Morgunblaðið - 19.10.2004, Qupperneq 6
6 | 17.10.2004
Ég fæ stundum á tilfinninguna að ég sé dýr í útrýmingar-hættu. Þessi tilfinning fylgir yfirleitt yfirlýsingunni umað ég sé Íslendingur þegar ég ræði við útlendinga.
Ósjaldan mætir manni torræður svipur viðmælandans, augljóst
að hann veit ekki hvað Íslendingur er. Eftir örstutt hik ákveður
hinn útlenski að spyrja hvar Ísland sé. Þegar maður lýsir því í
stuttu máli kemur ósjaldan spurningin hvort þar séu mörgæsir
og eskimóar og hvort við búum í snjóhúsum. Gamla, góða
klisjan. Maður leiðréttir það, lofsyngur þjóð sína, hún sé afar
þróuð og tæknivædd, lífsgæði með besta móti og allt svo hreint
og ómengað. Undrast sjálfur að maður skyldi nokkurn tíma
kvarta yfir því að búa á Íslandi miðað við hina rómantísku
ræðu. Gleymir alveg að minnast á rok og rigningu, myrkur og
kulda. Þó er ég ekki þessi manngerð sem telur fegurstu konur
og sterkustu menn heims íslenska og íslenska vatnið það besta í
heimi.
Ég sat á knæpu nokkurri fyrir skömmu með þremur öðrum
Íslendingum. Ungur maður á næsta borði virtist nokkuð
áhugasamur um dýrin fjögur og gaf sig á tal við okkur. „Vá,
fjórir Íslendingar!“ sagði maðurinn yfir sig hrifinn, sjálfur
nýsjálenskur. „Ég hef aldrei séð Íslending, hvað þá fjóra í
einu,“ bætti hann við og ljómaði. Ákvað ég þá að spyrja hann
hvort hann vildi að við dönsuðum fyrir hann dansinn sem Ís-
lendingar dönsuðu alltaf til heiðurs þeim sem sæi Íslending í
fyrsta sinni. Nýsjálendingurinn áttaði sig engan veginn á því að
ég væri að fíflast í honum, horfði furðu lostinn á mig. Var þetta
einungis upphafið að frekari misskilningi. Nýsjálendingurinn
heldur sjálfsagt héðan í frá að Íslendingar séu
undarlegar skepnur. En eitt virðast þó flestir
útlendingar vita um Ísland og gettu, kæri les-
andi, hvað það er. Jú, einmitt: Björk er frá Ís-
landi. „Aaah, Bjooork is from Iceland, isn’t
she?“ segir fólk og býst við því að maður verði
himinlifandi yfir þeirri vitneskju. Framburður
nafnsins þó meira eins og ropi. „Yes, and also
Siggurr-ross,“ svarar maður hálfmæðulega,
löngu leiður á þessum endurteknu Bjarkar-samræðum.
Fyrir viku birtist hin margumrædda „Bjooork“ í vinsælum
viðtalsþætti Jonathans Ross á BBC1 sjónvarpsstöðinni. Litla Ís-
lendingshjartað sló hraðar í brjósti mér, undarlegt hvernig
þjóðerniskenndin getur læðst upp að manni. Ross kynnti hana
með allt að því hárréttum, íslenskum framburði. Björk flutti
lag af nýrri plötu með bjöllukór og mennskri bassatrommu og
settist að því loknu í sófann hjá Ross sem alla jafna er frumlegur
og skemmtilegur spyrill. „Þú ert frá Íslandi,“ sagði Ross. Björk
staðfesti það. „Hvernig er það, eru ekki eskimóar og snjóhús
þar?“ Björk virtist allþreytt á þessari spurningu og sagði að
hún væri ansi oft spurð að því. Ross spurði hvort við værum
ekki í raun ljóshærð og bláeyg. Björk sagði það nokkuð nærri
lagi, nennti augljóslega ekki að kafa í Íslandssöguna, franska
sjómenn, írska þræla og aðra blóðblöndun undanfarinna alda.
Skellti Ross þá upp mynd af Björk sem ungbarni, hældi fegurð
barnsins en sagði að þetta liti nú út fyrir að vera „fjárans
eskimói“. Björk tók þátt í gríninu eins og sannur diplómati og
fékk uppstoppaðan lunda að launum. Lundinn var augljóslega
ekki íslenskur. Björk yfirgaf sófann og hljómsveitin Duran
Duran tók við, ræddi um rakstur nasahára og aukinn andlegan
þroska enda hljómsveitarmeðlimir allir komnir vel á fimmtugs-
aldurinn.
Næst þegar einhver sem ekkert veit um Ísland yfirheyrir mig
ætla ég bara að ljúga. Segja að Íslendingar séu ljóshærðir
eskimóar sem hlaupi um í selskinni í 30 gráða frosti, drepi ís-
birni með berum höndum og éti þá hráa. Fari svo heim í snjó-
húsið, fóðri lundann sinn og drekki sig rænulausa á gerjuðu
jólaöli. Það er miklu skemmtilegra. | helgisnaer@mbl.is
Bjooork
Helgi
Snær
En eitt virðast þó
flestir útlend-
ingar vita um Ís-
land og gettu,
kæri lesandi,
hvað það er.
É
g hef fengið áhugaverð verkefni fyr-
ir fræðafélög eins og Sagnfræðinga-
félagið, ReykjavíkurAkademíuna
og Rannsóknarstofu í kvenna- og kynja-
fræðum, og einnig félög eins og Stígamót og
UNIFEM – og hefur verkefni mitt þá verið
að koma hugmyndum þeirra og viðburðum
á framfæri. Ég hef áhuga á að brúa bilið
milli fræðanna og samfélagsins með hönn-
un,“ segir Sóley Stefánsdóttir.
Sóley er fædd árið 1973 í Mosfellsbæ og
gekk hún í Varmárskóla í æsku. Hún varð
stúdent af myndlistarbraut Fjölbrautaskól-
ans í Breiðholti vorið 1994. Hún útskrifaðist
við árþúsundamótin frá Háskóla Íslands
með BA próf í guðfræði og kynjafræði. „Ég
fór þá að vinna á Íslensku auglýsingastof-
unni og ákvað í framhaldi af því að fara í
grafíska hönnun í Listaháskóla Íslands,“
segir Sóley og að það hafi verið mjög
skemmtilegt og krefjandi nám. „Lokarit-
gerðin var um myndmál sem samræðu-
form,“ segir hún, „ég kannaði hvort al-
menningur gæti sagt skoðun sína í
myndmáli líkt og fyrirtæki, t.d. með því að
birta aðsenda mynd í stað aðsendrar greinar
– þannig að innihald greinarinnar væri í
formi myndmáls í stað texta, en þeir (fjöl)
miðlar sem ég hafði samband við höfnuðu
því.“ Notkun myndmáls er feikilega áhrifa-
ríkt í nútímasamfélagi en í raun hefur mark-
aðurinn einkaleyfi á þeirri notkun. Almenn-
ingur má segja hug sinn á því myndáreiti
sem hann verður fyrir í almannarými með
texta og tilvísun í texta, en ekki með tilvísun
í myndmál fyrirtækja, vegna þess einkarétt-
ar sem þau hafa á myndrænni ímynd sinni.
„Ég er núna sjálfstætt starfandi og vinn t.d.
að hönnun afmælisrits UNIFEM, en Ís-
landsdeildin er 15 ára,“ segir Sóley sem
einnig hannaði spjald Sagnfræðingafélags
Íslands um hádegisfundaröðina „Hvað er
vald?“ – í Norræna húsinu. Þá er Sóley
ráðskona staðalímyndahóps Femínista-
félags Íslands en þar er Femínistavikan í
undirbúningi; hefst 24. október nk. á af-
mælisdegi Kvennafrídagsins. Sóley býst við
að fara í meistaranám á næstu árum, og að
halda áfram að beita kynjafræði og hönnun í
samtali sínu við samfélagið. | guhe@mbl.is
Sóley Stefánsdóttir
LOFAR GÓÐU
L
jó
sm
yn
d:
Á
rn
i S
æ
be
rg
Brúar bilið milli fræða og samfélags með hönnun