Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.2004, Síða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 16. október 2004 | 13
Fyrsta smáskífa Kinks, sem hét þá TheRavens, var tekin upp í ársbyrjun1964, en það var ekki fyrr en meðþriðju sjötommunni, You Really Got
Me, sem sveitin sló loks í gegn haustið 1964 og
það rækilega. Á næstu mánuðum rak hver
smáskífan aðra og plötur líka, á þeim tíma
þótti mönnum ekki tiltökumál að taka upp tvær
til þrjár breiðskífur á ári, aukinheldur sem
leikið var á hundruðum tónleika, tvisvar á dag,
dag eftir dag.
Eftir því sem meira var spilað og tekið upp
fór álagið að segja til sín, samkomulag innan
hljómsveitarinnar versn-
aði og vinsældirnar dvín-
uðu. Ray Davies hélt þó
sínu striki í lagasmíðum,
dró smám saman úr rokk-
inu og tónlistin varð æ
breskari, eins og heyra má á lögum eins og
Sunny Afternoon sem varð gríðarlega vinsælt
sumarið 1966 og Waterloo Sunset, sem sló í
gegn sumarið eftir. Eftir því sem leið á 1967 og
síðan 1968 voru vinsældir Kinks heldur en ekki
teknar að dvína. Það fór og svo að The Kinks
are the Village Green Preservation Society var
ekki vel tekið af plötukaupendum þó gagnrýn-
endur hafi almennt tekið henni einkar vel.
Upphaflega átti platan að vera tólf laga og í
víðómi, stereo, en Ray Davies skipti um skoðun
á síðustu stundu, bætti við lögum á plötuna og
raðaði þeim upp á nýtt. Á endanum urðu lögin
fimmtán, safn smásagna sem gerast í ímynd-
uðu Englandi, þrungnar hlýlegum trega. Plat-
an hvarf nokkuð í skuggann af öðrum merk-
isplötum sem komu út um líkt leyti, Hvíta
albúmi Bítlanna og Beggar’s Banquet Rolling-
anna svo dæmi séu tekin.
Þær voru báðar frábærar plötur og allt öðru-
vísi en Village Green Preservation Society, há-
værar og kraftmiklar, en plata Kinks leit inná-
við, kallaði á annarskonar hlustun og enginn
hafði tíma fyrir slíkt á þeim árum, enginn vildi
staldra við. Þó voru á plötunni afbragðslög, til
að mynda titillagið sem er sígilt Kinks-lag, Do
You Remember Walter, Picture Book, Animal
Farm og rokklögin tvö: Last of the Steam
Powered Trains og Wicked Annabella.
Kinks-félagar gáfust ekki upp þó Village
Green Preservation Society hefði verið illa tek-
ið og næsta plata var enn metnaðarfyllri og
ekki síðri, söngleikurinn Arthur or the Decline
and Fall of the British Empire. Eftir þessar
tvær snilldarskífur breyttist tónlist Kinks tals-
vert, rokkið jókst að nýju og vinsældirnar að
sama skapi.
Kinks sendi frá sér fjölmargar plötur á
næstu árum og áratugum, en óhætt er að segja
að hápunktinum í lagasmíðum og innblæstri
náði sveitin með Village Green Preservation
Society og Arthur or the Decline and Fall of
the British Empire. Eftir því sem árin hafa lið-
ið hafa menn fengið meiri mætur á þessum
plötum, sérstaklega þó Village Green Preserva-
tion Society, og langt síðan menn tóku almennt
að telja hana með bestu plötum sem komu út á
Bretlandseyjum á sjöunda áratugnum.
Village Green Preservation Society hefur áð-
ur komið út á diski en þessi útgáfa er skóla-
bókardæmi um hvernig á að gera hlutina. Á
fyrsta disk af þrem er platan í víðómsútgáfu
með fjórum aukalögum, lögum af plötunni í
smáskífubúningi. Á disk númer tvö er platan
öll aftur, að þessu sinni í mono eins og upp-
runaleg útgáfa, og aukalögin orðin sex. Á
þriðja disknum eru svo 22 aukalög, mörg óút-
gefin.
Hápunktur Kinks
Poppklassík
Eftir Árna
Matthíasson
arnim@mbl.is
Fyrstu fjórar plötur Bítlanna íBandaríkjunum, Meet the
Beatles, The Beatles’ Second
Album, Something New og Beatles
’65, koma nú út í fyrsta skipti á
geislaplötum 16. nóvember. Allar
komu þær út árið 1964 og voru lögin
á þeim í annarri röð en á plötunum
sem gefnar
voru út annars
staðar í heim-
inum, auk þess
sem sum lögin voru víðóma, í stað
þess að vera einóma.
Plöturnar verða gefnar út saman,
í kassa sem ber heitið Capitol Alb-
ums Vol 1. Kassinn verður seldur
vestanhafs og mun kosta 70 banda-
ríkjadali, eða um 5.000 krónur. „Það
hefur verið markmið hjá mér per-
sónulega að fá þessar plötur útgefn-
ar, vegna þess að svona man ég eftir
þeim, eins og ég heyrði þær fyrst,“
hefur Hollywood Reporter eftir for-
seta Capitol Records, Andy Slater.
Margir aðdáendur hinnar forn-frægu sveitar Nirvana bíða
eftir útgáfu safnkassa með sveitinni,
sem inniheldur þrjá geisladiska og
einn mynddisk. Kassinn ber nafnið
With the Lights Out og kemur út í
Bretlandi 22. nóvember og Banda-
ríkjunum 23. nóv-
ember. Ekki
liggja allar upp-
lýsingar enn fyrir
um innihald kass-
ans en ljóst er að
68 lög af 81 hafa
aldrei komið út
áður. Lögin 68
samanstanda af
upptökum frá æf-
ingum, upptökum
sem náðu ekki að fara á plötur sveit-
arinnar og lög tekin upp heima hjá
leiðtoga sveitarinnar, Kurt Cobain
heitnum.
Útgáfufyrirtækið Universal hefur
ekki enn gefið upp hvort lögin þrett-
án, sem hafa komið út áður, séu vin-
sælustu lög hljómsveitarinnar eða
B-hliðar sem ekki er hægt að nálgast
lengur.
Mynddiskurinn inniheldur tökur
af hljómsveitarmeðlimum sem þeir
mynduðu sjálfir, myndir frá æfing-
um og myndir af sveitinni að taka 20
lög í heild sinni. Þeirra á meðal er
upptaka af Nirvana að taka lagið
„Seasons in the Sun“.
Ekki er ljóst hvort lagið „You
Know You’re Right“ sé í safnkass-
anum en það er síðasta lagið sem
Nirvana tók upp í hljóðveri og er tal-
ið að það fjalli um Courtney Love.
Á vefnum Amazon.com kostar
safnkassinn 59,99 bandaríkjadali
sem er um 4.300 krónur.
Enn meira af safndiskum.Seattle-sveitin Pearl Jam
sendir frá sér einn slíkan sem kemur
í verslanir 16. nóvember. Diskurinn
er tvöfaldur og inniheldur 33 lög og
heitir rearviewmirror (greatest hits
1991–2003). Á
honum eru 16
topp tíu lög af
rokklista Bill-
board og þeirra á
meðal eru þrjú
topplög,
„Daughter“,
„Betterman“ og
„Given To Fly“.
Diskarnir tveir
hafa mismunandi
nafn, „Upside“ og
„Downside“ og er þarna að finna
endurhljóðblandanir af þremur lög-
um af frumraun sveitarinnar Ten frá
árinu 1991 eða af lögunum „Once“,
„Alive“ og „Black“.
Erlend
tónlist
Kurt Cobain
Eddie Vedder, söngv-
ari Pearl Jam.
Þrír Bítlar í New York.
A
dem Illhan hefur vakið mikla at-
hygli fyrir fyrstu plötu sína,
Homesongs, sem ber með sér ör-
yggi hins ákveðna og sjálfsörugga
listamanns. Utan það að innihalda
stórgóða og forvitnilega tónlist
sem er í anda hinnar nýsprottnu lífrænt/vélrænt
tónlistar (múm, To Rococo Rot) en innhverf og
viðkvæmnisleg tónlist Adem hefur verið sett und-
ir hatt þess sem kallað er „folktronica“.
Adem veit hvað hann er að gera og það er svo-
sem engin tilviljun að þetta fyrsta listaverk hans í
þessum tiltekna geira tónlistar er svona vel
heppnað. Adem er meðlimur í Fridge, einni
merkilegustu síðrokksveit Breta sem er reyndar
svo tilraunaglöð að hún helst illa í þeim bási.
Fridge var stofnuð af æskuvinunum Adem,
Kieran Hebden og Sam
Jeffers og saman hafa þeir
auðheyranlega þróað með
sér einkar leitandi viðhorf
til tónlistar þar sem saman
fer linnulaus tilraunastarfssemi án þess þó að lag-
ið og melódíusmíðar gleymist. Aðkoma Adem að
tónlist fylgir nefnilega svipuðum línum og tónlist
Hebden, sem hefur hljóðritað sem Four Tet og
gefið út þrjár breiðskífur sem slíkur. Tónlistin þar
er tilraunakennd og ævintýraleg – og einkar
heillandi og melódísk (sjá Pause (’01) og Rounds
(’03)).
Hugmyndin um Ísland
Adem segir blaðamanni að sig hafi lengi langað til
Íslands og talar með lágværri, enskri heið-
ursmannsrödd. Þessi staðhæfing erlendra tónlist-
armanna kemur svosem ekki lengur á óvart en
Adem fer lengra með hana ólíkt mörgum, lýsir því
að hugmyndin um Ísland heilli og hún hafi lengi
vel verið að veltast um í kollinum á honum. Hann
hafi því stokkið á nefnt Dominokvöld og þrýst
persónulega á að af því yrði.
Hin lofaða Homesongs var lúmskt erfið í
vinnslu að sögn höfundar sem segist hafa viljað
koma hugmyndafræði sinni sem réttastri til skila.
„Áhrifin á plötunni koma mjög víða að og ég
lagði áherslu á að vinna smekklega úr þeim. Mig
langaði auðvitað til að verkið stæði dálítið út úr
öðru því sem verið er að skapa innan þessa geira.“
Adem er með mörg járn í eldinum og endasend-
ist á milli Ameríku og Evrópu við spilamennsku.
Gleðilegt er til þess að vita að Fridge vinnur um
þessar mundir að fimmtu breiðskífu sinni og í síð-
asta mánuði skipulagði Adem tveggja daga tón-
listarhátíð í London sem bar yfirskriftina Home-
fires þar sem fram komu listamenn í svipuðum
pælingum og hann sjálfur, m.a. Juana Molina,
Gruff Rhys úr Super Furry Animals, Beth Orton,
(Smog), Joanna Newsom og Bert Jansch, einn af
áhrifameiri tónlistarmönnum ensku þjóðlaga-
tónlistarbylgjunnar sem brast á eftir miðjan sjö-
unda áratuginn.
„Ég vil vera brjálæðislega upptekinn,“ segir
Adem með hægð. „Þannig fólk kemur hlutunum í
verk, á einn veg eða annan.“
U-beygjur
Adem og áðurnefndur félagi hans Hebden deila
með sér þörf fyrir að gera marga hluti og ólíka og
tóku báðir hálfgerðar u-beygjur með sólóverk-
efnum sínum. Almenningur er jafnan tortrygginn
út í listamenn sem hafa markað sér nafn í einni
grein en fara svo að dufla við aðrar. Og vissulega
er mönnum ekki allt til lista lagt. Adem hefur
sterkar skoðanir á þessum efnum.
„Ja ... ef ég eða Kieran værum að gera eitthvað
svipað og við erum að gera í Fridge nú þá væri
það bara Fridge,“ útskýrir hann.
„Okkur langaði báða til að gera eitthvað ólíkt
Fridge, prófa eitthvað nýtt. Mér er það a.m.k.
mikilvægt að vasast í mismunandi hlutum og
reyna þar með á mig. Ég geri alls kyns tónlist ut-
an við Fridge og það sem ég hef verið að gera sem
Adem en þá tónlist gef ég ekkert út. Ég geri t.d.
„glitch“ tónlist (form raftónlistar sem einkennist
af bjögun og handahófskenndum uppbrotum) og
tónlist sem ég spinn af fingrum fram. Þetta geri
ég til að halda mér á tánum og að hausinn sé með-
vitaður um nýjar hugmyndir sem geta þá nýst í
eitthvað annað.“
Adem segist hissa á því að listamenn fari ekki
meira á milli stefna og prufi mismunandi hluti.
„Ef einhver skrifar bók, afhverju reynir hann
sig þá ekki við ljóð, sjónvarpshandrit, leikrit
o.s.frv.. Þetta eru mismunandi fletir á því sama.
Vinna við hvern þeirra styrkir hina óhjákvæmi-
lega og gefur þér nýjar og ferskar hugmyndir.
Homesongs hefði til dæmis aldrei orðið til og
myndi ekki hljóma eins og hún hljómar án Fridge.
Þó hún hljómi oft eins og kassagítarplata þá er
hún undir áhrifum frá Aphex Twin, John Coltrane
og Steve Reich til dæmis.“
Brjálæðislega rólegur maður
Breski tölvutrúbadúrinn Adem treður upp á Ice-
land Airwaves-hátíðinni eftir helgi sem hluti af
sérstöku kvöldi gæðaútgáfunnar Domino sem
haldið verður á fimmtudeginum. Þar koma einn-
ig fram Four Tet, Hood og To Rococo Rot og sér-
stakir gestir verða hinir íslensku Slow Blow.
Sannkallað þungavigtarkvöld.
Adem, sem heitir réttu nafni Adem Illhan og á
að baki hina frábæru plötu Homesongs, sagði
blaðamanni að fjölbreytileikinn væri það sem
knýði hann áfram í listinni.
Eftir Arnar Eggert
Thoroddsen
arnart@mbl.is
Adem Sameinar rólyndislega, melódíska kassagítartónlist og framúrstefnulega raftónlist á glæsilegan hátt á
frumburði sínum, Homesongs, sem út kom í vor.