Morgunblaðið - 19.10.2004, Síða 20
20 | 17.10.2004
Heimili Ingólfs Geirdal er eins og vísir að safni – í tveimur deildum. Annarsvegar safn um rokktónlistarmanninn Alice Cooper og hins vegar safn umlíf og list Charlie Chaplins. Síðarnefnda safnið er meira að vöxtum og í
rauninni alveg einstakt. Mesti dýrgripurinn í því er árituð ljósmynd frá árinu 1915,
tekin ári eftir að Chaplin fór að fást við kvikmyndaleik og er af sérfræðingum úr-
skurðuð sem raunveruleg frummynd. Annað djásn í Chaplin-safni Ingólfs er einn af
göngustöfum snillingsins, úr bambus frá árinu 1931, sem Chaplin gaf frá sér
skömmu eftir frumsýningu kvikmyndarinnar Borgarljósanna í London, og þriðja
djásnið er árituð ljósmynd frá árinu 1933, einnig frummynd.
En hér er ekki nema hálf sagan sögð. Ingólfur á öll listaverk Chaplins í öllum
þeim formum sem þau hafa verið gefin út í: 8 mm filmum, 16 mm filmum, mynd-
bandsspólum og á DVD-diskum. Í safninu má auk þess finna
leiserdiska með kvikmyndum Chaplins, en leiserdiskarnir voru
eins konar undanfari DVD-diskanna. Þar fyrir utan á hann allar
hljómplötur sem gefnar hafa verið út með tónlist Chaplins, á 78
snúninga plötum, 45 snúninga og 33 snúninga og svo auðvitað
geisladiskana líka.
Hefur verið í sambandi við afkomendur Chaplins | Fyrir utan
þetta má telja fjölmargar bækur á ensku og báðar bækurnar á ís-
lensku sem gefnar hafa verið út um þennan mesta snilling kvik-
myndanna, öll prógrömm sem gefin voru út hér á landi við sýn-
ingar í myndum Chaplins í Trípolíbíói, Austurbæjarbíói og
Hafnarbíói, tímarit á hinum ýmsu tungumálum með greinum
um Chaplin og sjálfsagt gleymist sitthvað í þessari upptalningu.
Ingólfur hefur verið í sambandi við afkomendur Chaplins og
hann náði bréfasambandi við eina af eiginkonum hans, Litu
Grey, og hélt því sambandi þar til hún lést og á áritaðar myndir af henni. Þetta er í
rauninni með ólíkindum og örugglega einsdæmi, að minnsta kosti hér á landi.
„Ég hef alla tíð verið mikill dellukarl,“ segir Ingólfur Geirdal um þessa söfnunar-
áráttu. „Dellurnar hjá mér hafa einkum beinst að þremur áhugamálum: söfnunar-
áráttu, töfrabrögðum og tónlist,“ segir hann, en við þetta má bæta að sjálfsagt muna
margir eftir því er Ingólfur fór kornungur að fremja töfrabrögð í sjónvarpi og sem
unglingur var hann farinn að spila á gítar í hljómsveitum. Hann var fyrst í hljóm-
sveitinni Gypsy, sem vann Músíktilraunirnar 1985 og síðar varð hann lagasmiður og
gítarleikari hljómsveitarinnar Stripshow, sem vakti talsverða athygli á sínum tíma, en
hljómplata með þeirri sveit kom út 1996 og var meðal annars gefin út í Japan og
Kóreu. Það var í tengslum við Stripshow sem Ingólfur komst í kynni við Alice Coop-
er og félaga úr fyrstu hljómsveit hans, en hann hefur undanfarin ár verið í samstarfi
við einn meðlim þeirrar sveitar, Michael Bruce gítarleikara, og gaf meðal annars út
hljómplötu með honum, Halo of Ice, sem út kom 2001. Ingólfur er enn í samstarfi
við Bruce og eru þeir félagar að vinna saman að nýrri hljómplötu. Rétt er einnig að
geta þess að Ingólfur lék sem „sessionmaður“ í Quarashi á tónleikaferð þeirrar
sveitar um Japan og Bandaríkin á síðasta ári. Það hefur því verið í mörg horn að líta
hjá Ingólfi að undanförnu og nú er hann aftur byrjaður að æfa töfrabrögðin og
hyggst þreifa fyrir sér á því sviði í nánustu framtíð, fyrir utan tónlistariðkunina.
Markviss Chaplin-söfnun um tvítugt | En hvernig byrjaði Chaplin-dellan? „Pabbi
og afi voru báðir miklir Chaplin-aðdáendur og þeir tóku mig eitt sinn með í Hafn-
arbíó á kvikmyndina The Kid, sem hét Drengurinn á íslensku. Ég var þriggja ára
þegar þetta var og eftir þessa upplifun varð ég líka Chaplin-
aðdáandi. Ég reyndi að komast á allar Chaplin-myndir sem hér
voru sýndar og fór að safna prógrömmum. Chaplin-söfnunin
varð hins vegar ekki markviss fyrr en eftir að ég var orðinn tví-
tugur. Þá datt mér allt í einu í hug að leigja myndbandsspólu
með einu af meistaraverkum Chaplins, Nútímanum, og athuga
hvort upplifunin yrði eins mögnuð og þegar ég sá myndina
fyrst. Og hún varð það, bara á annan hátt. List Chaplins er
nefnilega með þeim undraverðu eiginleikum að maður er alltaf
að uppgötva eitthvað nýtt og maður verður sífellt fyrir mismun-
andi áhrifum. Ég hef séð flestar mynda hans nokkrum sinnum
og áhrifin eru aldrei þau sömu. List Chaplins er einstök, hefur á
sér margar hliðar og í rauninni hrein og tær snilld.“
Ingólfur Geirdal er eins og lifandi alfræðiorðabók um líf,
starf og list Charlie Chaplins og það er afar fróðlegt og
skemmtilegt að ræða við hann um þau mál. Hann hefur allar klær úti til að viða að
sér nýju efni og var kominn í samband við söfnunarklúbba víða um heim áður en
Netið kom til sögunnar. Mestu dýrgripina í safni sínu hefur hann fengið hjá upp-
boðsfyrirtækinu Christie’s í Lundúnum og í einu tilvikinu varð hann að slá lán til að
komast yfir gripinn, en það var bambusstafurinn frægi frá árinu 1931. Um það leyti
var Chaplin að vinna að gerð kvikmyndarinnar Borgarljósanna þannig að ekki er
ólíklegt að stafnum bregði fyrir í þeirri mynd. Ingólfur vill helst ekki gera upp á milli
mynda meistarans, en segir að Gullæðið, Borgarljósin og Nútíminn komi fyrst upp í
hugann af eldri myndunum, og einnig segist hann alltaf hafa verið afar hrifinn af
Monsieur Verdoux frá árinu 1947, sem var ein af fáum talmyndum sem Chaplin
skóp. | svg@mbl.is
LIST CHAPLINS HEFUR MARGAR HLIÐAR
SÖFNUN | SVEINN GUÐJÓNSSON
Ingólfur Geirdal hefur komið sér upp einstöku safni um líf og list mesta snillings kvikmyndasögunnar, Charlie Chaplins
Ingólfur með
Alice Cooper
á góðri stund.
L
jó
sm
yn
d:
Á
rn
i S
æ
be
rg
Ingólfur og nokkur djásn-
anna í Chaplin-safninu.
SLÓ LÁN TIL AÐ KOMAST
YFIR BAMBUSSTAFINN
FRÆGA FRÁ ÁRINU 1931.