Nicks Berg, er myndskeiðinu ekki síður beint gegn öllum þeim sem á þessari stundu sitja í haldi mannræningja. Myndirnar af því þegar böðlarnir lesa upp dauðadóminn yf- ir Berg rétt áður en þeir bregða sveðjunni á háls hans og skera af honum höfuðið hljóta að hafa magnað skelfingu Armstrongs, Hensleys og Bigleys, sem rétt eins og við hljóta að hafa drukkið í sig ótta fangans, og sem ólíkt okkur hljóta að hafa vitað að brátt yrði eins komið fyr- ir þeim, að þeir sjálfir yrðu meðbræður Bergs í dauðanum. Þeir hljóta einnig, líkt og við, að hafa þekkt hrjúfa og kornótta áferð myndskeið- anna sem báru dauða þeirra vitni, höktið í myndinni sem fengin er af netinu, staðsetningu fórnarlambsins og böðlanna, fánann með slag- orðunum í bakgrunni atburðanna. Dauðamenn- irnir þrír höfðu þannig ítrekað séð með hvaða hætti dauða þeirra bæri að höndum og hvernig honum yrði miðlað um heimsbyggðina alla. Aftökur eru ekki fyrst og síðast stúdía í tákn- fræði, en þær eru formbundin athöfn sem er ætlað að bera sekt sakborningsins vitni og rétt- látu valdi þeirra sem taka hann af lífi. Í les- andabréfi sem birtist í Morgunblaðinu fyrir tveimur vikum kom fram gagnrýni á þann hátt innlendra fréttamanna að lýsa dauða gíslanna í Írak sem aftöku. Bréfritari telur að með því sé „gefinn í skyn sá möguleiki að einhver réttlæt- ing geti þrátt fyrir allt fundist fyrir þessum ill- verkum“. Hvetur hann síðan blaðamenn til að kalla verknaðinn fremur viðbjóðsleg morð. Ég held þvert á móti að það sé ekki síst rit- úalísering aftökunnar sem vekur með Íslend- ingum viðbjóð, því að í henni er dauði fórnar- lambsins ekki lengur merkingarlaust morð, heldur ógnvænlegt miðlunarform valds sem birtir háleitan tilgang, og manngildishugsjónir eins og réttlæti og öryggi þegnanna. Fyrir vikið verður aftakan enn andstyggilegri. Þannig er myndunum af dauða gíslanna ekki aðeins ætlað að vekja ótta og skelfingu meðal íbúa Vest- urlanda og veikja þá þannig í trúnni á aðgerð- irnar í Írak. Myndunum er einnig ætlað að fanga hátíðleika stundarinnar, sýna táknrænan rétt öfgamannanna til að dæma og lífláta óvini sína. Sjálf myndatakan er þannig jafnframt staðfesting á því að hér hafi aftaka farið fram fremur en morð. Morðingjar festa ekki morð á skjal eða filmu, en aftöku ber ætíð að lýsa með nákvæmri og smámunasamri skýrslu. Aftökum fylgir alltaf skrifræði og því siðfágaðri sem þjóðin er, því meira verður skrifræðið. Dauði gíslanna í Írak birtir okkur and- styggilegan hrylling aftökunnar án þess að mik- ið sé gert til að fela raunverulegt inntak hennar. Spurningar um sekt eða sakleysi gufa upp frammi fyrir feigðargrettu dauðamannsins sem horfir í augu okkar og bíður þess að dómurinn sé lesinn yfir honum og aftakan fari fram. Í Bandaríkjunum hafa um 700 fangar verið tekn- ir af lífi síðustu 10 árin. Þar er höfuð sakborn- inganna ekki skorið af með hnífi í nafni fram- andi málstaðar og aftakan er ekki fest á filmu þó að nákvæm lýsing á öllu sem viðkemur henni sé birt strax að henni lokinni. Eitursprautan er tilraun til að sterílísera frumstætt mannhatrið sem býr að baki athöfninni, hún er lítt dulbúinn barbarismi, en í þeim feluleik brýst raunveru- leg sturlun hugmyndarinnar best fram. Að því leyti þykir mér eitursprautan ógeðfelldara drápstæki en rafmagnsstólinn, gálginn, fallöxin eða jafnvel sveðjan. Dauði gíslanna í Írak á að vekja með okkur raunverulegan og djúpstæðan viðbjóð. En hann á einnig að vekja okkur til umhugsunar um réttarkerfið í öllum þeim löndum þar sem aftök- ur eru enn daglegt brauð, hvort sem þau heita Súdan, Íran, Kína, Nígería eða Bandaríkin. Dauðinn í Írak ’Aftökum fylgir alltaf skrifræði og því siðfágaðri semþjóðin er, því meira verður skrifræðið.‘ Fjölmiðlar Eftir Guðna Elísson gudnieli@hi.is Mér finnst eiginlega að maður eigi að skrifa minningargrein um Derrida. Ekki þaðað hann hafi haft nein áhrif á mig eða mótað mig á nokkurn hátt – heldurkannski barasta vegna þess að ég fór einu sinni á fyrirlestur hjá honum. Það var í Háskólabíói síðsumars 1993, ég man ekkert hvað hann sagði, skildi minnst í því, en fannst nauðsynlegt að líta þetta umtalaða furðufyrirbæri. Ég bauð stúlku sem ég hafði kynnst kvöldið áður með mér á fyrirlesturinn. Það var sérkennilegt stefnumót. Kannski hafði heimspekingurinn franski meiri áhrif á hana en mig því nokkru seinna tók hún sam- an við skáld sem er þekkt fyrir að setja saman óskiljanlega texta. Í tilefni af andláti Derridas dreg ég úr hillu hjá mér lítið kver sem mér áskotnaðist fyr- ir ekki alls löngu. Keypti það á útsölu. Bókin er enn í plastinu er ég hræddur um. Ég fjar- lægi plastið og opna bókina. Les: „Núna vil ég tilkynna að á þeim stað þar sem hún rístur blæju sannleikans og eftir- mynd geldingarinnar, þ.e. í átt að líkama konunnar, má og verður að meta spurninguna um stílinn í ljósi hinnar stærri spurningar um túlkun á texta Nietzsches, um túlkun túlk- unarinnar, um túlkunina í einu orði; til að leysa úr spurningunni eða til að ógilda fram- setningu hennar.“ Þetta er eiginlega alveg dýrlegt! Ætli það sé skiljanlegt á frummálinu? […] Þetta er allt svona. Tekið úr bókinni Sporar – Stílar Nietzsches sem kom út hjá Bókmenntafræðistofnun í fyrra. Samt segir á kápu að þetta sé aðgengilegasta rit Derrida. […] Ég las það í blaði að þegar Derrida var gerður að heiðursdoktor í Cambridge hafi nán- ast legið við uppreisn í háskólabænum forna. Bretar hafa alltaf verið á verði gagnvart óskiljanlegum heimspekingum frá meginlandinu. Hins vegar fylltu Derrida og félagar upp í gatið sem marxismi skildi eftir sig í háskólum í Bandaríkjunum – þar varð speki hans að torskiljanlegu runki í hæsta gæðaflokki. En það var svosem ekki karlinum að kenna – það er ekki hægt að kenna lærimeisturum um alla vitleysuna í aðdáendum sínum. Egill Helgason Silfur Egils | www.visir.is Á verði gagnvart hinu flókna Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Afstæði – afstaða. I Jacques Derrida er ekki allra, það er ljóst, enþað sama má segja um flesta afburðamenn á hvaða sviði sem er, þeim tekst að segja hluti sem aðrir hafa enn ekki komið auga á og oft með þeim hætti að aðrir eiga erfitt með að sjá út úr augum, stílbeitt orðin þyrla upp rykinu sem hefur safnast fyrir í huga viðtakandans. Derrida kom fram á sjónarsviðið á afar gagn- rýnum tímum á síðari hluta sjöunda áratug- arins. Frakkland varð eiginlega að aðalsögu- sviði þessara uppreisnartíma. Þar kom fram hópur hugsuða sem vildu brjótast út úr alda- langri hefð í heimspeki og hugvísindum. Þetta var sannkallaður suðupottur sem við njótum enn góðs af. Í viðtali sem Jean Birnbaum, blaðamaður á Le Monde, tók við Jacques Derr- ida 18. ágúst síðastliðinn og var endurbirt í blaðinu á þriðjudaginn var talar Derrida um skapandi ólgu þessara tíma: „En því má ekki gleyma að á þessari „blómlegu“ tíð var ekkert öruggt og lítil sáttfýsi. Allt snerist um mun, mismun og skoðanamun í þessari kreðsu sem var allt annað en einsleit og sem fáránlegt er að spyrða saman í kippu og kalla „68 hugsuði“ […] maður verður að vera þessum skoðanamun trúr, þ.e. halda samræðunum áfram – t.d. við Bourdieu, Lacan, Deleuze, Foucault sem ég hef meiri áhuga á en þeim sem fjölmiðlarnir hanga utan í þessa dagana (að sjálfsögðu með und- antekningum). Ég held þessari rökræðu lifandi til að hún fletjist ekki út og verði klisjunni að bráð.“ II Í viðtalinu er Derrida harðorður um þá semhafa gagnrýnt þessa kynslóð og vilja af- greiða hana í fáum orðum og kalla hana óskilj- anlega eða óþarfa. Hann varar við ræktarleysi, hræðslu við hið flókna og heimsku: „Það sem ég hef sagt um mína kynslóð gæti einnig átt við fortíðina: Biblían, Platon, Kant, Marx, Freud, Heidegger osfrv. Ég vil ekki afneita nokkrum sköpuðum hlut, ég get það ekki. Vitið þér, að læra að lifa, það hlýtur að vera narsískt: maður vill lifa eins mikið og eins lengi og hægt er, bjarga sér, þrauka, og rækta allt það, sem er svo margfalt magnaðra og merkilegra en mað- ur sjálfur en er samt hluti af þessu litla „ég-i“[…] Að krefjast þess af mér að ég afneiti því sem hefur mótað mig, því sem ég hef unnað svo heitt, jafngildir því að biðja mig um að deyja. Í tryggðinni er að finna eins konar sjálfs- bjargarviðleitni. Að hætta við flókna útskýr- ingu, þversögn eða flækju vegna þess að ein- hverjum kynni að þykja hún tormelt eða þá vegna þess að tiltekinn fréttamaður, sem kann ekki einu sinni að lesa, ekki einu sinni bók- artitil, þykist viss um skilningsleysi lesanda eða áhorfanda og að fyrir vikið muni áhorfskann- anir hrapa og þar með tekjur hans sjálfs, er í mínum huga óásættanleg óhæfa. Það er eins og að biðja mig um að játa mig sigraðan, og leggj- ast flatan – eða deyja úr heimsku.“ Neðanmáls Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.