Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.2004, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.2004, Síða 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 16. október 2004 S aga þjóðarinnar á síðustu öld er skráð í táknum eins og skjaldarmerkinu, fjallkon- unni, fánanum, fálkanum og í myndrænni framsetningu á peningaseðlunum, bókarkáp- unum, umbúðunum utan um mjólkina, kexið og grænu baunirnar, í auglýsingunum, dagblöðunum, sjónvarpsgrafíkinni og þannig mætti lengi telja. Í þessum myndum er sögð saga sem kannski hvergi annars staðar er sögð, saga um það hvernig Íslendingar sáu sjálfa sig og um- hverfi sitt. Á sýningu Listasafns Reykjavíkur verður grafísk hönnunarsaga á Íslandi rakin í gegnum hina ýmsu miðla og birtingarmyndir fram til dagsins í dag. Efnisflokkar á sýningunni spanna vítt svið allt frá spegilmynd liðins tíma í formi auglýsinga, áróðurs, pen- ingaseðla, umbúða og mynd- skreytinga, frá fyrstu sjón- varpsgrafíkinni, sjónvarpsauglýsingunum, bókunum og prentefninu til þess ferskasta sem á sér stað í grafískri hönnun í dag. Blaðamaður ræddi við Guðmund Odd Magn- ússon, prófessor við hönnunardeild Háskóla Ís- lands, en hann hefur átt þátt í undirbúningi sýningarinnar. Daglegir hlutir segja sína sögu Grafísk hönnun er alls staðar fyrir augum okk- ar en við veitum henni kannski sjaldan sér- staka athygli. Er þetta ekki kjarninn í viðtöku á þessum hluta menningar okkar? Hefur þetta hugsanlega einhver áhrif á það hvernig þið hugsið og setjið upp þessa sýningu? „Já, það er skrýtin mótsögn að það sem er hannað til að ná sem mestri athygli nær sjald- an sérstakri athygli en samt alltaf þegar við ætlum okkur að sjá, lesa og skilja. Auðvitað fara samt grafísk skilaboð inn þótt við séum ekki að hugsa um þau sérstaklega t.d. umferðarskilti, peningaseðlar o.þ.h. Nú, það sem er daglega fyrir augum okkar eins og mjólkurfernur, hættum við einfaldlega að lesa í vegna þess að þær eru alltaf þarna. En þær verða sérkennilegur hluti undirmeðvitundar okkar. Þetta kemur berlega í ljós þegar við stönd- um frammi fyrir mjólkurhyrnum – þessum þrí- köntuðu frá sjöunda áratugnum sem við vorum búinn að steingleyma. Þær geta slegið mann út af laginu – tilfinningatengingarnar verða svo miklar. Styrkur umbúða hangir líka á tíma og staðsetningu. Guli miðinn á dósum með græn- um baunum frá Ora hefur gífurlega þýðingu fyrir utan landsteinana – á jólum erlendis ígildi gulls. Daglegir hlutir liðins tíma hafa ótrúlega sterkar tilvísanir og þessi sýning er bók- staflega um það og reyndar ýmislegt annað.“ Frá fjallkonu til pómós Sýningin mun kannski ekki síður veita innsýn í sjálfsmynd Íslendinga á mismunandi tímum síðustu aldar en þróun hönnunar? „Einmitt. Sýningin fjallar um myndræna framsetningu inntaks, umbúða, peninga, frí- merkja og merkja. Myndræn framsetning á prenti er ansi fátækleg þar til með tilkomu myndmóta. Það gerist á svipuðum tíma og þéttbýlismyndun og sjálfstæðisbaráttan hefst. Grunnurinn að myndmáli þjóðernisrómantík- urinnar kom fram hjá Benedikt Gröndal. Hann dregur fyrst upp fjallkonuna og landvættina á 1.000 ára minningarbréfi Íslands árið 1874. Fjallkonan átti systur um alla Evrópu. Hún var táknmynd lýðveldissinna gegn konungs- veldi. Hugmyndin að fálkanum kom líka fram á þjóðhátíðinni 1874. Það var hins vegar Sig- urður málari Guðmundsson sem teiknaði hann. Myndmálið var frekar fátæklegt í upphafi og svipað á nánast öllum hlutum. Fjallkonumynd- in birtist ekki bara á peningum heldur líka á umbúðum fyrir súkkulaði, kaffi, mentoltöflur, leðurfeiti og skósvertu. Fálkinn var ekki bara merki heimastjórn- arinnar heldur birtist hann líka á fjölmörgum merkjum félaga og fyrirtækja. Teiknarar voru ekki til hér sérmenntaðir og er mikið af þessu teiknað og prentað erlendis í fyrstu. Fyrstu teiknararnir sem eitthvað kvað að voru iðn- aðarmenn eins og tréskurðarmeistarar. Það má nefna Stefán Eiríksson sem teiknaði t.d. hlutabréf Eimskipafélagsins. Fyrstu um- búðamiðarnir tengjast efna- og ölgerðum. Sumir þeir fyrstu eru enn notaðir nánast óbreyttir í dag eins og á Maltextrakt. Sá miði er frá 1913. Þjóðernismyndmálið fer á fleygi- ferð í kringum Alþingishátíðina 1930. Á ár- unum á undan verður til fyrsti alvöruteikn- arinn, Tryggvi Magnússon. Hann teiknaði mikið fyrir hátíðina, til dæmis héraðs- og sýslumerkin sem ekki voru til fyrr en þá. Fyrstu sérmenntuðu teiknararnir fara svo til náms til Kaupmannahafnar og þeir sem setja mestan svip við heimkomuna voru systkinin Ágústa Pétursdóttir Snæland og Halldór Pét- ursson, Stefán Jónsson og Jörundur Pálsson. Atli Már og Ásgeir Júlíusson koma heim að- eins síðar. Borgarmyndun er hafin og flugið einnig sem lagði grunn að ferðamennsku og ímyndarsmíði. Sjötti áratugurinn bar með sér mikil amerísk áhrif. Módernisminn nær svo fótfestu seint á þeim áratug og svo poppið og pómóið eða póstmódernismi.“ Markviss ímyndasmíð Mig langar til að skoða aðeins nánar skilin sem verða þegar menntaðir teiknarar koma til sög- unnar. Voru þeir fyrst og fremst fagmenn hvað handverkið varðar eða má segja að þeir kynni til sögunnar markvissa ímynda- smíði hér á landi? „Þegar þessir fyrstu teiknarar koma eru þeir fyrst og fremst hand- verksmenn. Þau læra flest við Kuns- håndværkerskolen í Kaupmannahöfn. En þau kynna einnig til sögunnar markvissa ímyndarsmíði. Jör- undur með ÁTVR, Stefán teikn- aði nánast öll frímerki þjóðarinnar í meir en áratug. Halldór bæði merki og auglýs- ingar fyrir Flugfélag Íslands og Loftleiðir. Hann gerir líka merki Reykjavíkurborgar. Atli Már hannaði fyrir Búnaðarbankann og Hörpu og margt fleira. En við skulum þó hafa í huga að markviss ímyndarsmíði með tengslum við markaðsfræðinga o.þ.h. verður varla til fyrr en með tilkomu stórra auglýsingastofa með verka- skiptingu. Það gerist á sjöunda áratugnum. Þeir Atli og Ásgeir Júlíusson ráku aug- lýsingastofu saman. Hjá þeim unnu teiknarar innlendir og erlendir. En stórar auglýs- ingastofur eins og við þekkjum þær í dag byrj- uðu með Gísla B. Björnssyni og Kristínu Þor- kelsdóttur. Um það leyti byrjar líka kennsla í auglýsingateiknun við Myndlista- og hand- íðaskólann. Á þessum tíma verða breytingar í prentiðnaði sem kröfðust nýrra vinnubragða, það er offset-prentunin. Hún krafðist þess að „Alþjóðleg“ á okkar h Félag íslenskra teiknara fagnaði 50 ára afmæli sínu á síðasta ári en af því tilefni er efnt til fyrstu, heildstæðu yfirlitssýningar félagsins í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Til- gangur sýningarinnar er að segja sögu graf- ískrar hönnunar á Íslandi en ekki síður að veita sýn á þann samtíma og það þjóðfélag sem grafísk hönnun endurspeglar á hverjum tíma. Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Harpa Dagatal fyrir málningaverksmiðjuna Hörpu. Ora gFjallkonan Hver og eldfjall. Höfundur óþekktur. Umbúðir fyrir kaffibæti, teiknað líklega um eða eftir aldamótin. Morgunblaðið/Kristinn Heimóttarskapur „En það kaldhæðnislega er að þessi heimóttarskapur okkar er að verða eftir- sóttur víða um heim vegna áhuga á samspili jað- arsvæða við miðjuna. Í honum birtist það sérstaka, sakleysi og heið- arleiki sem er vandfundinn í sviðsettum glóbalisma.“ Merki Flugfélags Íslands Höfundur Halldór Pét- ursson, teiknað á fimmta áratugnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.