Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.2004, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.2004, Side 16
Þ egar kemur að því að úthluta næstu Booker- verðlaunum, mestu viðurkenningu í bókaheim- inum breska, er næsta víst að David Mitchell og skáldsaga hans Cloud Atlas komi þar sterklega til álita en hún er ein af sex bókum sem tilnefndar hafa verið á lokalistann. Mitchell er með forvitni- legustu höfundum í Bretlandi nú um stundir, hugmyndaríkur og stílfimur höfundur sem hefur sannast í bókum hans undanfarin ár, en Cloud Atlas er í raun nokkrar sögur fléttaðar saman í eina. Mitchell hefur áður beitt þeirri tækni að flétta saman ólíkar en þó tengdar frásagnir og til dæmis vafðist fyrir mörgum gagnrýn- endum hvort fyrsta skáldsaga hans, Ghostwritten, væri smá- sagnasafn eða skáldsaga, en í henni segja níu sögupersónur sög- ur sínar sem fléttast svo saman. Sú kom út 1999 og fékk John Llewellyn Rhys verðlaunin og kom einnig til greina sem besta fyrsta bók höfundar að vali breska dagblaðsins Guardian. Önnur bók hans, number9dream, sem kom út 2001, komst í loka- val vegna Booker verðlaunanna, og því er spáð hér að Cloud Atl- as hljóti Bookerinn þetta árið, en verðlaunin verða kynnt næst- komandi þriðjudag. Fjölmargir lyklar Cloud Atlas hefst með blöðum úr dagbók Bandaríkjamanns á ferð um Kyrrahaf. Hann er öðrum þræði að leita að aldingarð- inum, að leita að hinum saklausu frumbyggjum sem beri í sér guðdóminn en hvarvetna tekst hann á við mannlega grimmd, sönnun þess að þeir veiklunduðu og / eða friðsömu láta ævinlega í minni pokann fyrir hinum sterku og árásargjörnu. Vendipunkt- ur í þroskasögu hans er þegar hann er fræddur um það hvern- ig maóríar kúguðu og myrtu móríóra, sem voru friðsamir frændur þeirra. Þessi frásögn gengur svo aftur í gegnum bók- ina og þær fimm sögur sem fléttaðar eru saman. Fyrst er það saga Adams Ewings, þá sagan af tónskáldinu Ronbert Frobisher og meistaraverki hans Cloud Atlas, síðan glæpa- sagan um Luisu Rey, þá örlaga- saga Roberts Cavendish, svo ævintýrið um Somni-451 og loks sagan af Zachry, ferðalag í tíma, frá miðri nítjándu öld hundruð ára fram yfir heimsenda. Sög- urnar eru sex, hver inni í ann- arri með heimsendasýn í miðj- unni; fyrri hluti hverrar sögu er framan við heimsendisfrásögnina og svo lýkur sögunum aftan við heimsendinn. Málfar á hverri sögu er sem næst því sem það var eða menn geta ímyndað sér að það muni vera eftir einhver hundruð ára. Fyrir vikið verður hver saga raunverulegri og þær tilfinningar sem túlkaðar eru meira sannfærandi. Eins og Mitch- ell bendir á eiga tilfinningar manna ekki eftir að breytast, sorg í dag er samskonar og var fyrir 3.000 árum og verður eftir 3.000 ár og sá rithöfundur sem hefur það í huga getur látið bækur sín- ar gerast hvar sem í tíma og rúmi. Lyklarnir í bókinni eru fjölmargir; í hverri sögu er persóna sem er með fæðingarblett eins og halastjarna, Frobisher les dag- bók Ewings, Luisa Rey kaupir bréf Frobishers og plötu með Cloud Atlas sextettnum, Cavendish fær handritið af glæpasög- unni um Luisa Rey, Somni óskar þess helst að fá að horfa á kvik- mynd sem segir frá raunum Cavendish og í heimsendaveröld Zachry er Somni dýrkuð sem gyðja. Aðallykillinn er þó tónverk- ið „Cloud Atlas“, sextett fyrir samhliða einleik á píanó, klarínett, selló, flautu, óbó og fiðlu, hvert með sitt sérstaka mál, tóntegund, skala og lit - lýsing á bókinni, persónunum og uppbyggingu hennar. Sex sögu flétta Upphaflega segist Mitchell hafa séð fyrir sér níu sjálfstæðar sög- ur í um 900 síðna bók en ákvað svo að flétta sex sögum saman á 500 síðum. Hann er annars þekktur fyrir óvenjuleg vinnubrögð sín, en þegar hann hefst handa við að skrifa bók byrjar hann á að skrifa ævisögu sögupersóna, skrá talsmáta þeirra og orðfæri til að fá sem fyllsta mynd af þeim áður en hann byrjar á bókinni sjálfri. Sumir hafa sagt bækur hans ofskrifaðar, þ.e. að þær séu of lyklaðar og pældar, en hann segist einmitt reyna að gæta sín á að beita ekki of miklum stílbrögðum, menn falli gjarnan í þá gryfju að beita of nýstárlegum stílbrögðum án þess að velta því fyrir sér hvernig þau gagnist sögunni. Í einu viðtali lét hann þau orð falla að leið til að skapa list sé að fara út á ystu nöf, að skrifa við mörk þess sem er manni mögulegt. „Víst kemur fyrir að allt fer í handaskolun, en ef maður fer of varlega fórnar maður frum- leika og fellur í endurtekningu. Ég vil frekar taka áhættuna.“ Mitchell segist almennt fljótur að skrifa en meiri tími hafi farið í Cloud Atlas vegna þess hve miklar rannsóknir liggi að baki, fyr- ir hvern áratug sem farið er aftur í tíma þurfi í það minnsta tveggja mánaða aukna vinnu höfundarins. Búið í Japan David Mitchell er menntaður í bókmenntafræðum í Háskólanum í Kent, en eftir að hafa reynt að leita sér að vinnu án árangurs fluttist hann til Sikileyjar þar sem hann dvaldist í ár og síðan til Hiroshima í Japan, þar sem hann bjó næstu átta árin. Til Japans fluttist hann með unnustu sinni, sem ekki mátti vera lengur í Bretlandi þegar vegabréfsáritun hennar rann út, og þau giftu sig svo í Japan og eignuðust barn. Næstu ár skrifaði Mitchell smá- sögur sem gerast í ýmum japönskum borgum og þó þær hafi ekki verið birtar þá hefur Japan verið honum ofarlega i huga eins og sjá má af því að Ghostwritten gerist að stórum hluta í Japan og number9dream segir frá japönskum pilt sem leitar föð- ur síns í hátæknistórborginni Tókýó. Meðfram því að skrifa vann Mitchell við enskukennslu fyrstu fjögur árin, kenndi ýmist smá- börnum eða ellilífeyrisþegum. Hann segist hafa kunnað því einkar vel að kenna, en þó betur að skrifa og hætti á endanum að kenna til að geta sinnt aðaláhugamálinu. Það er dýrt að búa í Japan, svo dýrt að Mitchell fluttist með fjölskyldu sinni til Írlands á síðasta ári. Írland varð fyrir valinu að sögn Mitchells þar sem það hafi ekki verið nema sanngjarnt að þau hjónin væru bæði að fóta sig í framandi landi, en svo seg- ist hann kunna svo við veðurfar á Írlandi, veðrabrigði séu svo tíð að hann viti aldrei á hverju hann eigi von. Ekki predikun Mitchell lýsir viðfangi bókarinnar svo að hann sé að velta fyrir sér villimennsku og siðmenningu, líffræði og siðfræði, rándýr og fórnardýr, hvernig einstaklingar leggist á hópa, hópar á ein- staklinga, fyrirtæki á stjórnvöld og svo megi telja. Sögupersón- urnar verða fyrir því að vilji þeirra er ekki virtur á einhvern hátt, sem er reyndar stef sem áður hefur birst í bókum Mitchell. Hann segist enda hafa haft þann háttinn á að sem barn í skóla, og síðar sem unglingur, að vera í útjaðri hópsins, að vera nógu mikið með til að vera látinn í friði, en ekki svo mikið með að hann þyrfti að taka þátt i því sem hann ekki vildi gera. Þjóðfélag framtíðarinnar eins og það birtist í Cloud Atlas er er þjóðfélag neysluhyggjunnar og bókina má lesa að vissu leyti sem dæmisögu um hvert stefni í heimi sem sé svo upptekinn af neysluvarningi, enda segir í síðustu dagbókarfærslu Adams Ew- ings, einnar sögupersónunnar, að heimur rándýrsins muni á end- anum eyða sjálfum sér. Mitchell segist þó ekki vilja prédika, hann sé enginn hugsuður þó hann sé rithöfundur með skoðanir. Lífið í Japan hafi haft sín áhrif á hann, þar sem neysluhyggjan hafi knúið fólk í slíkan vinnuþrældóm að það hafi glatað hamingj- unni. Beðið eftir heimsendi Mitchell segir að sem barn hafi hann verið óttasleginn yfir yfir- vofandi kjarnorkuvá og mjög upptekinn af öllu því ógurlega sem gæti orðið til að eyða lífi á Jörðinni. Meðan hann beið eftir heims- endi skrifaði hann ljóð og safnaði póstkortum. Ljóðin birti hann undir dulnefninu James Bolivar, eftir byltingarhetjunni Simon Bolivar, enda feiminn, meðal annars fyrir það að hann stamaði sem barn og gerir víst enn þó lítið beri á því í dag. Sögupersóna í næstu bók hans, sem hann er að ljúka við um þessar mundir, er einmitt þrettán ára stamandi ljóðelskur piltur sem birtir ljóð undir dulnefninu Eliot Bolivar, og hefur nafn sitt frá Simon Bolivar og T.S. Eliot, sjálfsævisöguleg að einhverju leyti en þó ekki að sögn Mitchells. Eins og heyra má er Mitchell vel skipulagður og segir sitt að bókin um piltinn þrettán ára er með þrettán kafla og þannig upp byggð að hver kafli getur staðið sem sjálfstæð smásaga, enda segir hann að takmarkanir séu nauðsynlegar - besti textinn verði til þegar hann sé að reyna að skrifa sig framhjá reglum sem hann hefur sett sér. Sú bók kall- ast Black Swan Green og gerist á Falklands-eyjum á þrettán mánaða tímabili sem hefst árið 1982. Næsta bók þar á eftir er einnig komin af stað, skáldsaga sem gerist á Íslandi og Orkn- eyjum á miðöldum, og næst þar á eftir er bók sem sögusvið henn- ar er Japan til forna, en hún gerist snemma á nítjándu öld og segir frá fimmtán Vesturlandabúum á eynni Dejima, sem búin var til beinlínis fyrir viðskipti við vestræna farmenn, en þeim var bannað að koma til Japan. Engin leið að spá Gagnrýnendur hafa almennt tekið Cloud Atlas vel og sem dæmi má nefna að Kirkus-bókmenntaritið, sem frægt er fyrir að hafa allt á hornum sér, stjörnumerkti bókina á síðum sínum og segir hana með bestu og frumlegustu bókum síðustu ára; David Mitch- ell sé Thomas Pynchon sinnar kynslóðar. Engin leið er að spá um hvernig fer á þriðjudaginn þegar til- kynnt verður hver hlýtur verðlaunin eftirsóttu og sumir segja að ekki hafi verið eins mjótt á munum lengi. Veðbankar spá því að Mitchell muni sigra með Cloud Atlas, en hinar bækurnar tvær sem taldar eru líklegar eru The Master eftir Colm Toibin (4/1) og The Line of Beauty eftir Alan Hollinghurst (3/1). Aðrar bækur á listanum, sem þykja vart koma til greina, en hver veit?, eru I’ll Go to Bed at Noon eftir Gerard Woodward, The Elctric Michael- angelo eftir Sarah Hall og Bitter Fruit eftir suður-afríska rithöf- undinn Achmat Dangor. Þeir Mitchell, Toibin og Hollinghurst hafa allir komist í lokavalið áður. Sextett fyrir samhliða einleik Enski rithöfundurinn David Mitchell hefur vakið athygli fyrir stílsnilli og hugmyndaflug. Greinarhöfundur spáir Mitchell Booker-verðlaunum fyrir nýjustu bók hans Cloud Atlas en verðlaunin verða veitt á þriðjudaginn. David Mitchell hefur búið á Sikiley og í Hiroshima í Japan en býr nú ásamt fjölskyldu sinni á Írlandi. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is 16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 16. október 2004

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.